Morgunblaðið - 26.02.2011, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 26.02.2011, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. FEBRÚAR 2011 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Lánshæf-ismatsfyr-irtækið Moody’s hefur sent frá sér álit vegna synjunar forsetans á ríkisábyrgð- arlögunum um Ice- save III-samningana. Fyr- irtækið segir að það muni líklega lækka lánshæfismat ríkissjóðs ef þjóðin ákveði að fella lögin úr gildi í vænt- anlegri þjóðaratkvæða- greiðslu. Afstaða Moody’s gerir ráð fyrir að Ísland muni eiga þeim mun auðveldara með að greiða af lánum sínum sem landið taki á sig hærri skuldir án þess að fá nokkuð í staðinn. Þessi sér- kennilegi spádómur kallar á að fyrri spádómar fyrirtækisins séu skoðaðir. Sú staðreynd að Moody’s er með þessu áliti að blanda sér í kosningar hér á landi, sem hlýtur að teljast af- ar óvenjulegt af lánshæf- ismatsfyrirtæki, gerir enn brýnna að skoða sögu spádóma þess. Fyrir hrun höfðu stóru ís- lensku bankarnir um árabil notið hárrar lánshæfiseinkunn- ar og sennilega hærri en efni stóðu til, en það á sér sögu- legar skýringar. Svo gerðist það árið 2007, eftir erfiðleika bankanna árið áður og vaxandi vísbendingar um að eigna- verðshækkanir í heiminum væru ofþanin bóla, að Moody’s gaf íslensku bönkunum þremur hæstu mögulega lánshæf- ismatseinkunn. Jafnvel íslenskir bankamenn, sem ekki þjáðust af minnimáttarkennd fyrir hönd fyr- irtækja sinna, hlógu að vitleys- unni. Nokkrum vikum síðar áttaði Moody’s sig á að alvar- leg mistök hefðu verið gerð og þá var lánshæfið lækkað á ný, en hélst þó hærra en það hafði verið fyrir. Það var ekki fyrr en eftir að tilkynningar höfðu verið birtar um fall Glitnis og öllum var ljóst orðið að banka- kerfið væri að hrynja, sem Moody’s gaf fjárfestum til kynna hvað væri að gerast. Spádómar fyrirtækisins um fjárhag íslenska ríkisins hafa verið svipaðir, í það minnsta hvað tímasetningar varðar. Í maí 2008 staðfesti Moody’s háa lánshæfiseinkunn ríkissjóðs og það var ekki fyrr en eftir að Glitnir gafst upp sem Moody’s sagðist ætla að taka lánshæfi landsins til skoðunar vegna mögulegrar lækkunar. Það var svo 8. október 2008 sem Moo- dy’s lækkaði einkunnina, en þá var allt bankakerfið hrunið. Ekki verður undan því vikist að skoða nýjasta álit Moody’s í ljósi þessarar sögu og óhætt er að fullyrða að í henni er fátt sem gefur tilefni til að gera mikið með álit Moody’s. Og þegar nýjasta álitið er jafn fjarstæðukennt og raun ber vitni er enn meiri ástæða til að setja við það mikla fyrirvara. Fyrirtækið gaf íslensku bönkunum hæstu einkunn rúmu ári fyrir bankahrunið} Spádómar Moody’s Nú hafa þeir JónGnarr Krist- insson og Dagur B. Eggertsson sent borgarstarfsmenn inn í garða Reyk- víkinga til að mæla hvort ruslatunnurnar standi lengra frá ruslabílnum en 15 metra. Til að draga enn frekar úr þjónustunni við borgarbúa er byrjað að sækja sorpið sjaldnar til íbúanna, eða á 9-11 daga fresti í stað vikulega eins og verið hafði. Þeir sem eru svo óheppnir að tunnurnar þeirra eru í 16 metra fjarlægð frá göt- unni en vilja sleppa við að greiða sérstakt „skrefagjald“ verða að færa tunnurnar til þá daga sem sorpið er sótt. Áður hefði það verið tiltölulega ein- falt, en nú er útilokað að vita hvenær sorpbíllinn kemur nema fara eftir krókaleiðum inn á sérstaka síðu á vef Reykjavíkurborgar og skoða þar sorphirðudagatal og sorp- hirðukort af borginni. Í sorp- hirðunni hefur sem sagt náðst sá árangur að draga úr þjón- ustu og hækka um leið gjöldin. Þessi furðulega ráðstöfun forystu- manna borg- arstjórnarmeiri- hlutans hefur ekki vakið mikla kátínu í borginni, enda ekki við því að búast. Það eina sem hægt er að segja jákvætt um hana er að hún flokkast ekki undir bein svik á loforðum meirihlutaflokkanna því að þeir höfðu vit á að kynna ekki þessi áform sín fyrir kosningar. Þessu er því miður ekki að heilsa um margt af því sem meirihlutinn tekur sér fyrir hendur. Á loforðalista Besta flokksins stóð til að mynda: „Ókeypis í strætó fyrir náms- menn og aumingja,“ en sem kunnugt er hækkuðu Besti flokkurinn og Samfylkingin gjaldskrá Strætó um áramótin. Um leið var dregið úr þjónust- unni, en þetta tvennt virðist einmitt vera megineinkenni nú- verandi meirihluta í borg- arstjórn, að hækka gjöld en draga úr þjónustu. Er þetta virkilega sú nýbreytni sem borgarbúar kusu? Nýr meirihluti í borginni hefur ítrekað slegið tvær flugur í einu höggi } Hærri gjöld og minni þjónusta M annvini er víða að finna, meðal annars við Miðjarðarhaf. Þeir sem bera það nafn með rentu eru líklega of margir til að telja upp í stuttum pistli, sem betur fer (eða er það ekki?) en hinir – mann- vinir innan gæsalappa – hafa verið meira í sviðsljósinu undanfarið. Hverfa þó vonandi allir sem einn úr því ljósi sem fyrst. Hvernig má það vera að mannskepan geti verið jafn vond hver við aðra og raunin er? Það er auðvitað óskiljanlegt en gömul og saga og ný. Því miður. Og þeir sem lýsa mestri hjarta- gæsku eru gjarnan þeir verst innrættu. „Á tímum fjöldans er valdið í höndum fólks- ins sjálfs og leiðtogarnir hverfa að eilífu,“ segir í Grænbók Moammars Gaddafís, leiðtoga Líb- íu. Íbúar landsins fást eflaust seint til að sam- þykkja fyrri hluta setningarinnar, en líklegt má telja að flestir væru til í að seinni hlutinn rættist. Allir eru jafnir. En sumir reyndar jafnari en aðrir. Man einhver eftir Animal Farm? Mannvinurinn Gaddafí hefur örugglega ekki látið drepa þá hermenn sem neituðu að ráðast á og myrða samborg- ara sína. Sei, sei, nei. Allt lygi í vestrænum fjölmiðlum. Er- lendir blaðamenn eru hundar, sagði leiðtoginn í gær. Það eru sjálfsagt bara óvandaðir svissneskir banka- menn sem ákváðu að frysta eignir Gaddafís í vikunni. Að sjálfsögðu ber okkur að efast um að einn einasta franka, dollar eða evru, hafi hann eignast með ólögmætum hætti. Á þessum bænum er örugglega allt uppi á borðinu. Gott ef einn sona Gaddafis lofaði ekki kaup- hækkunum í vikunni og nýjum þjóðsöng. Það hlýtur að skipta sköpum. Mannvinurinn Mubarak sem stjórnaði Egyptalandi með harðri hendi áratugum sam- an var hrakinn úr forsetaembætti á dögunum og fréttir herma að hann hafi náð að nurla saman í svolítinn ellilífeyri. Heimildum ber ekki saman um hvort lífeyririnn telst í hundr- uðum eða þúsundum milljarða króna en það var ábyggilega nóg fyrir gamla manninn og hyski hans allt, og ríflega það. Mannvinurinn Zine El Abidine Ben Ali hrökklaðist nýverið frá völdum í Túnis. Ekki orð um það meir. Enginn veit sína ævina fyrr en öll er. Aðeins er öruggt að við förum báðir, ég og þú, og meira að segja leiðtogarnir. Þegar aldurinn færist yfir, þó það gerist ekki hratt, velt- ir fólk dauðanum eðlilega meira fyrir sér en áður. Hann verður fólki ekki beinlínis hugleikinn, en kemur oftar upp í hugann. Enginn veit sína ævina fyrr en öll er. En sums staðar, til dæmis þar sem nefndir mannvinir og önnur slík gæðablóð hafa komist til valda, getur sauðsvartur almúginn átt von á því að maðurinn með ljáinn stökkvi fram úr skúmaskoti mun fyrr en í öðrum löndum. Sá sem á slíka vini þarf enga óvini. skapti@mbl.is Skapti Hallgrímsson Pistill Mannvinir við Miðjarðarhaf STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon FRÉTTASKÝRING Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is S amráðsvettvangur um nýt- ingu helstu nytjafiska skilar fyrstu niðurstöðum fljótlega. Þar verður m.a. fjallað um aflareglu í þorskveiðum. Skúli Skúlason, rektor Hólaskóla, er formaður starfshópsins og sagðist hann í gær ekki tilbúinn að segja til um hvort hópurinn legði til aukið aflamark í þorski. Í gær fór fram ráðstefna á veg- um sjávarútvegsráðuneytisins og Hafrannsóknastofnunarinnar um langtímastefnumótun og aflareglur og fluttu sérfræðingar erindi um mál- efnið. Þau sjónarmið komu fram á fundinum að brýnt væri að stjórnvöld mörkuðu vel skilgreinda nýtingar- stefnu og innleiddu aflareglur fyrir fleiri tegundir. „Svo virðist sem mikilvægi nýt- ingarstefnu til lengri tíma sé óum- deilt, en það verður að vanda þá vinnu og viðhafa samráðsstjórnun,“ sagði Skúli í gær. „Sátt verður að ríkja um slíka stefnu með sameiginlega ábyrgð þjóðarinnar á auðlindinni í huga. Vís- indamenn, stjórnvöld og fulltrúar hagsmunaaðila þurfa á öllum stigum að koma að ákvörðun nýtingarstefnu. Við leggjum mikla áherslu á að þessi vinna leiði til betri skilnings og þekkingar á nýtingarstefnu sjávar- auðlindarinnar. Við höfum umboð til að koma með tillögur um hvernig á að standa að þessum málum til lengri tíma litið og teljum afar áríðandi að móta nýtingarstefnu fyrir ýsu, ufsa og fleiri tegundir hið allra fyrsta,“ segir Skúli. Aflaregla í sinni einföldustu mynd tengir saman mat á stofnstærð og leyfilegan heildarafla. Nú er leyfi- legur þorskafli miðaður við 20% af stærð þorskstofnsins, þ.e. fjögurra ára fiskur og eldri, og helming af afla- marki síðasta fiskveiðiárs á undan til sveiflujöfnunar. Síðan er deilt í þá niðurstöðu með tveimur. Skúli var spurður hvað hann vildi segja um kröfur um aukinn þorskkvóta: „Hvað varðar slíkar kröf- ur þá koma þær að hluta til fyrst fram vegna efnahagsástandsins. Mér finnst þær ekki sannfærandi því við megum ekki spilla auðlindum þjóð- arinnar til að bjarga efnahagnum til skamms tíma. Ég tek hins vegar af heilum hug undir sjónarmið sjó- manna og byggðanna og þekking og reynsla skipstjóra og sjómanna þarf að skila sér betur inn í umræðuna. Það er því ánægjulegt að fulltrúar sjómanna koma að starfi samráðs- vettvangsins,“ sagði Skúli. Stofninn hefur stækkað Í ágripi af erindi Friðriks Más Baldurssonar, HR, á ráðstefnunni segir meðal annars: „Veiðihlutfallið var síðan lækkað í 20% fiskveiðiárið 2007/08. Sú aðgerð virðist vera að skila árangri því stofninn hefur stækkað, eldri fiski hefur fjölgað og nýliðun er á uppleið. Í ljósi reynsl- unnar þarf þó að hafa ákveðinn fyr- irvara á þessum ályktunum og gæta varúðar. Þrátt fyrir galla í útfærslu, umframafla og ofmat hefur veiðihlut- fall þokast niður á við og er nú í ná- munda við „rétt“ gildi. Þetta skilar sér í hagkvæmari nýtingu þorsk- stofnsins. Það þarf að gera enn betur í framkvæmd aflareglunnar, t.d. hefur afli umfram heildaraflamark verið á uppleið og er nú um 11%. Það er ávallt þannig að þegar stofninn stækkar og fiskur gefur sig betur þá er kallað eftir sértækri aukningu afla- heimilda. Til að auka skilning á nauðsyn þess að ástunda skyn- samlega nýtingarstefnu sem byggist á hæfilegri varúð þarf að efla enn upplýsingamiðlun og fræðslu.“ Vilja aflareglu fyrir sem flestar tegundir Morgunblaðið/Sigurgeir Vel mætt Góð þátttaka var á ráðstefnu um nýtingarstefnu og aflareglur. Daði Már Kristófersson, HÍ, flutti erindi á ráðstefnunni og í ágripi af erindi hans segir að ábati skynsamlegrar nýting- arstefnu sé líklegur til að aukast enn frekar á komandi áratugum. Á sama tíma muni samkeppni villts fisks við eldis- fisk aukast eftir því sem mark- aðshlutdeild eldisfisks vex ár frá ári. Síðan segir í ágripinu: „Gríð- armiklir hagsmunir eru í húfi fyrir Íslendinga að stýra fisk- veiðum þannig að sem mest verðmæti séu sköpuð til lengri tíma litið. Í þessu felst að ákvörðun aflamarks endur- spegli langtímasjónarmið um mesta langtímaábata og að aflamark hafni hjá þeim útgerð- um sem mest verðmæti geta skapað úr því.“ Sem mest verðmæti MIKLIR HAGSMUNIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.