Morgunblaðið - 05.04.2011, Side 30

Morgunblaðið - 05.04.2011, Side 30
Morgunblaðið/Golli Sruli Recht Fyrir fágaða frummenn. 30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. APRÍL 2011 Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Betra er að vera fáránleguren leiðinlegur. Eitthvað á þá leið voru skilaboð Jóns Gnarrs borgarstjóra við opnun Reykjavík Fashion Festival (RFF) á föstu- dagskvöldið. Sem betur fer var hvorki of mikið af hinu fáranlega né leiðinlega hjá þeim tíu fatamerkj- um sem voru sýnd þetta kvöld. Vera Þórðardóttir reið á vaðið en hún vakti athygli þegar Lady Gaga klæddist fötum úr útskrift- arlínu hennar. Vera dansar á mörkum búningahönnunar og tísku og þessi framtíðarballk- jólar væru vel við hæfi vamp- írudrottningarinnar í True Blood. Nikita sýndi götutískulín- una Nikita Selekzion. Fötin virtust þægileg og klæðileg fyrir konur á ferðinni, meg- inreglan var vítt að ofan og þröngt að neðan og litirnir frek- ar tempraðir, litagleðinni greinilega lagt, að minnsta kosti í bili. E-Label hélt sig á kunnum slóðum og vék ekki langt frá níunda áratugnum. Meiri áhersla var á partí- flíkurnar í sýningunni en notadrjúgu fötin fyrir virkar konur sem merkið lagði áherslu á í upphafi. Forynja var líka á götutískuslóðum, með viðkomu á klúbbi í Los Angeles, álíka fágað og Mötley Crüe-grúppía. Rain Dear, sem einbeitir sér að regnheldum flíkum, var með mjög svo fjölbreytilega línu, himnaríki fyrir stelpur sem vilja skera sig úr á Þjóðhátíð í Eyjum. Kápurnar eru líka kjörnar á hjóladömur í Reykjavík og ekki síður gömlu höfuðborginni Kaup- mannahöfn. Margt flott var í línunni hjá EYGLO. Það er svolítið pönk í þessar dömu. Einhvern veginn svona hefði nútíma Betty Draper úr Mad Men klætt sig. Mörg áhugaverð smáatriði voru í línunni og efnin falleg. Stuttu kjólarnir með plíseruðu pilsunum eiga eftir að rjúka út. Sýningin hjá Sonju Bent var hreint dásamleg og ekki ólíklegt að fyrr- nefnd frú Draper kynni að meta hana. Prjónapeysurnar með slaufunum sem eru hennar aðalsmerki eru guð- dómlegar og líka slaufurnar sem hún setur á svo skemmtilega staði. Poka- buxurnar pössuðu vel við. Herrarnir geta síðan fengið sér peysu í stíl við dömurnar. Royal Extreme hefur komið með stormi inn í íslenskan tískuheim. Dul- úð og djúpir litir voru í fyrirrúmi og allir finna eitthvað við hæfi sinnar innri glamúr-indíánaprinsessu. Tví- tóna silkislárnar voru mjög flottar. Frá Spaksmannsspjörum kom heil- steypt lína með sterkum karakter- einkennum enda merkið komið lengra í þróun en flest önnur á RFF og hönn- uðirnir búnir að skapa sér nafn. Góður kostur fyrir víðsýnar viðskiptakonur og framakonur í listalífinu. Greinilegt var að margir höfðu beð- ið eftir að sjá herrafatalínu Sruli Recht og stimplaði hann sig inn með taktföstum trommuslætti Helga Svav- ars og vakti einhverja af værum tísku- svefni. Fötin hans eru engu lík, áhersl- an er á náttúruleg íslensk efni og stafaði hráum krafti af fyrirsætunum sem voru af ýmsum stærðum og gerð- um. Fágaðir frummenn fá þarna eitt- hvað fyrir sinn snúð. Sýning hans var hápunktur kvöldsins ásamt sýningu Sonju Bent. Umfjöllun um þau tískumerki sem sýndu á laugardagskvöldið á RFF verður í Morgunblaðinu á miðviku- dag. Rain Dear Ó venjuleg re gnkápa. Nikita Klæðileg götutíska. Royal Extreme Dramatík umfram naum- hyggju. EYGLO Dömulegt og skemmtilegt. Forynja Klúbbatíska í fyrirrúmi. Spaksmannsspjarir Heilsteypt lína.E-Label Hélt sig á kunnum slóðum. Sonja Bent Sýning henn- ar hitti í mark. VERA Við hæfi vamp- írudrottn- inga. Fáranleiki umfram leiðindi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.