Morgunblaðið - 28.01.2011, Page 29

Morgunblaðið - 28.01.2011, Page 29
MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. JANÚAR 2011 Æðey bauð upp á og flutti æðar- dúninn með sér suður og verkaði yf- ir vetrarmánuðina. Æðarrækt var Jónasi mikið hugðarefni og var hann formaður Æðarræktarfélags Íslands um árabil. Maður sá líka og heyrði að dúntekjan í Æðey var honum dýrmætur tími og fjölskylda Jónasar og systkini sóttu í að taka þátt í henni á hverju ári. Það er mikill sjónarsviptir að Jónasi. Mað- ur hafði á tilfinningunni að hann hefði alveg sérstök tengsl við nátt- úruna. Foreldrar mínir, sem bjuggu á Tyrðilmýri, og Æðeyjarbændur smöluðu Ströndina saman og Jónas ferjaði okkur smalana á okkar pósta og svo fjárhópinn að loknum réttum út í eyju. Einhvern veginn hafðist þetta alltaf þrátt fyrir misjöfn veð- ur. Jónas hafði forgöngu um að stofna Ungmennafélagið Djúpverja í byrjun áttunda áratugarins í nýju félagsheimili sem nefnt var Dalbær. Jónas stýrði starfsemi ungmenna- félagsins þessi fáu ár sem fólks naut enn við á Ströndinni. Hann var líka kraftmikill keppnismaður og man ég að hann var ósigrandi í sprett- hlaupum. Á síðustu árum hef ég haft nokkurt samband við Jónas vegna sögutengdrar ferðaþjónustu á vegum Snjáfjallaseturs í Dalbæ. Minnisstætt er þegar hann fór með gesti málþings um Spánverjavígin á vígaslóðirnar við Gulanef í Æðey og las upp frásögn Jóns lærða um Spánverjana. Jónas var ávallt reiðubúinn að leggja sitt til málanna og síðast í haust ræddum við um ferðamöguleika næsta sumar um Ströndina og Jökulfirði. Um leið og ég þakka Jónasi fyrir samfylgdina vil ég votta aðstandendum hans dýpstu samúð. Ólafur J. Engilbertsson.  Fleiri minningargreinar um Jónas Helgason bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Elskuleg systir og mágkona Hrafnhildur Þórðardóttir er látin eft- ir alllöng veikindi. Hebba eins og hún var alltaf kölluð tók veikindum sínum af æðruleysi svo eftir var tekið. Hebba var elst fimm systkina og var hún forystusauðurinn í réttum skiln- ingi þess orðs, hér er nú höggvið stórt skarð í hópinn, því eini bróðirinn Hjörleifur er látinn fyrir nokkru. Hebba var mikil félagsvera og tók þátt í ýmsu er snerti hennar samtíð. Hún var eðal Frammari og sem slík sæmd bæði silfur- og gullmerki fé- lagsins, ennfremur félagi í Oddfel- low-reglunni og starfaði með kven- félagi Keðjunnar. Við hjónin eigum margar yndisleg- ar minningar um Hebbu. Seint gleymast gamlárskvöldin, sem fjöl- skyldurnar áttu saman á heimili hennar og fjölskyldu að ekki sé minnst á allar ferðirnar, sem farnar voru í sumarbústaði, en einna eftir- minnilegastar eru síðustu árin eftir að hún veiktist og við fórum að stunda bingóferðir sem við höfðum gaman af enda hitti hún oft marga gamla vini og kunningja, sem glöddu hana svo mjög. Alltaf lauk þeim ferð- um með því að ekinn var Laugaveg- urinn og rifjaðar upp gamlar minn- ingar tengdar borginni okkar. Ein var þó sú ferð er situr okkur í huga, en það var þegar okkur datt í hug að aka á Snæfellsjökul í dásemdarveðri þá ljómaðirðu svo fallega og sagðir okkur að þetta væri uppáhaldsstað- urinn þinn. Hebba var heppin kona, hún átti yndislega fjölskyldur, synir hennar, tengdadætur og barnabörn sinntu henni af mikilli alúð og væntumþykju. Nú er við kveðjum elsku Hebbu með þökk fyrir allt finnst okkur eft- irfarandi vísa eiga svo vel við. Orðstír fagur aldrei deyr óhætt má því skrifa á söguspjöldum síðar meir, saga þín mun lifa. (Guðrún Jóhannsdóttir.) Andrea og Ísleifur.  Fleiri minningargreinar um Hrafnhildi Þórðardóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Gísli Ólafur Ólafs-son húsasmíða- meistari fæddist á Fjórðungssjúkrahús- inu á Akureyri 26. október 1961. Hann lést af slysförum 20. janúar 2011. For- eldrar hans eru Mars- elía Gísladóttir, fyrrv. matráðskona, f. 8. mars 1942, og Ólafur Vídalín Jónsson, fyrrv. bílstjóri, f. 23. nóvember 1937, bú- sett á Akureyri. Blóð- faðir Gísla var Ketill Oddsson flug- virki, f. 20. janúar 1941. Eiginkona hans er Hlín Árnadóttir íþrótta- kennari, f. 15. ágúst 1945. Systkini Gísla sammæðra voru Indíana Auð- ur Ólafsdóttir skrifstofumaður, f. 12. september 1962, búsett á Ár- skógssandi og Jón Vídalín Ólafsson matreiðslumaður, f. 19. febrúar 1965, búsettur á Akureyri. Systkini Gísla samfeðra voru: Ragnheiður Gíslason, f. 22. apríl 1987, búsettur í Kópavogi. Gísli og Guðný slitu sam- vistum 1989. Gísli kvæntist Höllu Jensdóttur þjóni, f. 6. júní 1968, hinn 23. júlí 1994. Foreldrar hennar eru Sigríð- ur Hallgrímsdóttir húsmóðir, f. 15. júní 1951, og Bragi Benediktsson bóndi, f. 6. ágúst 1937, búsett á Grímsstöðum á Fjöllum. Systur Höllu sammæðra eru Emelía Bragadóttir hagfræðingur, f. 16. maí 1977, búsett í Kópavogi, og Anna Bragadóttir landfræðingur, f. 20. september 1978, búsett á Ak- ureyri. Blóðfaðir Höllu er Jens Kristinsson bifvélavirki, f. 17. des- ember 1949, búsettur á Seyðisfirði. Systur Höllu samfeðra eru Íris Jensdóttir sjúkraliði, f. 13. október 1973, búsett í Noregi, Ída Jens- dóttir leikskólastjóri, f. 23. febrúar 1975, búsett í Reykjavík, Ísey Jens- dóttir nuddari, f. 15. apríl 1982, bú- sett í Reykjavík. Dætur Gísla og Höllu eru Auður Björk Gísladóttir, f. 13. ágúst 1995, og Eva Hrund Gísladóttir, f. 18. janúar 2003. Útför Gísla fer fram frá Akureyr- arkirkju í dag, 28. janúar 2011, og hefst athöfnin kl. 10.30. Ketilsdóttir mat- ráður, f. 22. maí 1959, búsett í Reykjavík, Ólafur Ketilsson, flugvirki, f. 28. des. 1966, búsettur í Mal- asíu, Auður Ketils- dóttir hjúkr- unarfræðingur, f. 19. júní 1968, búsett á Álftanesi, Steinunn Ketilsdóttir danshöf- undur, f. 30. júlí 1977, búsett í Reykjavík, Ketill Á. Ketilsson flugvirki, f. 25. mars 1979, búsettur í Hafnarfirði og Hildur Ketilsdóttir fimleikaþjálfari, f. 14. maí 1981, búsett í Garðabæ. Gísli kvæntist Guðnýju Andra- dóttur árið 1983 og áttu þau saman: Ingvar Örn Gíslason flugmann, f. 15. júní 1982. Sambýliskona hans er Ellen Heiður Hreinsdóttir þjónn, f. 28. júlí 1983. Dóttir þeirra er Embla Sól Ingvarsdóttir, f. 25. júlí 2008, búsett í Kópavogi; Ólafur Sveinn Mig langar að skrifa fáein kveðju- orð til þín, elsku drengurinn minn. Þú varst tekinn alltof snemma frá okkur. Þú varst alltaf góður drengur, alla vega er það þannig í minningunni. Einhver segir að ég sé nú hlutdræg en það er allt í lagi. Ást okkar pabba til þín var óend- anleg frá upphafi og það verður hún áfram svo lengi sem við lifum. Takk fyrir samfylgdina, elskan mín. Við munum reyna að styðja við Höllu og börnin þín eftir bestu getu. Seinna munum við svo rifja upp allt það góða sem við áttum saman. Elsku Halla, Ingvar Örn og Ellen, Ólafur Sveinn, Auður Björk, Eva Hrund og afastelpan Embla Sól. Guð styrki ykkur öll í sorginni. Kveðja frá mömmu og pabba. Elsku besti pabbi, ég trúi því ekki ennþá að þú sért farinn frá okkur, hrifsaður í burtu á augnabliki, ömur- legu, ósanngjörnu og óskiljanlegu augnabliki. Ég bíð enn eftir því að þú komir heim eða einhver komi og segi okkur að það sé búið að hætta við þetta allt saman og að þú sért á leið- inni, en því miður mun það aldrei ger- ast. Dagarnir frá slysinu hafa verið þeir erfiðustu og sárustu sem ég hef nokkurn tíma upplifað. Ég á svo erfitt með að venjast tilhugsuninni að þú sért dáinn og að þú munir ekki kynn- ast ófæddum syni mínum sem þú gast ekki beðið eftir að kynnast því þú varst svo yndislegur afi og naust þess út í ystu æsar að dúllast með Emblu Sól og spilla henni í laumi. Hún elsk- aði líka að hitta afa sinn og laumast með honum inn í bílskúr og ofan í frystikistu til að ná í frostpinna en hún þurfti nú sko ekki að eiga mikið við afa sinn til að fá þig til að gefa sér smáís. Þú hefðir svo átt að sjá hana þegar hún sá myndina af þér í blöð- unum, hún tók blaðið upp og kyssti afa sinn sem var svo sannarlega hjartahlýjandi að sjá og kannski lýs- andi um hve yndislegur þú varst, já- kvæður og góður. Ég á eftir að sakna þín sárlega alla ævi og vera duglegur að segja frá þér og afrekunum þínum sem eru gríð- arlega mikil hvatning fyrir alla sem vilja hlusta, en þú settir þér markmið og náðir þeim á meðan langflestir setja sér markmið og gefast upp. Það segja allir sem okkur þekkja að við séum líkir í útliti, fasi, talsmáta og töktum en ég mun eyða ævinni í að reyna að temja mér meira þín já- kvæðu viðhorf til lífsins og tilverunn- ar. Ég veit að ég hef gert þig stoltan en ég vil gera betur og halda áfram að gera þig stoltan af mér eins og þú hef- ur gert mig stoltan af þér. Þú varst yndislegur pabbi, frábær afi og stór- kostlegur vinur og minning þín mun lifa áfram í hjörtum okkur allra. Takk fyrir allt, pabbi, ég mun elska þig um ókomna tíð. Þinn sonur, Ingvar. Eitt augnablik og þú ert farinn. Það er ekki hægt að lýsa með orðum hvað það tekur ástvini sárt að þurfa að kveðja þig. Tengdadóttir og strák- arnir þínir sakna þín sárlega og litla barnabarnið sem skottast hér hjá ömmu sinni skilur ekki að Gísli afi komi ekki aftur. Kæri vinur, við munum reyna af fremsta megni að styðja þau í þessum raunum og í framtíðinni og halda minningu þinni hjá barnbörnunum. Við kveðjum þig með söknuði. „Til er það hugrekki er rís af orr- ustugný eða örlagastundu. Einnig það er rís af því að taka hræðilegum aðstæðum með daglegri djörfung og brosi á vör – færa heilindi, gleði og von inn í líf sem ella væri undirlagt sorginni. Þetta er hugrekki þolgæð- isins. Það er hugrekkið mesta“. (Pam Brown) Guðný, Þröstur, Guðrún Jóna og Harpa Lind. Sonur sólarinnar með hjartað fullt af ást á öllu sem lifir. (Rut G.) Hver skilur lífsins sögu, hver skilur tilgang lífsins og dauðans? Er tilgangur? Eða er lífið eitt happ- drætti eða tilviljanir? Mér finnst að það geti ekki verið, ekki þegar maður þarf að sjá á eftir öðlingi eins og honum Gísla okkar. Hann kom inn í líf okkar fyrir tæpum 29 árum djarfur, hreinskiptinn og sérlega góður ungur maður. Hann var sonur mannsins míns, bróðir barnanna minna, vinur minn og okkar allra. Hann kom sá og sigraði, hann small inn um leið. Þeir feðgar höfðu um nóg að tala, veiði, meiri veiði, bíla, vélar og ævintýraferðir um fjöll og firnindi. Allt þetta og svo ótal margt sækir á hugann núna. Við höfum svo margt að þakka og margs að sakna, en við munum geyma það í fylgsnum hjartans. Gísla fannst ekkert mál að skreppa suður, þess vegna vorum við svo ótrú- lega lánsöm að hann eins og svo oft áður mætti með alla fjölskylduna í jólafagnað stórfjölskyldu Odds Ólafs- sonar núna 22. desember. Þessi fjölskylda okkar á Akureyri er svo ótrúlega samstillt, jarðbundin og stendur svo vel saman. Þau munu styrkja og styðja hvert annað nú þeg- ar þessi mikla vá og sorg hefur knúið dyra. En fólk með hreint hjarta og báða fætur á jörðinni, það sigrar. Elsku Halla, Auður Björk, Eva Hrund, Ingvar og Ólafur, þið eigið okkur alltaf að. Þið þekkið fold með blíðri brá og bláum tindi fjalla og svanahljómi, silungsá, og sælu blómi valla, og bröttum fossi, björtum sjá, og breiðum jökulskalla. Drjúpi’ hana blessun drottins á um daga heimsins alla. (Jónas Hallgrímsson) Ykkar, Hlín, Ketill og fjölskylda. Dyrabjallan hringdi, ungur piltur spurði eftir dóttur okkar. Andri opn- aði dyrnar upp á gátt og bauð honum inn, hann langaði í smið í fjölskyld- una. Ég fagnaði honum líka, þekkti foreldra hans, afa og ömmu, meira að segja langafa og langömmu. Þau voru mér mjög góð þegar ég var lítil stúlka. Unga parið fór að búa og foreldrar beggja fylgdust með, tilbúin að rétta fram hjálparhönd ef þörf krefði og fengu það borgað vel til baka, þau voru alltaf til staðar fyrir okkur. Þeg- ar yngsta barnið okkar fermdist fór- um við með honum til altaris kvöldið eftir ferminguna eins og þá var siður. Það hafði verið veisla um daginn og við farið frá öllu ófrágengnu en þegar við komum heim höfðu dæturnar og tengdasynirnir gengið frá öllu og allt var hreint og fínt. Við settumst öll inn í stofu og allt í einu fylltist ég svo mik- illi hamingju. Hér sat stórfjölskyldan sameinuð og ári síðar var litli glókoll- urinn Ingvar Örn kominn í hópinn. Gísli og Guðný keyptu fyrst litla íbúð en síðar raðhús í byggingu og þar fæddist Ólafur Sveinn. Það var alltaf mikill samgangur á milli fjölskyldn- anna. Þau voru dugleg að bjóða okkur heim og Gísli alltaf boðinn og búinn til að hjálpa til þegar þörf var á. Hann átti ófá handtök í byggingu bílskúrs- ins í Langholti 13. En svo skildu leiðir þeirra Gísla og Guðnýjar. Það varpaði ekki djúpum skugga á samband okk- ar við Gísla þó að fundum fækkaði. Þegar við hittum hann spurði hann okkur um litlu drengina sína sem hann saknaði svo mjög. Síðar áttum við margar gleðistundir saman við fermingu drengjanna og nú síðast þegar Embla Sól var skírð. Við þökk- um Gísla fyrir samferðina sem var svo allt of stutt. Við sendum eiginkonu, börnum og foreldrum okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Guð gefi ykkur styrk í þessari hörðu raun. Andri Páll og Guðrún. Elsku Gísli okkar. Við trúum því ekki að þú sért farinn. Fréttirnar sem bárust okkur síðastliðinn fimmtudag voru reiðarslag. Þetta er svo ósann- gjarnt. Við systkinin sitjum hérna saman og rifjum upp minningar okk- ar um þig. Við erum náttúrulega eng- an veginn sammála um það hvernig við eigum að byrja … dæmigert fyrir okkur … en öll erum við sammála um það að minningarnar eru margar og góðar. Þó svo að við höfum ekki eytt æskuárunum saman þá eigum við öll okkar fyrstu minningu um þig. Þegar við rifjum upp hvenær við hittum þig fyrst koma margar ólíkar sögur upp í hugann. Ragga man þegar þú mættir fyrst í heimsókn til hennar, Óli var töffarinn á skellinöðrunni og lagði henni á tröppunum þegar þú fyrst komst heim, Auður man þegar allir héldu að þú værir kærastinn hennar, Steinunn eftir skíðakennslunni í Hlíð- arfjalli, Hildur eftir þér í Heiðarlund- inum með Ólaf pínulítinn og Kedda finnst þú bara alltaf hafa verið til staðar. En það var einmitt þannig, eftir að þú komst inn í líf okkar þá varstu alltaf til staðar. Alltaf tilbúinn að redda manni, sama hvað það var. Það var allt „ekkert mál“ hjá þér. Þú varst góður í gegn, Gísli, og það var alltaf stutt í húmorinn og hláturinn. Þú mættir alltaf með bros á vör og tókst vel utan um mann með stóru og hlýju faðmlagi. Þú varst ekki kærast- inn hennar Auðar, þú varst bróðirinn sem skutlaðir henni sveitanna á milli til að leita að kærasta. Seinna meir áttuð þið góðar stundir með fjölskyld- um ykkar, þá bæði í foreldrahlutverk- inu. Veiðiskapurinn sameinaði ykkur strákana og mikið var veitt. Áttuð þið margar góðar stundir, bæði í Selánni, uppá fjöllum og við „vafasamar“ rjúpnaveiðar. Aldrei skildum við bræður hvernig þú gast veitt með Ambassador-hjólinu og óþrjótandi þolinmæði þína við að leysa flækjurn- ar eftir tilraunir okkar bræðranna. Í veiðiferðunum gafst líka tími til að liggja í grasinu með einn kaldan á spjalli um lífið og tilveruna. Ávallt stóð heimili ykkar Höllu okkur öllum opið og það var alltaf notalegt og af- slappað að koma í heimsókn til ykkar. Jafn gaman og heimilislegt var að fá ykkur fjölskylduna í Heiðarlundinn og þá lagðir þú þig í sófanum eins og við hin og allir reyndu að ná að eiga stund með ykkur. Tilhugsunin að sjá þig aldrei aftur gefur manni sting í hjartað. Við erum þakklát fyrir allar þær stundir sem við höfum átt með þér í gegnum árin. Þín verður sárt saknað, elsku bróðir. Elsku Halla, Auður Björk, Eva Hrund, Ingvar, Ólafur og aðrir ást- vinir. Orð mega sín lítils á þessari stundu. Þið eigið okkar dýpstu sam- úð. Hugur okkar og hjarta er hjá ykk- ur á þessum erfiðu stundum. Ólafur, Auður, Steinunn, Ketill, Hildur og Ragnheiður Ketilsbörn. Gísli Ólafur Ólafsson HINSTA KVEÐJA Elsku Gísli, við kveðjum þig með þessu fallega ljóði og þökk- um þér fyrir allt sem þú gerðir fyrir okkur. Við munum aldrei gleyma þér. Farðu í friði, vinur minn kær, faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær, aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens) F.h. nemendaráðs Glerár- skóla, Inga Huld Pálsdóttir.  Fleiri minningargreinar um Gísla Ólaf Ólafsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐLAUGAR S. JÓNSDÓTTUR, Sléttuvegi 13, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks Skjóls. Jón Sigurjónsson, Kristrún Sigurðardóttir, Svala Sigurjónsdóttir, Lárus Örn Óskarsson, Björn Ágúst Sigurjónsson, Vilborg Anna Jóhannesdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.