Morgunblaðið - 26.02.2011, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 26.02.2011, Blaðsíða 10
Á matseðli veitingastaðarins Icecreamists í Covent Garden í London má finna ís sem gerður er úr brjóstamjólk. Tegundin kallast Baby Gaga og kostar skál af þessum sérstaka ís 14 pund, eða rúmlega 2.600 íslenskar krónur. Brjósta- mjólkina kaupir veitingastaðurinn frá nýbökuðum mæðrum sem hafa allar gengist undir læknisrannsókn. Matt O’Connor, stofnandi veitingastaðarins, segir Baby Gaga-ísinn rjómakenndan og ljúffengan. „Enginn hefur gert neitt spennandi með ís á síðustu hundrað árum.“ O’Connor segir marga gretta sig einungis við tilhugsunina um að borða ís úr brjóstamjólk, en sé mjólkin góð fyrir smábörn þá sé hún vissulega nægilega góð fyrir fullorðna fólkið. „Ísinn er hreinn, lífrænn og algjörlega náttúrulegur. Ég fékk mér Baby Gaga í morg- un og mér leið vel.“ Heimurinn Brjóstamjólkurís á boðstólum Rjómaís Nú má fá slíkan úr brjósta- mjólk í London. 10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. FEBRÚAR 2011 Sp ör eh f. s: 570 2790www.baendaferdir.is A L L I R G E T A B Ó K A Ð S I G Í B Æ N D A F E R Ð I R Hálftfæðiogallarskoðunarferðirinnifaldar Í þessari töfrandi ferð um eitt mikilvægasta hérað Ítalíu, Emilia - Romagna, kynnumst við fjölbreyttri menningu og stórbrotnum listum landsins. Ferðin hefst á flugi til Mílanó og þaðan verður ekið til Rimini þar sem við gistum í 5 nætur. Farið verður í skemmtilegar skoðunarferðir, t.d. til virkisbæjarins Gradara, þar sem er heillegur miðaldamúr og einn sá best varðveitti kastali á Ítalíu. Förum til gömlu hertogaborgarinnar Urbino og einnig til San Marino, smáríkis innan Ítalíu, minnstu borgar í Evrópu og elsta lýðveldis í heimi. Eftir góða daga verður ekið til Parma, þar sem gist verður í 2 nætur. Söngkonan Halla Margrét tekur á móti okkur og leiðir okkur um borgina. Farið verður í Parmigiano ostagerð, til Le Roncola, fæðingarbæjar Giuseppe Verdi og til Busseto, þar sem hann dvaldi síðustu árin sín. Kíkjum á kaffihús Höllu Margrétar og höldum þjóðhátíðardaginn hátíðlegan á Parma Rotta veitingastaðnum, en sá er á lista yfir bestu veitingastaði borgarinnar. Fararstjóri: Hólmfríður Bjarnadóttir Verð: 181.600 kr. á mann í tvíbýli Innifalið: Flug, skattar, hótelgisting, allar skoðunarferðir með rútu, hálft fæði, kvöldskemmtun með Höllu Margréti og íslensk fararstjórn. Sumarnótt við hafið 11. - 18. júní SUMAR 2 Morgunblaðið/Sigurgeir S Hókus Pókus Blaðamaður með pappírsvöndinn sem hann töfraði fram eftir leiðbeiningar Ingós. PRUFUTÍMINN Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Það er ekki laust við að þaðfylgi eitthvað dularfulltIngó Geirdal töframanniþegar hann kemur í heim- sókn til mín í vinnuna í þeim tilgangi að kenna mér eitt töfrabragð. Ingó hefur töframannslegt yfirbragð og býr yfir miklum leyndardómum sem hann deilir ekki með öllum. Hann ætlar þó að kenna mér eitt lítið bragð, það fyrsta sem hann lærði, þegar hann var tíu ára, og ég var eins spennt og tíu ára barn fyrir kennslunni því hvað er flottara en að geta slegið um sig með töfrabragði. Í bragðið þurfti tvær opnur úr Morgunblaðinu, þær voru klipptar þvert í sundur og notaðar þrjár ark- ir. Fyrst er ein örkin tekin og rúllað upp í hólk, þá kemur sú næsta og er annar endinn á henni settur inn í fyrsta hólkinn og rúllað áfram og sama gert með þá þriðju. Þá er hólk- inum aðeins þjappað saman og rifinn í sundur niður að miðju og svo aftur á hinn veginn, þannig að hann líti út eins og banani sem er búið að opna. Svo er tekið í blaðið sem liggur efst og það dregið upp og þá vex tré eða vöndur. Mjög einfalt og skemmtilegt bragð fyrir krakka og mig að gera. Beyglar hnífapör Ingó segir að hann hafi byrjað að sýna þetta bragð á jólaskemmt- unum. „Ég var tíu ára þegar ég byrj- aði að læra töfrabrögð og er búinn að vera að þessu í um þrjátíu ár. Þetta bragð tekur smá æfingu en ekkert miðað við hvað tekur að gera töfrabrögð eins og ég er að gera núna, ég er kannski búinn að eyða fimm til sex árum í að fullvinna eitt atriði sem tekur tvær mínútur í sýn- ingu,“ segir Ingó. Hann kennir mér ekki fleiri brögð en sýnir mér nokk- ur fyrir lengra komna. Ingó mætti ekki með stóra svarta töfra- mannatösku á staðinn eins og ég bjóst við heldur lítinn innkaupapoka utan um töfradótið sitt sem voru nú bara venjulegir hlutir sem hann gerði óvenjulega hluti við. Hann segist ekki notast við nein sérstök töfratæki. „Það er hægt að kaupa einhver töfratól sem gera galdurinn fyrir mann en það er ekk- ert gaman að því, ef maður leggur stund á þetta vill maður gera brögð Hókus pókus fyrir byrjendur Hvern langar ekki til að kunna að draga kanínur upp úr hatti, að láta fólk hverfa eða beygla hnífapör með hugaraflinu einu saman? Ingó Geirdal töframaður hefur fengist við töfrabrögð í þrjátíu ár og býr yfir miklum leyndardómum. Hann fékkst til að kenna blaðamanni eitt saklaust bragð sem á eftir að koma sér vel í partíum. Með frægum Ingó Geirdal með Alice Cooper en hann skemmti hon- um baksviðs á tónleikum 2005. Ingó skemmti einnig Depeche Mode bak- sviðs á tónleikum í Svíþjóð í fyrra. Fyrir þá sem hafa gaman af nýyrða- smíði gæti vefsíðan Urbandiction- ary.com verið skemmtileg. Hún er reyndar á enskri tungu en það sakar ekki að hafa ensk nýyrði á taktein- unum. Síðan var sett á laggirnar árið 1999 og síðan þá hafa verið sett þar inn 5.624.289 nýyrði eða orð með nýrri merkingu. Það eru notendur síðunnar sem setja þau inn og virðast vera duglegir við það. Margt þarna er mjög sniðugt en annað minna sniðugt. Hægt er að gefa nýyrðunum þumalputta upp eða þumalputta niður eftir því hversu sniðug manni finnst þau. Þarna má til dæmis sjá eitt nýyrði frá 21. febrúar sem fær um 5500 þumalputta niður en aðeins um 1500 upp, svo fólk hef- ur verið lítið hrifið af því. Flest orðin fá þó meira af upp en niður. Á forsíðu síðunnar má sjá nýjustu orðin og fylgja þeim útskýringar eins og í orðabók og dæmi um hvernig má nota þau í setningu. Auðvelt er að leita að orðum á síðunni, þeim er rað- að eftir stafrófsröð eða það er hægt að fá tilviljunarkennd orð upp. Í gær var orð dagsins Laborhood sem er öðruvísi en Neighborhood, La- borhood er hverfið sem þú vinnur í, Neighborhood þar sem þú býrð. Vefsíðan www.urbandictionary.com Reuters Í vinnunni Það má finna nýja merkingu fyrir flest orð. Orð með nýrri merkingu Eyþór Ingi leikur óskalög á orgel Langholtskirkju annað kvöld, sunnu- dagskvöld, kl. 20. Fyrir nokkrum árum fékk Eyþór Ingi þá snjöllu hugmynd að halda óskalagatónleika. Tónleikar þessi hafa vakið mikla athygli og verið mjög vel sóttir. Eyþór auglýsir eftir óskalögum til að spila á tónleikunum á orgel og má senda óskalagabeiðnir á netfangið eythor@akirkja.is. Dæmi um lög sem hafa verið flutt eru: Stairway to heaven, Theme from Star Wars, Bohemian Rhapsody, Ský- ið, Take five og sálmaspuni. Miðasala er við innganginn. Endilega … … fáið óskalag spilað á orgel Queen Hægt er að fá lagið Bohemian Rhapsody með Queen leikið á orgel.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.