Morgunblaðið - 26.02.2011, Blaðsíða 24
24 FRÉTTIRViðskipti | atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. FEBRÚAR 2011
● Seðlabanki Rússlands tilkynnti í gær
að stýrivextir yrðu hækkaðir um 0,25
prósentur og yrðu þá 8%. Er þetta
fyrsta vaxtahækkun bankans frá því í
desember 2008.
Stjórn bankans segir í yfirlýsingu, að
vaxtahækkunin hafi verið ákveðin vegna
þess að vísbendingar séu um að verð-
bólga í landinu sé vaxandi. Sé jafnframt
verið að skapa skilyrði fyrir innflæði
fjármagns í landið á sama tíma og olíu-
verð á heimsmarkaði fer hækkandi.
Seðlabanki Rússlands
hækkar vexti um 0,25%
Morgunblaðið/Einar Falur
Moskva Rússar hækka stýrivexti
vegna verðbólguhorfa.
Bjarni Ólafsson
bjarni@mbl.is
Óraunhæft er að stefna að því að byggja upp
innstæðutryggingasjóð, sem getur mætt stóru
kerfisáfalli á íslenskum fjármálamarkaði.
Kemur þetta fram í minnisblaði efnahags- og
viðskiptaráðuneytis vegna frumvarps um ný
lög um innstæðutryggingar.
Segir í minnisblaðinu að heildarinnstæður í
íslenskum bönkum séu um 1.500 milljarðar
króna og þar af séu um 400-600 milljarðar
tryggðir, samkvæmt frumvarpinu. Til að
mæta algeru hruni á íslenska bankakerfinu
þyrfti sjóðurinn því að vera í kringum 500
milljarða króna stór, en slík stærð væri afar
kostnaðarsöm.
Af lestri minnisblaðsins má draga þá álykt-
un að ráðuneytið telji að innstæðutrygginga-
sjóður geti í raun ekki tryggt innstæðueigend-
ur fyrir falli eins af stóru bönkunum þremur
án þess að ríkið hlaupi undir bagga með hon-
um. Í frumvarpinu segir hins vegar að ríkið
beri enga ábyrgð á skuldbindingum sjóðsins.
Ráðuneytið telur að líkur á falli eins af
stóru bönkunum séu afar litlar. „Gerist slíkt
engu að síður yrði að mæta því með inn-
gripum af hálfu ríkisins enda væri efnahags-
legt öryggi ríkisins þá í hættu.“
Ráðuneytið telur raunhæfara að ætla inn-
stæðutryggingakerfinu að mæta áfalli þegar
innlánsstofnun, sem er ekki kerfislega mik-
ilvæg, lendir í greiðsluþroti. Ætti það þá við
um sparisjóði og smærri banka.
Hærri trygging og hærri iðgjöld
Frumvarpið felur í sér að innstæður eru
tryggðar af tryggingasjóðnum en fjárhæðin er
takmörkuð við um 100.000 evrur, andvirði um
16 milljóna króna. Í fyrri lögum takmarkaðist
ábyrgð sjóðsins við tæpar 20.900 evrur. Þá
fjölgar undantekningum, þannig að innstæður
sveitarfélaga, ríkissjóðs og opinberra stofnana
og fyrirtækja eru undanskilin tryggingunni,
svo dæmi séu tekin.
Önnur stór breyting frá gildandi lögum er
að iðgjald bankastofnana í tryggingasjóðinn
hækkar til mikilla muna. Nú greiða bankar á
hverju ári 0,15 prósent af tryggðum innlánum
fyrra árs í sjóðinn, en í frumvarpinu er þetta
hlutfall hækkað í 1,0 prósent. Ofan á það bæt-
ist áhættuhlutfall, sem metið er af
Fjármálaeftirlitinu og þá þurfa bankar, sem
eru með meira en 10 prósent af heildarinn-
lánum í landinu, að greiða aukalega í sjóðinn.
Metur efnahags- og viðskiptaráðuneytið það
sem svo að iðgjöld muni nema um sjö millj-
örðum á ári og að sjóðurinn muni ná lögbund-
inni lágmarksstærð árið 2020. Er markmiðið
að eignir sjóðsins nemi alls um 4 prósentum af
heildarinnlánum í landinu. Telur ráðuneytið
reyndar að óþarfi sé að hafa iðgjöldin eins há
og frumvarpið gerir ráð fyrir og mælir með
því að það verði lækkað úr 1,0 prósenti á ári í
0,3 prósent.
Ríkið verði að hlaupa undir bagga
Frumvarp 4-600 milljarðar eru tryggðir samkvæmt frumvarpi um innstæðutryggingar.
Efnahags- og viðskiptaráðuneyti telur óraunhæft að Tryggingasjóður innstæðueigenda geti tryggt
að fullu allar innstæður Færi stór banki á hausinn þyrfti ríkið að bregðast við með einhverjum hætti
Tryggingasjóður
» Heildarinnlán í íslenskum innláns-
stofnunum nema nú um 1.500 millj-
örðum króna.
» Innlán, sem undanskilin eru trygg-
ingavernd, nema að mati efnahags- og
viðskiptaráðuneytis um 200-300 millj-
örðum króna.
» Heildarfjárhæð tryggðra innstæðna á
Íslandi nemur um 400-500 milljörðum
króna.
» Miðað er við að sjóðurinn innihaldi um
4 prósent tryggðra innlána, sem myndi
nema um 50 milljörðum króna.
● Bandaríska viðskiptaráðuneytið hef-
ur fært niður hagvaxtartölur fyrir síð-
asta fjórðung. Hagvöxtur í lok síðasta
árs nam samkvæmt mælingu yfirvalda
2,8% en ekki 3,2% eins og bráða-
birgðaniðurstöður sýndu. Er þetta
þvert á væntingar sérfræðinga sem
höfðu talið að endurmat hagvaxtar á
tímabilinu myndi leiða í ljós að hann
hefði verið 3,3%. Að sögn við-
skiptaráðuneytisins var hagvöxtur í
Bandaríkjunum í fyrra minni en í
fyrstu var talið eða 2,8% en ekki
2,9%. Bandaríkin Minni hagvöxtur.
Hagvaxtartölur í Bandaríkjunum færðar niður
● Alls voru 1.625 fiskiskip á skrá hjá Siglingastofnun árið 2010 og hafði þeim
fjölgað um 43 frá árinu áður. Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofunni voru tog-
arar alls 57 og fækkaði um einn frá árinu á undan. Heildarstærð togaraflotans
var 65.087 brúttótonn og hafði hann minnkað um 2.783 brúttótonn frá 2009.
Opnir fiskibátar voru 807 talsins og 3.857 brúttótonn að stærð. Þeim fjölgaði
um 51 milli ára og heildarstærð þeirra jókst um 242 brúttótonn.
Fjöldi vélskipa var alls 761 og samanlögð stærð þeirra 83.457 brúttótonn. Vél-
skipum fækkaði um 7 skip á milli ára og flotinn minnkaði um 3.312 brúttótonn,
að því er fram kemur á vef Hagstofunnar.
Fiskiskipum fjölgar milli ára
● 140 ný einkahlutafélög voru skráð
í janúar, samanborið við 157 einka-
hlutafélög í janúar 2010, sem jafn-
gildir tæplega 11% fækkun milli ára.
Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar.
Flest ný einkahlutafélög voru skráð
í flokkunum heild- og smásöluverslun
og viðgerðir á vélknúnum ökutækj-
um.
Í janúar voru 95 fyrirtæki tekin til
gjaldþrotaskipta samanborið við 103
fyrirtæki í janúar 2010, sem jafngildir
tæplega 8% fækkun milli ára. Flest
gjaldþrot voru í byggingarstarfsemi
og mannvirkjagerð, að því er fram
kemur á vef Hagstofu Íslands.
Nýjum félögum fækkar
Samdráttur
breska hagkerf-
isins á síðasta
ársfjórðungi var
meiri en fyrstu
mælingar gáfu til
kynna. Sam-
kvæmt end-
urmati breskra
yfirvalda nam
samdrátturinn
0,6% en ekki
0,5% eins og
fyrstu mælingar bentu til. Er þetta
mesti samdráttur á einum ársfjórð-
ungi frá því á öðrum ársfjórðungi
árið 2009.
Þó svo að slæmu tíðarfari sé að
einhverju leyti kennt um minnk-
andi umsvif í hagkerfinu í vetur þá
er samdrátturinn mikið áhyggju-
efni þar sem hann mælist áður en
áhrifa aðhalds- og niðurskurð-
araðgerða stjórnvalda er tekið að
gæta að fullu. Sérfræðingar telja
þau áhrif munu koma fram í ríkara
mæli á næstu mánuðum og halda
niðri eftirspurn í hagkerfinu.
Á sama tíma og samdráttur
mælist í breska hagkerfinu er verð-
bólga tvöfalt meiri en verðbólgu-
markmið Englandsbanka kveða á
um en Mervyn King, seðla-
bankastjóri, hefur varað við því að
hún stefni í 5% á næstu mánuðum.
Englandsbanki milli
steins og sleggju
Þetta þýðir að Englandsbanki er á
milli steins og sleggju þegar kemur
að vaxtaákvörðunum. Stýrivextir
hafa verið í sögulegu lágmarki eða
um 0,5% í tvö ár en á sama tíma hef-
ur Englandsbanki gripið til pen-
ingaprentunar til að örva hagvöxt.
Ljóst er að ekki verður mikið
lengra gengið í þeim efnum án þess
að hætta á að verðbólga fari end-
anlega úr böndunum. En að sama
skapi blasir við að hagvaxtarhorf-
urnar nánast útiloka að vextir verði
hækkaðir á næstu misserum.
ornarnar@mbl.is
Meiri sam-
dráttur í
Bretlandi
Regn Þungt yfir
breska hagkerfinu
um þessar mundir.
Skilanefnd Landsbankans og skila-
nefnd Glitnis komust fyrir nokkru síð-
an að samkomulagi um uppgjör kaup-
réttarsamninga síðarnefndu
skilanefndarinnar á stórum hlut í
verslanakeðjunni Iceland. Á árinu
2008 seldi Baugur Group nánast allt
hlutafé í Iceland til Landsbankans til
að bæta lausafjárstöðu sína. Baugur,
sem nú er í skiptameðferð, fékk þó
kauprétti á Iceland á móti, til að geta
eignast félagið síðar. Þeir kauprétt-
arsamningar voru síðan veðsettir hjá
Glitni til aukinnar fyrirgreiðslu vegna
óskyldra fjárfestinga. Eftir að stóru
bankarnir féllu einn af öðrum stóð því
skilanefnd Glitnis uppi með kauprétt-
arsamninga á talsverðu magni hluta-
fjár í Iceland. Þeir samningar voru
hins vegar gerðir upp á árinu 2009, en
skilanefnd Landsbankans borgaði
Glitni út úr samningunum. Ekki tókst
að afla upplýsinga um hvað skila-
nefnd Landsbankans greiddi Glitni
fyrir uppgjör samninganna. Glitnir á
engu að síður talsvert stóran hlut í
Iceland, eða um 10%. Bankinn keypti
um þrjá fjórðu þeirrar eignar af
Baugi sumarið 2008, en afgangurinn
var veðsettur bankanum vegna ann-
arra skuldbindinga Baugs. Skila-
nefnd Landsbankans á um 67% hlut í
félaginu, sem er í sölumeðferð.
thg@mbl.is
Kaupréttir á Ice-
land gerðir upp
Glitnir átti
kauprétt á stórum
hlut í Iceland
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Glitnir Fékk greitt frá skilanefnd
Landsbanka vegna kaupréttar.
Fyrirtaka var í skuldainnheimtu-
máli Arion banka á hendur fyrrver-
andi starfandi stjórnarformanni
Kaupþings, Sigurði Einarssyni, fyr-
ir Héraðsdómi Reykjavíkur í gær.
Málið er enn í fresti, en heimildir
Morgunblaðsins herma að lögmenn
Sigurðar reyni nú að ná sátt við Ar-
ion banka til að komast hjá dóms-
máli. Gestur Jónsson flytur málið
fyrir Sigurð, en héraðsdómur veitti
aðilum málsins frest fram í miðjan
mars til að freista þess að ná sátt.
Fram kemur í skýrslu rannsókn-
arnefndar Alþingis að útistandandi
lán Kaupþings til Sigurðar Ein-
arssonar til kaupa á hlutabréfum í
bankanum sjálfum hafi numið alls
6,3 milljörðum króna við banka-
hrun haust 2008. Málið sem Arion
banki sækir nú á hendur Sigurði
tengist þó ekki lánum til hluta-
bréfakaupa. Upphæðirnar sem um
er að tefla í því máli hlaupa á tug-
um milljóna króna, eftir því sem
næst verður komist. thg@mbl.is
Skuldamáli Sigurðar
Einarssonar frestað
!"# $% " &'( )* '$*
++,-./
+01-23
++3-.4
/+-42
/5-15+
+0-+54
+/4-2
+-4+/.
+0+-0+
+,.-30
++1-/
+01-0/
++0-/.
/+-4.2
/5-11/
+0-+,3
+/,-50
+-4+3
+0/-2,
+15-/2
/+,-.1.1
++1-40
+03-/3
++0-14
/+-,,1
/5-3/2
+0-/+
+/,-42
+-4/++
+0/-0.
+15-10