Morgunblaðið - 26.02.2011, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 26.02.2011, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. FEBRÚAR 2011 Helgi Björns syngur Hauk Morthens Trommur Einar Valur Scheving Bassi Róbert Þórhallsson Gítar Stefán Már Magnússon Píanó Kjartan Valdimarsson Bakraddir Erna Hrönn Ólafsdóttir Rósa Guðrún Sveinsdóttir Stefán Örn Gunnlaugsson Salurinn Kópavogur, Hamraborg 6 Miðapantarnir í síma 570 0400 og á miði.is ÍS LE N SK A /S IA .I S /I S L 51 82 2 10 /1 0 Vegna mikillar aðsóknar og fjölda áskorana hefur verið bætt við aukatónleikum í allra síðasta sinn föstudaginn 4. mars kl. 20:30. Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Öryrkjar eru viðkvæmur, fjölbreytt- ur hópur við mörk fátæktar, sem býr við erfiðar félagslegar og fjárhags- legar aðstæður og þarf að takast á við fordóma og neikvæða og meiðandi opinbera umræðu. Þetta eru nokkrar af niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem framkvæmd var á tímabilinu maí til desember 2010 og byggðist aðallega á þátttöku- athugunum og viðtölum við öryrkja. Rannsóknin var unnin í tilefni af Evrópuári gegn fátækt og félagslegri einangrun, af Rannsóknarsetri í fötl- unarfræðum við Háskóla Íslands og í samstarfi við Öryrkjabandalag Ís- lands. Neikvæð umfjöllun Tilgangur rannsóknarinnar var m.a. sá að kanna málefni öryrkja út frá þeirra eigin sjónarhóli en í ljós kom að mikið ósamræmi er milli þess raunveruleika sem öryrkjar búa við og þess hvernig fjallað er um þá í op- inberri umræðu, m.a. í fjölmiðlum. Flestir viðmælendanna lýstu því sem erfiðri reynslu að fá örorkumat, enda margir þeirra á miðjum aldri og búnir að vera lengi á vinnumarkaði. Enn fremur er í niðurstöðum rann- sóknarinnar bent á að ólíkt því sem margir virðast halda er örorka ekki algengari hér á landi en í nágranna- löndunum, né heldur fjölgar öryrkj- um hraðar hér en annars staðar. Ein af þeim úrbótum sem lagðar eru til í drögum að rannsóknarskýrslunni er að leiðrétta ranga, villandi og nei- kvæða umfjöllun um málefni öryrkja. Eiga ekkert aflögu Helsta orsök örorku er geðraskan- ir, um 37% tilfella, en næstalgeng- asta orsökin er stoðkerfissjúkdómar, um 28% tilfella. En auk þess að þurfa að berjast við sjúkdóma lifa fjöl- margir öryrkjar við fátæktarmörk, þ.e. ekkert má útaf bera til að endar nái ekki lengur saman; á meðan húsaleiga og matvara hafa hækkað um 30% hafa örorkubæturnar staðið í stað. Viðmælendur lýstu því hvernig fjárhagsáhyggjur höfðu neikvæð áhrif á félagsleg tengsl og leiddu til óöryggis, streitu og kvíða. Fram kemur í rannsókninni að kreppan hefur haft sérstaklega slæm áhrif á þann hóp sem þjáist af geðröskunum en auk almennra fjárhagsáhyggna hefur neikvæð umræða, reiði og von- leysi reynst honum erfitt. Margir þátttakendur rannsóknar- innar sögðu mikilvægt að geta lagt fyrir, til að eiga fyrir óvæntum út- gjöldum. Áður fyrr hefðu stundum nokkrir þúsundkallar orðið afgangs en núna ættu þeir ekkert aflögu. Viðkvæmur hópur við mörk fátæktar  Ný rannsókn um málefni öryrkja Morgunblaðið/Golli Fátækt Hjá fjölmörgum öryrkjum má ekkert út af bera fjárhagslega og fáir geta lagt peninga til hliðar. Niðurstöður rannsóknarinnar voru kynntar á málþinginu „Dag- legt líf, afkoma og aðstæður ör- yrkja“ í gær. Þar fjallaði m.a. Knútur Birgisson um fjölskyldur öryrkja. „Tekjur fólks eru það lágar að það eru dæmi um að börn hrein- lega fái ekki að borða, þótt for- eldrarnir láti þau auðvitað ganga fyrir,“ segir Knútur. Hann segir mörg dæmi þess að fólk hafi ekki efni á að fara til tannlæknis né greiða fyrir tómstundir fyrir börnin. Erfiðastar séu þó e.t.v. sálrænar afleiðingar pen- ingaskortsins. „Heimilin þurfa að takast á við rifrildi, skilnaði og slíkt. Og sumt fólk er með geðraskanir eða þunglyndi þannig að það getur ekki séð um börnin.“ Hlut- fallslega mörg börn viðmælenda reyndust vera greind með ADHD. Erfiðar aðstæður BITNAR Á BÖRNUNUM Samstaða er hjá ríkislögreglu- stjóra, sérstökum saksóknara og ríkissaksóknara um að sameina efnahagsbrotadeild og embætti sérstaks saksóknara. Innanríkis- ráðherra áformar að sameina emb- ættin. Í frétt frá ríkislögreglustjóra segir að um árabil hafi verið bent á að móta þurfi framtíðarfyrirkomu- lag rannsókna og ákærumeðferðar í skatta- og efnahagsbrotamálum Ögmundur Jónasson, innanríkis- ráðherra, kynnti ríkisstjórninni í gær áform sín um sameiningu embættanna tveggja. Í frétt á vef ráðuneytisins segir að sameiningin sé liður í undirbúningi að frekari nýskipan á rannsókn og saksókn vegna fjármuna- og efnahagsbrota. Ennfremur kemur fram að rann- sóknum og ákærumeðferð fjár- muna- og efnahagsbrota sé nú sinnt hjá mörgum stofnunum. Þyki núverandi skipan flókin, ógegnsæ og ónákvæm auk þess sem mikil hætta sé á tvíverknaði. Efnhags- og fjármunabrot sæti nú rannsókn og ákærumeðferð að einhverju eða öllu leyti hjá eftirtöldum stofnun- um: efnahagsbrotadeild ríkislög- reglustjóra, embætti sérstaks sak- sóknara, lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu, skattrann- sóknarstjóra, tollstjóra, Fjármála- eftirlitinu, Samkeppniseftirlitinu og ríkissaksóknara. Með sameiningu rannsókna fjár- muna- og efnahagsbrota í eina efnahagsbrotarannsóknarstofnun og með einfaldara ferli rannsóknar og málsmeðferðar aukist skilvirkni rannsókna, sem stuðlað geti að bættri nýtingu fjármuna og margs konar samlegðaráhrifum. Jafn- framt aukist fagleg geta til rann- sókna á brotastarfsemi með öfl- ugum þverfaglegum hópi sérfræðinga. Sameinast um rannsóknir efna- hagsbrota Efnahagsbrot » Fyrirkomulagið sem horft er til á sér hliðstæðu í Noregi. » Sameining liður í undirbún- ingi að frekari nýskipan á rann- sókn og saksókn vegna fjár- muna- og efnahagsbrota.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.