Morgunblaðið - 26.02.2011, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 26.02.2011, Blaðsíða 27
27 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. FEBRÚAR 2011 Starfsmaður á plani Páfagaukurinn Jakob hefur skemmt gestum og gangandi með flauti og tali í Blómavali síðan 1993, en reyndar talar hann helst þegar hann heldur að enginn heyri til. Árni Sæberg Hinn 10. febrúar sl. var kveðinn upp af Héraðsdómi Reykja- víkur dómur í máli Eiðs Smára Guðjohn- sen gegn Inga Frey Vilhjálmssyni, Jóni Trausta Reynissyni og Reyni Traustasyni. Undirrituð gætti hagsmuna Eiðs Smára í málinu. Málið snerist um ítarlega og marg- endurtekna umfjöllun í DV og dv.is um ýmis fjárhagsleg einkamálefni Eiðs Smára sem hann taldi brjóta gegn friðhelgi einkalífs síns. Með dóminum var fallist á að þessi um- fjöllun bryti gegn þeim rétti um- bjóðanda míns að njóta friðhelgi vegna einkamálefna sinna. Töluvert hefur verið fjallað um dómsniðurstöðuna í fjölmiðlum og af henni dregnar ýmsar rangar og undarlegar ályktanir. Dóminum hefur af hálfu stefndu verið áfrýjað til Hæstaréttar og mun sakarefni málsins hljóta úrlausn þar eins og vera ber. Vegna hinnar furðulegu umræðu sem um dóminn hefur skapast verður hins vegar ekki hjá því komist að fjalla stuttlega um þau sjónarmið sem til úrlausnar voru og lúta að mörkum friðhelgi einkalífs annars vegar og tjáning- arfrelsis hins vegar. Friðhelgi einkalífs og tjáningarfrelsi Tjáningarfrelsi og réttur til op- inskárrar umræðu um þýðing- armikil málefni eru á meðal mik- ilvægustu réttinda í samfélaginu. Réttur manna, og þá líka DV, til að tjá sig og fjalla opinberlega um mál- efni einstaklinga er hins vegar ekki ótak- markaður. Eitt af því sem setur tjáning- arfrelsinu eðlileg mörk er friðhelgi einkalífs þess sem til umfjöll- unar er. Í 229. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/ 1940, ásamt síðari breytingum, er kveðið á um að hver sem skýrir opinberlega frá einka- málefnum annars manns, án þess að nægar ástæður séu fyrir hendi er réttlæti verknaðinn, skuli sæta sektum eða fangelsi allt að 1 ári. Með ákvæði þessu hefur löggjafinn tekið af skarið um að þegar um einkamálefni manna er að ræða, þá skuli tjáningarfrelsið takmarkað, svo fremi sem ekki séu til staðar sérstakar réttlætingarástæður. Hvað eru einkamálefni? Almennt hefur verið við það mið- að að skilgreiningu hugtaksins einkamálefni megi greina í þrjá þætti. Í fyrsta lagi er um að ræða málefni er varða heimili og fjöl- skyldulíf, í öðru lagi er um að ræða svokölluð hrein persónuleg málefni, líkt og t.a.m. heilsufar, og í þriðja lagi er um að ræða fjármál, skatta- mál, atvinnumál o.fl. Af þessu má ljóst vera að fjár- hagsmálefni teljast sannanlega einkamálefni og hljóta raunar allir að geta verið sammála um að upp- lýsingar um skuldir, afborganir af lánum, tekjur og fleira séu atriði sem fólk eigi almennt að mega líta á sem sitt einkamál. Umfjöllun um þessi mál getur þó í afmörkuðum tilvikum fallið utan verndarsviðs 229. gr. alm. hegningarlaga. Má þar sem dæmi nefna upplýs- ingar um fjármál manna sem geta haft almenna skírskotun, s.s. upp- lýsingar um gjaldþrot, greiðslu- stöðvun og nauðungarsölur. Þessi undantekning átti ekki við í máli umbjóðanda míns og var því ljóst að fyrra skilyrði fyrrgreinds laga- ákvæðis væri uppfyllt, þ.e. að í um- fjöllun DV fólst að upplýst var um einkamálefni umbjóðanda míns. Voru til staðar réttlætingarástæður? Að fyrrgreindu virtu verður að huga að hvort ástæður hafi verið til staðar sem réttlættu umfjöllunina um fjárhagsmálefni umbjóðanda míns. Rétt er að geta þess að al- mennt er talið að nokkuð ríkar rétt- lætingarástæður þurfi fyrir birt- ingu einkamálefna. Ein helst forsenda þess að um- fjöllun teljist heimil er samþykki þess sem einkamálefnin varða. Í máli því sem hér er fjallað um lá auðvitað slíkt samþykki ekki fyrir. Þá verður einnig að hafa í huga að umbjóðandi minn hafði aldrei tjáð sig um fjárhagsmálefni sín og gaf umbjóðandi minn fjölmiðlum því ekkert tilefni til slíkrar umfjöll- unar. Þjóðþekktir einstaklingar Í málinu var því haldið fram af stefndu að þar sem umbjóðandi minn væri þjóðþekktur ein- staklingur, þá yrði hann að sæta því að gengið væri á rétt hans til frið- helgi einkalífs. Þetta er rangt. Hugsanlegt er að fjalla megi um ýmis einkamál alkunnra og áber- andi manna á ítarlegri og nærgöng- ulli hátt en átt getur við um al- menning. Slík sjónarmið geta þó ekki átt takmarkalaust við um þjóð- þekkta einstaklinga og heldur ekki án tillits til þess hvaða málefni fjallað er um. Almennt er t.d. við- urkennt að stjórnmálamenn geti þurft að þola umfjöllun fjölmiðla um ýmis persónuleg málefni sín, að minnsta kosti svo fremi sem þau geta skipt umtalsverðu máli við mat á því, hvort hlutaðeigandi aðilar geti gegnt opinberu starfi sínu á þann hátt sem vænta má af þeim. Þetta á eðli máls samkvæmt ekki við um umbjóðanda minn og um- fjöllun DV um fjárhagsmálefni um- bjóðanda míns varð því ekki rétt- lætt með vísan til þess að hann væri þjóðþekktur einstaklingur. Upplýs- ingar um eigna- og skuldastöðu íþróttamanna eiga ekkert erindi við almenning, jafnvel þótt viðkomandi íþróttamaður sé kunnur knatt- spyrnukappi. Sömu sjónarmið ættu jafnframt við um t.d. landsfræga leikara eða blaðamenn. Tengsl við bankahrunið Í málinu var því haldið fram af stefndu að umfjöllunin um umbjóð- anda minn hafi verið nauðsynleg til þess að varpa ljósi á bankahrunið og starfshætti íslensku bankanna í aðdraganda þess. Á þetta sjón- armið féllst dómurinn ekki. Um- bjóðandi minn var einfaldlega við- skiptavinur íslenskra banka og víðsfjarri því að vera orsakavaldur í atvinnu- eða efnahagslífi þjóð- arinnar fyrir eða eftir efnahags- hrun. Ef draga ætti fjárhagsmál- efni umbjóðanda míns sérstaklega inn í umræðuna um fall íslensku bankanna á þessum forsendum, þá mætti með sömu rökum draga fjár- hagsmálefni allra viðskiptavina ís- lensku bankanna inn í þá umræðu. Slík niðurstaða væri ekki aðeins fjarstæðukennd heldur væri þá einnig ljóst að lögbundin banka- leynd, sem hefur það m.a. að mark- miði að vernda viðkvæmar persónu- upplýsingar, væri virt að vettugi. Í opinberri umfjöllun í kjölfar dómsins hefur einnig verði ýjað að því að eitthvað ólöglegt, óeðlilegt eða ósiðlegt hafi átt sér stað í tilviki umbjóðanda míns. Þetta er rangt. Ekkert lá fyrir í málinu sem benti til þess að um óeðlilegar fyr- irgreiðslur til umbjóðanda míns, óeðlilega viðskiptaskilmála eða af- skriftir hafi verið að ræða, svo fátt eitt sé nefnt. Í ljósi þessa voru um- fjöllun DV og síðari ummæli m.a. stefndu enn ámælisverðari, enda var þar ítrekað gefið í skyn að um- bjóðandi minn hafi fengið ólíka meðferð en aðrir viðskiptavinir bankanna vegna m.a. stöðu sinnar og tengsla við tiltekinn starfsmann eins bankans. Að lokum Í niðurstöðu héraðsdóms í máli umbjóðanda míns felst fyrst og fremst viðurkenning á þeim rétti fólks að hafa sín einkamál, þar á meðal upplýsingar um persónuleg fjármál, út af fyrir sig. Sú stað- reynd að aðili skari fram úr á sviði íþrótta, veitir fjölmiðlum ekki heim- ild til að fjalla um hvers konar mál- efni er hlutaðeigandi persónu varða. Dómurinn hindrar ekki möguleika DV eða annarra fjöl- miðla við umfjöllun um það efna- hagshrun sem hér varð eða ástæður þess. Í honum felst hins vegar stað- festing á tilvist mikilvægrar og eðli- legrar takmörkunar á því ríka og þýðingarmikla tjáningarfrelsi sem fjölmiðlar annars njóta. Eftir Heiðrúnu Lind Marteinsdóttur » Sú staðreynd að aðili skari fram úr á sviði íþrótta, veitir fjöl- miðlum ekki heimild til að fjalla um hvers konar málefni er hlutaðeigandi persónu varða. Heiðrún Lind Marteinsdóttir Höfundur er héraðsdómslögmaður á LEX lögmannsstofu Um opinberar persónur og friðhelgi einkalífs – dómur í máli Eiðs Smára Guðjohnsen

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.