Morgunblaðið - 26.02.2011, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 26.02.2011, Blaðsíða 35
MINNINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. FEBRÚAR 2011 ✝ Ingibjörg Ein-arsdóttir, hús- freyja á Mýrum í Skriðdal, fæddist á Múlastekk í Skrið- dal 27. október 1913. Hún lést á HSA á Egils- stöðum 15. febrúar 2011. Foreldrar henn- ar voru Amalía Björnsdóttir frá Vaði í Skriðdal, f. 21. desember 1891, d. 3. maí 1984, og Einar Jónsson frá Vallaneshjáleigu, f. 5. desember 1891, d. 12. mars 1975. Amalía og Einar bjuggu lengst af í Geitdal í Skriðdal og var Ingibjörg eina barn þeirra. Árið 1940 giftist Ingibjörg Eyrúnu Önnu, sonur Arnars og Andreu Ingimundardóttur er Arnar Freyr. 3) Einar Arnþór, f. 30. september 1946, ókvænt- ur og barnlaus. 4) Jónína Stef- anía, f. 28. febrúar 1949, gift Jóni Júlíussyni. Þeirra börn eru a) Ingibjörg, f. 19. sept- ember 1977, gift Hafliða Herði Hafliðasyni, þau eiga dæturnar Rakel Birtu og Tinnu Sóleyju, b) Einar Hróbjartur, f. 16. ágúst 1980, í sambúð með Ágústu Sandholt, þau eiga son- inn Ásgeir Atla og c) Zóphóní- as, f. 16. júní 1984. 5) Ólöf, f. 29. apríl 1951, gift Sveini Herj- ólfssyni. Þeirra börn eru a) Zóphónías Ingi, f. 18. apríl 1974, d. 3. september 1978. b) Margrét Ólöf, f. 3. desember 1975, og c) Soffía Björg, f. 19. júní 1979. Útför Ingibjargar fer fram frá Egilsstaðakirkju í dag, 26. febrúar 2011, og hefst athöfnin kl. 14. Jarðsett verður í heima- grafreit. Zóphóníasi Stef- ánssyni frá Mýrum í Skriðdal, f. 28. nóvember 1905, d. 4. maí 2000, og átti hún heima á Mýr- um æ síðan. Þau eignuðust átta börn en þrjú þeirra létust óskírð. Hin eru: 1) Einar Arnþór, f. 24. apríl 1941, d. 24. feb. 1942. 2) Ásrún Amalía, f. 27. ágúst 1945. Hún var gift Sævari Þór Sigurgeirssyni en þau slitu samvistum. Sonur þeirra er Arnar Þór, f. 16. nóv- ember 1971, í sambúð með Gerði Betu Jóhannsdóttur. Þau eiga dæturnar Ásrúnu Ingu og Ingibjörg á Mýrum, eða Imma eins og hún var oftast kölluð, var einbirni og ólst upp á fámennu heimili. Hún giftist Zóphóníasi Stefánssyni á Mýrum árið 1940 og hófu þau búskap þar. Á Mýrum var þá margt um manninn en meðal annarra voru þar ung hálf- systkini Zóphóníasar en þau höfðu misst móður sína. Þetta var því mikil breyting á hennar hög- um og ærið verkefni sem beið hennar á Mýrum. Það mun samdóma álit þeirra, sem til þekktu, að það verkefni hafi hún leyst af hendi með mikilli prýði. Bústörf jafnt úti sem inni urðu starfsvettvangur hennar á langri ævi. Oft var margmennt við matar- og kaffiborðið hjá Immu og það þótt hún væri komin á tí- ræðisaldur því búrverkum og öðru innandyra sinnti hún langt fram yfir nírætt. Vinnudagur hennar var oft langur en hún fór sér að engu óðslega og taldi að þolgæði væri yfirleitt happa- drýgra en áhlaup. Gestakomur voru tíðar á Mýrum, einkum á sumrin, en þá vitjuðu brottflutt systkini Zóphóníasar gjarnan æskustöðvanna. Imma átti sér hauk í horni þar sem Amalía, móð- ir hennar, var, en hún aðstoðaði dóttur sína með margvíslegum hætti. Imma átti heima í Skriðdal alla tíð að segja má og festi þar djúpar rætur. Hún hafði ánægju af því að bregða sér af bæ, einkum í seinni tíð, enda tími til ferðalaga naumt skammtaður á fyrstu búskaparár- um hennar. Einkum voru það strjálbýlar sveitir og óbyggðir sem heilluðu þar sem víðáttumikl- ar heiðar og svipmikil fjöll lyftu huganum hátt upp yfir hversdags- leikann. Hún varð líka mjög fróð um landið og fólkið, þekkti jafnvel bæjaraðir í fjarlægum sveitum þar sem hún kom sjaldan eða aldr- ei. Hún las drjúgt bækur og tíma- rit um þessi efni auk þess sem hún öðlaðist yfirsýn í spjalli við að- komufólk. Búskapur þeirra Immu og Soffa var með hefðbundnu sniði. Þau létu sér annt um allar skepn- ur og voru samhent um hirðingu þeirra sem annað. Oft horfði Imma á féð sem dreifði sér um hálsinn fyrir ofan bæinn á Mýrum og á ferðalögum veitti hún athygli þeim skepnum sem í augsýn voru. Þá brást hún fljótt við ef hún sá óvenjulega mikinn hrafnagang og athugaði eða lét athuga hverju sætti. Hún var hjálpsöm og greið- vikin og vildi verða öðrum að liði og nutu þess margir. Hún hafði gott auga fyrir því broslega í til- verunni og þeim hæfileika hélt hún óskertum til æviloka að segja má. Frá því í janúar í fyrra átti Imma samastað á Heilbrigðis- stofnun Austurlands á Egilsstöð- um. Börn hennar eiga heima á Héraði nema Ásrún, sem býr í Reykjavík. Hún kom margsinnis austur til að heimsækja móður sína og hún var með henni heima á Mýrum í nokkra daga um jólin en þá var svo komið að Imma þurfti á aðstoð að halda allan sólarhring- inn að kalla mátti. Það er ekki allra að fara í fötin hennar Ás- rúnar. Að lokum vilja aðstandendur Immu færa starfsfólki HSA á Eg- ilsstöðum kærar þakkir fyrir það mikla og góða starf sem þar var unnið í hennar þágu. Sveinn Herjólfsson. Áhugi á landinu og fólkinu í kring, hlýtt hjarta og innilegt bros kemur fyrst upp í hugann þegar ég hugsa um ömmu Ingibjörgu. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að alast upp á sama stað og amma og afi og kynntist þeim því mjög vel í bernsku. Afi sá um að leika við okkur systkinin en amma bak- aði vöfflur, hitaði heitt súkkulaði með rjóma, prjónaði á okkur ull- arsokka og spurði frétta. Hún var jarðbundin, hafði góðan húmor, brosti í laumi að blótsyrðum barnanna sinna og sinnti heimili og heimilisfólki af mikilli sam- viskusemi. Gestrisni var henni mjög mik- ilvæg. Alltaf þurfti að vera til eitt- hvað nýbakað ef gesti bæri að garði og hún hafði mikinn metnað að gera vel við þá sem kíktu í heimsókn. Stundum fannst mér hún mætti aðeins slaka á og njóta heimsóknarinnar, en hún hefði aldrei notið sín í samræðum ef á borðinu stæði bara smurt brauð og molasopi. Ég man sérstaklega eftir einu broslegu skipti þar sem ég var að tala við hana í símann. Það er stutt á milli bæja þannig að ég sé húsið hennar frá mínu og tek eftir að það er bíll að leggja í hlað- ið. Ég segi henni að ég ætli ekki að trufla lengur því það sé greinilega kominn gestur til hennar. Því næst heyri ég „almáttugur“, sím- tólið er látið detta og hún er rokin, væntanlega í bakkelsið. Án þess að leggja tólið á og án þess að kveðja. Hún hafði mikinn áhuga á öllu því sem gerðist í okkar lífi sem og lífi vina okkar og nágrannanna í sveitinni. Hún fylgdist vel með hvernig sláttur, smalamennska og sauðburður gengu og hún var al- veg með á hreinu hvernig okkur og vinum okkar vegnaði í skólan- um eða í vinnunni seinna meir. Að sama skapi talaði hún lítið um sjálfa sig enda að hennar mati of ómerkilegt til umræðu og var hún góð að snúa talinu aftur yfir á okk- ur fjölskylduna. Nú sér maður eft- ir því að hafa ekki verið aðgangs- harðari því langt líf hennar var í raun mjög viðburðaríkt og spenn- andi en þó líka erfitt oft á tíðum. Áhugi ömmu á landinu var ekki síðri en áhuginn á fólkinu í kring. Hún las árbækur ferðafélagsins spjaldanna á milli og lagði á minn- ið hvert einasta orð. Hún hafði un- un af því að ferðast um landið, svona í seinni tíð þegar fór að skapast tími í það. Uppáhalds- staðirnir voru hálendið og eyði- byggðir með mikla sögu og fallega náttúru og virtist hún þekkja staðhætti eins og hver staður væru hennar heimahagar. Ég, sem á að kallast landfræðingur, hafði ekki roð við henni og að mínu mati var þekking hennar og áhugi á örnefnum, bæjarnöfnun og jafnvel fólki sem þar bjó stór- merkilegur hæfileiki. Oft óskaði ég þess að meðferðis væri upp- tökutæki en ég veit að þá hefði verið lítið sagt því amma var ekki mikið fyrir óþarfa athygli. Þótt maður hafi vitað að enda- lokin nálguðust og betra líf biði, þá er alltaf sárt að kveðja en ég veit hún er á góðum stað og vakir yfir mér og mínum. Ingibjörg Jónsdóttir. Þá er víst komið að kveðju- stund. Lífsljós hennar ömmu hef- ur slokknað eftir langan farinn veg. Við þessi tímamót flögrar hugurinn til bernskuáranna. Kærleikur, ástúð, kraftur, um- burðarlyndi og glæsileiki eru þau orð sem koma fyrst upp í hugann þegar ég hugsa til ömmu minnar, sem hefur kvatt okkur hinstu kveðju. Það voru mikil forréttindi að hafa átt hana ömmu að. Hafsjór af yndislegum minningum sem fylla hjarta mitt á stundu sem þessari. Hugurinn dvelur austur í Skriðdal hjá ömmu og afa þar sem ég fékk að vaxa og dafna umvafinn ást og umhyggju. Þau kenndu mér margt sem hefur nýst mér á lífs- leiðinni. Undir háu hamrabelti höfði drúpir lítil rós. Þráir lífsins vængja víddir, vorsins yl og sólarljós. Ég held ég skynji hug þinn allan, hjartasláttinn, rósin mín. Er kristallstærir daggardropar drúpa milt á blöðin þín. Æsku minnar leiðir lágu lengi vel um þennan stað, krjúpa niður, kyssa blómið hversu dýrðlegt fannst mér það. Finna hjá þér ást og unað, yndislega rósin mín. Eitt er það sem aldrei gleymist, aldrei, það er minning þín. (Guðmundur G. Halldórsson.) Nú er langri ævi þinni lokið og er ég handviss um að þú ert komin í fangið á afa á ný. Ég sé fyrir mér brosið ykkar hlýja og afa umvefja þig kærleika í veröld, þar sem birkiilmurinn berst að vitum, ljúf- ur lækjarniður að eyrum og sum- ardýrðin skartar sínu fegursta ykkur til dýrðar. Þakka þér fyrir allt, amma mín, og Guð blessi þig og geymi í eilífð- inni. Arnar Þór Sævarsson. Þrátt fyrir þær sorgarfréttir að amma sé farin er ekki annað hægt en að brosa þegar við minnumst hennar, hún var svo skemmtileg og minningin um hana svo góð. Hún hélt húmornum fram á síð- asta dag og sá alltaf skoplegu hlið- ina á hlutunum. Hún æsti sig aldr- ei og var vinnusöm, fór fyrst á fætur og síðust í rúmið. Það er mjög mikið ömmu að þakka hvað Mýraættin er sam- heldin. Öll börnin hennar sóttust í að vera nálægt henni og barna- börnin voru ekki síður hænd að henni. Við undirritaðar vorum haldn- ar „Mýrasýki“, að sögn foreldra okkar, og vildum helst hvergi ann- ars staðar vera enda var oft farið í Mýrar en þó sjaldnar en við hefð- um óskað. Það verður ekki eins að fara í Mýrar. Amma tók á alltaf á móti okkur með kossum og brosi og maður fann hvað maður var vel- kominn og hún var alltaf undirbú- in fyrir gestakomur. Hún var ekki lengi að draga fram ógrynni af tertum sem hún átti til í frystin- um, skella í pönnsur eða lummur og smyrja brauð. Það var veisla á Mýrum á hverjum degi – í hvert mál. Amma gat ekki horft upp á það að einhver sæti með hálftóm- an disk og var á sífelldum þönum að fylla á. Þegar Soffía fékk sér ekki kartöflur því hún var svo lengi að skræla gerði amma það fyrir hana og laumaði kartöflun- um á diskinn hennar án þess að mamma sæi því mamma vildi að hún myndi skræla sjálf. Hún var ótrúlega skýr í höfðinu á gamalsaldri og var það oft brandari okkar á milli að amma okkar, komin yfir nírætt, væri með betra minni en við. Hún vissi hver var að gera hvað, hvenær og með hverjum. Það var sérstaklega gaman að fara með ömmu í ferða- lög. Hún vissi hvað allir bæir hétu og hverjir höfðu búið þar og gat sagt manni sögur frá liðinni tíð. Henni þótti vænt um sveitina sína og sérstaklega fjöllin. Annars var amma alveg sér- staklega barngóð og þolinmóð og var dugleg að prjóna á krakka- skarann. Alveg sérstaklega vænt þótti henni um ungbörn en síðasta árið þurfti ekki annað en að sýna henni mynd af Ásgeiri Atla eða minnast á hann og hún brosti all- an hringinn. Þó það verði erfitt að vera ekki viðstaddar útförina náðum við að kveðja ömmu þegar við komum heim um jólin og var það okkur mikils virði. Það er ómetanlegt að eiga ekkert nema góðar minning- ar um þann sem maður kveður hinsta sinni. Kærar þakkir, amma, fyrir allar stundirnar sem við vörðum saman, öll áramótin, öll ferðalögin, allar veislurnar og öll sokkapörin sem við eigum enn. Margrét og Soffía. Ingibjörg Einarsdóttir  Fleiri minningargreinar um IngibjörguEin- arsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÓSKAR KRISTINN ÓLAFSSON vélfræðingur, Mörk, hjúkrunarheimili, áður Steinagerði 9, Reykjavík, lést fimmtudaginn 24. febrúar. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju föstudaginn 4. mars kl. 15.00. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hans er bent á Hjartavernd. Ólafur M. Óskarsson, Hólmfríður Pétursdóttir, Rúnar Óskarsson, María Antonsdóttir, Valdimar Óskar Óskarsson, Kristín Guðmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Okkar hjartkæra móðir, GUÐRÚN MAGNEA JÓHANNESDÓTTIR, Gullsmára 7, Kópavogi, lést á heimili sínu miðvikudaginn 16. febrúar. Útförin mun fara fram frá Digraneskirkju mánudaginn 28. febrúar kl. 15.00. Fyrir hönd fjölskyldna okkar, Lárus Gíslason, Edda Norðdahl, Ragnheiður Guðnadóttir, Áslaug Erla Guðnadóttir, Kristinn Jóhannesson. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, KALMAN STEFÁNSSON bóndi, Kalmanstungu, verður jarðsunginn frá Reykholtskirkju laugardaginn 5. mars kl. 14.00. Blóm og kransar afþakkaðir, þeim sem vilja minnast hins látna er bent á líknardeild Landspítalans í Kópavogi. Bryndís Jónsdóttir, Stefán Kalmansson, Kristín Finndís Jónsdóttir, Kristín Kalmansdóttir, Marcelo Audibert, Jón Ásgeir Kalmansson, Ástríður Stefánsdóttir og barnabörn. ✝ Elskulegi pabbi okkar, tengdapabbi, afi, langafi og langalangafi, JAKOB JÓHANNESSON blikksmíðameistari, Hraunbæ 103, sem lést þriðjudaginn 22. febrúar, verður jarðsunginn frá Árbæjarkirkju við Rofabæ miðvikudaginn 2. mars kl. 13.00. Liselotte Jakobsdóttir, Holger Hansen, Jette Svava Jakobsdóttir, Elías Árnason, Lilja Jakobsdóttir, Steinn J. Ólason, Ingibjörg Jóna Jakobsdóttir,Haraldur Ludvig Haraldsson, Dagný Kristín Jakobsdóttir, Eymar Birnir Gunnarsson, afa-, langafa- og langalangafabörnin. ✝ Ástkær faðir okkar, fósturfaðir, tengdafaðir og afi, JÓN BJARNI HARALDSSON NORÐDAHL, til heimilis í Meðalholti 2, áður Bergstaðastræti 66, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 1. mars kl. 13.00. Hildur Jónsdóttir, Stefán Brandur Jónsson, Eyrún Norðdahl Sigrúnardóttir, Árni Sigurðsson, tengdabörn og barnabörn. ✝ Okkar ástkæri BJÖRN BRAGI SIGURÐSSON, Breiðvangi 20, Hafnarfirði, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi sunnudaginn 20. febrúar. Jarðarförin fer fram frá Víðistaðakirkju þriðjudaginn 1. mars kl. 13.00. Þeim sem vildu minnast hans er bent á reikning 1101-05-422793, kt. 201161-3479, til styrktar krabbameins- deildar Landspítalans 11E. Ingibjörg Gunnarsdóttir, Birna Rut Björnsdóttir, Hermann Ármannsson, Sigurður Freyr Björnsson, Sigurður Birgir Magnússon, Hjördís Hentze, Ólafur Sigurðsson, Winnie Bertholdsen, Freyja M. Sigurðardóttir, Helgi Jón Harðarson, Emil Ísar, Dagur Fannar, Toby Sól og Bjartur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.