Morgunblaðið - 26.02.2011, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 26.02.2011, Blaðsíða 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. FEBRÚAR 2011 ✝ Bjarni Ara-son, fyrrver- andi héraðs- ráðunautur Borgarnesi, fædd- ist á Grýtubakka í Höfðahverfi 3. júlí 1921. Hann and- aðist á heimili sínu í Borgarnesi 20. febrúar 2011. Hann var sonur hjónanna Ara Bjarnasonar, bónda á Grýtu- bakka, Grýtubakkahreppi, f. 24. ágúst 1893, d. 11. mars 1965, og k.h. Sigríðar Árna- dóttur húsfreyju frá Gunn- arstöðum í Þistilfirði, f. 18. september 1896, d. 27. apríl 1941. Hann var næstelstur sjö systkina, þau eru, Elín, hús- freyja á Brún Reykjadal látin, Árni, bóndi á Helluvaði, Rangárvallasýslu, Arnbjörg, húsfreyja á Grýtubakka, Höfðahverfi, látin, Stein- grímur, verkfræðingur í Reykjavík, látinn, Snjólaug húsfreyja að Nesi í Grýtu- bakkahreppi, og Guðmundur, verkfræðingur í Kópavogi. Hinn 23. nóvember 1957 kvæntist Bjarni Kristínu Har- aldsdóttur frá Akureyri, f. 18. júní 1929. Kristín er dóttir hjónanna Haraldar Guð- mundssonar útgerðarmanns, f. 6. mars 1892, d. 10. júní 1958, og k.h. Jóhönnu Jóns- lauk búfræðikandídatspróf (B.Sc) frá sama skóla árið 1949. Bjarni fór til náms- dvalar í Danmörku árið 1949, í Bretlandi árið 1956 og til Noregs árið 1970. Bjarni var ráðunautur og fram- kvæmdastjóri Sambands naut- griparæktarfélaga Eyja- fjarðar árin 1950 til 1957. Þau hjónin fluttust síðan til Reykjavíkur og var Bjarni ráðunautur hjá Búnaðarfélagi Íslands árin 1957 til 1960. Þau fluttust síðan í Borgarfjörð þar sem hann starfaði sem héraðsráðunautur hjá Bún- aðarsambandi Borgarfjarðar frá 1960 til loka starfsævi sinnar. Hann var einnig fram- kvæmdastjóri Búnaðarsam- bandsins frá 1961. Hann starf- aði í kynbótanefnd Búnaðarfélags Íslands frá 1968 og var formaður stjórn- ar Rannsóknarstofnunar land- búnaðarins frá 1974. Hann var formaður jarðanefndar Mýrasýslu frá 1976 og í skóla- nefnd Bændaskólans á Hvann- eyri frá 1979. Bjarni var for- maður Þjóðvarnarflokks Íslands frá 1960 og formaður Sambands framsóknarfélag- anna í Vesturlandskjördæmi 1971-1975. Hann var í mið- stjórn Framsóknarflokksins frá 1971. Í yfirkjörstjórn Vesturlandskjördæmis frá 1971. Útför hans fer fram frá Borgarneskirkju í dag, 26. febrúar 2011, og hefst athöfn- in kl. 14. dóttur húsmóður, f. 14. ágúst 1895, d. 2. mars 1972. Systkini Kristínar voru Guðrún, Kjartan, Jón og Guðmundur. Þau eru öll látin. Börn Kristínar og Bjarna eru: 1) Haraldur, f. 14. ágúst 1958, læknir í Rochester, Minnesota, giftur Katrínu Frí- mannsdóttur matsfræðingi, þau eiga þrjú börn a) Bjarna, giftan Nicole Brooks, b) Krist- ínu, í sambúð með Adam Uhl og c) Karólínu. 2) Sigríður, f. 22. nóvember 1963, fjár- málaráðgjafi í Vest- mannaeyjum, var gift Karli Jóhanni Birgissyni húsasmiði, hann er látinn. Þau eiga tvö börn a) Kolbrúnu Stellu, í sambúð með Örlygi Gríms- syni, sonur þeirra er Karl Jó- hann, og b) Harald Ara, í sambúð með Ásu Jennýju Gunnarsdóttur. 3) Ari, f. 20. maí 1965, tannlæknir í Ólafs- vík, giftur Fanný Berit Svein- björnsdóttur ljósmóður, þau eiga þrjú börn a) Tinnu Björk, b) Brynju Aud og c) Bjarna. Bjarni stundaði nám við landbúnaðarskólann á Hvann- eyri og útskrifaðist sem bú- fræðingur árið 1943. Hann Hann Bjarni tengdafaðir minn var einstakur maður til orðs og æðis. Hann var fádæma bóngóður og einstaklega hlýr og notalegur maður. Um hann sagði Halldór E. Sigurðsson, fv. ráðherra, að hann væri vand- aðasti maður sem hann hefði kynnst og undir það get ég tek- ið heilshugar. Ég hitti hann og Kristínu fyrst í Borgarnesi sumarið 1976 þegar ég kom á puttanum frá Akureyri í Borg- arnes til að hitta frumburðinn þeirra. Unnustinn var ekki kominn heim frá því að hefla vegi Borgarfjarðar og gera þá ökufæra fyrir verslunarmanna- helgina og því sló hjartað ótt og títt af hræðslu þegar ég hringdi dyrabjöllunni á Þórólfsgötu 15 í fyrsta sinn. Mér var að sjálf- sögðu boðið til borðs enda „kaffitími“ og ég hefði svo sannarlega ekki þurft að óttast neitt því önnur eins gestrisin öðlingshjón eru vandfundin. Þau tóku mér afar vel frá fyrstu stundu og þótt við tengdafaðir minn höfum ekki alltaf verið sammála þá höfum við alltaf getað rætt málin og þótt hann hafi oft verið stífur og þver þá er ég náttúrlega ekkert betri og því hafa sam- ræðurnar oft verið heitar en aldrei persónulegar eða leiðin- legar. Persónulegt tal um náungann var eitur í hans bein- um og það var ósjaldan sem skipt var um umræðuefni, upp úr þurru að mér fannst, en þá var allajafna verið að ræða mál- in út frá sjónarhorni sem hon- um ekki hugnaðist og því snéri hann talinu að öðru. Bjarni hafði ótrúlega orku langt fram á níræðisaldur og ber garður- inn hans þess skýr merki, en lengi vel hafði ég tilbúin verk- efni fyrir hann þegar hann kom til okkar hingað vestur um haf. Eitt vorið þegar við áttum heima í Minneapolis hjálpaði hann mér að gera grænmet- isgarð þar sem í var ræktað allrahanda góðgæti og þegar við fluttum stóð til að endur- taka leikinn enda fannst okkur báðum grænmetisgarður ómiss- andi í tilverunni, en við áttum erfitt með að leysa vandamálið með dádýrin sem allt éta og því var ekki komið að framkvæmd- um þegar hann kvaddi. Græn- metisgarðurinn verður nú búinn til í minningu hans. Bjarni hafði gaman af því að segja sögur og einhver falleg- asta stund sem ég hef upplifað var kvöldið áður en dætur okk- ar kvöddu afa sinn í síðasta sinn fjórum dögum fyrir andlát- ið. Við sátum inni í stofu á Þór- ólfsgötunni þar sem sjúkrarúmi hafði verið komið fyrir. Kristín, Karólína og Tinna Björk héldu í hendurnar á afa sínum, ég sat og prjónaði, og við rifjuðum upp ýmsa atburði lífsins og afi hló og tók undir og sagði stutt- ar sögur svona eins og hann gat. Þegar kom að svefntíma hjá honum vildi hann ekki að við færum fram svo við ásamt Kristínu og Halla sátum lengur í rökkrinu og lásum, prjónuðum og hlustuðum á andardráttinn hans. Tengdafaðir minn dó eins og hann lifði; ákveðinn en yfirveg- aður. Hann sýndi ótrúlegt æðruleysi þessar tæpu þrjár vikur frá því hann veiktist og þar til hann dó og kvartaði aldrei en var alltaf tilbúinn að hugga okkur hin. Það er svo margt sem ég get lært af Bjarna og Kristínu og oft hef ég dáðst að þeim í gegnum þessi 35 ár, en aldrei eins mikið og síðustu vikurnar. Hafðu þökk fyrir allt, kæri Bjarni. Katrín. Elsku afi minn hefur kvatt þennan heim. Ég er svo þakklát fyrir að hafa átt þig sem afa elsku afi minn. Svo hlýr, góður og umhyggjusamur. Afi var mikill sögumaður og mjög fróð- ur og vissi að mér fannst allt. Þegar ég var barn þótti mér ekkert eins skemmtilegt og þegar afi sagði mér söguna af henni Búkollu. Enginn sagði söguna eins skemmtilega og afi, og áttum við margar góðar sögustundir í ömmu og afa holu á Þórólfsgötunni. Alla tíð hafð- irðu svo mikinn áhuga á okkur barnabörnunum og þá sérstak- lega þegar kom að námi okkar. Ég man hvað ég vildi alltaf hringja í þig og segja þér frá þegar einkunnir komu í hús og það gerði ég líka alla skóla- göngu mína. Þú varst alltaf svo stoltur. En ekkert gladdi mig meira en þegar þú varst við- staddur útskrift mína frá Há- skóla Íslands í júní á síðasta ári. Mér þótti svo vænt um að þú værir viðstaddur, því ég vissi að þú yrðir manna stolt- astur. Sá dagur er ómetanleg minning. Þrátt fyrir háan aldur varstu svo duglegur að tileinka þér all- ar nýjungar og þá helst sem við komu tölvu og hinum ýmsu tækjum. Það hélt þér svo ung- um og lifandi. Ég gleymi seint símtalinu sem ég fékk frá þér en þá varstu að prófa þig áfram á Skype, en þá vissi ég unga konan ekki einu sinni hvað það var. Þú varst sko flottasti afinn. Ég man ekki hvort ég sagði þér það einhvern tímann en skóla- systur mínar í kennaranáminu kölluðu þig afa Skype. Þar sem þú áttir það oft til að hringja í mig í gegnum Skype á meðan ég var að læra á það með stelp- unum. Þeim fannst þetta svo merkilegt að afi minn sem var að verða 90 ára væri með Skype og yfir höfuð tölvu og internetið. Gróðurhúsið var þinn sælu- staður sem og kjallarinn þar sem þú dundaðir þér tímunum saman við að skera út og smíða. Ég er svo lánsöm að eiga eftir þig fallega hluti sem mér þykir óendanlega vænt um. Ég á eftir að sakna þín svo mikið elsku afi. Sakna þess að heyra ekki röddina þína í sím- ann, ég hafði svo gaman af því þegar þú hringdir í mig bara til að spjalla og alltaf spurðiru um strákana mína, vinnuna mína og skólann hjá Kalla. Það verður tómlegt að koma á Þórólfsgöt- una núna en amma stendur sig eins og hetja og tekur vel á móti okkur eins og alltaf. Ég skal passa hana ömmu fyrir þig. Elsku afi minn ég kveð þig með miklum söknuði, ég á svo margar góðar minningar um þig og ég varðveiti allar þessar minningar í hjarta mínu, takk fyrir allt. Þín afastelpa, Kolbrún Stella. Í næstum hálfa öld hef ég notið vináttu og tryggðar Bjarna mágs míns, sem við kveðjum nú með djúpri virð- ingu og þakklæti. Það eru sér- stök forréttindi að hafa fengið að njóta samvista við hann svo lengi en hann átti tæpt hálft ár eftir til að ná níræðisafmælinu. Margs er að minnast eftir svo langa vináttu. Bjarni var gæfu- maður í sínu lífi, átti góðan lífs- förunaut í Kristínu sinni og mikið barnalán, sem best kom fram nú síðasta mánuðinn sem hann lá heima, umvafinn ástríki þeirra allra. Við Guðmundur fórum upp í Borgarnes að kveðja hann fyrir rúmri viku. Ljóst var að hverju dró. Hann lá í sjúkrarúmi í miðri stofunni heima, með fjöl- skylduna allt um kring. Hug- urinn var enn skýr þó málið væri orðið slappt. Hann spurði um börnin okkar og hvernig gengi hjá þeim. Sagði mér að ég ætti að reyna að fitna svolít- ið meira. Sagði okkur gaman- sögur af Framsóknarflokknum og sá eftir að geta ekki lokið við bók sem hann hafði fengið í jólagjöf um Möðruvallahreyf- inguna. Hann gladdist yfir að lokið væri að girða af gamla heimagrafreitinn á Grýtubakka og lagði á ráðin um hvernig þyrfti að grisja gömul tré og planta á ný í reitinn. Einnig minntist hann á lækinn fyrir neðan Grýtubakka þangað sem hann hafði farið á hverju sumri með veiðistöng til að rifja upp gömul kynni af lækjarniðnum og fuglasöngnum. Honum voru heimahagarnir hugleiknir. Ég minnist hans þó fyrst og fremst sem húsbóndans í Borg- arfirðinum sem naut þess að taka á móti gestum ásamt sinni góðu konu. Börnin okkar eru á líku reki og höfðu gaman af því að hittast, fyrst í Bæjarsveit- inni og seinna í Borgarnesi. Bjarni var mikill sögumaður og hafði gaman af að segja frá. Hann hafði ríka kímnigáfu og frábært minni. Oft hringdumst við á og tókum þá gjarnan póli- tíkina í gegn. Við vorum ekki alltaf sammála, en virtum skoð- anir hvort annars. Við Guðmundur þökkum all- ar þessar skemmtilegu stundir, alla alúðina og umhyggjuna og biðjum honum blessunar á nýrri vegferð. Ástvinum öllum vottum við dýpstu samúð. Sigrún mágkona. Meðal margra góðra manna sem ég hef kynnst og átt sam- leið með er Bjarni Arason einn þeirra mætustu. Ég sá hann fyrst við mælingar á jarðabót- um á vegum Búnaðarsambands Borgarfjarðar sumarið 1948. Þá var hann við nám í framhalds- deild Bændaskólans á Hvann- eyri meðal þeirra fyrstu sem útskrifuðust sem búfræðikandí- datar þaðan vorið 1949. Meginviðfangsefni hans, sem ráðunautur bænda, var naut- griparækt og réðst hann fyrst til starfa hjá Sambandi naut- griparæktarfélaga í Eyjafirði og síðar var hann nautgripa- ræktarráðunautur Búnaðar- félags Íslands um skeið. Bjarni fór til námsdvalar í Danmörku (1949), Bretlandi (1956) og síðar í Noregi (1970). Við Borgfirð- ingar áttum því láni að fagna að Bjarni var ráðinn til Búnaðar- sambands Borgarfjarðar árið 1960. Hann var framkvæmda- stjóri þess frá 1961 til ársins 1987 og frá 1988 í hlutarstarfi fyrst hjá Búnaðarsamtökum Vesturlands og síðar aftur hjá Búnaðarsambandi Borgarfjarð- ar. Á tíunda áratug síðustu ald- ar ritaði Bjarni sögu Búnaðar- sambandsins og marga fleiri þætti um búfjárrækt, hlunnindi og fleira í ritverkið Byggðir Borgarfjarðar sem Búnaðar- samband Borgarfjarðar gaf út. Bjarni var í forystusveit ráðu- nauta í nautgriparækt, starfaði í kynbótanefnd Búnaðarfélags Íslands og var um skeið stjórn- arformaður Rannsóknarstofn- unar landbúnaðarins. Hann var í stjórn Kaupfélags Borgfirð- inga og formaður þess um skeið. Fyrstu starfsár sín í Borgarfirði reistu Bjarni og Kristín íbúðarhúsið Laugateig í Bæjarsveit og bjuggu þar til 1969 er þau keyptu húsið Þór- ólfsgötu 15 í Borgarnesi í sam- vinnu við Búnaðarsambandið og fluttu þangað. Samstarf okkar Bjarna á vettvangi Búnaðar- sambandsins stóð um tuttugu ára skeið. Hann var traustur starfsmaður og til forystu fall- inn. Hélt vel utan um starfsemi Búnaðarsambandsins, sem var til húsa á neðri hæð heimilis hans í Borgarnesi til ársins 1985. Bjarni ávann sér traust þeirra sem til hans leituðu og áttu samskipti og samvinnu við hann. Hann var ávallt glaður og hafði oft gamanyrði á vörum, skrifaði góðan texta og borin var virðing fyrir áliti hans. Hann var margfróður um menn og málefni og ritaði margar greinar um fagleg málefni bænda og einnig um þjóðmál. Hann átti stærstan þátt í því að leiða starfsemi Búnaðarsam- bands Borgarfjarðar og Bún- aðarsamtaka Vesturlands svo farsællega sem kostur var á ár- unum 1960-1990. Ég þakka vin- áttu og hlýjar móttökur fyrr og síðar á heimili Bjarna og Krist- ínar og votta Kristínu og af- komendum þeirra innilega sam- úð. Bjarni Guðráðsson. Þitt starf var farsælt, hönd þín hlý og hógvær göfgi svipnum í. Þitt orð var heilt, þitt hjarta milt og hugardjúpið bjart og stillt. (Höf. ók.) Ég sit hér við gluggann minn og horfi yfir til Bjarna og Kristínar. Ég sé Bjarna fyrir mér, hann hefur slegið grasið, dyttað að húsinu sínu og sáð til allskyns grænmetis. Í hinsta sinn. Ég fyllist þakklæti. Þakk- læti til þeirra Bjarna og Krist- ínar fyrir að taka mér opnum örmum þegar ég flutti hingað í Borgarnes fyrir fimmtán árum. Þau voru að standsetja litla íbúð í kjallaranum sem var ætl- uð mér og var allt lagt til þann- ig að mér liði sem best hjá þeim. Ég var umvafin kærleika. Í minningunni er þessi litla hlý- lega íbúð sú besta og er enn talað um það í dag hversu vel okkur leið í kjallaranum. Þó svo að samgangurinn hafi ekki ver- ið mikill síðustu ár hefur hugs- unin til þeirra góðu hjóna verið til staðar og eiga þau alltaf sess í mínu hjarta. Við fjölskyldan sendum elsku Kristínu og fjölskyldunni allri styrk og hlýjar hugsanir. Helga Björk Bjarnadóttir. Bjarni Arason ✝ Jónas Bjarna-son fæddist á Héðinshöfða Tjör- nesi 17. mars 1932. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga 19. febrúar 2011. For- eldrar hans voru Hólmfríður Jón- asdóttir, húsmóðir, f. 20. maí 1895, d. 15. des. 1975, og Bjarni Stefánsson, bóndi á Héðinshöfða, f. 17. okt. 1884, d. 17. sept. 1968. Systkini Jón- asar: Ljótunn, Sigríður, Jón- ína, Bergljót og Bjarni. Á lífi ansdóttur, f. 23. jan. 1963, þau eiga þrjú börn og tvö barna- börn. Héðinn, f. 1. feb. 1964, býr á Héðinshöfða, kvæntur Sigríði H. Lárusdóttur, f. 5. mars 1967, þau eiga þrjár dæt- ur. Hólmfríður. f. 10. júní 1966, býr í Kópavogi, gift Bjarka Sigurðssyni, f. 28. júlí 1967, þau eiga tvær dætur, fyrir átti Hólmfríður einn son. Eiga þau eitt barnabarn. Val- gerður átti fyrir Guðrúnu Guð- mundsdóttur, f. 7. maí 1951, býr á Húsavík, gift Gísla Hall- dórssyni, f. 23. ágúst 1950, þau eiga þrjú börn og fimm barna- börn. Útför Jónasar fer fram frá Húsavíkurkirkju í dag, 26. febrúar 2011, og hefst athöfnin kl. 11. eru Bergljót og Bjarni. Hinn 25. júní 1960 kvæntist Jón- as Valgerði Jóns- dóttur frá Ysta- Hvammi í Aðaldal, f. 1. nóv. 1928. Foreldrar hennar voru Guðrún Gísla- dóttir húsmóðir og Jón Gunnlaugsson bóndi. Börn Jón- asar og Valgerðar eru Stefán, f. 26. des. 1960, býr á Héðins- höfða ókvæntur. Jónas, f. 26. júlí 1962, býr á Héðinshöfða, kvæntur Rósu G. Kjart- Það var við jarðarför eins ætt- ingja úr Þingeyjarsýslu sem kynni okkar Jónasar á Héðins- höfða frænda míns hófust, þrátt fyrir að ég vissi af tilvist ættingja minna úr þeirri sýslu. Faðir minn og hann voru systkinasyn- ir. Þar sem faðir minn var ein- birni hafði hann oft talað um að hann hefði mikla löngun til að taka upp kynni við frændfólk sitt. Það ætluðum við að gera feðginin, en faðir minn veiktist og lést skömmu síðar. Fljótlega eftir það fór ég ásamt manni mínum á slóðir þessara ættingja. Einn af þeim var Jónas Bjarna- son frá Héðinshöfða. Heimsótt- um við hann og var okkur afar vel tekið af honum og hans sóma- konu, Valgerði. Þær hlýju mót- tökur á þeirra fallega heimili urðu til þess að við litum ætíð inn hjá þeim hjónum er við áttum leið um þeirra slóðir. Þar nutum við ætíð mikillar gestrisni og al- úðar. Þá var setið og rætt um forfeður okkar, sveitina og þar var ég upplýst um frændfólk mitt úr móðurlegg föður míns frá Ingveldarstöðum í Kelduhverfi. Jónas fór með okkur í heimsókn til þriggja systkina frá þeim bæ sem ég hafði aldrei hitt en heyrt ömmu mína og föður tala mikið um í æsku. Eftir þá heimsókn hef ég haldið tengslum við þann legg. Fyrir það og vináttu við Jónas og Valgerði er ég frænda mínum ævarandi þakklát. Jónas ræktaði tengslin og heimsótti okkur er hann var staddur hér syðra. Jónas var fæddur og upp- alinn á Héðinshöfða, þar voru rætur hans. Honum var mjög umhugað um jörðina og arfleifð sína. Hann var gæfumaður að eignast Valgerði sem ól honum mannvænleg börn og skapaði þeim fallegt heimili með mynd- arskap sínum. Við hjónin vottum Valgerði, börnum, tengdabörnum og barnabörnum innilega samúð. Hafðu þökk fyrir vináttuna, kæri frændi. Blessuð sé minning þín. Hvar finnur þú betri og fegurri reit eða friðsælli stað en í íslenskri sveit með heiðloftið hreina og bjarta. Þú gleymir því ekki ef gengur þú hljótt út í glóbjarta sólstafa hásumarnótt við fjallanna falslausa hjarta. (Þorfinnur Jónsson, Ingveld- arstöðum.) Sólveig Helga Jón- asdóttir og Einar Long Siguroddsson. Jónas Bjarnason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.