Morgunblaðið - 05.04.2011, Síða 10
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. APRÍL 2011
Ljósmynd/Halldór Sveinbjörnsson
Á ferð Martha segir að hugsa þurfi hlaupin sem lífsstíl sem byggist upp.
María Ólafsdóttir
maria@mbl.is
Martha Ernstsdóttir erflestum landsmönnumkunn en hún hefur ífjölda ára skarað fram
úr í hópi íslenskra hlaupara. Margir
muna líka eftir því þegar Martha
hljóp 10 km í Reykjavíkurmaraþon-
inu komin sjö mánuði á leið. Hún
segir þungun ekki eiga að stöðva
konur í því að hlaupa.
Fram á sjöunda mánuð
„Nú er svo langt síðan ég átti
fyrri strákinn minn að ég man ekki
hvenær ég hætti með hann en ég
hljóp fram á sjöunda mánuð með
þann yngri. Þá fannst mér ég vera
orðin svo þung að þetta hentaði mér
ekki lengur. Þá fór ég bara að
ganga og gera eitthvað annað í
staðinn. Strákurinn er núna 13 ára
og ég fæ enn í dag spurninguna: Já,
varst það ekki þú sem hljópst í
Reykjavíkurmaraþoni 10 km kasól-
étt? Hann er þannig lagað má segja
þekktur fyrir að hafa verið inni í
maganum á mér í þessu hlaupi. Það
gilda í raun ekki önnur viðmið um
hlaup á meðgöngu en þau að fyrstu
vikurnar og mánuðina finnur maður
að líkaminn er að breytast, maður
verður móðari og orkan fer annað.
Þess vegna er mikilvægt að hlusta á
líkamannn og konur eru örugglega
miklu meðvitaðri um líkama sinn
ófrískar. Svo lengi sem maður gerir
það er ekkert sem mér finnst mæla
á móti hlaupum á meðgöngu. Ég
myndi þó aldrei mæla með því að
óvanar konur byrji að skokka á
meðgöngu. Hér áður fyrr hreyfðu
konur sig mikið en á annan hátt,
amma mín fór t.d. liggur við út í
fjós, átti barn og fór svo aftur út í
fjós. En síðan kom tímabil þar sem
ýmsar mýtur dúkkuðu upp. Ég hef
heyrt konur segja að læknirinn hafi
sagt þeim að þær gætu fengið leg-
sig af því að hlaupa. Fyrir mér er
það bara hlægilegt því ég hef frekar
heyrt konur segja að grindarbotn-
inn styrkist á því að hlaupa eða
hreyfa sig. Sérstaklega ef maður er
meðvitaður um það.“ Þegar Martha
er beðin um almenn ráð fyrir þá
sem ætla að byrja að hlaupa nú með
hækkandi sól segir hún mikilvægast
að vera á góðum skóm og ekki fara
of geyst.
Minna heldur en meira
Hversu langt eða oft fólk
hlaupi segir Martha fara mikið eftir
því hvort það hafi eitthvað hreyft
Mest er ekki
endilega best
Martha Ernstsdóttir hlaupakona hljóp á sínum tíma fram á sjöunda mánuð með-
göngu. Hún segir ekkert mæla gegn slíku en mikilvægast sé að kunna að hlusta á
líkama sinn. Almennt séð mælir hún með að fólk ætli sér ekki um of heldur byggi
frekar upp hlaupaþol smátt og smátt og geri hlaupin að lífsstíl.
Á vefnum trening.no er að finna mik-
ið magn alhliða upplýsinga um lík-
amsrækt og hreyfingu, enda er hann
einn sá stærsti sinnar tegundar í
Noregi.
Þarna eru nýjustu fréttir úr þjálf-
unarheiminum, gefin eru góð ráð um
hreyfingu, fjallað er ítarlega um
styrktarþjálfun sem og þolþjálfun,
farið er yfir það sem lýtur að næringu
og sömuleiðis hvernig hvetja megi
sjálfan sig áfram við púlið. Þá er á
vefnum spjallsvæði þar sem gestir
síðunnar deila reynslu og upplýs-
ingum um allt er lýtur að heilsurækt.
Höfundar greina á vefnum eru allir
með menntun í íþrótta- eða heil-
brigðisfræðum og/eða menntun í
blaðamennsku. Kemur fram á vefnum
að takmarkið með honum sé að bjóða
þeim sem stunda líkamsrækt eða
hafa áhuga á hreyfingu yfirvegaðar
upplýsingar um málaflokkinn.
Vefsíðan www.trening.no
Kvillar Á trening.no má til dæmis finna góða umfjöllun um bakverki.
Fagleg umfjöllun um heilsurækt
Hlauparar á öllum aldri ættu að grípa
gæsina og spretta úr spori í 33. Flóa-
hlaupi UMF Samhygðar sem fram fer
í Gaulverjabæjarhreppi á laugardag.
Hlaupið hefst kl. 14 og verður ræst
frá Félagslundi.
Keppt verður í þremur vegalengd-
um, þriggja, fimm og tíu kílómetra
hlaupi og verður tímataka á öllum
vegalengdum. Boðið er upp á tíu mis-
munandi flokka, eftir kyni og aldri
þátttakenda.
Veitt verða verðlaun fyrir þrjá
fyrstu í hverjum flokki en nánari upp-
lýsingar um hlaupið má fá hjá Mark-
úsi Ívarssyni.
Endilega…
…sprettið úr spori í Flóahlaupi
Morgunblaðið/Sigurður Jónsso
Víðsýni Vel viðraði á þátttakendur í Flóahlaupinu árið 2006.
Svokallað Bar Method er nýjasta æð-
ið í líkamsrækt vestanhafs. Líkt og
nafnið gefur til kynna er notast við
slár til að teygja á og styrkja vöðva
líkamans. Minnir líkamsrækt þessi
því nokkuð á ballett af myndum að
dæma. Ekki er þó um slíkt að ræða
heldur klukkutíma langan tíma þar
sem unnið er með allan líkamann.
Hitað er upp með handlóðum og arm-
beygjum og síðan færast æfingarnar
yfir á slá þar sem vöðvar í fótum eru
styrktir og loks gerðar magaæfingar,
bæði á slá og dýnu. Bar Method mið-
ar því að því að styrkja vöðva til
muna og ku henta konum vel sem
vilja ekki lyfta en hafa þó sterk-
byggðan líkama. Sá munur er sagður
helstur á Pilates og Bar Method að í
hinu síðarnefnda er líkaminn sjálfur
notaður meira sem tæki til að styrkja
og móta alla helstu vöðvahópa lík-
amans. Æfingar í Pilates eru að
mestu gerðar á dýnum og oft sitjandi
en í Bar Method eru notaðar bæði
slár og dýnur. Bar Method- og Pilat-
es-æfingar geta því farið vel saman
fyrir þá sem vilja aukna fjölbreytni í
hreyfingu en halda sig við líkams-
rækt sem hefur svipuð markmið.
Nýjasta heilsuæðið
Vöðvarnir
styrktir með
æfingum á slá
Vöðvauppbygging Svokallað Bar Method, byggist upp á æfingum við slá.
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.
Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is
Birt með fyrirvara um prentvillu. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku.
Ath. að verð getur breyst án fyrirvara.
Frá kr. 119.900 með „öllu inniföldu“
Verð kr. 119.900
Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli
í 9 nætur með öllu inniföldu á Hotel
Griego Mar ***.
Costa del Sol
6. maí í 9 nætur
Heimsferðir bjóða frábæra 9 nátta ferð til Costa del
Sol í vor. Í boði er frábært sértilboð, með “öllu inniföl-
du” á Griego Mar hótelinu sem var mjög vinsælt meðal
farþega Heimsferða í fyrra. Ath. mjög takmarkaður
fjöldi herbergja í boði á þessum kjörum.
Gríptu þetta frábæra
tækifæri og njóttu lífsins
í vor á Costa del Sol á
ótrúlegum kjörum.