Morgunblaðið - 26.02.2011, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 26.02.2011, Blaðsíða 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. FEBRÚAR 2011 ✝ Vigdís Jóns-dóttir var fædd í Flögu í Vill- ingaholtshreppi 18. maí 1951. Hún lést á Heilbrigð- isstofnun Suður- lands á Selfossi 15. febrúar 2011. Foreldrar henn- ar eru Jón Á. Hjartarson f. 1928, frá Auðs- holtshjáleigu í Ölfusi, og Guð- ríður Magnúsdóttir fædd 1926, frá Flögu í Villingaholtshreppi. Systkini Vigdísar eru Jóhanna f. 1954, búsett í Noregi, maki Stein Age Lysgard, eiga þau tvö börn og tvö barnabörn. Grímur f. 1963, maki Stefanía Geirs- naut sín vel á meðal fólks. Vig- dís ólst upp á Selfossi og flutti síðar til Reykjavíkur 1979 og bjó í Hátúni 10. Hún dvaldi á Hjúkrunarheimilinu Kumb- aravogi á síðastliðnu ári vegna veikinda sinna. Vigdís lauk prófi frá barna- og gagnfræðaskólanum á Sel- fossi, og var einn vetur í Hús- mæðraskólanum á Laugarvatni. Vigdís stundaði ýmis störf í æsku og á unglingsárunum á Selfossi. Hjá SS við slátrun, mjólkuriðnað og í fiskverkun. Einnig var hún í sveit í Flögu hjá afa sínum og ömmu. Var hún eitt ár við störf á prests- setrinu á Þingvöllum. Lengst af starfsævi sinni starfaði hún á Reykjalundi og síðar á Múla- lundi. Útför Vigdísar fer fram frá Selfosskirkju í dag, 26. febrúar 2011, og hefst athöfnin kl. 13.30. dóttir, eiga þau tvö börn og eitt barna- barn. Sonur Vigdís- ar og Þóris Har- aldssonar er Guðjón Þórisson f. 1970. Sambýlis- kona hans er Hanna Rut Sam- úelsdóttir, synir þeirra eru Jón Smári f. 2004 og Jóhann Már f. 2006. Sambýlismaður Vigdísar var Geirfinnur Sigurgeirsson frá Hrísey, f. 1927, d. 2002. Vigdís var mikil handa- vinnukona á prjón, hekl og út- saum og eru fáir sem eru jafn flínkir í höndunum og hún var. Vigdís var mikil félagsvera og Í dag kveðjum við Vigdísi tengdamóður mína. Ég man þeg- ar ég fyrst fór í heimsókn til Vig- dísar í Hátúnið, þá var ég nýbúin að kynnast honum Guðjóni, litla stráknum hennar. Hafði ég aldrei séð jafn mikið af flottum útsaum- uðum myndum og hekluðum dúk- um. Vigdísi fannst gaman að segja mér frá útsaumuðu mynd- unum sínum, sem henni þótti svo vænt um. Þá um jólin gaf hún okkur útsaumaða mynd af Íslandi og er hún á góðum stað á heim- ilinu okkar og mun minna okkur á Vigdísi um ókomin ár. Ein jólin gaf hún okkur rúmteppi sem hún hafði heklað sjálf. Vigdís var mjög flink í höndunum og öfundaði ég hana alltaf af því. Vigdís tók alltaf vel á móti okkur, kaffi, djús og smákökur og svo sagðir hún okk- ur sögur af því sem var að gerast í kringum hana. Vigdís kom tvisvar í heimsókn til okkar til Danmerkur þegar við bjuggum þar. Henni fannst nú lít- ið mál að koma yfir hafið og dvelja nokkra daga hjá okkur. Fórum við á hverjum degi í göngutúr út í ísbúð og fengum okkur lítinn ís í brauði, ég man hvað henni fannst hann góður danski ísinn. Hún var félagslynd, hjartahlý, ákveðin, dugleg og gjafmild. Hún var stolt af barnabörnum sínum og dugleg að prjóna á þá vettlinga og sokka. Einnig var hún snögg að prjóna ullarsokka á mig sem ég nota mikið. Henni leið mjög vel á Kumbaravogi og eftir stuttan tíma var hún búin að kynnast öll- um og vissi um flest það sem var að gerast þar. Hún var líka snið- ug, ég man þegar hún sagði mér frá einum vini sínum á Kumbara- vogi, hún var búin að semja við hann að hún færi út að labba með honum, ef hann spilaði fyrst við hana. Nú er Vigdís komin til Geira síns. Hvíldu í friði, elsku Vigdís mín. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson.) Þín tengdadóttir, Hanna Rut Samúelsdóttir. Elsku Vigdís mín. Nú ert þú búin að fá hvíldina og komin til Geira þíns. Líf þitt var ekki auðvelt. Þú eignaðist soninn Guðjón Þórisson og átt tvö barnabörn sem þú varst mjög stolt af. Enda mjög barngóð kona og hafðir mjög gott lag á því að láta börn hlusta á þig með því að segja þeim sögur, bæði sannar og ósannar. Þú varst ótrúlega fær hann- yrðakona enda liggur eftir þig fjöldi mynda sem þú hefur saum- að út, hekluð rúmteppi, útsaum- aðir púðar og svona mætti lengi telja. Njótum við góðs af því. Þú hafðir mjög gaman af því að ferðast og fóruð þið Geiri þrisvar til Noregs til systur þinnar, Jóu, og ekki voru þær fáar ferðirnar til Hríseyjar sem þið Geiri fóruð. En nú síðustu árin leyfði heils- an þér ekki að ferðast neitt og var missir þinn mikill vegna þess. Alltaf dáðist ég að því hvað þú varst lunkin í peningamálum. Það var með ólíkindum hvernig þér tókst að ná endum saman og eiga alltaf afgang. Ef þér datt í hug að kaupa eitthvað eða gefa eitthvað áttirðu alltaf fyrir því. Nú er komið að leiðarlokum hér á jörðinni, en ég trúi því að við eigum eftir að hittast aftur á betri stað. Elsku Vigdís ég kveð þig í bili. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. (Þórunn Sigurðardóttir) Þín mágkona, Stefanía Geirsdóttir. Mig langar að minnast Vigdís- ar frænku minnar með þessum orðum. Ég kynntist Vigdísi þegar ég þurfti að flýja frá Vestmannaeyj- um aðfaranótt 23. janúar 1973 í Rauðholtið til Dúu og Jóns. Það var vel tekið á móti mér og systk- inum mínum er við stóðum á tröppunum þann morgun í Rauð- holtinu, dvöl okkar Ágústs tví- burabróður míns stóð fram til hausts hjá þeim. Það var stór og hlýr faðmur sem við gengum inn í, þar voru auk Dúu og Jóns þau Guðjón, Grímur, Jóhanna og svo Vigdís. Vigdís var dugnaðarfork- ur, minnisstætt er t.d. þegar hún stóð ung í eldhúsinu og bakaði 16 jólakökur í einu vetfangi enda veitti ekki af því, mikill erill og gestagangur var á heimilinu. Það var nú aldrei lognmollan í kring- um Vigdísi, alltaf með músík á eða eins og „gufan“ eða hljómplötur buðu upp á. Vigdís dillaði sér í takt við músíkina og söng með af innlifun og lét sig dreyma. Vigdís hafði gaman af því að hitta vini og vandamenn, fór mikið í heimsókn- ir og þá var ýmislegt skrafað og hlegið. Það er 30 árum síðar sem leiðir okkar liggja aftur saman og ég kynnist Vigdísi enn betur. Þá kemur í ljós þrautseigju- og kjarnakona. Það hafa verið stofnuð heil samtök, sem eru mjög fjölmenn, til að kenna það sem Vigdís var best í, þ.e.a.s. AA-samtökin, sem kenna æðruleysi gagnvart hlutum sem fólk fær ekki breytt og kjark til að breyta því sem það getur breytt. Vigdís veiktist í æsku vegna súrefnisskorts, hún bar þess merki alla ævi, það var ótrú- legt að fylgjast með hvað Vigdís var æðrulaus í öllum sínum veik- indum sem smám saman drógu úr henni kraft. Hún missti eigin- mann og vini sína marga ýmist á vit feðranna eða þeir fluttu í burtu og hún gat þá ekki komist í heim- sókn, en Vigdís var vina- og frændrækin. Svo er nú „kerfið“ ekki hannað fyrir fólk sem er veikt eins og hún var. Vigdís hafði gott fjármálavit og spjaraði sig ágætlega í Hátúninu, dýrtíð eða verðlag minntist hún aldrei á, keypti bara það sem vantaði og vildi ekki skulda neinum neitt. Vigdís kvartaði aldrei yfir verkj- um, þótt hún væri blá og marin um skrokkinn, var ekki að amast yfir „kerfinu“ eða nokkrum hlut. Vigdís var gríðarlega dugleg hannyrðakona, hreinlega alltaf með eitthvað í fanginu, hún var gjafmild á muni sem hún bjó til og átti, vildi gleðja þá sem í kringum hana voru. Það voru misstórar gjafir, en hjartað fylgdi hverjum kaffibolla og kleinu sem boðið var upp á. Það var stutt í hlátur hjá Vigdísi, sem var bæði stríðin og glettin svo manni leiddist ekki yf- ir kaffibolla með henni. Þegar til stóð að fara til Kumbaravogs var Vigdísi mikið í mun að hafa kaffi- vél inni á herbergi til að geta boð- ið gestum upp á kaffisopa. Það gekk eftir eins og margt sem hún ætlaði sér og í síðustu heimsókn minni var komin þessi fína Sen- seo-kaffivél sem ég þáði „uppá- hellingu“ úr. Lífið var eitt stórt verkefni sem Vigdís tókst á við þangað til yfir lauk, nú er hún komin í friðarhöfn. Vigdís var gríðarlega ákveðin og fylgin sér og veitti ekki af, hún var sinn gæfusmiður. Blessuð sé minning hennar. Hjörtur Steindórsson. Vigdís frænka mín var fædd í Flögu á heimili afa okkar og ömmu. Þar átti hún heima þrjú fyrstu ár ævi sinnar á meðan for- eldrar hennar byggðu sitt fyrsta heimili. Mörg sumur var hún í Flögu, ég man hana í ráðskonu- hlutverki þar og setti hún okkur sem yngri vorum fastar um- gengnisreglur, því hjá henni átti hver hlutur sinn stað. Hún naut sín vel á þessu mannmarga sveitaheimili og að mörgu leyti mótaði það hana og datt mér oft í hug, eftir að hún stofnaði sitt eigið heimili, að hún miðaði innkaup og haustverk við það sem hún vand- ist í Flögu. Hún var mjög tengd Vigdísi ömmu og vildi allt fyrir hana gera og báðar höfðu jafngaman af að lyfta sér upp og kíkja saman í heimsóknir. Alla tíð minntist hún afmælisdags ömmu sinnar. Þegar Vigdís var sjö ára fékk hún heila- himnubólgu upp úr mislingum og var ekki hugað líf. Hún varð aldr- ei söm eftir það, en fylgdi sínum jafnöldrum í skóla og tók gagn- fræðapróf. Svo lá leiðin að Laug- arvatni í Húsmæðraskólann. Hún talaði oft um þann skemmtilega vetur og skólasystur sínar. Þann vetur eignaðist hún sitt eina barn, hann Guðjón sem bar nafn beggja foreldra hennar. Hún var alla tíð stolt af honum og fjölskyldunni hans. Geira sínum kynntist hún þegar hún flutti að heiman og fór að vinna á Reykjalundi. Hún var harðdugleg og fór strax að vinna í vélasalnum þar. Eftir að þau fengu íbúð í Hátúni 10a fóru þau bæði að vinna á Múlalundi og þar vann hún meðan heilsa og kraftar leyfðu. Með Geira átti hún góð ár. Þau keyptu sér bíl og voru dugleg að ferðast saman, studdu hvort annað og áttu myndarlegt heimili. Geiri lést 2002. Vigdís var mikil hannyrðakona og liggur eftir hana ótrúlegt safn af útsaumi. Ég kveð hana með setningu sem hún notaði svo oft sjálf, „Vertu sæl góða mín“. Ég efast ekki um að Vigdís amma hefur tekið vel á móti þér. Aðstandendum öllum sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Bless- uð sé minning Vigdísar Jónsdótt- ur. Kristín Gísladóttir. Vigdís Jónsdóttir ✝ Páll Straum-berg Andr- ésson, Palli í Múla, var fæddur á Hamri í Múlasveit, 29. jan- úar 1928. Hann lést á heimili sínu, Dval- arheimilinu Barma- hlíð á Reykhólum, 17. febrúar 2011. Páll var 8. í röð 15 barna þeirra Guðnýjar Gests- dóttur og Andrésar Gíslasonar á Hamri. Systkini Páls voru: 2007, Sigríður, f. 22.4. 1929, d. 30.1. 2000, Bjarni Kristinn, f. 30.3. 1930, d. 2008, Jón, f. 26.3. 1931, Ingibjörg Sigurhildur, f. 27.4. 1932, d. 12.8. 1943, Eggert, f. 17.8. 1933, d. 26.6. 2004, Garð- ar, f. 20.3. 1935, d. 5.7. 2001, Björg, f. 23.1. 1937. Páll kvæntist Elínborgu Bald- vinsdóttur árið 1965 og eign- uðust þau eina dóttur, Pálínu Straumberg, f. 1965. Hún á tvo syni, þá Pál Straumberg, f. 1989 og Odd Andrés, f. 2003. Páll og Elínborg slitu samvistum 1969 og bjó hann einn alla tíð eftir það. Útför Páls verður gerð frá Reykhólakirkju í dag, 26. febr- úar 2011, og hefst athöfnin kl. 13. Jarðsett verður í Akra- neskirkjugarði. Haukur Breiðfjörð Guðmundsson, f. 23.8. 1919, sem er hálfbróðir þeirra sammæðra, Gísli, f. 22.9. 1920, d. 22.2. 1945, Guðbjartur Gestur, f. 22.1. 1922, d. 8.12. 2010, Sigurbergur, f. 4.2. 1923, d. 1989, Krist- ín, f. 11.5. 1924, Andrés Berglín, f. 28.6. 1925, d. 22.4. 2003, Guðrún Jóhanna, f. 3.1. 1927, d. 20.9. Elsku Palli afi minn er dáinn. Ég á margar góðar minningar um hann. Ég man þegar hann kom alltaf til okkar á veturna, ég fór upp í rúm til hans og hann las fyrir mig Disney-bæk- ur fyrir svefninn. Þegar við fór- um saman í göngutúra um bæ- inn, í skógræktinni hitti maður mikið af fólki og hann talaði allt- af við það. Maður fór síðan alltaf á sumrin í heimsóknir til hans vestur í Múla, ég man enn eftir skellunum í ljósavélinni, birki- lyktinni og þessari einstöku Múla-lykt. Hvíldu í friði, elsku afi minn. Oddur Andrés Guðsteinsson. Páll Straumberg Andrésson ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓHANNES INGÓLFUR HJÁLMARSSON, lést sunnudaginn 20. febrúar. Útförin verður gerð frá Glerárkirkju fimmtu- daginn 3. mars kl. 13.30. Ólöf Jóhanna Pálsdóttir og fjölskyldur. ✝ Yndisleg móðir mín, GUÐFINNA GYÐA GUÐMUNDSDÓTTIR tækniteiknari, Sólheimum 25, Reykjavík, lést mánudaginn 21. febrúar. Hún verður jarðsungin frá Langholtskirkju fimmtudaginn 3. mars kl. 13.00. Helga Magnúsdóttir. ✝ Ástkær eiginmaður, faðir, sonur og afi, MARINO MEDOS, Engihjalla 1, Kópavogi, lést á Landspítalanum við Hringbraut laugardaginn 19. febrúar. Útförin fer fram frá Landakotskirkju mánu- daginn 28. febrúar kl. 13.00. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Krabbameinsfélagið. Amela Medos, Telma Medos, Jasmina Medos, Morena Medos, Mario Medos og barnabörn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, RAGNAR PÁLSSON, Skarðshlíð 40f, Akureyri, lést á heimili sínu mánudaginn 21. febrúar. Jarðarförin fer fram frá Glerárkirkju þriðju- daginn 1. mars kl. 11.00. Þeim sem vildu minnast hans er bent á heimahlynningu, www.heimahlynning.net. Katrín Ingvarsdóttir, Jóhanna Ragnarsdóttir, Kristján Matthíasson, Albert Ragnarsson, Bryndís Viðarsdóttir, Níels Ragnarsson, Þórhildur Vilhjálmsdóttir, barnabörn og langafabörn. ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og stórfrænka, KRISTBJÖRG ÞÓRARINSDÓTTIR frá Ríp, lést á líknardeild Landspítala Landakoti miðvikudaginn 23. febrúar. Útförin fer fram frá Kópavogskirkju fimmtudaginn 3. mars kl. 13.00. Ævar Jóhannesson, Jóhannes Örn Ævarsson, Sif Garðarsdóttir, Sigríður Ævarsdóttir, Benedikt Guðni Líndal, Þórarinn Hjörtur Ævarsson, Barbara Ösp Ómarsdóttir, Ólöf Ævarsdóttir, Björn Bögeskov Hilmarsson, barnabörn og barnabarnabarn. ✝ Elskuleg móðir mín, tengdamóðir og amma, SIGRÚN SVALA EGGERTSDÓTTIR, lést á Hrafnistu í Reykjavík föstudaginn 25. febrúar. Sigurður Gústafsson, Linda Gústafsson og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.