Morgunblaðið - 26.02.2011, Blaðsíða 28
28 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. FEBRÚAR 2011
Árið 2009 réðust
stjórnvöld í greiningar-
og stefnumótunarferli
undir merkjum sókn-
aráætlunar. Í því ferli
var samkeppnishæfni
landsins greind, lögð
voru drög að atvinnu-
stefnu og unnar tillögur
úr niðurstöðum átta
þjóðfunda þar sem leit-
að var eftir sérstöðu landshluta og
sóknarfærum þeirra. Út úr þessari
vinnu varð til stefnumarkandi skjalið
Ísland 2020. Lögð var á það áhersla
að útkoman nýttist jafnt stjórnsýsl-
unni sem tæki til þess að vinna eftir
og landsmönnum öllum sem framtíð-
arsýn.
Við gerð Íslands 2020 var m.a. litið
bæði til Írlands og Danmerkur, en
niðurstaðan var sú að skapa stefnu-
markandi skjal sem snerist fyrst og
fremst um íslenskan veruleika og
framtíð. Verkefnið var ekki hugsað
sem skrifborðsæfing innan stjórn-
sýslunnar og í því augnamiði var
reynt eftir megni að hafa samráð við
gerð þess og hlusta á taktinn í sam-
félaginu á þeim fjölmörgu fundum
sem haldnir voru. Fljótlega var
ákveðið að notast við víð mælanleg
markmið. M.ö.o. að setja þjóðarbúinu
víð mælanleg markmið til níu ára með
tillögum að leiðum að þeim. Þetta er í
fyrsta sinn sem slíkt er gert í stefnu-
markandi skjali á þessu stigi stjórn-
sýslunnar.
Auk þess að styðjast við sókn-
aráætlunarferlið var leitað til fjölda
hagsmunaaðila, aðila innan háskóla-
samfélagsins, hagsmunasamtaka og
stjórnsýslunnar þegar markmiðin
voru skilgreind. Upphaflega voru þau
fleiri en við umræðu og skoðun varð
niðurstaðan þau 20 markmið sem Ís-
land 2020 byggist á. Gróflega má
skipta markmiðum niður í fimm
flokka. Fimm tengjast velferð lands-
manna, fimm sjálfbærni, fimm eru
þekkingarmarkmið, þrjú efnahags-
markmið og loks tvö breið þróun-
armarkmið. Hugmyndin er að draga
hlutlæga grunnlínu hinn 1.1. 2011 og
setja markmiðin níu ár fram í tímann,
efla samvinnu í stjórnsýslunni og
samstöðu meðal þjóðarinnar til að
vinna að þeim í sameiningu. Með
fáum víðum markmiðum er hugsunin
einnig sú að auðvelda og auka sam-
vinnu ráðuneyta, eitthvað sem lengi
hefur verið stefnt að og mikið rætt
t.d. í nýlegri skýrslu forsætisráðu-
neytisins, „Samhent stjórnsýsla“.
Ríkisstjórn Íslands samþykkti 21.
desember 2010 stefnumörkunina Ís-
land 2020. Síðan þá hefur ýmislegt
verið rætt og ritað um plaggið og
hlutverk þess. Í umræðunni hefur
sóknaráætlunarferlinu og stefnu-
markandi skjalinu Íslandi 2020 verið
blandað saman. Á milli sóknaráætl-
unarferlisins og stefnumarkandi
skjalsins Íslands 2020 er skýr lína,
hið síðara er afrakstur vinnu við hið
fyrra en bæði eru hins vegar greinar
af sama meiði. Með ferlinu var í
fyrsta sinn unnið að heildstæðri áætl-
un fyrir Ísland. Meginþættir sem
vinna átti að voru viðamiklir og verk-
lag og aðferðafræði krafðist þátttöku
margra og mikils utanumhalds. Það
var alveg ljóst að setning mælanlegra
markmiða og leiða að þeim á þessu
stigi var vandasamt verkefni. Fram-
setning þarf að vera skýr og má ekki
vera of flókin en á sama tíma þarf að
leitast við að nýta allt hið mikla efni
sem unnið var á vegum sóknaráætl-
unar.
Þetta hefur að mörgu leyti tekist
en mikil vinna er eftir. Eftirfylgnin og
stefnumörkun stjórnvalda í kjölfar
Íslands 2020 verður helsti prófsteinn-
inn á það hvernig til hefur tekist.
Kostir Íslands 2020 sem stefnumark-
andi skjals eru m.a. að markmiðin eru
mælanleg, grunnlína er dregin og 30
leiðir eru ákvarðaðar að markmið-
unum. Það er svo ætlunin að setja
markmiðin upp á aðgengilegan og
myndrænan hátt til næstu níu ára svo
allir geti fylgst með hvernig okkur
gengur að vinna að þeim. Leiðunum
hefur verið fundið ábyrgðarráðuneyti
þar sem gerðar verða verkefnaáætl-
anir um það hvernig að þeim sé unnið
og innan forsætisráðuneytis hefur
verið skipaður tengiliður fyrir allar
leiðirnar. Af leiðunum eru nokkrar
sem eru stærstar og krefjast víðtæks
samráðs m.a. gerð sóknaráætlana
fyrir landshluta sem ekki verða unn-
ar nema í góðu samráði stjórnsýsl-
unnar og aðila í héraði. Sú hug-
myndafræði að allar stefnur og
aðgerðir ríkisins skuli í grunninn taka
mið af einu stefnumarkandi skjali, Ís-
land 2020, er ný nálgun sem ekki hef-
ur verið tíðkuð í stjórnsýslunni áður.
Vinnulagið að kalla eftir aukinni þátt-
töku almennings að stefnumörkun
líkt og sóknaráætlunarferlið gerði og
endurspeglast í Íslandi 2020 er fram-
tíðarfyrirkomulag en því þarf að
fylgja eftir með aukinni þátttöku al-
mennings í verkefnum Íslands 2020.
Það er því verkefni stjórnvalda er við
göngum til úrvinnslu þeirra 30 leiða
sem í upphafi eiga að marka vegferð-
ina að markiðunum 20, að virkja al-
menning í gegnum t.d. sveitarstjórnir
og frjáls félagasamtök til að vinna að
þeim í sameiningu.
Ísland 2020 þarf tíma til að hafa
áhrif á stefnumótun ráðuneyta, að-
gerðaáætlanir og framtíðarsýn heild-
arinnar. Þegar kúrs skips er settur
siglir fleyið ekki að áfangastað nema
siglt sé eftir stefnunni. Stefnumark-
andi skjalið Ísland 2020 er forskrift
að langhlaupi. Það var því viðleitni
okkar við gerð þess að sjá það sem við
sem Íslendingar eigum sameiginlegt
áður en við einblínum á það sem skil-
ur okkur að, og fyrir það stendur Ís-
land 2020. Sjá nánar: www.forsaet-
israduneyti.is/2020
Eftir Héðin Unn-
steinsson og Arnar
Þór Másson
»Með fáum víðum
markmiðum er
hugsunin einnig sú að
auðvelda og auka sam-
vinnu ráðuneyta, eitt-
hvað sem lengi hefur
verið stefnt að og mikið
rætt …
Arnar Þór Másson
Héðinn er stefnumótunarsérfræð-
ingur og Arnar skrifstofustjóri í for-
sætisráðuneytinu.
Hvað er Ísland 2020?
Héðinn Unnsteinsson
Ríkisstjórn Íslands
telur það forgangsverk-
efni að tryggja hag fjár-
magnseigenda hvar
sem þeir finnast og er
Icesave-málið skýrasta
birtingarmynd þeirrar
stefnu. Forseti Íslands
er eina virka viðnámið
gegn stefnu þessari.
Steingrímur J. Sigfús-
son hefur kastað grím-
unni. Hann vill að málskotsrétturinn
verði tekinn af forsetanum. Stein-
grímur höndlar ekki lýðræðið, hann
talar skýrt. Hann vill völd hinna fáu.
Þjóðin verður að koma frá völdum
þeim öflum sem vinna að því einu að
hneppa hana í fjötra, örbirgðar,
skulda og fáræðis. Öflum sem sýna
þjóðinni sjónhverfingar til lausnar
þeirrar stöðu sem bankahrunið 2008
bakaði skuldugu fólki á Íslandi.
Sífellt kemur fleira
fram í dagsljósið sem
bendir til þess að Ice-
save-málið í heild sinni
sé fremur sakamál en
gjaldþrot. Þess vegna
hlýtur það að vera ský-
laus krafa að með það
skuli farið eins og venja
er um slík mál. Að ís-
lenskir skattgreiðendur
beri tjón sem stjórn-
endur banka í einkaeigu
bökuðu Bretum og Hol-
lendingum eru því við-
urlög á hendur almenningi í óupp-
lýstu sakamáli sem hann á ekki aðild
að og ber enga ábyrgð á.
Icesave-samningurinn á upphaf
sitt í neyðarlögunum frá árinu 2008
þar sem bankainnstæður í föllnum
bönkum voru tryggðar og fjármagn-
aðar af almenningi. Samningurinn er
því til kominn vegna þessara inn-
stæðna og ef einhverjir ættu að borga
fyrir afleiðingarnar af þessu icesave-
ævintýri, væru það þeir sem neyð-
arlögin björguðu.
Skýrsla Rannsóknarnefndar Al-
þingis bendir einnig á að þessi aðgerð
hafi fyrst og fremst verið til að
tryggja háar innstæður lítils hluta
fjármagnseigenda. Peningaelítunnar
á Íslandi sem átti bróðurpart inni-
stæðna sem glötuðust við hrunið og
ekki hafði verið komið undan. Ice-
save-samningurinn er ótvíræð póli-
tísk viðurkenning á að einkarekna
bankastarfsemi skuli reka á ábyrgð
skattgreiðenda. Við, íslenskur al-
menningur, þegnar þjóðfélagsins,
sættumst því aðeins á að greiða
skatta að þeir standi undir útgjöldum
af sameiginlegum þörfum okkar. Við
greiðum skatta til að halda uppi sam-
félagi, en ekki ofvöxnu gerspilltu fjár-
málakerfi. Það er fullkomið brjálæði
og ögrun við heilbrigða skynsemi og
siðferði að ráðstafa skattfé okkar á
þann hátt sem Icesave-samningurinn
gerir ráð fyrir á sama tíma og Land-
spítalinn, höfuðvígi heilbrigðiskerfis
okkar, þarf að þiggja ölmusur til að
geta sinnt lögboðnum skyldum sínum
og öll samneysla okkar, sama hvaða
heiti hefur, er skorin niður inn að
beini.
Með samþykki Icesave-samnings-
ins yrði einnig innsiglað það aðhalds-
og ábyrgðarleysi sem öllu öðru frem-
ur hefur leitt af sér ríkjandi aðstæður
í fjármálastarfsemi á Íslandi. Ruglið
héldi óbeislað áfram á ábyrgð og
kostnað almennings. Þess vegna eru
réttarhöld í Icesave-málinu það eina
sem til greina kemur. Að því hníga öll
rök, jafnt pólitísk, lagaleg, hag-
fræðileg og siðferðisleg.
Að bera á borð fyrir okkur, fólkið í
landinu, að okkur beri siðferðisleg
skylda til að taka á okkur rangar sak-
ir og byrðar þessa samnings til að við-
halda flekklausu orðspori í samfélagi
þjóðanna og taka á okkur himinháar
fjárskuldbindingar til að greiða okk-
ur leið í enn meiri skuldir, ber vott
um verulega skerta dómgreind og
brenglaða siðferðisvitund, eru him-
inhrópandi öfugmæli. Við eigum sem
sagt að taka á okkur rangar sakir til
að bjarga heiðri okkar, að óttast svo
sannleikann að öllu skuli fórna til að
forða því að hann komi í ljós að rétt
niðurstaða fáist. Er það þjóðfélagsleg
reisn? Er nú ekki kominn tími til að
hugsa þetta mál ögn betur? Í stað
þess að óttast réttarhöld í þessu máli
skulum við krefjast þeirra. Þá verður
það krufið til mergjar og allur sann-
leikur þess leiddur í ljós. Þess eigum
við að krefjast af heilum hug.
Ein af meginkröfum búsáhalda-
byltingar var að upplýsa það sukk
sem orsakaði hrunið og að komið yrði
höndum í hár þeirra sem ábyrgð bera
á þessu mesta klandri í sögu þjóð-
arinnar. Fylgjum því eftir og fellum
Icesave-samninginn.
Eftir Ámunda
Loftsson » Það er fullkomið
brjálæði og ögrun
við heilbrigða skynsemi
og siðferði að ráðstafa
skattfé okkar á þann
hátt sem Icesave-
samningurinn gerir ráð
fyrir.
Ámundi Loftsson
Höfundur er fyrrum sjómaður og
bóndi.
Fellum Icesave-samninginn
Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500
www.flis.is • netfang: flis@flis.is
Allt fyrir baðherbergið
- nýr auglýsingamiðill
569-1100
finnur@mbl.is
Opnir málfundir...
...um vísinda- og nýsköpunarkerfið
Vísinda- og tækniráð efnir til opinnar og gagnrýninnar umræðu um vísinda- og
nýsköpunarkerfið á fjórum opnum fundum í febrúar-apríl 2011 undir yfirskriftinni;
„Með gæði og ávinning að leiðarljósi.“
Miðvikudaginn 2. mars kl. 15-17
í Háskólanum í Reykjavík v. Menntaveg; fyrirlestrasal Bellatrix
Hvernig útdeilum við opinberu fé til vísinda og nýsköpunar í því skyni að
hámarka gæði og ávinning?
Inngangserindi
Magnús Lyngdal Magnússon, sviðsstjóri á rannsókna - og nýsköpunarsviði Rannís.
Kristinn R. Þórisson, dósent í tölvunarfræði, Háskólanum í Reykjavík.
Unnur Anna Valdimarsdóttir, dósent við læknadeild Háskóla Íslands og forstöðumaður
Miðstöðvar í lýðheilsuvísindum.
Guðni Th. Jóhannesson, sagnfræðingur við ReykjavíkurAkademíuna.
Fundarstjóri: Guðrún Nordal, formaður vísindanefndar Vísinda- og tækniráðs.
Næsti málfundur
Slá menntakerfið, háskólar og rannsóknastofnanir
taktinn með atvinnulífinu?
Miðvikudaginn 30. mars kl. 15-17.
Miðvikudaginn 2. mars kl. 15-17 í Háskólanum í Reykjavík
H
N
O
T
S
K
Ó
G
U
R
g
ra
fí
s
k
h
ö
n
n
u
n