Morgunblaðið - 05.04.2011, Page 17

Morgunblaðið - 05.04.2011, Page 17
17 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. APRÍL 2011 Turnar tveir Tónlistarhúsið Harpa og Höfðatúnsturninn eru glerhýsi sem setja svip á borg. Árni Sæberg Þegar forseti Íslands ákvað að almenningur fengi að eiga síð- asta orðið í Icesave-málinu var rétt niðurstaða fengin hvort sem þjóðin svo samþykkir eða synj- ar. Færa má rök fyrir bæði jái og neii. Ríkisstjórnin hefur helg- að sig því að tala máli hinna er- lendu ríkja heima í stað þess að tala máli Íslands útávið. Ein- hverjir kunna því að telja nauð- synlegt að fallast á kröfurnar enda séu þeir sem eiga að vera í forsvari fyrir þjóðina ekki líklegir til að verja afstöðu Íslendinga verði málið fellt. Aðrir gætu óttast að erlend ríki muni beita okkur þving- unum fyrir það eitt að vilja fylgja lögum. Þeir sem hallast að því að þannig gerist kaupin á eyrinni í samskiptum ríkja vilja þá líklega forð- ast að eggja óbilgjarnan. Víst er að ef Íslend- ingar synja lögunum staðfestingar mun það ergja margan embættismanninn sem er að verða uppiskroppa með teppi til að sópa brot- um alþjóðlegu banka- og skuldakrísunnar und- ir. Það má því finna rök fyrir ólíkri afstöðu. Verst er að mikið vantar upp á að umræðan sé til þess fallin að gefa fólki kost á að taka ákvörðun á réttum forsendum. Að láta raunveruleikann ekki trufla sig Það er eitthvað sérlega óviðfelldið við það að spekingar sem höfðu alveg einstaklega rangt fyrir sér í aðdraganda efnahagshrunsins og voru svo staðnir að því að hafa farið ítrekað með fullkomlega rangt mál í fráleitum hræðsluáróðri vegna Icesave I og II skuli ekki sjá sóma sinn í því að vera hófsamari í mál- flutningi í þriðju umferð. Þeir hinir sömu eru nú mættir sem helstu talsmenn Icesave III og hafa engu gleymt og ekkert lært. Nú má vera að þessu fólki hafi tekist að sannfæra sjálft sig það rækilega að engu breyti hversu oft raunveruleikinn andæfir því. Ófáar sálfræðibækur hafa verið skrif- aðar um slík einkenni. Dómgreindarbresturinn kemst hins vegar á nýtt og alvarlegra stig þegar sama fólk telur sig enn og aftur best til þess fallið að segja öllum öðrum hvað þeir eigi að gera og nota til þess sömu skýringar og reyndust alrangar. Þeir sem vita betur Það er merkilegt að sjá hverjir eru helstu talsmenn kröfugerðar Breta og Hollendinga. Þeir koma flestir úr þeim hópi fólks sem er stundum skilgreindur sem „elítan“ í þjóðfélagsumræðu á Vesturlöndum. Embætt- is- og stjórnmálamenn, háskólamenn (fastráðn- ir hjá ríkinu), fjölmiðlamenn með köllun, bankastjórar, forstjórar og forsprakkar „aðila vinnumarkaðarins“. Einkum þó þeir úr þessum hópi sem eru meira með hugann við útlönd en Ísland (hópurinn á sér sögulega skírskotun þótt hann skrifi ekki lengur í kansellístíl). Svo er það ráðgátan með Baug og Icesave en hún verður ekki leyst hér. Áfram Icesave Fyrir nokkrum dögum var svo settur saman hinn svo kallaði Áfram Icesave-hópur og hann kynntur sem grasrótarhópur. Nú hefur „gras- rótarhópurinn“ sem virðist hafa ótakmörkuð fjárráð sett af stað mestu auglýsingaherferð sem sést hefur á Íslandi frá því að bankarnir voru upp á sitt besta. Þrátt fyrir stóran hersjóð og aðstoð auglýs- ingastofa virðist Áfram Icesave-mönnum oft verða fótaskortur á svellinu. Raunar eru þeir farnir að minna á breskan hóp sem bar sama nafn og gerði ófáar kvikmyndir um fólk sem lærði aldrei af reynslunni, þ.e. vitleysan vatt stöðugt upp á sig. Nýjasta myndin gæti heitið Carry on Icesave. Byrjað var á að kynna til sögunnar hina ýmsu talsmenn samtakanna sem komust fyrst að því að þeir hefðu tekið að sér að auglýsa Ice- save þegar þeir sáu myndir af sjálfum sér í blöðunum. Fáni Íslands var notaður sem merki samtakanna í trássi við lög (og málstaðinn) en svo var merkinu breytt og í staðinn „fengið lán- að“ listaverk þekkts bresks myndlistarmanns. Engu er líkara en að hópurinn telji að ekki megi líta á lög og reglur sem prinsipp sem þurfi að fylgja ef aðrar lausnir eru í boði. Áfram auglýsingar Auglýsingar íslenska Carry on-hópsins virð- ast byggjast á endurnýttum gömlum hræðslu- áróðri (og óviðjafnanlegri nýrri myndgerð þess áróðurs) og því að fá hvers konar „fyrirmenni“ til að segja fólki hvers vegna það ætlar að sam- þykkja Icesave (fyrir hönd annarra). Fyrst voru tíndir til nokkrir forstjórar (eða milli- stjórnendur) en því næst var upplýst að tutt- ugu ráðherrar frá liðnum árum, og öld, vildu að fólk segði já við Icesave. Þarf þá væntanlega ekki frekari vitnanna við. Það hlýtur enda að takmarka nokkuð næstu skref í auglýsingastefnu Áfram Icesave- hópsins að ekki skuli vera til aðalsmenn á Ís- landi. „Barón Thorvald af Reykwick: Ég segi já við Icesave svo að Íslendingar geti borið höf- uðið hátt (í sendiráðsboðum).“ Litla gula hænan borgar Verst er þó að þeir sem vilja enn og aftur fá fólk til að taka á sig ólögvarðar kröfur eru fólk sem virðist ekki líklegt til þátttöku þegar kem- ur að því að bera kostnaðinn. Það eru ein- hverjir aðrir sem eiga að gera það. Deild- arforsetinn í háskóla á landsbyggðinni sem útskýrði að Íslendingum væri hollt að taka á sig Icesave II taldi örugglega ekki að það ætti að leggja niður sína stöðu til að skrapa saman fyrir afborgunum (enda þarf augljóslega að hafa mann á launum til að færa fram slíka visku þegar mikið liggur við). Fjármálastjóri annars háskóla, sem er mjög áfram um að samþykkja kröfurnar, er áreiðanlega ekki á því að ríkið eigi að draga úr framlögum til skólans, þvert á móti. Bankastjórarnir sem boða til áróð- ursfunda um Icesave eru síður spenntir fyrir umræðu um að færa niður lán til að gera al- menningi betur kleift að standa undir hinum nýju kröfum. Forstjórarnir vilja líklega ekki hækka skatta á fyrirtæki sín eða 13 milljóna mánaðarlaun til að borga Icesave. Hvað með forsprakka launþega og lífeyrissjóða, á að sækja fé í sjóði þeirra? Nei, gleymdu því. Ætli megi lækka eftirlaun 20 fyrrverandi ráðherra? Líklega ekki. „Við skulum samþykkja kröfurnar en það eiga einhverjir aðrir að borga.“ En ef við græðum á skuldsetningunni? Nú kunna að vera einhverjir sem telja að með því að fallast á Icesave-kröfurnar og ótak- markaða ríkisábyrgð verði þeim mun auðveld- ara fyrir hið skuldsetta ríki að taka enn meiri lán og auka með því veltu þannig að á endanum þurfi minni niðurskurð. Það dugi jafnvel til að fá hið „óskeikula“ Moody‘s til að halda uppi lánshæfismati um sinn (í pólitísku mati sínu á Íslandi er fyrirtækið reyndar lent í vandræða- legri mótsögn við raunverulegan mælikvarða lánstrausts, skuldatryggingaálagið). Fylg- ismönnum þessarar kenningar er bent á að rifja upp íslenska banka- og efnahagshrunið 2007 og 2008. Lýðræði Almenningsálitinu getur vissulega skjátlast en þrátt fyrir alla sína augljósu kosti og galla hefur lýðræðisfyrirkomulagið merkilegan kost sem erfitt er að rannsaka en sannast þó aftur og aftur: Almenningur hefur oftar rétt fyrir sér en elítan. Eftir Sigmund Davíð Gunnlaugsson » Þeir sömu og töluðu fyrir Icesave I og II og höfðu rangt fyrir sér eru nú aftur mættir sem talsmenn Icesave III og hafa engu gleymt og ekkert lært. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Höfundur er þingmaður og formaður Framsókn- arflokksins. Íslenzkur aðall Á útrásarárunum furðaði hinn dæmigerði Íslendingur sig iðulega á því sem fram fór í viðskiptalífinu. Bráðungir menn, sumir nýkomnir á vinnumarkaðinn, voru skyndilega skráðir eigendur milljarða króna hlutafjár í stórum almannahluta- félögum. Fyrirtæki helstu höfð- ingjanna keyptu spútnik-félög hvert af öðru, gjarnan sama félagið margsinnis sem snarhækkaði í verði í hverjum viðskiptum. Alltaf reyndist einhver banki vera nálæg- ur til að fjármagna æfingarnar. Stærstu fyr- irtækin söfnuðu óskiljanlegum skuldum og þóttu því vænlegri lántakendur sem skuldirnar margfölduðust hraðar. Margt venjulegt fólk átti bágt með að skilja þetta. En skilninginn vantaði ekki annars staðar og þar hikuðu menn ekki við að sannfæra venjulega Íslendinga um að í viðskiptalífinu væri allt gull sem glóði. Úr háskólunum kom lofsöngurinn um snill- ingana, aðilar vinnumarkaðarins klöppuðu hrifnir með, samtök atvinnurekenda sömuleið- is, heill stjórnmálaflokkur varð að hálfgerðu dótturfélagi auðhrings. Þjóðþekktir rithöf- undar og listamenn dásömuðu útrásarhöfð- ingjana. Allir sameinuðust þeir svo um að níða þá stjórnmálamenn sem voru grunaðir um að vera ekki á bandi útrásarvíkinganna. Nú mæta þeir sömu aftur! Nú er útrásarspilaborgin hrunin og venju- legt fólk hefur fengið skellinn af ævintýrum garpanna. Og þá vill svo til að sami kór og áður lofsöng útrásarmenn, kemur nú aftur og hefur upp raust sína. Nú vill hann að almenningur, við þessir almennu skattgreiðendur, börn okk- ar og ófædd börn, taki á sig skuldir víkinganna. Samtök atvinnulífsins, háskólamennirnir, stjórnmálamennirnir sem studdu útrásarvík- ingana, rithöfundarnir sem mærðu útrásarvík- ingana, allir eru þeir mættir aftur. Fjölmiðlarn- ir liggja ekki á liði sínu. Meira að segja lögmennirnir þeirra eru margir hverjir komnir á kreik. Nú vilja allir þessir marktæku aðilar að þjóðin borgi Icesave-brúsann, rétt eins og þeir sömu vildu í fyrra að þjóðin kyngdi Icesave númer II. Og enn beita þeir sömu röksemda- færslunni, auknar skuldir eru góðar. Nú á það að styrkja stöðu Ís- lands að taka á sig óviðkomandi skuldir. Nú á lánshæfið einmitt að batna, ef við bara leggjum tuga eða hundraða milljarða skuldir á okkur til viðbótar við það sem við raunverulega skuld- um. Því skuldsettari, því betri. Nú yrðum við sko aftur þjóð meðal þjóða, eins og þegar við fórum um á einkaþotunum, keyptum verslanir og gáfum út fríblöð. Hausinn er síðan bitinn af áróðursskömminni með runu fyrrverandi ráð- herra sem sitja makindalega með ríkistryggðu eftirlaunin sín, með allt sitt á þurru, segjandi almenningi að taka nú á sig þessar skuldir. En nú getum við sagt nei Útrásarmennirnir náðu ýmsum svona dílum. Þeir juku skuldirnar ár frá ári og sjaldnast bættust nein raunveruleg verðmæti við. Loks fór allt á hausinn nema helst þeir sjálfir. Og rétt eins og á útrásarárunum situr venjulegt fólk og hristir höfuðið yfir snilldinni úr spek- ingunum sem vilja að venjulega fólkið opni enn og aftur veskið. En nú er eitt breytt frá útrás- arárunum, nú höfum við þann möguleika sem við höfðum ekki þá. Nú getum við sagt nei. Og það gerum við á laugardaginn – hvort sem elít- unni sem iðulega þykist vita betur, líkar það betur eða verr. Elítan gegn almenningi Eftir Ósk Bergþórsdóttur Ósk Bergþórsdóttir »Eitt er breytt frá útrásar- árunum. Nú getum við sagt nei, og það gerum við hvað sem elítan segir. Höfundur er húsmóðir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.