Morgunblaðið - 26.02.2011, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 26.02.2011, Blaðsíða 22
22 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. FEBRÚAR 2011 FRÉTTASKÝRING Kristján Jónsson kjon@mbl.is Notast var við rafræna talningu í fyrsta sinn í þing- og sveitarstjórn- arkosningum í Skotlandi árið 2007 og var almenningi boðið að gefa kost á sér til að hafa eftirlit með talning- unni. Fimm sérfræðingar á sviði tölvufræði og upplýsingatækni við nokkra skoska háskóla rituðu sama ár skýrslu um kosninguna og segja að þótt kosningakerfið hafi almennt virkað „tiltölulega vel“ þurfi að ráða bót á vissum göllum, einkum þeim sem stafi af mannlegum mistökum. En bent er líka á að skilyrði um að kjósandi mætti ekki brjóta saman kjörseðilinn hafi brotið gegn ákvæð- um um leynd. Vegna rafrænu taln- ingarinnar hafi kjörseðlar auk þess ekki mátt blandast í kassanum og fyrirkomulagið hafi því krafist nýrr- ar hönnunar á kjörkössum. Efnið í þeim hafi verið lélegt, á einum kjör- staðnum hafi maður nokkur ráðist á kjörkassa með golfkylfu, brotið þá upp og tætt seðlana í sundur! „Það sem annars einkennir kjör- kassa almennt er að þeim er ætlað að gera afar erfitt að rekja tengsl milli kjósanda og seðilsins,“ segir í skýrsl- unni. Fjallað er ítarlega um þá kröfu að kjósandi mætti ekki brjóta seð- ilinn saman, einnig var fólk beðið um að renna honum í kassann með bakið upp til að gera talninguna auðveldari; allmargir brutu samt seðilinn saman. „Að auki var brotið gegn reglum um leynilega kosningu vegna þess að starfsmenn kjörstaða gátu séð marga af seðlum þeirra sem ekki brutu seðilinn saman af því að þeir mundu ekki eftir því að láta seðilinn snúa niður þegar þeir nálguðust kjör- kassann.“ Ekki er vitað hvort kærur bár- ust vegna þessarar fyrstu rafrænu talningar í Skotlandi. En bæði ofan- greind atriði, skortur á kosninga- leynd og lélegir kjörkassar, voru m.a. sérstaklega tilgreind sem annmarkar í ákvörðun Hæstaréttar Íslands sem ógilti kosningarnar til stjórnlaga- þings. Er þetta athyglisvert þegar haft er í huga að á vef stjórnlaga- þings kemur fram að „Í lögum um stjórnlagaþing er höfð hliðsjón af kosningakerfinu í Skotlandi.“ Skýrsluhöfundarnir, þau Rus- sell Lock, Tim Storer, Natalie Har- vey, Conrad Hughes og Ian Sommer- ville, segja að í Skotlandi hafi verið ákveðið að bjóða almenningi að hafa eftirlit með talningunni. Ekki var haft neitt formlegt eftirlit með taln- ingunni hér á landi og fulltrúar fram- bjóðenda ekki viðstaddir. Ýtt undir eftirlit Áður hafði verið beitt þeirri að- ferð í Skotlandi að sá hreppti sætið sem flest fékk atkvæðin en nú var tekið upp kerfi stakra, framseljan- legra atkvæða (kjósandi raðar fram- bjóðendum með tölustöfum) með það að markmiði að draga úr hættunni á að atkvæði féllu dauð. Ókosturinn er hins vegar að talning verður mun flóknari. „Í tengslum við undirbúning talningarinnar buðu skoskir embætt- ismenn oft pólitískum fulltrúum, blaðamönnum og háskólamönnum að fylgjast með þegar sýnt var hvernig talningarbúnaðurinn virkaði,“ segir í skýrslunni. „Vegna nýlegra laga- breytinga var auk þess almenningi leyft að láta skrá sig hjá kjörstjórn- inni sem eftirlitsmenn. Í þessari skýrslu er rakið hvað höfundarnir urðu varir við í nokkrum sýni- tilraunum með kerfið og auk þess reynsla þeirra sem eftirlitsmenn á kosninganótt.“ Að brjóta saman kjör- seðil og brjóta reglur  Skoskir fræðimenn gagnrýndu kosningar og rafræna talningu árið 2007 Rýnt Eftirlitsmenn rannsaka vafaatkvæði á skjánum í Skotlandi 2007. Telja! Skanni í viðbragðsstöðu. Klór Óskýrar áletranir á seðlum sem greina þurfti í Skotlandi. Morgunblaðið/Golli Rafrænt Atkvæðin skönnuð í Laugardalshöll í stjórnlagaþingskosningunum sem síðar voru ógiltar. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Deildar meiningar eru um það innan þingflokks VG hvort skipa eigi stjórnlagaráð eða efna til uppkosn- ingar með sömu frambjóðendum. Ögmundur Jónasson innanríkis- ráðherra segir aðspurður um hug- myndir um stjórnlagaráð að það sé „Alþingi í sjálfsvald sett hvaða lög það setur og hvaða fyrirkomulag það ákveður. En þetta verður ekki gert með mínum stuðningi eða mínu sam- þykki, vegna þess að ég hef um þetta meira en litlar efasemdir.“ Óheppilegt þykir að efna til kosn- inga á sumrin og segir Ögmundur aðspurður að ef uppkosning eigi að fara fram þurfi það að gerast fyrir sumarið. „Ég tel að ef komið væri fram á haustið væri tími uppkosn- inga liðinn. Þá værum við frekar að tala um að kjósa á nýjan leik og opna framboðslistana,“ segir Ögmundur sem telur þó að hugmyndir um upp- kosningu í maí, þ.e. nokkrum vikum eftir atkvæðagreiðsluna um Icesave, séu „í bili algjörlega út af borðinu“. Sama máli gildi um hugmyndir um að atkvæðagreiðslurnar tvær verði haldnar sama dag, þ.e. 9. apríl. Ekki rætt um atkvæðagreiðslu Fram kom í máli fjögurra stjórn- lagaþingsframbjóðenda sem rætt var við í blaðinu í gær að þeir telji æskilegt að þjóðin greiði atkvæði um tillögur stjórnlagaráðs, ef af verður, áður en þær koma til kasta Alþingis. Atli Gíslason, þingmaður VG, seg- ir hins vegar „aldrei hafa verið gert ráð fyrir því“. Þá kveðst Atli, önd- vert við Ögmund, fylgjandi því að stjórnlagaráð taki til starfa. „Ég skil Ögmund mætavel. Við eðlilegar aðstæður hefði uppkosning verið eðlilegust. Þetta gerir hins vegar sama gagn, stjórnlagaráð og stjórnlagaþing. Þá horfi ég í aurana. Ég verð að segja það,“ segir Atli og á við þann möguleika að setja hundr- uð milljóna í nýtt stjórnlagakjör. Atli sér jafnframt fyrir sér að stjórnlagaráð geti nýtt húsakynni Alþingis í sumar og þannig sparað fé. Steingrímur J. Sigfússon, fjár- málaráðherra og formaður VG, telur að „hægt sé að yfirstíga þá ann- marka sem menn sjá á stjórnlaga- ráðsleiðinni. Ég tel að þeir séu ekki svo alvarlegir að það sé ekki full- komlega fær leið.“ Ósammála Ögmundi um ráðið  Steingrímur telur annmarka á stjórn- lagaráði óverulega Morgunblaðið/Ómar Í Ofanleiti Skrifstofa hópsins. Ástráður Haraldsson, sem var formaður landskjörstjórnar þegar kosið var til stjórnlagaþings, og Jóhann P. Malmquist, sem tók við tæknilega ráðgjafahlutverkinu hjá landskjörstjórn af Þorkeli Helgasyni er hann fór í framboð, telja sig ekki hafa séð umrædda skoska skýrslu. Þorkell segist hafa haft skýrsluna undir höndum en taldi hana ekki leiða í ljós neina mikilvæga hluti varðandi talninguna. Hann bendir einnig á að hann hafi af eðlilegum ástæðum ekki komið að undirbúningi og framkvæmd nema á fyrstu stigum. En óheppilegt hafi verið að ekki skuli hafi verið ein yfirstjórn varðandi allt sem laut að kosningunum. Skyggnir, dótturfyrirtæki Nýherja, annaðist tæknilega framkvæmd kosninganna og var enskt fyrirtæki, DRS, undirverktaki. Þorkell og ritari landskjörstjórnar, Þórhallur Vilhjálmsson, áttu sl. sumar klukkustundar- fund í Englandi með fulltrúum DRS og hittu einnig að máli kjörstjórnar- menn í Skotlandi sem komu að kosningunum 2007. Þorkell minnist þess ekki að þeir hafi minnst á ábendingar um ágalla á kosningunum. Segjast ekki hafa séð skýrslu skosku sérfræðinganna LANDSKJÖRSTJÓRN OG ÁGALLAR Á KOSNINGUNUM Nýr opnunartími frá 1. mars kl. 9.00-15.30 www.skra.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.