Saga - 2004, Blaðsíða 250
upplýsingar sem stök handrit, þótt merk séu, búi ekki yfir. Bókin er því,
eins og nafnið gefur til kynna, hvatningarrit um megindlegar handrita-
rannsóknir.
En ekki er nú allt efni hinnar íslensku útgáfu talið, því henni fylgir Már
Jónsson, annar þýðendanna, úr hlaði með ritgerð sem hann nefnir „Megind-
legar handritarannsóknir“ þar sem hann gerir stutta grein fyrir rannsóknar-
sviðinu og lýsir þeim þætti sem Ornato og samverkamenn hans hafa átt í
að afmarka það og þróa þær aðferðir sem þar er beitt. Þá bendir Már á að
íslensk handrit séu nánast óplægður akur í þessu tilliti og rekur innblásinn
áróður fyrir því að úr verði bætt. Raunar hafa hann, nemendur hans og að-
stoðarmenn þegar hafist handa við að mæla síður og telja kver og má sjá af-
rakstur þeirrar vinnu í ritgerð Más þar sem hann ber niðurstöður mæling-
anna saman við sambærilegrar athuganir á evrópskum handritum. (Sá
samanburður leiðir m.a. í ljós að íslensk handrit virðast breiðari og minni
— „búralegri“ — en handrit á meginlandinu.) Það er fengur að þessum
upplýsingum og samanburðurinn verður til þess að færa rannsóknir
Ornatos nær íslenskum lesendum um leið og ritgerð Más er brýning til hér-
lendra fræðimanna og stúdenta. Þessi bók ætti að höfða til allra þeirra sem
hafa áhuga á handritum, skrifurum, skrift og bóksögu, en einnig til áhuga-
manna um menningarsögu í víðari skilningi og sagnfræðinga sem fást við
félags- og hagsögu.
Svanhildur Óskarsdóttir
Jens Riise Kristensen, BARBARIET TUR RETUR. Forlaget Ørby.
Kaupmannahöfn 2003. 117 bls. Myndir.
Saga Íslands er nánast óþekkt í Danmörku. Þetta á sérstaklega við um tím-
ann milli miðalda og tuttugustu aldar þegar tengsl landanna voru þó
stjórnunarlega nánust. Stór yfirlitsrit um sögu Danmerkur koma út án þess
að Ísland sé nefnt nema í framhjáhlaupi. Í íslenskri sagnaritun þessa tíma-
bils er Danmörk hins vegar jafnan í stóru hlutverki hvort sem fjallað er um
Jón Sigurðsson, einokunarverslunina, siðaskiptin eða Tyrkjaránið. Skýring
á þessu misvægi er speglun af stöðu hjálendu gagnvart móðurlandi eða
öllu heldur: hjálendunnar sem sleit sig frá móðurlandinu. Stjórnunarlega er
nú fátt sem hvetur til þess að tengja sögu landanna saman. Með formlegri
norrænni samvinnu hefur þó nokkuð verið gert til að tengja sögu Norður-
landa og einstakir fræðimenn hafa lagt sitt lóð á vogarskálina, Harald
Gustafsson líklega manna mest. Enn er langt í land að efnt verði til sam-
eiginlegrar sögu Íslands og Danmerkur líkt og gert var fyrir fáeinum árum
um sögu Danmerkur og Noregs 1380–1814 þegar út kom fjögurra binda rit-
verk um sögu tvíríkisins og þótti nokkur nýlunda.
R I T F R E G N I R250
Saga 2004 - NOTA 1.12.2004 9:40 Page 250