Morgunblaðið - 05.04.2011, Page 28

Morgunblaðið - 05.04.2011, Page 28
AF LISTUM Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Þegar John Steinbeck var 58ára gamall hélt hann í ferða-lag ásamt púðluhundinum Charley. Þeir stigu inn í húsbílinn Rosinante – sem var nefndur eftir hesti Don Kíkóta, og óku í stóran hring um Bandaríkin. Tveimur árum síðan kom ferða- sagan út á bók, Travels With Char- ley - In Search of America. Steinbeck var 58 ára gamall þegar ferðin hófst árið 1960. Hann var fæddur sama ár og Halldór Lax- ness, 1902, og fékk Nóbelinn sjö ár- um á eftir Halldóri. Bestu og kunn- ustu verk hans eru Þrúgur reiðinnar, Mýs og menn og Austan Eden. Ég set bókina um ferðalagið með Charley hiklaust í þann flokk.    Í meðförum snjallra rithöfundaer ferðasagan heillandi bók- menntaform. Inn í hana er hægt að fella allt mögulegt: samtöl, fræði um land og náttúru, tölulegar upplýs- ingar, sagnfræði, ljóðlist, vísindi, merkilegar sem ómerkilegar upplýs- ingar – og ekki má gleyma ferðalýs- ingunni. Svo þarf höfundurinn iðu- lega að beita brögðum Skáldskapur og ferðafrásagnir Steinbeck og Charley Var ferð þeirra um Bandaríkin nákvæmlega eins og nóbelsverðlaunahöfundurinn segir frá? Skiptir það máli fyrst bókin er góð? skáldskaparins til að gera annað og meira en handbók með upplýsingum fyrir ferðamenn – skapa bók- menntir. Það tekst Steinbeck vel í bók- inni um ferðalagið með Charley. Þegar hann lagði upp fannst honum hann vera gamall og útbrunninn, hann hafði glímt við líkamlega van- heilsu og þunglyndi að auki og hugð- ist næra anda sinn um leið og hann kynntist landi sínu að nýju. Steinbeck ferðaðist um, skoðaði staði, ræddi við fólk, sneri heim og skrifaði frábæra bók þar sem hann bregður upp mynd af landi sem er ekki alltaf falleg en hún er einlæg.    Í The New York Times var í gærsagt frá Bill Steigerwald, fyrr- verandi blaðamanni, sem ók sömu leið og hann telur Steinbeck hafa farið. Hann segir rithöfundinn ekki segja satt um ferðir sínar í bókinni: „Nánast engu sem hann skrif- aði í „Charley“, um hvar hann svaf og hvern hann hitti á þvælingnum um Ameríu er hægt að treysta.“ Sonur Steinbecks segist reynd- ar alls ekki viss um að faðir sinn hafi hitt allt fólkið sem hann segir frá. „Hann sat bara í húsbílnum og skrif- aði þetta,“ er haft eftir honum. Steigerwald er hneykslaður á því að ferðasaga sem hafi verið kynnt sem „sönn“ sé skáldskapur. „Ef fræðimenn hafa ekki áhyggjur af þessu, um hvað eru þeir þá að hugsa?“ spyr hann.    Líklega má telja vinnubrögðSteinbecks dæmigerð fyrir bestu ferðabókahöfunda síðustu ára- tuga. Bruce Chatwin var skamm- aður fyrir að hafa ekki átt nákvæm- lega þau samtöl við fólk sem hann greinir frá í In Patagonia og The Songlines – engu að síður þykja báð- ar bækurnar meistaralegar lýsingar á menningu og innviðum Argentínu og Ástralíu. „Ef það þarf að ná anda ein- hvers, þá er stundum nauðsynlegt að beita tækjum skáldskaparins,“ segir Jay Parini sem skrifaði ævi- sögu Steinbecks. „Steinbeck var skáldsagnahöfundur og í bókinni mótar hann atburði, gefur þeim nudd.“ Eins og nauðsynlegt kann að vera til að greina frá sannleikanum. » Í meðförumsnjallra rithöfunda er ferðasagan heillandi bókmenntaform. Inn í hana er hægt að fella allt mögulegt. 28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. APRÍL 2011 Flestir, ef ekki allir, vita afþví þegar íþróttalið keppafyrir Íslands hönd á al-þjóðlegum stórmótum – en skyldi þátttaka íslenskra lista- manna, sem fulltrúar þjóðarinnar, í hinum alþjóðlega myndlistarstór- viðburði, Feneyjatvíæringnum, vera landsmönnum jafnkunn hverju sinni? Á Kjarvalsstöðum stendur nú yfir „Sýning sýninganna – Ísland í Feneyjum í 50 ár“ og þar er vakin athygli á starfinu og metnaðinum sem tengist framlagi þjóðarinnar á þessum elsta tvíæringi heims en hann var fyrst haldinn árið 1895 á slóðum gondóla í hinni fögru ítölsku borg. Alls hafa 22 íslenskir listamenn tekið þátt, en að starfinu koma einn- ig fagnefndir, skipaðar af opinber- um aðilum eða stofnun, sem sjá um valið hverju sinni, auk þess sem hver listamaður hefur með sér teymi að- stoðarmanna við uppsetningu og sérskipaður sýningarstjóri heldur utan um skipulagningu og aðra þætti framkvæmdarinnar. Á Kjar- valsstöðum má sjá prýðilegt sýn- ishorn verkanna sem í gegnum tíð- ina hafa ratað til Feneyja, í hina ýmsu skála, auk þess sem sjá má heimildamyndir um ferðina, m.a. í þeim tilvikum þar sem ekki er unnt að setja verkin upp sökum umfangs. Þessi þáttur sýningarinnar varpar ljósi á aðdragandann og ferlið, sem einkennst getur af óvæntum uppá- komum. Til dæmis kemur fram í við- tali við Kristján Guðmundsson að þegar hann og Jón Gunnar Árnason (þeir voru báðir fulltrúar Íslands ár- ið 1982) mættu á svæðið hafi verkin verið týnd og „bara gras“ þar sem átti að vera sýningarskáli. Framan af var umgjörðin um íslensku lista- mennina of veikburða. Í texta sýn- ingarskrár rekur Laufey Helgadótt- ir listfræðingur hins vegar hve margt hefur áunnist hvað snertir faglega umgjörð, eftirfylgni og stuðning hins opinbera. Listamenn- irnir standa fyrir sínu en vönduð kynning eykur verulega líkurnar á að þeir geti aflað sér brautargengis á alþjóðavísu og þá er tilganginum náð og framtakið allt þjóðinni til sóma. Um leið vakna spurningar um hvað mótar val á listamönnum hverju sinni. Það er mikill heiður að vera valinn á Feneyjatvíæringinn en hann hefur þá sérstöðu að þar keppa þjóð- arfulltrúar um verðlaun, Gullljónið. Svo virðist sem listamenn, og fólkið í valnefndinni, setji sig oft ósjálfrátt í þjóðlegar stellingar því að verkin á Kjarvalsstöðum fela í sér margs konar vísanir í íslenska náttúru og menningararf, þótt það eigi ekki við um alla listamennina. Slík verk geta verið kímin eða gagnrýnin og í mörgum verkanna má glögglega skynja væntumþykju og umhyggju fyrir landinu og menningunni. Fyrstu fulltrúar Íslands árið 1960 voru Jóhannes S. Kjarval og Ás- mundur Sveinsson en í verkum þessara ástsælu listamanna eru fólgnar sterkar skírskotanir í ís- lenska náttúru og þjóðsögur. Ekki hefur verið hlaupið að þátttöku því tólf ár liðu þar til Ísland tók næst þátt en þá sýndu fulltrúar af- straktkynslóðarinnar, Þorvaldur Skúlason og Svavar Guðnason, verk sem lýsa innlifun í krafta náttúrunn- ar. Það er til marks um alþjóðlega stöðu Sigurðar Guðmundssonar – og hróður íslenskar „nýlistar“ – að hon- um var boðin þátttaka tvisvar í röð af erlendum aðilum, árið 1976 og 1978, í fyrra skiptið á hliðarsýningu við tvíæringinn og í síðara skiptið bauð norræna sendinefndin honum að sýna sem fulltrúi Íslands í skála Norðurlandaþjóðanna. Þegar þarna er komið er framlag Íslands orðið meira samstiga hræringum í alþjóð- legum myndlistarheimi – það má sjá með því að skoða tímalínuna í mið- rými Kjarvalsstaða þar sem nöfn annarra þjóðarfulltrúa eru tilgreind. Listamenn tengdir SÚM eru áber- andi næstu tvö skiptin, og eftir það er val listamanna aftur komið í hendur Íslendinga. Tískustraumar, hræringar í list- heiminum og þemu tvíæringsins hafa áhrif á hverjir eru valdir til þátttöku. Málverkið komst t.d. aftur í sviðsljósið með ný-expressjón- ískum hræringum um og upp úr 1980 og var Kristján Davíðsson val- inn fulltrúi Íslands 1984. Og næstu þrjú skiptin eru málarar á ferðinni, Erró og í fyrsta skipti málarar af yngri kynslóð, þeir Gunnar Örn og Helgi Þorgils Friðjónsson sem ásamt Kristjáni eiga sameiginlega vísun í íslenska náttúru, ljóðræna, villta og dýrslega, eða sem svið fyrir goðsagnakenndar mannverur. Eftir þetta einkennist framlag Íslands að- allega af blandaðri tækni og innsetn- ingum í samræmi við tíðarandann – oft með blöndu af ýmsum miðlum og tjáningarformum, svo sem skúlptúr- um, myndverkum, skjá- og hljóð- verkum og gjörningum. Val Errós mun m.a. hafa ráðist af stöðu hans og þeim tengslum sem hann býr yfir í listheiminum – og vissulega vöktu verk hans athygli á framlagi Íslands í þeirri hringiðu alþjóðlegrar mynd- listar sem Feneyjatvíæringurinn er. Konur komust í íslensku val- nefndina árið 1988 en það var þó ekki fyrr en 1997 að kona var í fyrsta sinn valin á Feneyjatvíæring- inn og var það alþjóðlega við- urkenndur frumkvöðull á sviði víd- eólistar, Steina Vasulka. Í verkum hennar birtist nýstárleg og rafræn sýn á náttúruöflin. Hún var jafn- framt fyrsti listamaðurinn til að vinna markvisst með innsetninga- formið í Feneyjum, þótt vissulega hafi margir fyrirrennara hennar tekið rýmið með í reikninginn. Steina, Rúrí, Gabríela Friðriksdóttir og Libia Castro, sem heldur til Fen- eyja í sumar ásamt samstarfsmanni sínum Ólafi Ólafssyni, mynda fá- mennan hóp kvenna sem hlotnast hefur sá heiður að sýna á Fen- eyjatvíæringnum fyrir hönd Íslands. Þó hefur enginn skortur verið á framúrskarandi listamönnum af kvenkyni. Á undanförnum árum hef- ur hins vegar ekki lengur verið hægt að horfa framhjá alþjóðlegum tengslum þeirra og viðurkenn- ingum. Fleiri konur eiga án efa eftir bætast í hópinn á þessum áratug. Feneyjar í fimmtíu ár Listasafn Reykjavíkur – Kjarvalsstaðir Sýning sýninganna – Ísland í Feneyjum í 50 ár bbbbn Til 25. apríl 2011. Opið alla daga kl. 10- 17. Aðgangseyrir: fullorðnir 1.000 kr., hópar (10+) 600 kr., námsmenn yngri en 25 ára 500 kr., börn yngri en 18 ára, eldri borgarar og öryrkjar: frítt. Árskort 3.000 kr. Sýningarstjóri: Laufey Helga- dóttir. ANNA JÓA MYNDLIST Morgunblaðið/Árni Sæberg Sýning sýninganna á Kjarvalsstöðum Hér má sjá verk eftir þrjá Feneyjafara: Birgi Andrésson, til vinstri, Erró og Sigurð Árna Sigurðsson. Morgunblaðið/Árni Sæberg

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.