Morgunblaðið - 26.02.2011, Blaðsíða 1
L A U G A R D A G U R 2 6. F E B R Ú A R 2 0 1 1
Stofnað 1913 48. tölublað 99. árgangur
INGÓ GEIRDAL
SÝNIR OG KENNIR
TÖFRABRÖGÐ
ORKA OG
FLÆÐI
Í DANSINUM
RETRO STEFSON
Á FERÐINNI
Í ÞÝSKALANDI
SUNNUDAGSMOGGINN SAMNINGUR 46HÓKUS PÓKUS 10
Morgunblaðið/Golli
Í haust Kosið til stjórnlagaþings.
Í skoskri skýrslu um framkvæmd
fyrstu rafrænu talningarinnar í
þing- og sveitarstjórnarkosningum í
Skotlandi árið 2007 eru tíundaðir
ýmsir annmarkar sem Hæstiréttur
gerði athugasemd við vegna kosn-
inga til stjórnlagaþings í haust. Á
vef stjórnlagaþings kemur þó fram
að í „lögum um stjórnlagaþing [sé]
höfð hliðsjón af kosningakerfinu í
Skotlandi“.
Í skosku skýrslunni eru bæði
gerðar athugasemdir við að ekki
mátti brjóta kjörseðlana saman og
að kjörkassar hafi verið lélegir.
Ástráður Haraldsson, fyrrverandi
formaður landskjörstjórnar, og Jó-
hann P. Malmquist, sem tók við sem
tæknilegur ráðgjafi vegna kosning-
anna af Þorkatli Helgasyni, höfðu
ekki séð skosku skýrsluna. Þorkell
taldi hana ekki leiða í ljós neina mik-
ilvæga hluti varðandi talninguna.
Ögmundur andvígur ráði
Ögmundur Jónasson lýsti í gær
yfir að hann væri andvígur því að
Alþingi skipaði stjórnlagaráð í stað
stjórnlagaþings en um þetta mál eru
skiptar skoðanir innan VG. Hið
sama á við um Framsóknarflokkinn
því Sigmundur Davíð Gunn-
laugsson, formaður Framsóknar,
kveðst fylgjandi uppkosningu í
haust en flokksbróðir hans, Hösk-
uldur Þórhallsson, á sæti í samráðs-
nefnd sem lagði til að skipað yrði
stjórnlagaráð. »22
Lærðu
ekki af
Skotum
Svipuð mistök við
kosningar í Skotlandi
Meiri mengun á hvert kW
» Hvatamenn þess að álver
rísi í Helguvík hafa bent á, eftir
að ákvörðun um kísilver í
Helguvík var kynnt, að kísilver
mengi mun meira en álver á
hverja kílóvattstund.
» Áætlanir gera ráð fyrir að
yfir 2000 störf yrðu til í ál-
verinu.
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Þótt Norðurál hafi handbært fé til
fjárfestinga í álveri í Helguvík upp
á 304 milljónir dollara, eða sem
svarar 36 milljörðum króna, er
framtíð verkefnisins í Helguvík í
fullkominni óvissu, samkvæmt upp-
lýsingum Morgunblaðsins.
Norðurál, dótturfélag Century,
hefur þegar lagt um 17 milljarða
króna í verkefnið, en eins og kunn-
ugt er hefur ekki tekist að ljúka raf-
orkusölusamningum við Orkuveitu
Reykjavíkur og HS orku, sem
Magma Energy á 98,5% hlut í.
Norðurál vísaði ágreiningi sínum
við HS orku vegna raforkusamn-
inga í sænskan gerðardóm, sem
kemur saman hér á landi í lok maí.
Ekki er búist við niðurstöðu gerð-
ardómsins fyrr en líða tekur á sum-
ar.
Þetta kemur fram í fréttaskýr-
ingu í Sunnudagsmogganum í dag.
Þar kemur fram að meiri svartsýni
en bjartsýni gætir meðal viðmæl-
enda blaðsins um framtíð verkefn-
isins.
HS orka undirbýr nú stjórnsýslu-
kæru til iðnaðarráðherra vegna
harðra skilyrða sem Orkustofnun
setti við veitingu virkjanaleyfis á
Reykjanesi.
2,5 milljarða kostnaður
HS orka telur að skilyrði Orku-
stofnunar þýði allt að tveggja og
hálfs árs seinkun á framkvæmdum
og kostnaðarauka upp á 2,5 millj-
arða króna.
Tilbúnir með 36 milljarða
Svartsýni um að álver Norðuráls í Helguvík rísi Kísilver mengar meira
HS orka undirbýr stjórnsýslukæru vegna virkjanaleyfis Tefst um 2 1⁄2 ár
Morgunblaðið/Jim Smart
Nýir Íslendingar Innflytjendum af
annarri kynslóð fer fjölgandi.
Una Sighvatsdóttir
una@mbl.is
„Ég borga líka skatta og legg mitt
til samfélagsins. Útlendingar eru
engin ógn, við vinnum öll saman
að því að ná Íslandi út úr þessari
kreppu sem það er í núna,“ segir
Liene Alekse sem er frá Lettlandi
en hefur búið á Íslandi meira og
minna frá 19 ára aldri.
Innflytjendur og afkomendur
þeirra eru orðnir rótgróinn hluti
af íslensku samfélagi, þótt saga
innflytjenda sé styttri hér á landi
en í nágrannalöndunum. Í dag eru
innflytjendur 26.171 talsins eða
8,2% landsmanna en voru aðeins
2,1% landsmanna árið 1996.
„Ísland er orðið fjölmenning-
arsamfélag. Það er ekki einsleitt
eins og það var fyrir 10 árum, þótt
fólk haldi það kannski ennþá,“
segir Joanna Ewa Dominiczak,
formaður Samtaka kvenna af er-
lendum uppruna. Hún segir jafn-
framt að þegar kreppan skall á
hafi mun færri snúið aftur til upp-
runalandsins en stjórnvöld hafi
búist við, enda samanstendur hóp-
urinn nú að miklu leyti af ungu
fjölskyldufólki með börn.
Þótt langstærsti hluti innflytj-
enda hér sé frá Póllandi, eða
38,4%, þá eru nýir Íslendingar úr
öllum heimshornum. Morg-
unblaðið mun á næstu dögum
fjalla um stöðu innflytjenda á Ís-
landi, atvinnuleysi þeirra á meðal
sem og reynslu þeirra af íslensku
samfélagi og hvernig þeim er gert
kleift að samlagast því. »18 og 19
Vilja búa hér þrátt fyrir kreppu
Hlutfall innflytjenda í íslensku samfélagi hefur fjórfaldast frá árinu 1996
Hann yljaði tónleikagestum söngurinn hjá Ragn-
heiði Gröndal er hún steig á svið í aðalsal
Norðurpólsins á Seltjarnarnesi í gærkvöldi.
Tónlistarhátíðinni Bergen-Reykjavík-Nuuk
lauk þá á Norðurpólnum en hún hófst á fimmtu-
dag með sex hljómsveitum og tónlistarmönnum.
Dagskráin í gær hófst með því að Ragnheiður
og Þjóðlagasveitin léku fyrir gesti en síðan tóku
við sjö tónlistaratriði.
Vetrarsveifla á Norðurpólnum
Morgunblaðið/Ómar
Jón Tómas Ás-
mundsson flutn-
ingabílstjóri hef-
ur farið fjórar
ferðir með bú-
slóðir burtfluttra
Íslendinga frá
höfuðborgar-
svæðinu og heim
að dyrum á
Norðurlöndum.
Fimmta ferðin
verður eftir helgi og fleiri pantanir
bíða. Hann er í samkeppni við Sam-
skip og Eimskip og kvartar ekki.
„Það er óneitanlega kostur að hafa
sama flytjandann alla leið.“ »5
Ekur með búslóðir
til Norðurlanda
Bílstjóri Jón Tóm-
as við bílinn.