Morgunblaðið - 26.02.2011, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 26.02.2011, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. FEBRÚAR 2011 BAKSVIÐ Gísli Baldur Gíslason gislibaldur@mbl.is Andlit miðborgar Reykjavíkur er smám saman að breytast. Á horni Lækjargötu og Austurstrætis rísa nú þrjú hús. Loksins, kunna ein- hverjir að segja, því framkvæmdir á reitnum hafa verið í bígerð síðan húsin þar brunnu svo eftirminnilega vorið 2007. Húsin eru öll í gömlum stíl og eru byggð eftir fyrirmynd forvera sinna á lóðinni. Austurstræti 22 hefur ver- ið endurgert sem stokkahús, eins og það var árið 1807. Húsið við Lækj- argötu 2 er eins og það var fyrir brunann, nema einni hæð hærra. Fyrir aftan þessi hús leynist svo Lækjargata 2a, sem er endurgerð Nýja bíós. Gríðarlega stór kjallari liggur undir öllum reitnum og teng- ir húsin saman. Framkvæmdin er á vegum Reykjavíkurborgar. „Þetta er mjög flókin fram- kvæmd,“ segir Pétur Einarsson, verkstjóri hjá Eykt. Hann segir staðsetninguna á reitnum, í hjarta miðborgarinnar, spila þar inn í. Á annan tug verktaka kemur að fram- kvæmdum á reitnum. Stefnt er að því að fram- kvæmdum verði lokið að mestu í byrjun maí. Þegar hefur verið ákveðið hvaða starfsemi verður í húsunum að hluta. Efstu hæðunum í Lækjargötu 2 og 2a hefur þó ekki enn verið ráðstafað. Mikil eftirspurn hefur verið eftir rýminu í nýju hús- unum, að sögn Kristínar Ein- arsdóttur, aðstoðarsviðsstjóra hjá Framkvæmda- og eignasviði borg- arinnar. Veitingastaðir og verslanir Á jarðhæð Lækjargötu 2 verða tvær verslanir starfræktar. Ferða- mannaverslunin Nordic Store verð- ur á horninu og þar við hliðina verð- ur skartgripaverslunin Leonard. Í stokkahúsinu við Austurstræti verð- ur veitingastaðurinn HaPP, sem sérhæfir sig í hollustumat. Í „Nýja bíói“ verður veitingastaður Hrefnu Sætran og Ágústs Reynissonar sem í dag reka Fiskmarkaðinn. Morgunblaðið/Kristinn Nýtt andlit miðborgar  Nýju húsin á horni Lækjargötu og Austurstrætis opnuð í byrjun maí Bogar Á jarðhæð og í kjallara Lækjargötu 2a verður veitingastaður Hrefnu Sætran og Ágústs Reynissonar. Styttist í opnun Þessa dagana er verið að leggja lokahönd á klæðningu Lækjargötu 2. Þegar því lýkur, sem er ætl- að að verði eftir nokkrar vikur, munu grænu girðingarnar sem umkringja húsið hverfa á brott. Bjartur salur Ekki hefur enn verið ákveðið hver mun leigja efstu hæð Nýja bíós af Reykjavíkurborg. MMeira á mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Nýtt útlit Götumyndin hefur breyst nokkuð upp á síðkastið. Útsýni yfir miðborgina Efsta hæð Lækjargötu 2 er hærri en áður og skartar nú svölum. Hæðinni hefur ekki verið ráðstafað enn, en ætlað er að þar verði einhvers konar atvinnustarfsemi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.