Saga - 2004, Blaðsíða 124
Valtýs eða tala háðuglega um þá, kallar t.d. Jónas frá Hriflu „Hriflu-
manninn“ (JFÁ, bls. 189) og séra Sigurbjörn Einarsson, síðar bisk-
up, „klerk þennan“ (JFÁ, bls. 468). Honum er svo umhugað um að
búa til goðsögn um Valtý Stefánsson sem nánast hinn eina sanna
blaðamann og föður nútímablaðamennsku að frásögn hans verður
undarlega eintóna. Saga hans er því sannkölluð hetjusaga. Ef til vill
skýrist það af því að Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins, hefur
kostað söguritun Jakobs og sjálfur hefur hann verið blaðamaður á
blaðinu.
Jakobi er mjög í mun að sýna fram á það að Morgunblaðið hafi
verið óháð Sjálfstæðisflokknum undir stjórn Valtýs og þrátt fyrir
allt miklu hófstilltara fréttablað en önnur blöð. Hann segir hins veg-
ar að ég gefi í skyn í bók minni að það hafi verið „þröngsýnt og
harðsvírað flokksblað á vegum Sjálfstæðisflokksins“ sem hann
telur alrangt (JFÁ, bls. 428). Þarna greinir okkur líklega nokkuð á
þó að ég segi að vísu skilmerkilega frá hverjir voru eigendur
Morgunblaðsins. Blaðið var formlega óháð Sjálfstæðisflokknum (það
var þó í samkrulli við hann um útgáfu Ísafoldar-Varðar) en ekki gekk
hnífurinn á milli í skoðunum, málflutningi og áróðri. Sjálfur var
Valtýr að sögn frábitinn pólitísku argaþrasi og fór örugglega af stað
með þann staðfasta ásetning að gera blað sitt að góðu fréttablaði
fyrst og fremst. En það tókst honum ekki er hin fyrirferðarmiklu
stjórnmál voru annars vegar.
Ekki veit ég nein dæmi þess að Morgunblaðið í ritstjórnartíð Val-
týs hafi verið gagnrýnið á Sjálfstæðisflokkinn eða veitt honum mál-
efnalegt aðhald. Þvert á móti. Árni Óla, blaðamaður Morgunblaðsins
um áratugaskeið, upplýsir það meðal annars í bók sinni Erill og fer-
ill blaðamanns að ritstjórum Morgunblaðsins, Jóni Kjartanssyni og
Valtý, hafi þótt það beinlínis óviðkunnanlegt að blaðamenn þeirra
væru ekki flokksbundnir Sjálfstæðismenn.3 Ekki var blaðið heldur
opið fyrir greinum eftir pólitíska andstæðinga Sjálfstæðisflokksins
og mér vitanlega birtust aldrei viðtöl við menn sem flokkurinn
hafði vanþóknun á. Slík viðtöl sáust ekki fyrr en í tíð Matthíasar
Johannessens. Fyrir hverjar kosningar breyttust svo fréttasíður
Morgunblaðsins í kosningaáróður. Valtý Stefánssyni tókst þrátt fyrir
þetta að gera Morgunblaðið að víðlesnu og fjölbreyttu blaði. Hann
naut þess líka að atvinnurekendur voru flestir í Sjálfstæðisflokkn-
G U Ð J Ó N F R I Ð R I K S S O N124
3 Árni Óla, Erill og ferill blaðamanns hjá Morgunblaðinu um hálfa öld (Reykjavík,
1963), bls. 9.
Saga 2004 - NOTA 1.12.2004 9:40 Page 124