Saga - 2004, Blaðsíða 201
Yfirleitt er Hannesi mikið í mun að minningabækur Halldórs
standist sagnfræðilega, enda verður svo að vera ef hann á að geta
stuðst við þær í þeim mæli sem hann gerir í bók sinni. Á einum stað
tekur hann þær beinlínis fram yfir samtímaheimild frá Halldóri
sjálfum. Í Úngur eg var segir Halldór frá vandræðum sínum við að
finna húsnæði daginn sem hann kemur í fyrsta sinn til Kaup-
mannahafnar vorið 1919. Frásögnin er mjög sviðsett. Halldóri er út-
hýst á öllum hótelum og bílstjórinn sem ekur honum eftir því ön-
ugur. Þetta endar með því að Halldór leitar ásjár hjá dönskum hjón-
um sem hann hafði verið beðinn um kveðju til. Í Úngur eg var bið-
ur Halldór bílstjórann að bíða meðan hann geri vart við sig. „En
aukatafir tók hann ekki í mál, heldur kastaði draslinu mínu uppá
gángstéttina, hrifsaði af mér gjaldið og ók burt í illu.“ (Bls. 20) Þessu
trúir Hannes og endurritar með smábreytingum: „Bílstjórinn tók
engar aukatafir í mál, heldur kastaði farangri Halldórs upp á gang-
stétt, hrifsaði af honum gjaldið og ók burt.“ (Bls. 120) Í bréfi sem
Halldór skrifaði móður sinni sama dag og hann kom til Kaup-
mannahafnar segir hann hins vegar öðruvísi frá: „Við bárum upp
kisturnar, bifreiðamaðurinn og ég, og var ég honum þakklátur fyr-
ir þénustu hans, því hún var mjög ærleg og hjálpsamleg, og galt ég
honum 10 krónur fyrir verkið og bað hann svo vel að lifa.“47 Til
þessa bréfs vitnar Hannes neðanmáls en segist treysta síðari frá-
sögninni með þeim rökum að Halldór „hafi ekki viljað valda móð-
ur sinni hugarangri og því ekki sagt henni frá erfiðleikum sínum
fyrsta daginn“ (bls. 570, nmgr. 3). Bréf Halldórs er langt og ná-
kvæmt fréttabréf og ekki á því að sjá að hann sé þar neitt að hlífa
móður sinni við frásögnum af erfiðleikum dagsins.
Í útskýringum Hannesar neðanmáls má víða sjá þann fyrirvara
að eitthvað sé „haft fyrir satt“. Á þetta einkum við um þau skáld-
verk Halldórs sem hann síðan styðst við sem sagnfræðilegar heim-
M E Ð A L A N N A R R A O R Ð A 201
í þessari bók, hefur ekkert komið fram, sem hrekur skrif hans um Má annað
en það, að Már myndi ekki hafa drukkið eða veðsett föt, en alkunna er, að
menn gera sér enga grein fyrir svaðilförum þeirra, sem nákomnir þeim eru.“
Hér rekur sig hvað á annars horn. Ættingjar geta verið heimildir um suma og
aðra ekki, og vegna þess að þeir hafa getað hrakið sögur Halldórs af Svölu þá
sleppir Hannes þeim. Þeir hafa hins vegar ekki getað hrakið sögur af Má aðr-
ar en þær að hann myndi ekki hafa drukkið eða veðsett föt, en um það fjallar
einmitt sú frásögn Halldórs sem Hannes tekur í bók sína.
47 Bréf til Sigríðar Halldórsdóttur frá Halldóri Laxness, dagsett 5. ágúst 1919.
Bréfasafn Halldórs Laxness, Lbs. án safnmarks.
Saga 2004 - NOTA 1.12.2004 9:40 Page 201