Saga - 2004, Blaðsíða 173
skrifaðir út úr sögunni sem sögulausar þjóðir en voru síðar samlag-
aðir sjálfhverfri formgerð sinnar voldugu, vestrænu, alltumlykj-
andi orðræðu.3 Fræðimenn hafa í seinni tíð tekið að leita leiða til að
framleiðsla þeirra endurtaki ekki einvörðungu sama ofbeldið og
innbyggt er í samhangandi heildarsögu.4
Snúum okkur þá að einvæðingarkenningunni. Í þessu samhengi
hefur hún augljósa möguleika enda er hún tilraun til að opna sann-
leikshugtakið fyrir ósammælanlegum nálgunum. Slíkar nálganir
lúta ekki samhæfingu að rökrænni heild þar sem vitnisburði fortíð-
ar er forgangsraðað með ósambærilegum hætti allt eftir markmið-
um rannsóknarinnar. Höfundur kenningarinnar, sagnfræðingurinn
Sigurður Gylfi Magnússon, hefur þó ekki sérstaklega farið þá leið
að byggja upp kenningu sína með vísan til þekkingarlegs ofbeldis
fræðanna á minnihlutahópum. Einvæðingin byggir efasemdir sínar
um heildræna nálgun yfirlitsins, línulega hugsun o.s.frv. miklu
fremur á þeirri póstmódernísku byltingu sem Sigurður Gylfi telur
að orðið hafi í „hugmyndaheimi fræðimanna og almennings“ og
sem leitt hefur til þess að stórsagnirnar hafa tekið að falla hver af
annarri.5 Einvæðingin siglir því undir merkjum þess að vera ópóli-
tísk og frelsandi: „Einvæðingin felst … í að komast undan stórsög-
unum sem stjórna rannsóknarferlinu og gefa rannsóknunum þess í
stað færi á að finna sinn farveg innan viðfangsefnisins með hug-
myndafræði einsögunnar sér til fulltingis.“6 Sigurður Gylfi hefur
skilyrt inntak þessarar staðhæfingar með ýmsu móti. Þrátt fyrir það
stendur eftir sú meining að frelsið eigi að leiða framsækna fræði-
A F (Ó)P Ó L I T Í S K R I S A G N F R Æ Ð I 173
3 Ólafur Rastrick, „Menningarlegt forræði og grunsemdir um hið ósammælan-
lega. Um póstkólóníalisma og sagnfræði“. Erindi flutt í Norræna húsinu 28.
mars 2000 í fyrirlestraröð Sagnfræðingafélags Íslands, Hvað er póstmódern-
ismi? Birt í Kistunni: http://www.hi.is/~mattsam/Kistan/postmodern-
ismi/rastrick.htm [skoðað 21.1.2004].
4 Sjá t.d. sérstaklega frá póstkólóníalísku sjónarhorni: Nicholas B. Dirks, „His-
tory as a Sign of the Modern“, Public Culture 2,2 (1990), bls. 25–33. — Gyan
Prakash, „Writing Post-Orientalist Histories of the Third World. Indian Historio-
graphy Is Good to Think“, Colonialism and Culture. Ritstjóri Nicholas B. Dirks
(Ann Arbor, 1992), bls. 353–388. — Gayatri Chakravorty Spivak, „The Rani of
Sirmur“, Europe and Its Others I. Ritstjórar Francis Barker o.fl. (Colchester,
1985), bls. 128–151.
5 Sigurður Gylfi Magnússon, „Aðferð í uppnámi“, bls. 21.
6 Sigurður Gylfi Magnússon, „Einvæðing sögunnar“, Molar og mygla. Um ein-
sögu og glataðan tíma. Atvik 5. Ritstjórar Ólafur Rastrick og Valdimar Tr. Haf-
stein (Reykjavík, 2000), bls. 139.
Saga 2004 - NOTA 1.12.2004 9:40 Page 173