Morgunblaðið - 26.02.2011, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 26.02.2011, Blaðsíða 46
46 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. FEBRÚAR 2011 María Ólafsdóttir maria@mbl.is Það berst í tal hvenær hljómsveit- armeðlimir Retro Stefson verða stór- ir. Þetta umræðuefni á nokkuð vel við þar sem við sitjum í Fjallkonubakaríi; fjölskylduvænu kaffihúsi á Laugaveg- inum sem oftast er fullt af börnum. Ekki þó þennan morguninn, enda hálfósanngjarnt að kalla þá Loga Pedró Stefánsson og Harald Ara Stef- ánsson börn þótt ungir séu að árum. Framundan hjá hljómsveitinni er líka enginn barnaleikur heldur samningur við Universal í Þýskalandi, tónleika- ferð og flutningur til Berlínar. Kynning á íslenskri tónlist Retro Stefson hefur gert útgáfu- samning við Vertigo, eitt undirfyr- irtækja Universal. Samningurinn hljóðar til að byrja með upp á útgáfu plötunnar Kimbabwe í Þýskalandi, Sviss, Austurríki og Austur-Evrópu nú í maí. Retro Stefson hefur einnig gert publishing-samning við Sony ATV á heimsvísu. Þessu tengt heldur Retro Stefson í sitt fyrsta langa tón- leikaferðalag í næsta mánuði. Þá leik- ur sveitin á einum tíu stöðum í Þýska- landi en eftir það tekur við tónleika- ferðalag til fleiri landa, meðal annars Hollands og Frakklands. Forsvars- maður Vertigo heyrði fyrst í Retro Stefson á Airwaves-tónleikahátíðinni fyrir nokkrum árum og hefur fylgst með henni síðan. Eftir útgáfu Kim- babwe í haust og frammistöðuna á Airwaves í kjölfarið fóru hjólin að snú- ast. „Það er ágætis kynning úti á því sem er að gerast í íslensku tónlistar- lífi. Þetta er oftast vel kynnt í gegnum IMX (Iceland Music Export) og ég held að það eigi sinn þátt því þá er auðveldara að fylgjast með bönd- unum,“ segir Haraldur. Tækifæri á meiri kynningu Í apríl verða enn kaflaskipti í lífi hljómsveitarmeðlima en þá mun hljómsveitin flytja eins og hún leggur sig til Berlínar. „Það er miklu auðveldara og hag- kvæmara að gera út frá meginland- inu. Þetta er í rauninni mjög lógísk ákvörðun enda dýrt að ferðast með sjö manna hljómsveit til og frá Ís- landi,“ segir Haraldur en þeir Logi segja Berlín sína uppáhaldsborg. Borgin sé ódýr og í henni góður andi. Þá virðist sveitin eiga nokkuð marga þýska aðdáendur, ef marka má aðdá- endasíðu hennar á Facebook. Þetta hlýtur að teljast góður árang- ur fyrir jafnunga sveit og Retro Stefson? „Við erum mjög sátt og tökum þessu með jafnaðargeði,“ segir Har- aldur. „Þetta er ágætlega stór samn- ingur en það er undir okkur komið að spila rétt úr spilunum í kjölfarið. Þetta er aðallega tækifæri á meiri kynningu, alls engin trygging á heimsfrægð,“ segir Logi. „Nei, nú erum við búnir að byggja upp áheyrendahóp hér í nokkur ár en úti þurfum við að byrja frá grunni, sem er spennandi,“ samsinnir Har- aldur. „Við höfum mjög góða bakhjarla líka og erum þakklát fyrir það. Það er svo mikið í gangi núna, ég yrði mjög þakklátur fyrir að fá alltaf fullt af fólki á tónleika hvert sem við færum,“ segir Logi. Á útgáfunni erlendis verða til við- bótar þrjú lög úr eldra safni hljóm- sveitinnar sem Logi segir þeim mjög kær. Þau hafa ýmist verið endur- blönduð eða endurupptekin. Þá hefur hljómsveitin nú nýlokið upptökum á sínu fyrsta tónlistarmyndbandi við lagið Kimba. Sveitin fékk fimleika- stúlkurnar úr Gerplu í lið með sér en segja að þær hafi þó að mestu séð um stökkin.  Tónleikaferð um Þýskaland og búferlaflutningar framundan Litskrúðug Hljómsveitin í myndatöku fyrir plötuumslag í fyrra, allir vel gallaðir upp líkt og í fjölleikahúsi. Eftirvænting Tónleikaferð og flutningar til Berlínar leggjast vel í þá Loga Pedró og Harald Ara Stefánssyni úr hljómsveitinni Retro Stefson. Morgunblaðið/Sigurgeir S Retro Stefson semur við Universal Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Alþjóðlega kvikmyndahátíðin Northern Wave verður haldin í fjórða sinn í Grundarfirði þann 4. til 6. mars næstkomandi. Rúmlega 150 stutt- myndir bárust hátíðinni í ár en 54 voru valdar til sýningar. Í fyrsta skipti í sögu hátíðarinnar verða veitt sérstök verðlaun fyrir bestu ís- lensku stuttmyndina en aldrei hafa fleiri ís- lenskar myndir keppt til verðlauna, alls 14 myndir. Valdar myndir úr safni Matthew Barney verða sýndar á hátíðinni í Sögumiðstöð Grund- arfjarðar. „Það er rosalega mikið af flottum íslenskum myndum á hátíðinni í ár. Við höfum hingað til verið með tveggja tíma prógramm fyrir ís- lensku myndinar en núna verður það fjórir tímar,“ segir Dögg Mósesdóttir fram- kvæmdastjóri hátíðarinnar. Myndirnar á hátíðinni eru frá um 20 lönd- um. Dögg segir að þetta árið virðist kvik- myndagerðarfólkinu vera innflytjendamál hugleikin og sömuleiðis umhverfismál og kreppan. „Þetta er spegill af því sem er að ger- ast í samtímanum, speglað úr mismunandi sjónarhornum frá ólíkum löndum.“ Aðstandendur hátíðarinnar eiga von á að að- sóknarmet verði slegið í ár en lítið er orðið eft- ir af gistirými í bænum. Fiskisúpukeppni og fjör Hátíðin býður gestum sínum upp á tónleika með Prins Póló og þremur nýjum hljóm- sveitum PLX, Hollow Veins og No Class. Auk þess verður boðið upp á dansleik með stór- sveitinni Orphic Oxtra þar sem eflaust verður stiginn hópdans af balkönskum sið. „Meiningin er að færa grasrótina í því sem er að gerast í Reykjavík til Grundarfjarðar,“ útskýrir Dögg og segir að Grundfirðingar séu Samfélagsspegill í stuttmyndum  Alþjóðleg kvikmyndahátíð haldin í Grundarfirði í fjórða sinn  Besta íslenska stuttmyndin verðlaunuð  Aðstandendur hátíðarinnar eiga von á því að aðsóknarmet verði slegið í ár Reuters Grundarfjörður „Meiningin er að færa grasrótina í því sem er að gerast í Reykjavík til Grundarfjarðar,“ segir Dögg Mósesdóttir um hátíðina. Leikstjórinn Romain Gavras verður við- staddur hátíðina og sýnir brot úr nýjustu mynd sinni Notre Jour Viendra sem skart- ar Vincent Cassel í aðalhlutverki en Cassel er í stóru hlutverki í ballettdramanu Black Swan. Romain er sonur gríska Óskars- verðlaunaleikstjórans Costa Gavras og hafa tónlistarmyndbönd hans hlotið verð- skuldaða athygli en myndband hans við lag M.I.A., „Born free“, vakti töluvert um- tal og er bannað í Bandaríkjunum. 15 íslensk tónlistarmyndbönd eru til- nefnd til verðlauna. Fulltrúar Gogoyoko sáu um tilnefningarnar og taka þátt í verð- laununum í ár með 100 evra inneign á gogoyoko.com. Gavras velur besta myndbandið. „Hann hefur sjálfur gert nokkur mjög flott, þannig að hann ætti að hafa vit á þessu. Margt af því er pólitískt, í ætt við það sem pabbi hans hefur verið að gera, enda ólst hann upp á setti með honum í Frakklandi,“ segir Dögg, sem segir mikla grósku hafa verið í íslenskri tónlistar- myndbandagerð síðastliðið ár og mörg góð myndbönd hafi ekki komist á listann. Þess má geta að Gavras hefur enn- fremur gert heimildarmynd um tónleika- ferðalag franska raftónlistartvíeykisins Justice og myndband fyrir sömu sveit. Gestum hátíðarinnar gefst færi á að sjá, auk brots úr nýju mynd Gavras, úrval myndbanda hans og þeir fá tækifæri til að spyrja hann spjörunum úr. Myndbandakeppni ROMAIN GAVRAS HEIÐURSGESTUR farnir að taka sífellt meiri þátt. „Við höldum fiskisúpukeppni. Hrefna Rósa Sætran dæmir í henni. Það verður líka handverks- markaður og það geta allir sótt um að fá að taka þátt í honum.“ Kaffihúsastemningin ræður líka ríkjum á hátíðinni en bíóið er þann- ig að bæði er hægt að sitja inni í sal til að fylgjast með dagskránni og á kaffihúsinu. „Við fáum mikið af fastagestum og svo er að fjölga í hópi fagfólks, sem er mjög skemmtilegt, þannig að hér er reynslumeira fólk í bransanum í bland við nýgræðinga.“ Nánari upplýsingar er að finna á northernwavefestival.com. Stjarna Vincent Cassel fer með aðalhlutverk- ið í mynd Gavras, Notre Jour Viendra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.