Morgunblaðið - 28.01.2011, Síða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. JANÚAR 2011
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Stjórnvöldhéldu þvífram opin-
berlega að um-
sóknarvitleysan að
Öryggisráðinu
hefði „aðeins“
kostað hálfan milljarð. Þó var
til ljósmynd og fréttatilkynn-
ing sem sýndi tvo valdamestu
ráðherrana afhenda for-
ystumönnum á einhverjum
smáeyjum sem Ísland á ekkert
samneyti við loforð um fjár-
framlag, í kosningabaráttunni
miðri, sem var nálægt því sama
upphæð. Það má vera að féð
hafi verið „fært“ sem þróun-
araðstoð, en það var það ekki.
Nú hefur verið sýnt fram á
að stjórnlagaþingsdansinn hef-
ur þegar kostað hálfan milljarð
króna. Samt er sagt að halda
eigi sprellinu áfram og meira
að segja reynt að reikna sig
niður úr kostnaði sem þegar er
fallinn til. Engu að síður mun
seinni hálfleikur kosta annað
eins og hinn fyrri. Og af hverju
í ósköpunum á að halda ballinu
áfram löngu eftir að hljóm-
sveitin er hætt að spila? Af því
að þjóðin vill það segir for-
sætisráðherrann. Er það? Það
kusu aðeins 35,6 prósent í
stjórnlagakosningum þrátt
fyrir opinbera herferð með
þeim. Það kusu hins vegar
næstum helmingi fleiri um Ice-
save þrátt fyrir opinbera her-
ferð gegn þeim
kosningum.
En nú segir einn
helsti sérfræð-
ingur Samfylking-
arinnar í stjórn-
málafræðum,
virtur fræðimaður og prófess-
or, að varasamt sé að kjósa aft-
ur. Slíkum kosningum fylgi
tvær hættur að mati prófess-
orsins Gunnars Helga Krist-
inssonar. Fyrri hættan að mati
hans er sú að kjörsókn í kosn-
ingum númer tvö kunni að
verða enn lakari en í þeim
fyrri, sem settu þó Íslandsmet
í slakri kjörsókn á landsvísu!
Og hin hættan sé sú að úrslitin
kynnu að verða önnur en í fyrri
kosningum.
Báðar hætturnar eru stór-
athyglisverðar. Hin fyrri þar
sem sagt er að „fólkið“ heimti
stjórnlagaþing. En ekki er hin
síðari lakari. Sé það áhættu-
þáttur að úrslitin kynnu að
verða önnur og prófessorinn í
stjórnmálafræðum hafi þannig
rétt fyrir sér, þá er sjálfsagt
öruggast að láta ekki fleiri
kosningar fara fram í landinu
héðan í frá. Því það hefur sýnt
sig að alls ekki er öruggt að úr-
slit nýjustu kosninganna verði
hin sömu og í þeim síðustu.
En svona til fróðleiks, hefur
Ben Ali frá Túnis nokkuð verið
að halda fyrirlestur í stjórn-
málafræðideildinni nýlega?
Prófessor Gunnar
Helgi hefur bent á
tvo áhættuþætti við
nýjar kosningar}
Prófessor varar við
Gullna reglanum afneit-
unina hefur áður
verið rædd. Þegar
atburðarás sem
mörgum virðist
óumflýjanleg hefur
verið neitað í þrígang af viðkom-
andi valdsmönnum þarf ekki
lengur um að binda, segir regl-
an.
Sagt var frá því að Sarkozy,
forseti Frakklands, hefði óvænt í
nýársávarpi úr forsetahöllinni
fullvissað þjóð sína með miklum
þunga um að evran myndi
standa af sér vandræði sín.
Þunginn, umbúðirnar og tilefnið
taldist að mati sérfræðinga í
gullnu reglunni duga sem fyrsta
afneitun. Talið var líklegt að þrír
mánuðir eða svo yrðu í hina
næstu. Það reyndist rangt. Hún
kom miklu fyrr.
Í fyrradag, á frægri árvissri
ráðstefnu í Davos í Sviss lét
franski forsetinn heldur betur í
sér heyra. Hann sagði við þá sem
hefðu tekið stöðu gegn evrunni
að búa sig undir mikið tap. Svo
sagði hann: „Merkel, kanslari
Þýskalands, og ég sjálfur mun-
um aldrei, hlustið á það sem ég
er að segja, munum aldrei láta
evruna hrynja. Evran er Evr-
ópa. Og Evrópa er
táknmynd 60 ára
friðartíðar. Þess
vegna munum við
aldrei láta evruna
hverfa eða líða eyði-
leggingu hennar.“
Það var enginn ágreiningur í
hópi helstu kunnáttumanna um
afneitunarregluna að þessi yf-
irlýsing stæðist ströngustu
kröfur og uppfyllti öll skilyrði.
Sviðið er þekktasta alþjóðlega
ráðstefna hvers árs. Í salnum
eru allir helstu viðskiptajöfrar
veraldar og þeir stjórnmála-
legir leiðtogar sem nokkur
veigur er í. Ekkert vantar á
þungann og sannfæringakraft-
inn í yfirlýsingunni. Tvær af-
neitanir af þremur eru því þeg-
ar í húsi, mun fyrr en búist
hafði verið við. Nú verður að
vona að nokkur tími sé í hina
þriðju afneitun, þá sem úrslit-
um ræður, svo nægjanlegur
undirbúningstími líði.
Því mun vissulega fylgja
töluvert umrót ef og þegar
Frakkar og Þjóðverjar gefa
endanlega frá sér stuðning við
evruna í núverandi mynd þótt
lönd álfunnar verði ugglaust
betur sett þegar til lengri tíma
er horft.
Afneitun númer tvö
kom mun fyrr en
sérfræðingar höfðu
spáð}
Gullna afneitunarreglan
E
itt af því sem nefnt hefur verið sem
áhrifaþáttur í hruninu, hér heima
sem erlendis, er sinnuleysi hlut-
hafa í bönkum og stórfyr-
irtækjum. Í mörgum tilvikum
voru hluthafar þúsundir talsins og hlutur hvers
og eins það lítill, að ekki borgaði sig fyrir hlut-
hafa að eyða tíma eða orku í að eltast við for-
stjóra og stjórnir.
Lífeyrissjóðirnir voru hins vegar í mörgum
tilfellum stórir hluthafar í stjórnum banka og
fyrirtækja og litu margir til þeirra sem varð-
hunda. Verður ekki séð að þeir hafi sinnt eft-
irlitsskyldu sinni í þeim mæli sem sumir halda
fram að þeir hefðu átt að gera.
Hvort sem sú gagnrýni á rétt á sér eða ekki
verður ekki framhjá því litið að hvatar í fjárfest-
ingum á hlutabréfamarkaði eru ekki beinlínis til
þess fallnir að hvetja hluthafa til að veita stjórnendum fyr-
irtækja aðhald. Mögulegt tap hluthafa takmarkast við
hlutafjáreign þeirra, en mögulegur hagnaður er fræðilega
ótakmarkaður. Þá hugsa margir sem svo að þeir geti alltaf
selt sig út ef á móti blæs. Uppgjörstímabil spila líka inn í,
því margir fjárfestar, einkum stofnanafjárfestar, leita óhjá-
kvæmilega eftir því að geta sýnt fram á hagnað á þessum
fjórðungi eða þessu ári. Minni áhersla er lögð á lang-
tímaávöxtun. Ekki vegna þess að fjárfestar séu vitlausir,
heldur vegna þess að hvatar í kerfinu eru skakkir.
Þessir hvatar geta – og hafa – leitt til þess að áhættu-
sækni hlutafélaga fari úr hófi fram.
Nokkrar hugsanlegar leiðir eru til að draga
úr þessum óæskilegu hvötum. Sú hugmynd sem
ég nefni hér snýr að lífeyrissjóðunum og eru
tvær ástæður fyrir því. Annars vegar vegna
þess að sjóðirnir eru langstærstu aðilarnir á
markaðnum, einkum nú eftir hrun, og verður í
raun ekki hjá því komist að þeir verði umfangs-
miklir á hlutabréfamarkaði þegar og ef sá
markaður kemst á lappirnar að nýju. Hin
ástæðan er sú að lífeyrissjóðir eiga, eðli málsins
samkvæmt, að horfa áratugi fram í tímann hvað
varðar sínar fjárfestingar en ekki að festast í
þeirri gryfju að líta aðeins til ávöxtunar frá árs-
fjórðungi til ársfjórðungs.
Hugmyndin er þessi: Að lögum samkvæmt
verði hlutabréfaeign lífeyrissjóðs í fyrirtæki
bundin til lengri tíma, t.d. tíu eða fimmtán ár.
Þetta myndi þýða að í fyrsta lagi myndu lífeyr-
issjóðir ekki fjárfesta í hlutafélögum, nema þeir væru sæmi-
lega vissir um að þau myndu lifa af þann tíma. Fyrirtæki,
sem rekin væru með hófsömum og íhaldssömum hætti,
myndu því verða vænlegri fjárfestingarkostur en æv-
intýragjörn kúrekafyrirtæki. Tíminn myndi einnig þýða að
sjóðirnir hefðu sterka hvata til að fylgjast grannt með
stjórnendum fyrirtækjanna og passa upp á að þeir færu
ekki óvarlega með fé fyrirtækisins.
Til að kæfa ekki vöxt nýrra fyrirtækja mætti gefa afslátt
af bindiskyldunni hvað varðar lítinn hluta af hlutafjáreign
lífeyrissjóða, til dæmis 5 prósent, en 95 prósent hlutafjár-
eignar væru bundin. bjarni@mbl.is
Bjarni
Ólafsson
Pistill
Hugmynd að bundinni eign
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
FRÉTTASKÝRING
Kjartan Kjartansson
kjartan@mbl.is
A
uknar annir hjá dóm-
stólum í kjölfar banka-
hrunsins eru nánast
eingöngu bundnar við
Héraðsdóm Reykjavík-
ur eins og er. Til dæmis um þetta
voru 73 mál á dagskránni þar á mið-
vikudag. Fyrirséð er að þetta álag
muni aukast verulega þegar mál frá
sérstökum saksóknara taka að ber-
ast. Héraðsdómurum var fjölgað um
fimm árið 2009 og fyrir Alþingi ligg-
ur frumvarp um tímabundna fjölgun
um aðra fimm en það hefur enn ekki
verið samþykkt. Óljóst er þó hvort
það nægir til að komast yfir þann
málafjölda sem væntanlegur er.
Helgi I. Jónsson, dómstjóri
Héraðsdóms Reykjavíkur, segir það
rétt að dagskráin sé þéttskipuð
þessa dagana, álagið sé mikið og
það muni aukast á næstu misserum.
Um fimm hundruð mál sem tengj-
ast þrotabúum fallinna fjár-
málastofnanna, þá sérstaklega stóru
bankanna, séu nú á ýmsum stigum
málsmeðferðar og alls hafi á sjö-
unda hundrað slíkra mála borist
héraðsdómi frá árinu 2009. Þau séu
mörg hver umfangsmikil og tíma-
frek.
Óvíst hvort fjölgun dugi til
Að sögn Helga eru nú fjórir
dómarar sem sinna eingöngu slíkum
málum. „Þetta er náttúrulega ekki
nægjanlegur fjöldi dómara til að
ráða við þetta svo vel sé,“ segir
hann. Við fjölgun héraðsdómara ár-
ið 2009 hafi þrjú og hálft stöðugildi
bæst við hjá Héraðsdómi Reykja-
víkur. Helgi segir hins vegar óvíst
hvort sú fjölgun sem lögð er fram í
frumvarpi sem nú liggi fyrir dugi.
„Það verður að taka þetta skref
fyrir skref og sjá til hversu langt
þetta fleytir okkur. Málatími hefur
lengst. Það tekur lengri tíma að af-
greiða mál og jafnframt hefur
óloknum málum fjölgað. Það er útlit
fyrir að svo haldi áfram. Viðbót-
ardómarafjöldinn hjálpar til við að
halda þessu í ásættanlegu horfi en
það er alveg óvíst hvort það dugar
til.“
Skoða flutning út á land
„Við höldum að það sé líklegt
að þetta dugi en það kann að vera
að svo verði ekki. Þá munum við
þurfa að óska eftir frekari fjölgun,“
segir Símon Sigvaldason, formaður
Dómstólaráðs. Á sama tíma og
frumvarp um fjölgun dómara liggur
fyrir skeri stjórnvöld hins vegar
niður hjá dómstólum. „Þetta er
mjög einkennileg staða að okkur sé
gert að skera niður á sama tíma og
við fáum fjárveitingar til þess að
fjölga fólki. Það leiðir til þess að við
getum kannski ekki ráðið í stöð-
urnar á þeim tíma sem við ættum,
því að þó það fylgi með þeim fjár-
munir er verið að taka þá af okkur á
öðrum stað með niðurskurði.“
Hann segir fjölgun mála vegna
bankahrunsins vera nánast ein-
göngu í Reykjavík og því muni þeir
fimm nýju héraðsdómarar sem lagt
er til í frumvarpi um fjölgun dóm-
ara allir koma til starfa þar. Sam-
hliða fjölguninni sé Dómstólaráð að
kanna möguleikann á því að færa
mál út frá Héraðsdómi Reykjavíkur
á aðra staði til að bregðast við álag-
inu í höfuðborginni. Væru það helst
málin sem tengjast kröfum í gömlu
bankana sem yrði dreift á fleiri
dómstóla. „Það er heimild í dóm-
stólalögum um að færa mál milli
dómstóla við sérstakar aðstæður.
Þegar þeirri vinnu er lokið reikna
ég með að þetta verði skoðað af
fullri alvöru að fara með eitthvað af
þessum málum út á land,“ segir
Símon.
Héraðsdómur að
drukkna í málum
Morgunblaðið/Kristinn
Málaskrá Miklar annir eru nú í Héraðsdómi Reykjavíkur eins og sést á
langri málaskránni. Á miðvikudag voru 73 mál á dagskrá dómsins.
Héraðsdómurum fjölgaði tíma-
bundið þann 1. maí árið 2009
um fimm, úr 38 í 43. Nú fyrir
jólin stóð til að Alþingi sam-
þykkti frumvarp þar sem kveð-
ið er á um að dómurunum
verði enn fjölgað um fimm. Er
þar vísað til þess að fyr-
irsjáanlegt sé að ágreiningsmál
frá slitastjórnum vegna krafna
í þrotabú, einkum þrotabú fjár-
málafyrirtækja, muni verða
mikil að umfangi og berast
héraðsdómi hratt.
Að sögn Helga I. Jónssonar,
dómstjóra Héraðsdóms Reykja-
víkur er gert ráð fyrir sex-
hundruð nýjum málum af þeim
toga í ár. Í málum frá sér-
stökum saksóknara
geti allt að þrír dóm-
arar verið uppteknir
við meðferð eins
slíks máls í allt að
fjóra mánuði.
Mörg mál
væntanleg
FJÖLGUN DÓMARA
Helgi I Jónsson