Morgunblaðið - 26.02.2011, Blaðsíða 36
36 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. FEBRÚAR 2011
✝ Kristín GuðnýEinarsdóttir
var fædd á Bessa-
stöðum í Hrúta-
firði 6. október
1949. Hún lést á
Landspítalanum
við Hringbraut 18.
febrúar 2011.
Foreldrar henn-
ar voru Einar
Björnsson bóndi á
Bessastöðum, f.
23.3. 1897, d. 1.5. 1983, og
Helga Þorsteinsdóttir, f. 30.4.
1915, d. 7.2. 2011. Systkini
hennar: Björn, f. 14.11. 1941, d.
23.7. 1992, Högni Ófeigur, f.
foreldra sinna í stórum systk-
inahópi. Gekk í barnaskólann á
Laugarbakka, Héraðsskólann á
Reykjum, Húsmæðraskólann á
Varmalandi og lauk mat-
artækninámi við Mennta-
skólann í Kópavogi. Á sinni
lífsleið vann hún hin fjölbreyti-
legustu störf, s.s. versl-
unarstörf, sjómennsku, öræfa-
ferðir og flest störf sem
tengjast mat og matreiðslu.
Þótt starfvettvangur hennar
væri víða um land voru þó
Bessastaðir alltaf hennar fasti
punktur í tilverunni, þar end-
urbyggði hún gamalt hús og
þar var hennar lögheimili alla
tíð. Kristín var stór persónu-
leiki, bæði til orðs og æðis,
hjartahlý og greiðvikin.
Útför Kristínar verður gerð
frá Melstaðarkirkju í Miðfirði í
dag, 26. febrúar 2011, og hefst
athöfnin kl. 14.
20.12. 1944, Bjarni
Þór, f. 31.3. 1948,
Jón Ingi, f. 6.10.
1949, Þorsteinn, f.
1.12. 1952
Börn Kristínar
með Sigurði Sig-
urðarsyni, 1) Ólöf
Birna, f. 3.8. 1982,
sambýlismaður,
Kristinn Freyr
Þórsson, f. 4.2.
1984, barn: Kristín
Helga, f. 11.2. 2011. 2) Friðgeir
Einar, f. 22.11. 1983. Sambýlis-
maður Kristínar var John Za-
lewski, þau skildu.
Kristín ólst upp á heimili
Elsku mamma mín, það er erf-
itt að setjast niður og skrifa loka-
orð til þín. Ég hugsa að það sé erf-
itt að finna sterkari manneskju en
þig. Þú hefur barist eins og hetja
allan þann tíma sem þú hefur ver-
ið veik og uppgjöf var aldrei til í
þínum huga, þetta stríð ætlaðir þú
að vinna. Það er mér og fjölskyld-
unni allri mjög ánægjulegt að þú
hafir náð að sjá Kristínu Helgu og
fylgjast með henni þessa fyrstu
daga í lífi hennar. Það er okkur
ógleymanleg stund þegar Nonni
bróðir þinn kom með þig upp á
fæðingardeild svo að þú gætir séð
nöfnu þína nýfædda. Þú fékkst
hana í fangið og dáðist að henni í
tæpa tvo tíma og hún svaf svo
vært í ömmufangi. Þú varst svo
stolt af litlu ömmustelpunni og
ljómaðir öll þegar þú sást hana.
Hún á sko eftir að fá að heyra
margar sögur af ömmu Stínu í
framtíðinni, það er alveg öruggt
og ég skal sjá til þess að hún fái að
heyra hvað amma hennar var mik-
il hetja og töffari. Það er mér mikil
huggun að núna ertu búin að finna
frið eftir þessi erfiðu veikindi og
veit ég að núna ertu komin á betri
stað. Vil ég þakka þér fyrir allar
þær stundir sem við höfum átt
saman og munu þær stundir alltaf
lifa í hjarta mér. Hvíldu í friði,
elsku mamma mín, ég veit að þú
munt alltaf vaka yfir mér.
Ég sakna þín í birtingu að hafa
þig ekki við hlið mér
og ég sakna þín á daginn þegar
sólin brosir við mér.
Og ég sakna þín á kvöldin þegar
dimman dettur á.
En ég sakna þín mest á nóttinni
er svipirnir fara á stjá.
Svo lít ég upp og sé við erum
saman þarna tvær
stjörnur á blárri festinguni sem
færast nær og nær.
Ég man þig þegar augu mín eru
opin, hverja stund.
En þegar ég nú legg þau aftur, fer
ég á þinn fund.
(Megas.)
Ólöf Birna Kristínardóttir.
Það gekk illa hjá Bessastaða-
hjónunum að eignast stúlkubarn.
Loksins þegar hún kom þá fylgdi
henni strákur. Stína var eina
stelpan í sex systkinahópi og vildi
vera eins og „hinir strákarnir“ í
sinni barnæsku. Í minningunni
eru æskuárin á Bessastöðum eins
og ljúfur draumur þar sem dagleg
störf voru leikur og Stína fljótust
til að gera það sem þurfti og taldi
aldrei neitt eftir sér. Hún bætti við
sitt kvenlega uppeldi í Kvenna-
skólanum á Varmalandi. Eftir það
var hún eftirsóttur kokkur og af-
kastamikil saumakona. Hún lét
sér fátt fyrir brjósti brenna. Vann
við hálendisferðir hjá Úlfari Jak-
obsen og stundaði sjómennsku á
humar- og loðnuvertíðum og sem
skipsþerna hjá Eimskipafélaginu.
Hún eignaðist tvö börn með Sig-
urði Sigurðssyni verslunarmanni
sem hvarf af vettvangi þegar hún
gekk með yngra barnið. Eftir að
börni fæddust settist hún að á
Bessastöðum-syðri, endurbyggði
þar gamla íbúðarhúsið og vann um
árabil í Staðarskála. Þegar börnin
höfðu lokið grunnskóla á Laugar-
bakka flutti hún til Reykjavíkur
og bjó með Jóni Zalewski í Lunda-
hólum 5. Þeirra leiðir skildu fyrir
um fjórum árum. Þegar suður var
komið lauk Stína matartækninámi
við Menntaskólann í Kópavogi og
var þar með komin með réttindi í
því fagi sem hún vann mest við um
ævina. Hún var óvenjudugleg og
afar lífsglöð kona og einkar
skemmtilegur ferðafélagi. Við
hjónin ferðuðumst með henni og
Jóni m.a. til Barcelona og Krítar
og í stærri hópi til Norður-Nor-
egs. Eigum við ljúfar endurminn-
ingar úr þeim ferðum. Hún sá líka
um margar veislur fyrir okkur
hjónin í gegnum tíðina og það var
eins og annað sem hún kom ná-
lægt, gekk eins og ekkert væri
einfaldara og allir glaðir. Það
mátti treysta því að hún var alltaf
tilbúin að koma til að hjálpa okkur
hjónunum þegar við þurftum á því
að halda. Fyrir það þökkum við
nú.
Það var gaman að vaka eina
vornótt með Stínu og ekki síður
skemmtilegt þegar stórfjölskyld-
an kom saman. Þar var Stína alltaf
konan sem var manna kátust og
ekki skemmdi ef eitthvað var gott
í glasi. Og það var alveg ógleym-
anlegt að syngja með henni
Skjónukvæði og önnur hennar
upphaldslög. Þannig viljum við
muna hana Stínu.
Hryggðar hrærist strengur
hröð er liðin vaka
ekki lifir lengur
ljós á þínum stjaka.
Skarð er fyrir skildi
skyggir veröldina
eftir harða hildi
horfin ertu vina.
Klukkur tímans tifa
telja ævistundir
ætíð lengi lifa
ljúfir vinafundir.
Drottinn veg þér vísi
vel þig ætíð geymi
ljósið bjart þér lýsi
leið í nýjum heimi.
(Hákon Aðalsteinsson.)
Í dag kveðjum við kæra systur
og mágkonu sem lotið hefur í
lægra haldi fyrir því meini sem
átti að vera lítið mál að lækna þeg-
ar það greindist fyrir tæpum
tveimur árum. Það gekk því miður
ekki eftir þó að hún sýndi fádæma
baráttuþrek og bjartsýni í þeirri
viðureign. Undir lokin var það
hennar stóra gleði að fá að halda á
fyrsta barnabarninu sínu sem
fæddist réttri viku fyrir andlát
hennar. Megi gæfan fylgja afkom-
endum hennar í bráð og lengd
bæði bornum og óbornum.
Bjarni Þór Einarsson og
Árndís Alda Jónsdóttir.
Hún Stína mágkona er búin að
kveðja þessa jarðvist, eftir hetju-
lega baráttu við krabbamein, sem
hún var ákveðin í að sigra, allt
fram á síðasta dag. Það var svo
með allt sem Stína tók sér fyrir
hendur, að gefast upp var ekki til í
hennar hugsun, enda órög við að
fara ótroðnar slóðir.
Hún var mikið náttúrubarn og
naut sín vel í fjallaferðunum með
Úlfari Jakobssyni þar sem hún
var kokkur mörg sumur á eldhús-
bílnum.
Heimasveitin var henni mjög
kær og var hún afar fús að leggja
Bessastaðabúinu lið þegar þörf
var á og hún hafði aðstæður til,
oftar en ekki lentum við í alls kon-
ar ævintýrum ef við tókum að okk-
ur bústörfin, spurningin var bara.
„Hvað gerist næst?“
Börnin hennar, Ólöf Birna og
Friðgeir Einar (Dúddi), voru
henni miklir gleðigjafar, hún var
mikil móðir og ekki síður félagi,
mér er minnisstætt hvað hún
ræddi við Ólöfu, pínulitla, sem
jafningi væri.
En nú er hún Stína komin til
Bjössa bróður síns, sjálfsagt eru
þau að braska eitthvað saman, eða
rökræða við foreldra sína.
Hjartans þakkir fyrir sam-
fylgdina þennan allt of stutta tíma.
Elsku litla fjölskylda, Ólöf,
Diddi, Kristín Helga og Dúddi
minn.
Ég bið guð að styrkja ykkur í
sorginni.
Ólöf Pálsdóttir.
Það er skammt stórra högga á
milli í Bessastaðafjölskyldunni
þessa dagana. Fyrir viku fylgdum
við Helgu ömmu til grafar og í dag
kveðjum við dóttur hennar, Krist-
ínu Einarsdóttur, eða Stínu
frænku eins og við kölluðum hana
alltaf.
Stína var hörkukona sem við
systkinin litum mikið upp til. Hún
var alltaf hress, kát og drífandi.
Hún sagði sína meiningu hiksta-
laust og lét ekkert á sig fá. Æsku-
minningin um Stínu frænku er
sveipuð hetjuljóma. Hún var hetj-
an sem brunaði um á Skódanum
sínum, vann uppi á fjöllum á
stórum trukkum með túrista nú
eða skellti sér á sjóinn. Hún var
kona sem vílaði ekkert fyrir sér.
Við vildum verða eins og Stína
frænka þegar við yrðum stór.
Töffari er kannski besta lýsingar-
orðið yfir hana frænku okkar.
Stína eignaðist börnin sín Ólöfu
Birnu og Friðgeir Einar með
stuttu millibili og réðst þá í það
verk að skapa þeim heimili, sjálf-
stæð móðirin. Hún gerði upp
gamla bæinn á melnum á Bessa-
stöðum sem Þuríður amma henn-
ar og Bjarni heitinn byggðu á sín-
um tíma. Til að fjármagna
endurbygginguna vann Stína
mjög mikið og við systurnar feng-
um það verkefni að passa krakk-
ana nokkur sumur á Bessastöð-
um. Þó að við hefðum þetta
formlega og vel borgaða verkefni
er auðvitað ljóst að Lóa og Bjössi
og amma Helga báru hitann og
þungann af því. Við munum eftir
Stínu að smíða eldhúsinnrétt-
inguna, pússa gólf og skápa,
sauma gardínur og í skógrækt í
kringum húsið til að temja
norðangarrann í Hrútafirðinum. Í
eldhúsinu á Melum er platti sem á
stendur „Gott skap gerir vinnuna
létta“ og þessi orð hafði Stína svo
sannarlega að leiðarljósi í lífinu.
Stína flutti til Reykjavíkur þegar
börnin hennar fóru í framhalds-
skóla og þar var tekið á móti okk-
ur með sama myndarbragnum og
heima í sveitinni. Á tyllidögum
eins og á bolludegi og sprengidegi
borðuðum við systkinin sem
bjuggum í Reykjavík oft hjá Stínu
frænku, því ekki kunnum við að
elda svoleiðis dýrindi. Hún hélt
ævinlega þorrablót og þar var
gleði og gaman og gott að borða.
Ef við þurftum á aðstoð að halda
var ávallt viðkvæðið „ekkert mál“
þegar við leituðum til Stínu. Hvort
sem um var að ræða að gista hjá
henni í þrjár vikur meðan á verk-
námi í Reykjavík stóð, að sauma
gardínur fyrir stofugluggana eða
að fá að vera hjá henni um áramót
eða páska ef maður komst ekki
norður vegna vinnu.
Stína barðist við krabbamein
síðastliðin tvö ár og því miður
hafði krabbinn betur. Okkur lang-
ar til að þakka Dísu frænku fyrir
að vera einstök hjálparhella á síð-
ustu mánuðum Stínu. Þar fer önn-
ur dugnaðarkona sem lætur verk-
in tala. Hinn 11. febrúar 2011
eignaðist Stína sitt fyrsta barna-
barn, hana Kristínu Helgu, og fyr-
ir guðsmildi fengu þær að hittast
og kynnast aðeins áður en leiðir
skildi.
Elsku Ólöf og Dúddi, við send-
um okkar dýpstu samúðarkveðj-
ur. Stína frænka mun alltaf eiga
stað í hjarta okkar. Takk fyrir allt,
elsku Stína.
Þar sem englarnir syngja sefur þú
sefur í djúpinu væra.
Við hin sem lifum, lifum í trú
að ljósið bjarta skæra
veki þig með sól að morgni.
(Bubbi Morthens)
Ingunn Helga Bjarnadóttir,
Ragnhildur Bjarnadóttir og
Jón Árni Bjarnason.
Samleið okkar Stínu var löng
og farsæl og bar aldrei skugga á.
Æska okkar var samtvinnuð, við
vorum dætur samlyndra systra og
vináttan erfðist til okkar frænkn-
anna og hefur tryggðarbandið á
milli okkar aldrei slitnað og aðeins
styrkst með árunum.
Stína var ein sú óeigingjarnasta
manneskja sem ég hef kynnst,
hún var alltaf boðin og búin til
hjálpar og var fyrst á staðinn,
sama hvað var eða hver átti í hlut.
Hún var einstaklega næm á að
finna hvar hjálpar var þörf, bæði í
fjölskyldunni og utan hennar.
Aldrei var haldin sú veisla hjá mér
og mínum nánustu, skírn, ferming
eða gifting, þar sem Stína töfraði
ekki fram stórkostleg veisluborð
eins og henni einni var lagið. Öll
verkefni voru leyst af alúð og um-
hyggju.
Stína vann mest við matseld og
voru verkefnin fjölbreytt, ekki
alltaf hefðbundin og oft þurfti hún
að vinna við erfiðar aðstæður.
Snjósleðaferðir með nokkurra
mánaða gamalt barn og barningur
við storm og ófærur til að komast í
vinnu, vinna á sjó og á fjöllum þar
sem vinnudagurinn var oft óheyri-
lega langur og lítið um svefn.
Þetta eru bara örfá dæmi um
verkefni Stínu í gegnum árin. Í
hennar huga þá voru svona hlutir
ekkert erfiðir – heldur bara verk-
efni sem þurfti að leysa og hafa
gaman af.
Stína var einstæð móðir
tveggja barna, Ólafar Birnu og
Friðgeirs Einars, sem voru auga-
steinarnir hennar og takmarkið í
lífinu var að koma þeim til manns.
Þau nutu ástar hennar og um-
hyggju og voru það sem gaf lífi
hennar gildi. Það var aldrei spurn-
ing um forgangsröðunina hjá
Stínu, börnin voru henni allt. Eftir
fæðingu Friðgeirs Einars gerði
hún upp hús ömmu sinnar á Syðri
Bessastöðum og bjó þar í haginn
fyrir sig og börnin sín. Það var
ekki lítið verk þar sem það hafði
staðið autt í tugi ára og ófá hand-
tökin sem þurfti til að koma því í
íbúðarhæft ástand. En með góðri
hjálp bræðra hennar varð þetta að
fallegu heimili fyrir litlu fjölskyld-
una sem naut nálægðar og stuðn-
ings fjölskyldunnar „í neðra“ eins
og Stína orðaði það.
Hún velti sér aldrei upp úr sorg
og sút. Í gegnum öll hennar veik-
indi var gert grín að hlutunum og
tekist var á við veikindin eins og
hvert annað verkefni sem þurfti
að leysa með svartan húmor að
vopni. Þegar hún missti hárið
fannst henni óþægilegt að vera
með höfuðfat eða hárkollu svo hún
sleppti því yfirleitt. Tilgerð var
ekki að hennar skapi og hún ákvað
það að ef fólk gæti ekki horft á
hana svona skyldi það bara horfa á
eitthvað annað. „Tökum eina
Stínu á þetta“ er orðið viðkvæði í
fjölskyldunni ef eitthvað fer úr
skorðum eða staðið er frammi fyr-
ir vandamálum. Sem sagt verum
ekki að væla yfir þessu – leysum
þetta bara.
Stína er ekki lengur hjá okkur.
Ég horfi á farið í koddanum henn-
ar í sófanum mínum og það kemur
enginn úr kofanum á morgnana og
býður hraustlega góðan daginn.
Það er tómlegt í kotinu núna og
söknuðurinn er mikill.
Elsku Dúddi minn, Ólöf Birna,
Diddi og litla Kristín Helga, við
Nonni sendum ykkur okkar bestu
hugsanir.
Hjördís Edda Ingvarsdóttir.
Kristín Guðný
Einarsdóttir
Fleiri minningargreinar
um Kristínu Guðnýju Ein-
arsdóttur
✝
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför elsku-
legrar dóttur minnar, móður okkar, tengda-
móður, ömmu og systur,
SIGRÍÐAR BJARKAR ÞÓRISDÓTTUR,
Arnarkletti 30,
Borgarnesi.
Guð blessi ykkur öll.
Júlíana Hálfdánardóttir,
Svanhildur Margrét Ólafsdóttir, Jón Þór Þorvaldsson,
Þórir Valdimar Indriðason, María Hrund Guðmundsdóttir,
Anna Heiðrún Þorvaldsdóttir, Samúel Helgason,
Þorvaldur Ægir Þorvaldsson,
ömmubörn og systkini.
✝
Hjartans þakkir fyrir hlýhug og samúð við
andlát og útför ástkærrar móður okkar,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
BRYNHILDAR JÓNSDÓTTUR.
Jón Svavar Úlfljótsson,
S. Fanney Úlfljótsdóttir, Björn M. Björgvinsson,
Björg Jóhannsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Innilegar þakkir til allra þeirra sem auð-
sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát
og útför elskulegrar móður okkar, tengda-
móður, ömmu og langömmu,
MÖRTU SVEINSDÓTTUR,
áður Hjallabraut 33,
Hafnarfirði.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á hjúkrunarheimilinu Sólvangi,
Hafnarfirði.
Gísli Wíum, Kolbrún Aradóttir,
Hildur Wíum, Sævar B. Sigfússon,
Þór Wíum, Hjördís Hermannsdóttir,
Sveinn Wíum,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem
sýndu okkur samúð og hlýhug varðandi
andlát og útför okkar ástkæru
GUÐRÚNAR BRYNJÓLFSDÓTTUR.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á
Garðvangi í Garði fyrir einstaka umönnun
og hlýju.
Valtýr Sæmundsson,
Sæmundur Valtýsson,
Guðlaugur Valtýsson, Sigríður Björnsdóttir,
Anna Marta Valtýsdóttir, Árni Ólafur Þórhallsson,
Brynja Þóra Valtýsdóttir, Grétar I. Guðlaugsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim
sem sýndu okkur samúð og hlýhug við
andlát og útför hjartkærrar móður okkar
og ættarstólpa,
VIVAN SVAVARSSON.
Fyrir hönd tengdabarna, allra afkomenda,
vina og vandamanna,
Ingunn Franzén,
Elín Sólveig Benediktsdóttir,
Gunnar Benediktsson,
Hallgrímur Benediktsson.