Morgunblaðið - 26.02.2011, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 26.02.2011, Blaðsíða 14
ÚR BÆJARLÍFINU Albert Eymundsson Hornafjörður Vetrarvertíð hefur verið rysjótt vegna gæftaleysis. Neta- og línubát- ar hafa þó fengið ágætisafla þegar gefið hefur á sjó. Loðnuskipin Ás- grímur Halldórsson og Jóna Eð- valds eru langt komin með kvóta sinn og er aflinn frystur og verkaður til manneldis að stærstum hluta.    Ný lifrarniðursuðuverksmiðja tók til starfa á Höfn í janúar. Um er að ræða samstarfsverkefni Skinneyjar- Þinganess og pólsks fyrirtækis sem hefur þekkingu og reynslu á þessu sviði. Gert er ráð fyrir að verk- smiðjan skapi 5-10 manns vinnu.    Þorrablót eru haldin í annarri hverri sveit og alltaf vel sótt. Ekki skortir listafólk með leynda hæfi- leika til að skemmta sem gerir sam- komurnar eftirminnilegar og frum- legar.    Góugleði í Öræfunum tekur við af þorrablótunum og þykir jafn- ómissandi og blótin. Góugleðin verð- ur næstkomandi helgi í Hofgarði og mun Níels Árni Lund stjórna sam- komunni á sinn einstaka hátt.    Árleg blúsveisla verður sömu helgi um „allan bæ“ á Höfn. Nýstár- leg og áhugaverð uppákoma verður á Fosshóteli Vatnajökli þar sem framreiðslufólk, hönnuðir og lista- menn tengja saman matarmenn- ingu, hönnun, sýningu og tónlist. Allt heimatilbúið úr héraði og eng- inn þarf að láta sér leiðast þessa daga.    Menningarverðlaun Horna- fjarðar voru afhent í vikunni. Að þessu sinni urðu tveir einstaklingar fyrir valinu. Annar er Ragnar Ara- son sem hefur á undanförnum árum helgað tíma sinn gerð nytja- og skrautmuna úr tré. Ragnar var val- inn handverksmaður ársins á hand- verkssýningunni á Hrafnagili. Hinn er Þorsteinn Sigurbergsson sem setti upp ljósalistaverk á vatnstank bæjarins. Ljósasýningin hefur glatt bæjarbúa og vakið athygli gesta.    Íbúaþing er haldið í dag, laug- ardag. Mjög góð mæting er á þingið þar sem íbúar fá tækifæri til að viðra skoðanir sínar og móta framtíðarsýn samfélagsins. Haukur Ingi Jónasson frá Háskóla Íslands er verkefna- stjóri þingsins en hann kom að skipulagningu og framkvæmd Þjóð- fundarins í Laugardalshöll. Afrakst- urinn verður m.a. notaður við að- alskipulagsvinnu sveitarfélagsins. 5-10 ný störf munu skapast Ljósmynd/ Björn Arnarson Afhending Þorsteinn Sigurbergsson og Magnhildur Gísladóttir tóku við menningarverðlaunum Hornafjarðar fyrir hönd Ragnars Arasonar. 14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. FEBRÚAR 2011 Skógarhlí› 18 • 105 Reykjavík • Sími 595 1000 • Fax 595 1001 Akureyri sími: 461 1099 • www.heimsferdir.is B irt m eð fy rir va ra um p re nt vi llu r. H ei m sf er ð ir ás ki lja sé r ré tt til le ið ré tt in g a á sl ík u. A th .a ð ve rð g et ur b re ys t án fy rir va ra . E N N E M M / S IA • N M 45 42 3 Sértilboð 8. og 15. mars frá 109.900 Tenerife Heimsferðir bjóða einstök tilboð til Tenerife þann 8. og 15. mars í viku. Veðurfarið er einstaklega milt og notalegt sem og allt umhverfið. Frá kr. 109.900 Vime Callao Garden *** með „allt innifalið“ Netverð á mann m.v. 2 fullorðna í íbúð með einu svefnherbergi í viku. Sértilboð 8. og 15. mars. Frá kr. 119.900 Parque Santiago **** Netverð á mann m.v. 2 fullorðna í studioíbúð í viku. Sértilboð 15. mars. Frá kr. 129.900 Isla Bonita **** með „allt innifalið“ Netverð á mann m.v. 2 fullorðna í herbergi í viku. Sértilboð 8. mars. Grindavíkurbær og aðrir eigendur félagsheimilisins Festi í Grindavík hafa auglýst fasteignina til sölu. Vilji er til að nýta húsið á sem fjöl- breytilegastan hátt fyrir sam- félagið. Húsið er illa farið og þarf að byggja það upp. Gert er ráð fyrir því að samkomusalur verði áfram í húsinu. Stjórn eigendafélagsins mun meta tilboð út frá verði, fjár- mögnun og hugmyndum um upp- byggingu. Félagsheimili til sölu Icelandair var valið fyrirtæki árs- ins hjá Félagi viðskiptafræðinga og hagfræðinga (FVH) og Birkir Hólm Guðnason, framkvæmdastjóri Ice- landair, var valinn viðskiptafræð- ingur ársins. Verðlaunin voru af- hent í fyrradag á „Íslenska þekkingardeginum,“ ráðstefnu sem sem Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga stóð fyrir á Hótel Nor- dica. Auk Icelandair voru fyr- irtækin Rio Tinto Alcan á Íslandi og Samherji tilnefnd til þekking- arverðlaunanna. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, afhenti verðlaunin en hann er verndari þekkingardags FVH. Í niðurstöðum dómnefndar segir að þær hagræðingaraðgerðir sem Icelandair hafi ráðist í hafi skilað mjög góðum árangri. Í fyrra var einingarkostnaður Icelandair sá þriðji lægsti í Evrópu og félagið eitt að 10 best reknu flugfélögum Evr- ópu. Segja megi að Icelandair hafi náð góðum árangri í umhverfi sem einkennist að gríðarlegri sam- keppni og erfiðum ytri skilyrðum. Ljósmynd/Tomasz Þór Veruson Afhending Birkir Hólm Guðnason, forstjórir Icelandair, tekur við verðlaununum úr hendi Ólafs Ragnars Grímssonar. Birkir Hólm var einnig valinn Viðskiptafræðingur ársins. Birkir Hólm Guðnason og Icelandair hljóta Íslensku þekkingarverðlaunin Í dag, laugardag, kl. 15 verður ár- leg sýning Blaðaljósmyndarafélags Íslands „Myndir ársins“ opnuð í Gerðasafni í Kópavogi. Á sýning- unni verður að finna bestu blaða- og tímaritsljósmyndir og mynd- skeið ársins 2010. Veitt eru verð- laun fyrir bestu ljósmyndir ársins í átta flokkum og tvenn verðlaun fyr- ir myndskeið ársins. Flokkarnir í ár eru fréttamynd ársins, íþróttamynd ársins, portrettmynd ársins, tíma- ritamynd ársins, umhverfismynd ársins, mynd ársins úr daglegu lífi og myndaröð ársins. Dómnefnd ljósmynda var skipuð fimm ein- staklingum og höfðu þeir úr um 1.300 myndum að velja frá 34 ljós- myndurum. Dómnefndin valdi svo 171 mynd á sýninguna í ár. Við sama tækifæri verða tilkynnt blaðamannaverðlaun ársins 2010, en þau eru veitt í þremur flokkum. Þá verður opnuð á jarðhæð safnsins sýning Þorkels Þorkelssonar ljós- myndara sem nefnist Burma: Líf í fjötrum. Sýningarnar verða opnar til 10. apríl. Sýningar Ljósmyndir hengdar upp. Sýningar opnaðar og verðlaun veitt Bæjarstjórn Vestmannaeyja hefur sent frá sér ályktun þar sem hörmuð er sú forgangsröðun sem birtist í ákvörðun ríkisstjórnarinnar um niðurskurð hjá heil- brigðisstofnunum. Sú áætlun að fækka um sex starfs- menn hjá Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja á næstu mánuðum sé fráleit og komi með að skaða starfsemi þessarar mikilvægu stofnunar. „Niðurskurður Heilbrigðisstofnunnar um 100 millj- ónir á þremur árum er í engum takti við rekstrarlega þarfir stofnunarinnar. Það er fráleitt að verja allt að tvö þúsund milljónum í „að kíkja í pakkann hjá ESB“ á með- an aldraðir fá ekki þjónustu vegna niðurskurðar. Það stenst enga skoðun að verja 500 milljónum í stjórnlagaþing á meðan að veikt fólk þarf frá að hverfa. Bæjarstjórn hvetur ríkisstjórn Íslands til að endurskoða forgangs- röðun sína með hagsmuni aldraða, sjúkra og annarra í huga,“ segir í álykt- uninni. Ríkisstjórnin endurskoði niðurskurð Í tilefni þess að hálft ár er liðið frá opnun menningarhússins Hofs á Akureyri verður opið hús sunnudaginn 27. febrúar frá kl. 13-15. Notendur hússins verða á staðnum og kynna starfsemi sína. Mikið verður um að vera í hús- inu þennan dag, svo sem kvik- mynda- og listsýningar, tónlist- arflutningur og trúðurinn Guðfinna kemur í heimsókn. Þá verður útvarpsþátturinn Gestir út um allt í umsjón Margrétar Blöndal og Felix Bergssonar í beinni útsendingu frá Hamra- borg. Akureyrarstofa býður í kaffi og óvæntan glaðning á 2. hæð. Allir velkomnir og aðgangs- eyrir er enginn. Opið hús í Hofi STUTT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.