Morgunblaðið - 26.02.2011, Blaðsíða 44
44 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. FEBRÚAR 2011
Sýnendurnir Á þessari samsettu mynd má sjá alla listamennina sem taka þátt
í sýningunni Kjarvalsdeildinni í Nýlistasafninu, sem verður opnuð í kvöld.
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
Þessi sýning á eftir að koma mörg-
um í gott jafnvægi,“ segir Snorri Ás-
mundsson myndlistarmaður, einn
sýnenda og skipuleggjenda sýning-
arinnar Kjarvalsdeildin sem verður
opnuð í Nýlistasafninu, Skúlagötu
30, klukkan 20 í kvöld. „Við erum bú-
in að opna á alls kyns tíðnir og bylgj-
ur, inn í aðrar víddir,“ segir hann.
„Þetta byrjaði síðasta sumar þeg-
ar við Helgi Þórsson, Sigtryggur
Berg og Steingrímur Eyfjörð
ákváðum að vera með sýningu í Ný-
listasafninu. Svo bættust alltaf fleiri
í hópinn.“
Þetta er athyglisverður hópur
listamanna, innlendra og erlendra. Á
meðal þeirra erlendu má sjá mjög
þekkt nöfn, á borð við Franz Graf og
Jonathan Meese, einnig Annakim
Violette og Morgan Betz. Aðrir ís-
lenskir listamenn sem eru með eru
þau Hulda Vilhjálmsdóttir, Guðný
Guðmundsdóttir, Ólafur Lárusson,
Laufey Elíasdóttir, Nonni Ragnars
og Valgarður Bragason.
Eins og súpa sem mallar
„Já, það er eins og við höfum verið
að malla súpu,“ segir Snorri þegar
minnst er á fjölbreytileikann í sam-
setningu hópsins. „Við viljum meina
að þegar nafnið Kjarvalsdeildin kom
upp, þá hafi Kjarval átt einhvern
þátt í þessu.Við höfum verið leidd
áfram.
Þegar maður er í einhverju flæði
malla hlutirnir á réttan hátt.“
Fjölbreytileikinn birtist líka í
verkunum sjálfum á sýningunni.
„Þetta eru allt ný verk, tónlist,
vídeó, gjörningar, mikið af mál-
verkum – við vorum með Kjarval til
hliðsjónar en hann var líka gjörn-
ingalistamaður,“ segir Snorri. Hann
bætir við að listamennirnir ætli að
gista í safninu í nótt, fremja þar seið
og fara með þulur.
„Við erum að vinna með ákveðinn
spíritisma og verðum sífellt andlegri
í verkunum og allri okkar nálgun.“
Uppákomurnar við opnun sýning-
arinnar, tónlist og gjörningar, verða
teknar upp og sýndar í sýningarferl-
inu.
Kjarval vitjar bernskuslóða
Í opinberri tilkynningu listamann-
anna segir að ótrúleg atburðarás
hafi hrint þessu sýningarævintýri af
stað. Í nóvember 2010 hafi geimskip
lent við Búðir á Snæfellsnesi og um
borð hafi verið verur úr öðru sól-
kerfi. „Kapteinninn var enginn ann-
ar en Kjarval endurborinn. Hann
hafði ákveðið að vitja bernskuslóða
sinna úr fyrra lífi og að hrinda í leið-
inni nýrri byltingu af stað. Verk sem
útnefndir myndlistarmenn munu
leysa af hendi.“
Lofað er líflegri sýningu.
Kjarvalsdeildin opnuð í Nýlistasafninu í kvöld Margir og ólíkir listamenn
„Opna á alls
kyns tíðnir“
Á morgun, sunnudag, verður
dagskrá á Gljúfrasteini þar
sem lesið verður upp úr verk-
um sem hafa komið út í söfnum
Ritvélarinnar, félags ritlist-
arnema við Háskóla Íslands.
Upplesturinn hefst klukkan 16
og er aðgangur ókeypis.
Fjórir ungir rithöfundar
lesa upp úr verkum sínum, þau
Gunnhildur Helga Steinþórs-
dóttir, Hlín Ólafsdóttir, Þorgerður Ösp Arnþórs-
dóttir og Kristján Már Gunnarsson.
Tvö safnrit hafa verið gefin út með textum
meðlima Ritvélarinnar, Hestar eru tvö ár að
gleyma, 2009, og Beðið eftir Sigurði, 2010.
Bókmenntir
Ritlistarnemar
á Gljúfrasteini
Frá Gljúfrasteini
Þeir Guðmundur Oddur Magn-
ússon – Goddur, prófessor, og
rithöfundurinn Þröstur Helga-
son munu fjalla um Birgi Andr-
ésson (1955-2007), list hans og
feril, á sýningunni Þjóðleg fag-
urfræði í Listasafni Árnesinga
á morgun, sunnudag, klukkan
15. Á morgun er jafnframt síð-
asti sýningardagur.
Þröstur er höfundur bók-
arinnar Birgir Andrésson – Í
íslensum litum en Goddur er prófessor við
Listaháskóla Íslands.
Á sýningunni er skoðað hvernig þjóðleg fag-
urfræði birtist í verkum 12 listamanna.
Myndlist
Fjalla um Birgi
Andrésson
Guðmundur Oddur
Magnússon
Marglaga –
skynjunarskóli
er heiti sýningar
sem opnuð verð-
ur í Kling &
Bang, við Hverf-
isgötu 42, í dag
laugardag, kl. 17.
„Efniviðurinn
okkar er tengsl,“
segir ein lista-
mannanna, Lilja
Birgisdóttir. „Þarna verða við-
burðir, tilraunir, gjörningar sem
örva skynjanir og ýmsar uppá-
komur. Til jafnvægis við það finnst
okkur mikilvægt að skapa tíma fyr-
ir samræður til að núllstilla sig.“
Lærdómsviðburðir verða í gall-
eríinu á kvöldin og um helgar en
auk þess verður skólinn opinn frá
þriðjudegi til sunnudags milli kl. 14
og 18, fram til 20. mars er sýning-
unni lýkur.
Í skipulögðum viðburðum munu
sérstakir gestir skiptast á um að
leiða skyntilraunir, efla innsæi og
skynlæsi á sem fjölbreytilegastan
hátt. Listamennirnir vonast til þess
að fólk úr öllum áttum geti komið í
skólann, notið og haft gaman af.
Skynjunar-
skóli í Kling
& Bang
Viðburðir, tilraunir
og örvandi gjörningar
Verk úr smiðju
listamannanna
Eyþór Ingi Jónsson, organisti Ak-
ureyrarkirkju, heldur tónleika í
Langholtskirkju í Reykjavík, annað
kvöld, sunnudag, og hefjast þeir
klukkan 20.
Á tónleikunum leikur Eyþór Ingi
óskalög tónleikagesta.
Fyrir nokkrum árum fékk hann
þá hugmynd að að halda óskalaga-
tónleika. Tónleikar þessir hafa vak-
ið mikla athygli og verið mjög vel
sóttir. Eyþór auglýsir eftir óskalög-
um til að spila á tónleikunum og er
hægt að senda óskir á netfangið
eythor@akirkja.is.
Meðal laga sem hafa lent á efnis-
skrá fyrri óskalagatónleika eru
Stairway to Heaven, Take Five, Bo-
hemian Rhapsody og sálmaspuni.
Eyþór Ingi
leikur óskalög
Listavinafélag Hallgrímskirkju og Bókaútgáfan Opna
standa saman að ljósmyndasýningu norska ljósmynd-
arans Kens Oppranns sem verður opnuð í forkirkju Hall-
grímskirkju á morgun, sunnudag, strax að aflokinni
guðsþjónustu. Sýningin nefnist Trú – mannfólkið and-
spænis guði sínum.
Myndinar á sýningunni eru flestar úr samnefndri bók
sem Opna gaf út í fyrra og fékk lofsamlega dóma enda
um merkilegt heimildaverkefni að ræða.
Kristnir, múslimar, gyðingar, hindúar, búddistar
Ken Opprann, sem er fæddur árið 1958, ferðaðist um
heiminn í fimmtán ár og ljósmyndaði fólk við allskyns
trúarathafnir og á trúarhátíðum. Hann vitjaði sögu-
frægra helgistaða og leitaðist við að festa tjáningu trú-
arinnar á mynd, hvort sem hana bar fyrir augu á op-
inberum stöðum eða birtist honum í einrúmi.
Þó að blæbrigðin séu mörg eiga allar þessar myndir
sinn sameiginlega svip. Ljósmyndirnar sýna helgihald
hjá kristnum mönnum, múslímum, gyðingum, hindúum
og búddistum.
Opprann nam ljósmyndun við Academy of Arts í San
Francisco en starfaði síðan um árabil sem blaða-
ljósmyndari við Aftenposten í Ósló. Á síðustu árum hefur
hann unnið sjálfstætt og lagt sérstaka áherslu á heim-
ildaljósmyndun.
Sýningin verður opin á sama tíma og kirkjan alla virka
daga frá kl. 9-17 og kl. 10-17 um helgar fram í apríl.
Sýning á ljósmyndum Oppranns opnuð í Hallgrímskirkju
Trúarbrögð í
ljósmyndum
Ljósmnd/Ken Opprann
Við trúarathöfn Ung stúlka í kvennahópi við athöfn
múhameðstrúarmanna í Mið-Austurlöndum.
Á morgun, sunnudag, klukkan
17 verða haldnir tónleikar með
þátttöku 11 mosfellskra kóra í
Guðríðarkirkju. Kórarnir taka
höndum saman til að styrkja
orgelsjóð nágrannasókn-
arinnar þar sem hin nývígða
Guðríðarkirkja stendur.
Allur aðgangseyrir rennur
til smíði Björgvinsorgels.
Fram koma Barnakórinn
Bjöllurnar, Mosfellskórinn,
Kvennakórinn Heklurnar, Álafosskórinn, Kamm-
erkór Mosfellsbæjar, Karlakór Kjalnesinga,
Kirkjukór Lágafellssóknar, Stöllurnar, Skólakór
Varmárskóla, Vorboðarnir og Stefnir.
Tónlist
Tónleikar 11 kóra
í Guðríðarkirkju
Guðríðarkirkja
í Grafarvogi
Bjarni Sigurðsson keramik-
listamaður opnar sýningu í Lista-
menn gallerí í dag, laugardag,
klukkan 16. Galleríið er á Skúla-
götu 32.
Sýninguna kallar Bjarni Vasa-
leik. Á sýningunni er meðal annars
vasi sem er listamanninum kær, en
vasinn sá var fyrst brenndur í ofni í
Danmörku, þar sem Bjarni starfaði,
en hefur síðan verið brenndur
nokkrum sinnum hér, með mismun-
andi glerungi. Alls hefur hann nú
verið brenndur níu sinnum, með
átta tegundum glerungs.
„Þetta er allt í senn leikur með
leirinn og leikur með glerung
ásamt tilraun til að ná ákveðnu út-
liti,“ segir Bjarni.
„Leikur glerungs og brennslna
einkennir einnig hina vasana á sýn-
ingunni í tilraun til að nálgast nátt-
úru Íslands,“ segir hann og bætir
við að fyrir sér sé glerungsgerð
leikur, útkomuna megi alltaf bæta.
Leikur með leirinn
og með glerunginn
Keramiklistamaðurinn Bjarni Sig-
urðsson með Ísland í fanginu.
Bóksalinn var
ekki ánægður með
lýsinguna á sér 47
»