Saga - 2004, Blaðsíða 254
um Helga, Popes og Baldwins er komið inn á hugmyndina um ólíkt (sögu-
legt) minni innfæddra (non-Europeans) og Evrópumanna um landkönnun
en ekkert er minnst á þetta viðfangsefni, sem mikið hefur verið rannsakað
upp á síðkastið, í eftirmálanum eða í innganginum eftir Önnu Agnarsdótt-
ur. Þetta efni á hins vegar vafalaust eftir að verða grunnur að margvísleg-
um gagnlegum nálgunum við rannsóknir í framtíðinni.
Karen Oslund
MELLEM GUD OG DJÆVELEN. RELIGIØSE OG MAGISKE VER-
DENSBILLEDER I NORDEN 1500–1800. (Nord 2001:19.) Ritstjóri
Hanne Sanders. Norræna ráðherranefndin. Kaupmannahöfn 2001.
330 bls. Myndir, kynning á höfundum, ritaskrá, summaries, útdráttur
á finnsku.
Rit þetta hefur að geyma þrettán ritgerðir eftir jafnmarga norræna höfunda
og er það tekið saman og gefið út í tengslum við rannsóknarverkefnið Nor-
den og Europa sem styrkt var af norrænu ráðherranefndinni. Helsta mark-
mið ritsins er að varpa ljósi á það sem ritstjórinn kallar „for-sekúlariseraða“
heimsmynd og ríkjandi var á rannsóknartímanum. Helsta einkenni hennar
var að trú og galdur (sem skilja má í víðum skilningi) lutu ekki að skoðun-
um einstaklinga heldur mynduðu kjarna í sameiginlegri menningu samfé-
lagsins og grundvöll undir þekkingu þess. Efnislega séð spannar ritið
mikla breidd þar sem í því eru dregnar upp margar áhugaverðar myndir af
hugarfari eða „mentaliteti“, ekki síst almennings, á rannsóknartímanum.
Þá má segja að sumar ritgerðanna kallist á við nútímann með áhuga-
verðum hætti og veki spurningar um hvort almenningur í „póst-módern“
umhverfi kunni e.t.v. að lifa og hrærast við svipaðar aðstæður og í kviku
hugmynda sem í eðli sínu eru ekki óskyldar því sem gerðist á því „ár-
módern“ skeiði sem fjallað er um í ritinu. Þannig er t.d. áhugaverð umfjöll-
un Lofts Guttormssonar um trú og trúarhætti Guðnýjar Stefánsdóttur (f.
um 1678), afasystur Jóns eldklerks. Hún var óvenjuvel að sér, læs og skrif-
andi. Í trúarháttum hennar ófust þó saman lúterskur rétttrúnaður samtím-
ans og trúarhættir úr megnustu forneskju, kaþólsku ef ekki norrænni
vættatrú (bls. 100–102). Spyrja má hvort þetta sé einkenni á hugarfari kerl-
inga á Íslandi um aldamótin 1700 eða e.t.v. sístætt einkenni á trúarhug-
myndum fólks sem ekki lýtur nema að litlu leyti venjulegri rökhugsun og
myndar ekki alltaf samstætt kenningakerfi, a.m.k. þegar hinni kirkjulegu
„elítu“ sleppir. Einkennist „nýöldin“ um aldamótin 2000 ekki einmitt af
svipuðu ósamræmi í hugmyndum og háttum og um aldamótin 1700, a.m.k.
þegar um er að ræða þau rúmlega 40% þjóðarinnar sem telja sig trúuð, „en
R I T F R E G N I R254
Saga 2004 - NOTA 1.12.2004 9:40 Page 254