Morgunblaðið - 26.02.2011, Blaðsíða 37
MINNINGAR 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. FEBRÚAR 2011
✝ Leifur SteinarHalldórsson
fæddist í Stöðinni í
Ólafsvík 15. febr-
úar 1934. Hann
lést á heimili sínu í
Reykjavík 9. febr-
úar 2011. For-
eldrar hans voru
Halldór Friðgeir
Jónsson frá Arn-
arstapa, f. 1904, d.
1973, og Matt-
hildur Kristjánsdóttir frá Ólafs-
vík, f. 1903, d. 1962. Systkini
Leifs eru: Laufey f. 1923, d.
1925, Jón Steinn, f. 1926, Krist-
mundur, f. 1928, d. 1997, Pál-
ína, f. 1930, d. 2009, Kristín, f.
1938, Edda Sigurveig, f. 1942,
d. 2008, Bára, f. 1943, d. 2008,
Bylgja, f. 1943, Víkingur, f.
1947.
Eiginkona Leifs var Ragn-
heiður Þorgrímsdóttir, f. 20.
janúar 1936, d. 8. mars 1987.
Þau gengu í hjónaband 22. júní
Börn Gunnars frá fyrra hjóna-
bandi eru: Tryggvi Örn, f.
1989, Magnea, f. 1994. Sonur
Leifs og Unnar Long var Þórir,
f. 1955, d. 1973. Dóttir hans er
Þórunn Hildur, f. 1973. Eig-
inmaður hennar er Reynir
Árnason, f. 1970. Börn Þór-
unnar eru Dagur Snær, f. 1993
og Ída Margrét, f. 2002.
Leifur tók vélstjórnarrétt-
indi 1951 í Reykjavík og skip-
stjórnarréttindi frá Stýri-
mannaskólanum á Ísafirði
1958. Hann byrjaði sinn sjó-
mannsferil sem vélstjóri á bát-
um föður síns. Tók síðan við
skipstjórn og var skipstjóri í 25
ár, lengst af á Halldóri Jóns-
syni SH 217 sem var mikið
aflaskip og síðar á Steinunni
SH 167. Hann var farsæll í
störfum sínum til lands og sjáv-
ar og lagði heilmikið til sinnar
heimabyggðar með athafna-
semi sinni í útgerð og land-
vinnslu. Síðustu árin rak hann
fyrirtækin Klumbu í Ólafsvík
og Frostfisk í Þorlákshöfn
ásamt sonum sínum.
Útför Leifs verður gerð frá
Ólafsvíkurkirkju í dag, 26.
febrúar 2011, og hefst athöfnin
kl. 14.
1962. Börn þeirra
eru: 1) Matthildur
Soffía, f. 1962,
sambýlismaður
hennar er Ingólfur
Stefánsson, f. 1960.
Hans synir eru:
Haraldur, f. 1981,
Daníel, f. 1989. 2)
Þorgrímur, f. 1963,
eiginkona hans er
Guðlaug Stella
Brynjólfsdóttir, f.
1966. Börn þeirra: Ragnheiður,
f. 1987, Rögnvaldur, f. 1994,
Þorgrímur Goði, f, 2000. 3)
Steingrímur, f. 1966, eiginkona
hans er Margrét Gylfadóttir, f.
1969. Börn þeirra: Úlfur, f.
1993, Illugi, f. 1996, Ingibjörg,
f. 2002, Ragnheiður, f. 2002. 4)
Úlfhildur Áslaug f. 1972, eig-
inmaður hennar er Gunnar
Tryggvason, f. 1969. Börn
þeirra: Leifur Steinn, f. 2004,
Dýrleif Lára, f. 2006, Vésteinn,
f. 2009, Daníel Ernir, f. 2010.
Eitt sinn verða allir menn að
deyja, segir í fallegu dægurlagi.
Það er köld staðreynd sem við lif-
um við. Nú kveð ég elskulegan
föður minn sem var svo stór hluti
af mínu lífi. Hann var mér allt í
senn, faðir, móðir og besti vinur
minn. Ég hændist ung að honum
þar sem hann var sjómaður og oft
langdvölum í burtu. Það ríkti eft-
irvænting þegar báturinn kom að
landi og hann varð svo glaður að
finna okkur fjölskylduna sína á ný.
Þegar ég var 13 ára dó mamma
langt um aldur fram. Hún var föð-
ur okkar mikill harmdauði. Pabbi
lagði sig allan fram við að sinna
okkur sem best og hélt heimilinu í
anda móður okkar alla tíð.
Heim í Skipholt hefur alltaf
verið gott að koma og voru allir
ætíð aufúsugestir. Pabbi helgaði
sig því að búa börnum sínum gott
líf og fylgdi okkur fast eftir út í líf-
ið. Fjölskyldan var honum allt.
Síðustu árin var hann farinn að
ílengjast í Reykjavík til að geta
verið í kringum barnabörnin sem
hann hafði mikið yndi af. Hann
gerði fjölskylduna mjög sam-
heldna og var í nánu sambandi við
okkur öll.
Pabbi var yndislegur faðir,
hjartahlýr og traustur. Hann
veitti okkur skjól og var kletturinn
í lífi okkar. Það voru engin vanda-
mál í kring um Leif Halldórsson,
bara lausnir. Hann gaf okkur gott
veganesti út í lífið og var óspar á
heilræði okkur til handa. Þegar
við vorum börn lagði hann áherslu
á að við deildum með okkur. Mað-
ur á alltaf að gefa með sér, hamr-
aði hann á. Hann var athafnasam-
ur og gat ekki séð óunnin verk. „Á
morgun segir sá lati“ varð honum
oft að orði.
Pabbi var náttúruunnandi, lifði
og starfaði í einstöku umhverfi
Snæfellsness og vildi hvergi ann-
ars staðar vera. Hans ástríða var
veiði bæði á sjó og í ám. Á sumrin
stundaði hann stangveiði í Dölun-
um með vinum sínum og fjölskyld-
unni. Í þessum veiðiferðum átti
fjölskyldan sínar bestu stundir og
kærar minningar. Hann kenndi
okkur að veiða og það var stór-
kostlegt að vera með honum við
ána. Pabbi las ána eins og lófann á
sér, las í veðrabrigðin með innsæi
sínu og nálgaðist ána og umhverfi
hennar af mikilli virðingu. Hann
hafði náðargáfu til að veiða fisk.
Síðustu árin byggði hann sér
bústað við Skraumu, fallega á í
Dölunum, og fékk leyfi landeig-
enda til að rækta ána upp. Þau
verk sem þar sköpuðust voru hon-
um til mikillar ánægju. Hann var
aldrei verkefnalaus. Athafnamað-
ur fram á síðasta dag. Með lífs-
hlaupi sínu var pabbi okkur góð
fyrirmynd. Hann lærði svo lengi
sem hann lifði og tileinkaði sér það
sem lífið bar honum í skaut. Hann
skilur eftir sig fagrar minningar
um góðan mann, örlátan og
hjartahlýjan.
Pabbi var ekkill í 24 ár. Á þeim
tíma kenndi hann okkur um gildi
ástarinnar með því hvernig hann
elskaði móður okkar og virti. Ást-
arsamband þeirra var mjög fallegt
og þau áttu sanna ást. Eftir að
mamma dó hélt pabbi minningu
hennar lifandi og hélt arfleifð
hennar að okkur systkinunum.
Hann lagði sig fram um að láta
drauma hennar rætast svo að við
börnin þeirra fengjum að njóta
þeirra. Það er huggun harmi gegn
að vita að nú hafa þau elskend-
urnir náð saman á ný.
Fyrir hönd systkina minna,
Úlfhildur Leifsdóttir.
Meira: mbl.is/minningar
Afi Leifur var sú manneskja
sem við litum upp til og myndum
vilja líkjast á marga vegu. Afi var
ekki bara góð fyrirmynd, heldur
góður vinur. Hann kenndi okkur á
lífið á sinn sérstaka hátt. Afa
vegnaði vel í lífinu, fór aldrei í
framhaldsskóla eða háskóla, hann
var bara í lífsins skóla eins og
hann sagði. Hann átti nóg fyrir sig
og sína og átti líka alltaf eitthvað
aukalega fyrir þá sem þurftu á því
að halda. Afi var sá sem sá um að
öllum í kringum hann liði vel, stóð
vörð um fjölskyldu sína og vernd-
aði hana eins vel og hann gat.
Hann mátti ekkert aumt sjá, vildi
hjálpa öllum sem áttu bágt og gaf
gjarnan útigangsmönnum pening.
Afi kunni líka að stjórna og skipa
mönnum fyrir, enda gamall skip-
stjóri. Honum leið best niðri við á
eða úti á sjó, þar sem hann stund-
aði sitt aðaláhugamál; veiði, bæði
laxveiði og sjóstangaveiði. Við
veiddum mikið með afa. Hann
veiddi auðvitað mest, fékk fisk í
hverjum hyl sem hann kastaði í.
Það var eiginlega óskiljanlegt
hversu góður veiðimaður hann
var, hann vissi nákvæmlega hvar
laxarnir lágu. Maður var kannski
búinn að berja hylinn klukkutím-
um saman og þá kom afi og … lax
á.
Það sem okkur þótti vænst um
við afa er að hann fylgdi einföldum
heilræðum og var alltaf sam-
kvæmur sjálfum sér. Hann laum-
aði inn heilræðunum á réttum
augnablikum, þannig að þau fest-
ust í minninu. Stundum voru þau í
skipstjóratón og stundum á róleg-
um nótum: á morgun segir sá lati,
maður á alltaf að gefa með sér og
það kemur fram í seinna verkinu
það sem gert er í því fyrra.
Skipholtið og Dalakofinn, þar
áttum við okkar bestu og
skemmtilegustu stundir með afa,
það verður tómlegt án hans. Ingi-
björg og Ragnheiður voru svo
hræddar um að þær gætu aldrei
farið aftur til „Afavíkur“ því afi
Leifur hefði tekið lykilinn með sér
til himna. Nú hafa þær fengið lykil
að Skipholtinu og þeim líður bet-
ur. Elsku afi, takk fyrir að þykja
svona vænt um okkur, við höldum
minningu þinni á lofti, því það
leynist lítill Leibbari í okkur öll-
um.
Þín öllsömul,
Úlfur, Illugi, Ingibjörg
og Ragnheiður.
Einhvern tímann sagði ég:
„Þegar ég verð stór ætla ég að
verða alveg eins og afi.“ Það var
ekkert meira spennandi en að
vera á fleygiferð um alla sveit og
bæi með afa. Öll sumur klöngrað-
ist ég með afa upp og niður Miðá í
Dölum. Það voru mínar bestu
stundir, þar fylgdist ég með og
lærði listina af stórveiðimannin-
um. Afi kenndi mér á leyndar-
dóma vatnsins og opnaði augu mín
fyrir fegurðinni í einfaldleikanum,
náttúrunni. Árin liðu og ég óx úr
fangi þínu og stóð við hlið þér sem
ung kona. Sokkabandsárin hófu
göngu sína með tilheyrandi partí-
um og sætum strákum en mesta
fjörið var í Skipholtinu, þar var
ýmislegt leyfilegt sem annars
mátti ekki. Vinkonur mínar voru
svo hrifnar af afa, enda alltaf svo
sætur og smart. Í Skipholtinu var
dekrað við okkur með dýrindis
máltíðum og nammi í öllum skál-
um. Afi, þú varst frábær kokkur,
svo mikill gestgjafi. En afi gat líka
verið strangur við mig þegar ég
kom mér í vandræði. Einu sinni
sem oftar vorum við vinkonurnar
ég, Tanja og Margrét í ævintýra-
leit í Ólafsvík, við ætluðum að
keyra út á Djúpalón. Afi var ekki
hrifinn af þeirri hugmynd enda las
hann leikinn eins og veðrið. En við
óþekku stelpurnar stálumst af
stað og festum bílinn á miðjum
Djúpalónsafleggjaranum, þar var
engin umferð og ekkert símasam-
band. Svo skall á blindbylur. Þá
óskaði ég þess að hafa hlustað á
afa. En allt í einu sáum við gegn-
um blindbylinn að glitti í bílljós
sem nálguðust á ógnarhraða og
viti menn, þar voru afi hetja og
Jónsteinn bróðir hans, riddarar á
gráum Land Rover og auðvitað
með kaðal. Í þetta skipti fengum
við ekki skammir, afi var bara feg-
inn að fá okkur heilar á húfi. Enn
þann dag í dag velti ég fyrir mér
hvernig afi vissi um afdrif okkar
niðri á Djúpalóni.
Oft sá hann prakkarastrikin áð-
ur en þau gerðust. Svo urðum við
eldri og fljótt breyttist fyllingin á
nammiskálunum í fyllingu á vín-
skápinn og á eldhúsborðinu voru
skilaboð á krumpuðum miða
ásamt peningum, skilaboðin voru:
„Afi býður á ballið“ skrifað með
sjómannaskriftinni sem leit út
eins og hann væri staddur í mikl-
um öldusjó.
Elsku afi, þú gafst mér og
kenndir mér svo margt, þú kennd-
ir mér að veiða, að virða og lesa
náttúruna. Þú kenndir mér að
keyra á þjóðvegum landsins þegar
ég var 10 ára, bæði innan og utan
vegar. Þú kenndir mér að á eftir
vatninu er Diet Coke næsthollasti
drykkurinn og að kaffi er allt í lagi
svo lengi sem maður setur mjólk
út í það. Ég er svo heppin að hafa
átt þig í öll mín 24 ár. Núna er ég
orðin stór og veit ekki hvort ég er
orðin alveg eins og afi en ég veit að
hluti af honum lifir í mér og ég
mun lifa lífinu honum til sóma.
Jæja, elsku afi, núna er komin
kveðjustund. Tími til að draga inn
árar, slá af og leggja við bryggju.
En það veit ég að það átt þú aldrei
eftir að gera. Nú siglir þú um höfin
með ömmu Ragnheiði. Höfðing-
inn, hetjan mín, afi minn.
Elsku afi, takk fyrir mig.
Þar sem fuglarnir sungu
og aldan brotnaði
stóð ég við hlið þér
og fékk svarið
við tilgangi lífsins.
(Ragnheiður.)
Þín
Ragnheiður Þorgrímsdóttir.
Hann afi Leifur eins og við köll-
uðum hann er farinn til himna að
hitta ömmu Ragnheiði. Við höfð-
um beðið og vonað að hann fengi
að vera með okkur lengur, fengi
að upplifa vorið og sumarið í
Ólafsvík einu sinni enn en nú var
hann tilbúinn að fara. Ekki löngu
fyrir andlátið sagði hann okkur að
fyrst núna væri hann búinn að
klára allt sem hefði þurft að klára
og nú gæti hann farið að hitta
Ragnheiði. Við erum viss um að
hann hafi hlakkað til endur-
fundanna, hlakkað til að hitta ást-
ina í lífinu sem fór of fljótt frá hon-
um. Það verða eflaust fleiri
fagnaðarfundir, eitt er víst að
gamli hundurinn okkar Hannibal
verður alsæll að fá afa Leif, nú
fyrst fær hann nóg af aukabitum
og góðgæti. Afi Leifur var mikill
sælkeri, það var mjög gaman að fá
hann í mat, við eigum öll eftir að
sakna þess að fá hann í soðnu ýs-
una á mánudögum sem honum
þótti auðvitað alltaf langbest. En
hann naut þess líka að fá íslenskan
heimilismat, eldaðan á gamla mát-
ann og helst með óleyfilegu magni
af salti og kjötkrafti. Á kveðju-
stund sem þessari er þakklæti í
huga okkar, þakklæti fyrir að hafa
fengið tækifæri til að kynnast
þeim tímum og viðhorfum sem afi
Leifur endurspeglaði með lífi sínu.
Takk fyrir okkur.
Elsku afi Leifur, góða ferð og
góðar kveðjur.
Fjölskyldan í Kvistalandi,
Þorgrímur, Guðlaug og börn.
„Mamma, ég hélt að afi Leifur
yrði til að eilífu,“ sagði Ingibjörg
afastelpa daginn sem afi dó. Ein-
hvern veginn hélt ég það líka, rétt-
ara sagt óskaði þess heitt að
tengdafaðir minn yrði manna elst-
ur því tilvera okkar yrði svo miklu
fátækari án hans. Leifur var ein-
stakur maður og stórbrotinn per-
sónuleiki sem aðeins var til í einu
eintaki. Ég var svo heppin að ein-
mitt hann af öllum tengdapöbbum
í heiminum var tengdafaðir minn.
Ég hitti hann fyrst þegar ég var
15 ára gömul í Ólafsvík. Stein-
grímur hafði ákveðið að kynna
kærustuna sína formlega. Ég var
með kvíðahnút í maganum. Leifur
var jú skipstjóri með stóru S og
það fór ekki framhjá neinum þeg-
ar hann var á ferð. Áhyggjurnar
reyndust óþarfar, því á bak við
hrjúft yfirbragð skipstjórans
leyndist stórt og ofurhlýtt hjarta.
Leifur gaf strax til kynna að hon-
um fyndist ég aðeins of ung fyrir
son sinn sem þá var 18 ára. En
hann tók mér opnum örmum. Ég
hafði skömmu áður misst móður
mína og Leifur lét mig strax finna
að ég gæti alltaf leitað til hans.
Leifur var mér svo miklu meira en
„tengdafaðir“ hann var mér falleg
föðurímynd og góður vinur. Hann
fyllti upp í tómarúm móðurleysis
með hlýju sinni og veitti mér, ung-
lingnum, mikilvæga öryggis-
kennd. Leifur var fyrst og fremst
fjölskyldumaður. Hann var svo
stór og óaðskiljanlegur hluti af
okkar lífi. Ekki leið sá dagur að við
heyrðum ekki í honum. Þegar
Leifur var í bænum mætti hann í
morgunkaffið til okkar upp úr átta
og kom aftur seinnipartinn, í te og
spjall. Helst vildi hann mæta á alla
viðburði sem sneru að barnabörn-
unum. Svona var afi Leifur, allt í
öllu, fjölskyldan var númer eitt,
tvö og þrjú. Hann var eins og
kletturinn í hafinu sem stendur af
sér storminn og þegar veðrinu
slotar rís hann teinréttur upp úr
haffletinum, alltaf á sínum stað,
alltaf til staðar. Vandamálin eru til
að leysa þau sagði hann alltaf.
Ekkert verkefni var Leifi of-
vaxið. Hann gekk hreint til verks
og lét ekki aðra segja sér fyrir
verkum. Honum féll aldrei verk úr
hendi og hefði sjálfsagt verið
greindur ofvirkur ef sú greining
hefði verið tiltæk í þá daga. Hon-
um leiddust sunnudagar og hátíð-
isdagar og maður mátti passa sig
að missa ekki út úr sér ef eitthvað
vantaði eða var ógert á heimilinu
því þá var hann rokinn að redda
málunum; Magga, áttu ekki skó-
horn? Nei, þú verður að eiga skó-
horn, manneskja. Já er það? Já,
þetta gengur ekki svona. Andar-
taki síðar er skóhornið komið í
hús, búið að negla það í sjónlínu
fyrir miðjum vegg til móts við úti-
dyrahurðina. Útkoman var mis-
góð en það skipti ekki máli. Verkið
var búið og gert.
Það er óhætt að segja að öllum
hafi þótt vænt um Leif, bæði
mönnum og dýrum. Fyrir skyld-
mennum mínum og vinum var
hann eins og nákominn frændi.
Það var falleg stund þegar Leifur,
alveg undir það síðasta, kallaði
afastrákinn Illuga og vinina tvo,
Högna og Ísak, á sinn fund til að
segja þeim frá sjálfum sér í gamla
daga. Honum þótti vænt um þessa
þrenningu og fylgdist vel með
þeim. Sagðist sjá sjálfan sig og
gömlu vini sína í þeim. Þessi vin-
átta er engin tilviljun, sagði hann.
Það er ástæða fyrir henni. Þú
kvaddir með storminum og við
sátum eftir með lognið, ég held að
það hafi ekki verið nein tilviljun.
Elsku Leifur, ég á þér svo mik-
ið að þakka og þykir ofurvænt um
þig. Ég veit að þú vissir allt um
það.
Þín
Margrét.
Meira: mbl.is/minningar
Með tengdaföður mínum er
fallinn frá einstakur athafnamað-
ur. Maður þeirrar kynslóðar sem
hóf lífsbaráttuna við kröpp kjör og
lítil þægindi en vann sér í haginn
með einstakri eljusemi og þori.
Hann hafði af mikilli reynslu og
lífsspeki að miðla sem ekki rúmast
í þessum fáu minningarorðum en
eru varðveitt hjá okkur fjölskyldu
hans. Í þau tíu ár sem ég hef þekkt
Leif hefur fjölskyldan verið hans
aðalviðfangsefni og hana hefur
hann ræktað af mikilli alúð. Það
varð mér fljótlega ljóst þegar ég
var að kynnast Leifi að hann leit á
sjálfan sig sem fulltrúa Ragnheið-
ar heitinnar eiginkonu sinnar og
var oft að sinna hennar erindum í
daglega lífinu, m.a. í því að siða
okkur, fólkið sitt til og leiðbeina.
Slík varð ást hans og virðing fyrir
æviástinni. Hann hafði ástríðu fyr-
ir fiskveiðum bæði á sjó og í ám.
Orðinn sjötugur samdi Leifur við
veiðirétthafa að ánni Skraumu á
Skógarströnd um að koma laxi
upp fyrir ófæru í tröllvöxnu en
ægifögru gljúfri neðarlega í ánni.
Menn höfðu amk. í tvígang gefist
upp á þessari þraut áður. Átti ég
því láni að fagna að aðstoða hann
við lausnir á þessu skemmtilega
verkefni. Var elja hans og áræði
slík að laxinn hlýddi að lokum
þrátt fyrir nokkur áföll á leiðinni.
Kominn á áttræðisaldur varð
hann fyrir því óláni að fyrirtæki
hans í Ólafsvík brann til kaldra
kola og héldu flestir í eitt stund-
arkorn að nú væri rekstri sjálf-
hætt. En með eldhafið í bakgrunni
lýsti hann því hinsvegar yfir að
hafist yrði handa við uppbyggingu
strax að slökkvistarfi loknu. Og
viti menn, örfáum misserum síðar
var nýja Klumba í Ólafsvík risin
stærri og öflugri en áður og skap-
ar verðmæt störf. Er þetta lýsandi
dæmi um áræðið sem í honum bjó.
Leifur var orðvandur maður og
aldrei heyrði ég hann hallmæla
nokkrum manni. Honum fannst
það vera skylda sín að aðstoða þá
sem voru aðstoðar þurfi og reynd-
ist mörgum vel. Takk fyrir allt,
Gunnar Tryggvason.
Vinur minn og „frændi“ er fall-
inn frá. Skipstjórinn frá Ólafsvík.
Kletturinn í hafinu sem stóð vakt-
ina þrátt fyrir brotsjó – sterkur,
hlýr og traustur. Hann minnti mig
á Richard Burton, stórglæsilegur
og sjarmerandi en var þó ekki fyr-
ir aðalhlutverkin. Stóra sviðið var
ætlað börnum og barnabörnum
sem hann umvafði með margvís-
legum hætti og helgaði líf sitt. En
Ragnheiður frænka, eiginkonan
sem hann missti fyrir rúmum ald-
arfjórðungi, var sú sem hann lifði
fyrir. „Konan vildi hafa þetta
svona,“ sagði Leifur iðulega með
glampa í augum. Ég sé Rönku fyr-
ir mér, Parísarprinsessuna, í
græna stólnum í stofunni. Eins og
Grace Kelly, óviðjafnanleg og
stórglæsileg.
Ég átti orðið „mitt“ herbergi í
Skipholtinu í Ólafsvík, bókaher-
bergið. Þar hefur verið gott að
skrifa undanfarin ár, andrúmsloft-
ið einstakt með myndir af stórfjöl-
skyldunni alltumlykjandi. Og
skipstjórinn matreiddi ofan í mig,
tók ekki annað í mál. Vanafastur
og viðræðusnjall. Skipholtið var
öllum opið og á allra vitorði hvar
lykillinn var geymdur ef Leifur
var að heiman. Samt var skemmti-
legast að hafa hann sveimandi um,
inn og út, sífellt á ferli að passa
upp á sína. Honum þótti það skott-
úr að skreppa til Reykjavíkur. Það
máttu ekki líða of margir dagar á
milli þess sem hann heimsækti
krakkana. Þegar hann renndi inn í
Reykjavík ók hann aldrei stystu
leið í gegn, sjórinn varð að vera í
sjónmáli. Höfðinginn og hafið. Það
var hans heimavöllur og stang-
veiðin í Dölunum. Leifur hefði án
efa getað staðið við gjöfula á dög-
um saman án þess að nærast eða
sofa. Það var hans hugleiðsla og
list, að renna fyrir fisk, fanga
augnablikið. Barn náttúrunnar.
Leifs verður sárt saknað. Ekki
aðeins af hans nánustu heldur öll-
um Ólsurum. Hann var herra
Ólafsvík í mínum augum og hugs-
aði um fleiri en margan grunar
enda einstakt góðmenni. Matt-
hildur, Þorgrímur, Steingrímur
og Úlfhildur hafa öll erft eigin-
leika móður og föður, hreint ynd-
islegt að umgangast þau. Mér hef-
ur ætíð fundist þau vera systkini
mín. Söknuður þeirra er mikill en
minningin um einstakan föður og
afa lifir. Söknuður Leifs er engu
minni enda forréttindi að fá að
vera í návist frændsyskina minna
og þeirra barna. Ég sé Rönku
frænku taka á móti Leifi sínum
eftir langan aðskilnað. Myndin er
sterk og falleg. Og saman munu
þau héðan í frá halda verndar-
hendi yfir sínum nánustu, leiða
þau ómeðvitað um lífsins bröttu
leið.
Fólkinu mínu sendi ég samúð-
arkveðjur.
Þótt ég sé látinn, harmið mig ekki
með tárum, hugsið ekki um dauð-
ann með harmi eða ótta. Ég er svo
nærri, að hvert eitt tár ykkar snertir
mig og kvelur, þótt látinn mig hald-
ið. En þegar þið hlæið og syngið
með glöðum hug, lyftist sál mín upp
í mót til ljóssins. Verið glöð og þakk-
lát fyrir allt sem lífið gefur og ég,
þótt látinn sé, tek þátt í gleði ykkar
yfir lífinu.
(Kahlil Gibran)
Þorgrímur Þráinsson.
Leifur S.
Halldórsson
Fleiri minningargreinar
um Leif S. Halldórsson bíða
birtingar og munu birtast í
blaðinu næstu daga.