Morgunblaðið - 26.02.2011, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 26.02.2011, Blaðsíða 31
MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. FEBRÚAR 2011 ✝ Ólöf fæddist íSkuld á Hellis- sandi 2. nóvember 1922. Hún lést á Landspítalanum 17. febrúar 2011. Foreldrar hennar voru hjónin Jóhann Kristján Þór- arinsson frá Sax- hóli í Breiðavík- urhreppi, f. 17. júlí 1887, d. 26. sept- ember 1924, og Katrín Þorvarð- ardóttir frá Hallsbæ á Hellis- sandi, f. 1. febrúar 1890, d. 7. desember 1966. Systur Ólafar voru Þórheiður, f. 7. júlí 1914 d. 30. ágúst 1985, og Jensína Ágústa, f. 8. júní 1918, d. 26. mars 1998. Ólöf giftist 6. október 1941 Halldóri Benediktssyni frá Hell- issandi, f. 6. maí 1920, d. 27. okt 1993. Halldór var sonur Bene- dikts S. Benediktssonar kaup- manns, f. 26. nóvember 1890, d. 2. desember 1973, og konu hans Geirþrúðar Kristjánsdóttur, f. 26. október 1889, d. 21. mars 1958. Börn Ólafar og Halldórs eru: 1) Þorgerður Elín, f. 26. mars 1943, gift Gísla Jóni Gísla- syni, f. 26. mars 1936, d. 6. des- ember 2006, (þau skildu). Börn gift Hallvarði Hans Gylfasyni, f. 1975, þau eiga tvö börn saman, Hallvarður á einnig son. b) Inga Hlín, f. 1979. 4) Ragnheiður Guðrún, f. 3. október 1953, gift Vilhjálmi Gunnarssyni, f. 15. nóvember 1955, dætur þeirra eru: a) Katrín Lára, f. 1979, gift Sverri Erni Valdimarssyni, f. 1974, þau eiga tvo syni. b) Helga Júlía, f. 1984, sambýlis- maður hennar er Hreinn Bern- harðsson, f. 1984. Ólöf ólst upp í húsinu Skuld á Hellissandi hjá móður sinni og tveim eldri systrum en faðir þeirra fórst með vélbátnum Rask frá Ísafirði haustið 1924, nafn hans er skráð á minning- aröldurnar við Fossvogskirkju. Einnig voru á heimilinu Þor- varður bróðir Katrínar og Ragnheiður móðir þeirra. Ólöf gekk í Barnaskóla Hellissands, í kvöldskóla að honum loknum og síðar í Ingimarsskóla í Reykja- vík. Ólöf og Halldór byrjuðu sinn búskap á Hellissandi árið 1941 á Bjargi, húsi foreldra Halldórs. Árið 1944 keyptu þau húsið Ásbyrgi sem þau bjuggu í til ársins 1978 þegar þau fluttu til Reykjavíkur. Ólöf söng í kirkjukór Ingjaldshólskirkju frá unglingsárum. Áhugamálin voru ýmis, má þar nefna ferða- lög innanlands, veiði í ám og vötnum og síðar Spánarferðir. Ólöf verður jarðsungin frá Ingjaldshólskirkju í dag, 26. febrúar 2011, og hefst athöfnin kl. 12. þeirra eru: a) Hall- dór, f. 1965, kvænt- ur Carolinu Lasa- dio Alquino, f. 1976, þau eiga einn son. b) Kristín Geirþrúður, f. 1970, sambýlis- maður hennar var Elías Kristjánsson, f. 1966, d. 1997, þau eiga tvö börn saman, Kristín á einnig dóttur. c) Elín Jóna, f. 3. október 1974, sambýlismaður hennar er Paul Hebdige, f. 1958. 2) Jóhann Þór, f. 6. maí 1949, kvæntur Þórlaugu Arn- steinsdóttur, f. 2. október 1950. Dóttir Jóhanns og Ingibjargar Þórunnar Aðalsteinsdóttur er Guðrún Aldís, f. 1970, gift Jó- hanni Gísla Jóhannssyni, f. 1968, þau eiga þrjú börn. Dætur Jóhanns og Þórlaugar eru: a) Halla, f. 1973, gift Richard McLean, f. 1971, þau eiga þrjá syni. b) Arnheiður, f. 1975, gift Þorberg Þórði Þorbergssyni, f. 1976, þau eiga fjögur börn sam- an, Arnheiður átti áður son. c) Ólöf, f. 1975. Hún á tvo syni. 3) Hafdís, f. 21. júní 1951, gift Páli Pálssyni, f. 16. apríl 1950, dætur þeirra eru: a) Lóa Dögg, f. 1972, Elsku amma mín, ég kallaði þig alltaf ömmu í Gautó, enda bjóst þú í Gautlandinu í Reykjavík frá því ég fæddist. Þar voru öll árin, jólaboð á jóladag með heita súkkulaðinu í fína bollastellinu þínu. Aldrei lést þú deigan síga og hélst síðasta boðið núna um þessi jól. Þú varst alltaf svo kát og við áttum oft gott spjall í eldhúsinu þínu síðustu árin þar sem þú spurðir mig ávallt hvenær ég færi næst til útlanda. Þér þótti afar vænt um þegar við barnabörnin sendum þér póstkort frá útlönd- um og þau voru ófá kortin sem þú fékkst frá mér. Við ferðuðumst líka mikið saman þegar ég var yngri. Ég fór til dæmis í mína fyrstu sólarlandaferð 7 ára göm- ul, með þér og afa, mömmu og pabba og Lóu Dögg systur nöfnu þinnar. Þær ferðir urðu síðan margar næstu árin og á ég góðar minningar frá þeim. Skemmtileg- ar ferðir innanlands eru líka minnisstæðar s.s. berjaferðirnar á haustin vestur á Snæfellsnes. Krækiberin voru þín uppáhalds- ber en við hin tíndum aðalbláber- in. Helst vildir þú vera í hrauninu að tína þegar sá tími ársins var. Ætli við mamma höfum ekki erft þennan áhuga á berjatínslu beint frá þér. Þú hafðir gaman af því að ganga og líklega má þakka það þinni góðu heilsu langt fram eftir. Útiveran skipti þig máli og það var ósjaldan sem ég heyrði þig tala við trén og blómin. Þú varst líka mikið fyrir það að hafa þig vel til. Fastir liðir voru skartgripir, klútar, pils og já sólgleraugu sem ég man varla eftir því að hafa séð þig án. Þú varst afar mikil handverks- kona, skarst listavel út, málaðir, prjónaðir og varst í keramík. Það eru margir fallegir hlutir sem þú skilur eftir þig og fá að njóta sín hjá okkur fjölskyldunni. Með söknuð í hjarta og þakklæti minn- ist ég þín og veit að afi tekur vel á móti þér. Þú sofnað hefur síðsta blund í sælli von um endurfund, nú englar Drottins undurhljótt þér yfir vaki – sofðu rótt. (Aðalbjörg Magnúsdóttir.) Guð geymi þig. Inga Hlín Pálsdóttir. Elsku amma Lóa er nú farin. Nú þegar komið er að kveðju- stund hrannast upp minningar tengdar henni. Ég man fyrst eftir henni í Ásbyrgi á Hellissandi þar sem þau afi bjuggu stóran hluta ævi sinnar. Mér fannst mikið æv- intýri að koma þangað enda mikið nýtt að sjá fyrir borgarbarn í sjávarþorpi. Flestar minningar tengdar ömmu Lóu á ég þó úr Gautlandinu þar sem þau afi áttu heima eftir að þau fluttu til Reykjavíkur. Amma var mikill sóldýrkandi og þegar maður kom í Gautlandið á sólbjörtum degi var hún búin að galopna út á sval- ir, komin í sólbað og búin að bera á sig sólarolíu. Það var heldur engin hindrun fyrir hana ömmu eftir að afi lést að fara ein út til Spánar í sólina enda var hún dug- leg að eignast vini þar, bæði ís- lenska og spænska. Það var gam- an að koma til ömmu og afa í hjólhýsið sem þau höfðu staðsett á Skógarströnd á Snæfellsnesinu. Ég man líka eftir veiðiferðunum í Hlíðarvatni og einnig berjatínsl- unni undir jökli. Þrátt fyrir að amma væri kom- in á efri ár þá var það engin hindr- un hjá henni að fara í göngutúra, ég var alltaf jafn hissa þegar hún sagði mér hvað hún væri búin að fara í langan göngutúr yfir dag- inn. Ömmu var margt til lista lagt og á ég hluti eftir hana sem mér þykir afar vænt um. Hafdís Huld er líka afar ánægð með öll dúkku- fötin sem hún prjónaði handa henni. Það er skrýtið að hugsa til þess að miðpunktur fjölskyldunnar, sem heimili ömmu var, skuli vera horfinn og nú verður ekkert jóla- boð hjá ömmu í Gautó þar sem ættingjarnir voru vanir að hittast. Með hlýhug og kærleika kveð ég þig, elsku amma mín. Guð geymi þig. Þín, Lóa Dögg Pálsdóttir. Í dag kveðjum við ömmu Lóu. Amma var lífsglöð, hláturmild og alltaf með bros á vör. Hún var náttúrubarn, alin upp á Hellis- sandi og áttu Snæfellsnesið og jökullinn sérstakan stað í huga hennar. Amma var stór hluti af fjölskyldunni og fylgdist af áhuga með fólkinu sínu. Það var alltaf gott að koma til hennar í Gaut- landið enda var hún mikil fé- lagsvera og þótti gaman að hafa fólk í kringum sig. Amma var dugleg að ganga og gekk mikið um Fossvogsdalinn, oftast í hælaskóm með bleikan varalit. Hún hafði óskaplega gam- an af ferðalögum og ferðaðist mikið um landið með afa. Amma átti sér þann sið að hlaða litlar vörður og liggja þær eins og minnisvarðar um hana hér og þar. Skógarströndin var hennar stað- ur og þangað var hún alltaf til í að skreppa. „Eigum við að koma út á Skógarströnd“ átti hún til að segja á góðum dögum eða „Eig- um við að koma út á Snæfellsnes“. Skemmtilegast var að fara með ömmu á sumrin í berjamó. Þá var hún í essinu sínu og sagði okkur sögur af fólki og hvernig lífið var þegar hún var ung. Það var unun að fylgjast með henni veltast um berjabrekkurnar og koma síðust allra með fullar fötur af berjum. Við munum minnast ömmu í sum- ar og á komandi árum þegar við skreppum út á nes á hennar staði, veiða í vötnunum hennar og afa, hlaða vörðu, tína ber undir jökli og koma svo við á Skógarströnd- inni. Með þakklæti og söknuði kveðjum við þig, elsku amma. Við munum gleðjast saman yfir öllum þeim ótal minningum sem þú gafst okkur. Þínar, Katrín og Helga Júlía. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Þegar ég minnist ömmu kemur margt upp í hugann. Fyrstu minningarnar eru síðan ég var lít- il stelpa í Hrísey og amma og afi eyddu sumrunum þar við trilluút- gerð. Síðustu minningarnar eru úr Gautlandinu, sitjandi við eld- húsborðið að spjalla og amma að prjóna. Við amma gátum spjallað um heima og geima. Við áttum það sameiginlegt að hafa mikið dálæti á berjum og geta rætt þau fram og til baka. Amma gladdist mjög þegar henni voru færð ber, sérstaklega ef þau voru tínd vest- ur á Snæfellsnesi þar sem stærstu og bestu berin voru að hennar mati. Tengsl ömmu við Snæfellsnesið, þar sem hún bjó að mestu til ársins 1978 voru sterk og skipaði Snæfellsjökull sérstak- an sess í hjarta hennar. Naglalökk, varalitir, perlur og gull koma upp í hugann þegar ég hugsa um ömmu og gat hún ekki án þess verið. Hún lagði sig alla tíð fram við að vera vel til fara og tókst vel til í þeim efnum. Skipti þá engu hvort hún var á leið í veislu, kirkju eða berjamó. Amma var skemmtileg kona og vel með á nótunum fram á síðasta dag. Það veitti henni mikla ánægju að hitta börnin sín, barnabörn og barna- barnabörn og fylgjast með lífi þeirra. Alltaf spurði hún um strákana mína þegar ég kom til hennar og hafði hún orð á því ef henni fannst orðið langt síðan hún sá þá. Ég var svo lánsöm að búa í nágrenni ömmu undanfarin ár og geta heimsótt hana reglulega. Ég á eftir að sakna þessara stunda, þær hafa gefið mér mikið og minnist ég þeirra með þakklæti og gleði. Hvíldu í friði, elsku amma. Ólöf Jóhannsdóttir. Fyrstu minningarnar um ömmu í Reykjavík, eins og við systur kölluðum hana, eru frá heimsóknum okkar í Gautlandið. Þar nutum við þess að hitta ömmu og afa, skreppa í Grímsbæ og hlusta á umferðarniðinn frá Bústaðaveginum á kvöldin þegar við fórum að sofa, allt ævintýri í mínum huga. Við áttum einnig góða daga með ömmu og afa í hjólhýsinu þeirra við Breiðaból- stað á Skógarströnd umkringd friðsælli náttúrunni sem þau unnu svo mjög. Amma og afi komu til Hríseyj- ar á sumrin þar sem þau dvöldu hjá okkur. Við fengum að veiða með þeim og kíkja niður á bryggju þegar komið var í land með aflann. Amma gaf sér góðan tíma við hekl þar sem hún heklaði með okkur föt á dúkkur af öllum stærðum og gerðum. Dúkkufötin vekja enn í dag góðar minningar, ekki aðeins hjá mér heldur hjá börnunum mínum sem hafa síð- ustu árin fengið óteljandi send- ingar af fallegum hlutum á sig og dúkkurnar. Allir þessir hlutir bera með sér alúðina og glæsi- leikann sem einkenndi ömmu. Amma var opin, með sól í hjarta og ávallt glaðværð í kringum hana. Hún gerði sér far um að spjalla við fólk hvar sem hún kom og kynntist þannig fjölmörgum, ekki síst á ferðalögum sínum. Alltaf spurði hún frétta af vinum og kunningjum þegar við hitt- umst og hafði hún einlægan áhuga á lífi og störfum allra þeirra sem hún kynntist á lífsleið- inni. Í síðustu heimsókn minni sýndi amma mér altarisbænina sína sem hún fór með í fermingu sinni árið 1936 í Ingjaldshólskirkju. Bænina hafði hún nærri sér allt sitt líf, þessi orð voru henni leið- arljós: Jesús sagði: Hjarta yðar skelfist ekki. Trúið á Guð og trúið á mig. (Jóh.14.1) Nú hefur Jesús búið ömmu stað hjá sér og tekið hana aftur til sín. Við sem eftir stöndum förum eftir því sem amma bað um, grátum ekki þegar hún er farin heldur þökkum fyrir gott og hamingjuríkt líf sem við fengum að njóta með henni. Arnheiður Jóhannsdóttir. Heiðurskonan Ólöf Jóhanns- dóttir er fallin frá. Okkur langar með fáeinum orðum að minnast hennar. Hún bar með sér glæsi- leika hvert sem hún fór. Þegar ég, nýflutt á Hellissand, fór að syngja í kór Ingjaldshólskirkju upp úr 1960 var hún þar og hafði verið allt frá unglingsárum. Við sung- um saman í kórnum þar til þau hjón tóku sig upp og fluttu til Reykjavíkur 1978. Einnig minn- umst við hennar sem eins af stofnfélögum slysavarna- deildarinnar Helgu Bárðardóttur en þar sat hún í stjórn við stofnun og nokkur ár þar á eftir. Þetta fé- lag var henni ávallt mjög kært. Einnig starfaði Lóa í kvenfélag- inu á Hellissandi. Hún og maður hennar Halldór Benediktsson sem lést fyrir um það bil 18 árum bjuggu í húsi sínu Ásbyrgi við Keflavíkurgötu á Hellissandi, sömu götu og við hóf- um búskap við. Það er mikið lán fyrir lítil byggðarlög að eiga svo trausta og ábyggilega þegna sem þau, enda gegndu þau ýmsum trúnaðar- og ábyrgðarstörfum hér í sinni heimabyggð. Við vor- um svo lánsöm að fá dóttur þeirra hjóna, Hafdísi, til að gæta elstu drengjanna okkar. Hjá henni voru þeir í traustum höndum. Þetta var fyrir tíma leikskóla eða annarrar opinberrar barnagæslu og því kærkomið að fá ábyggileg- an ungling til að gæta barna úti við yfir sumarið. Hin trausta vinátta þeirra hjóna var okkur mikils virði. Með- an þau bjuggu á Hellissandi voru ófáar veiðiferðirnar farnar í félagi við þau. Oft voru börnin okkar með í för, ekki ömuðust þau við því þótt auðvitað heyrðist oft í þeim og líf væri í tuskunum, þeirra börn orðin uppkomin og því ekki með. Þessar ferðir eru okkur ógleymanlegar og hve samrýmd þau voru í veiðinni, hún fylgdi bónda sínum eftir frá morgni til kvölds við árnar eða vötnin. Áhuginn og gleðin við veiðina og veruna úti í náttúrunni leyndi sér ekki. Eftir að þau fluttu til Reykja- víkur varð vík milli vina en þráð- urinn slitnaði þó ekki. Tryggð hennar við æskuslóðirnar vissum við um og sannaðist hún best er hún valdi að kveðja héðan frá Ingjaldshólskirkju. Blessuð sé minning hennar. Fjölskyldu hennar vottum við innilega sam- úð. Auður og Smári. Ólöf P. Jóhannsdóttir likkistur.is Íslenskar kistur og krossar. Hagstæð verð. Sími 892 4605 HJARTAVERND Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 Útfararþjónusta Davíðs Ósvaldssonar ehf Davíð Ósvaldsson Útfararstjóri S. 896 8284 / 551 3485 Óli Pétur Friðþjófsson Útfararstjóri S. 892 8947 ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ELFAR BERG SIGURÐSSON hljómlistarmaður og fyrrv. kaupmaður, Efstakoti 6, Álftanesi, lést á Landspítalanum föstudaginn 18. febrúar. Útförin fer fram frá Víðistaðakirkju mánudaginn 28. febrúar kl. 13.00. Guðfinna Sigurbjörnsdóttir, Unnur Berg Elfarsdóttir, Guðgeir Magnússon, Bjarni Berg Elfarsson, Berglind Libungan, Ylfa Berg Bjarnadóttir og Birna Berg Bjarnadóttir. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓNA LAUFEY HALLGRÍMSDÓTTIR, Eyja, Heiðargerði 27, Reykjavík, lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund fimmtudaginn 24. febrúar. Útförin fer fram frá Grensáskirkju miðvikudaginn 2. mars kl. 11.00. Margrét Þóra Guðmundsdóttir, Ólafur Þór Sigurvinsson, Kristján Guðmundsson, Margrét Jóhannsdóttir, Ásta Vilhelmína Guðmundsdóttir, Ásgeir Sigurvinsson og fjölskyldur. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, DAGBJÖRT GUÐMUNDSDÓTTIR, Hólmgarði 25, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi sunnudaginn 20. febrúar. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 3. mars kl. 13.00. Jóhanna Jóhannesdóttir, Þóra Björt Sveinsdóttir, Andri Berg Haraldsson, Jóhannes Berg Andrason, Tómas Berg Andrason, Þorsteinn Jóhannesson, Ólöf Erlingsdóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir, Guðmundur Vignir Sigurðsson, Steinunn S. Kristjánsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.