Morgunblaðið - 09.04.2011, Page 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. APRÍL 2011
Hlý og
mjúk
Verð aðeins 13.900,-
100% bómullaráklæði
750 gr hvítur gæsadúnn
Frábær fermingargjöf
Holtagörðum 2. hæð • Sími 512 6800 • www.dorma.is
Kennari við Fjölbrautaskóla Vest-
urlands á Akranesi hefur verið
kærður til lögreglu fyrir kynferð-
isbrot gegn börnum. Hörður Helga-
son skólameistari staðfestir að
kennarinn hafi verið leystur frá
störfum meðan rannsókn lögreglu
stendur yfir.
Samkvæmt upplýsingum frá lög-
reglu er maðurinn sakaður um
samræði eða önnur kynferðismök
við barn yngra en 15 ára og um að
greiða eða heita endurgjaldi fyrir
vændi barns. Samkvæmt heim-
ildum leikur grunur á að annar ein-
staklingur hafi einnig brotið gegn
viðkomandi barni og er verið að
rannsaka það.
Kennari á Akranesi
grunaður um að
brjóta gegn barni
Egill Ólafsson
Baldur Arnarson
Tilboð Samtaka atvinnulífsins um
launahækkanir er heldur rýrt miðað
við samningstímann og atvinnumála-
pakkinn frá ríkisstjórninni er ekki til
þess fallinn að langþráður viðsnún-
ingur náist í efnahagslífinu. Ljóst er
að ef þessi staða breytist ekki á
næstu dögum þá mun krafan um
skammtímasamning upp á nokkra
mánuði fá byr undir báða vængi.
Þetta er mat Finnbjörns A. Her-
mannssonar, formanns Samiðnar, á
stöðu kjarasamninga.
Skýrist á mánudaginn
„Við þurfum að sjá hvernig landið
liggur á mánudaginn og sjá hvort
það eru einhverjar forsendur fyrir
því að halda áfram viðræðum á þess-
um grunni,“ sagði Finnbjörn.
„Við teljum að ríkisstjórnin sé
voðalega lítið að koma á móts við
okkur … Þá er lítið annað en
skammtímasamningur í spilunum.“
Vilhjálmur Egilsson, fram-
kvæmdastjóri Samtaka atvinnulífs-
ins, var vondaufur.
„Við vorum að taka stöðuna. Við
fengum nýja útgáfu af yfirlýsingu
ríkisstjórnarinnar á fimmtudag.
Okkur finnst miða afar hægt í mikil-
vægum málum sem lúta að fjárfest-
ingu. Það gerist ekkert fyrr en eftir
helgi. Lykilþættir varðandi fjárfest-
ingu og hagvöxt eru ekki í réttum
farvegi. Það er dauft yfir þessu. Ég
get ekki neitað því,“ segir Vilhjálmur
sem kveðst enn halda í vonina um að
samið verði til lengri tíma.
Kjaraviðræður í rembihnút
Formaður Samiðnar telur tilboð SA of lágt Horfir til skammtímasamninga
Framkvæmdastjóri SA segir fjárfestingar- og hagvaxtarþáttinn á rangri leið
Framhaldið
» Samtök atvinnulífsins funda
um stöðuna á mánudeginum
en þá er reiknað með funda-
höldum á milli samningsaðila.
» Framkvæmdastjóri SA bend-
ir á að atvinnuleysi í febrúar
var 8,6% að meðaltali en
13.772 voru þá án atvinnu.
Kjartan Kjartansson
kjartan@mbl.is
Tvær ungar danskar konur urðu í
gær fyrstu konurnar til þess að fara
þvert yfir Ísland á gönguskíðum.
Þær Thea Storm Henrikson og Ell-
inore Bjørk Vipond komu til Egils-
staða í gær eftir þrekraunina sem
tók 25 daga. Thea er líf- og íþrótta-
fræðingur og Ellinore er jarðfræð-
ingur sem starfar í Norður-Noregi.
Að sögn Theu eru þær báðar
miklar áhugamanneskjur um úti-
vist og þeim hafi dottið í hug að það
væri gaman að gera eitthvað þessu
líkt. Ferðin yfir Ísland var loka-
ferðalag sérstaks verkefnis sem
þær tóku sér fyrir hendur fyrir
nokkrum árum. Í því mega aðeins
stelpur taka þátt og markmiðið er
að þvera öll Norðulöndin. „Maður
er alltaf að heyra um karlmenn að
gera eitthvað svona svo við sögðum
við sjálfar okkur að við gætum vel
gert þetta líka. Fyrir tveimur árum
fórum við yfir Finnland, Svíþjóð og
Noreg. Í fyrra fórum við yfir Græn-
landsjökul og í ár komum við til Ís-
lands. Svo ætlum við að fara yfir
Danmörku á rúlluskíðum á næst-
unni. Þá verðum við búnar að fara
yfir öll Norðurlöndin,“ segir Thea
og hlær.
Syntu yfir á
Stúlkurnar drógu farangurinn
sinn á eftir sér á sérstökum sleðum
en þær segja ferðina yfir Ísland
hafa verið erfiðari en fyrri ferðir
þeirra, meðal annars út af veðrinu.
„Þegar við fórum yfir Grænlands-
jökul var veðrið stöðugt. Hér breyt-
ist það á hverri klukkustund. Það
eru margir dagar þar sem það er
svo skýjað að það sést ekkert. Vind-
urinn gerði það líka að verkum að
margar nætur þurftum við að fara
á fætur til að byggja skjólvegg úr
snjó,“ segir Thea.
Þær stöllur létu heldur ekki smá-
atriði eins og ískaldar ár stoppa sig.
Þeim hafði verið bent á brú yfir
Farið, sem er útfallið úr Hagavatni
undir Langjökli, en þegar þangað
var komið var engin brú sjáanleg.
Því gripu þær til þess ráðs að
fækka fötum og synda yfir ánna.
Farangurinn drógu þær með sér
með reipum yfir. Tók það þrjár
klukkutíma að komast yfir að sögn
Theu.
Kjarnakonurnar Thea og Ell-
inore komu til Reykjavíkur í gær-
kvöldi þar sem þær ætla að dveljast
þar til þær fara aftur heim.
Ætla að þvera Norð-
urlöndin á skíðum
Tvær danskar konur þær fyrstu til að þvera Ísland
Ljósmynd/Hafdís Erla Bogadóttir
Fyrstar Þær Thea (t.v.) og Ellinore (t.h.) eru fyrstu konurnar til þess að fara yfir Ísland á gönguskíðum. Tók ferða-
lagið yfir hálendið 25 daga. Komu þær til Egilsstaða í gærmorgun og ætluðu að fljúga til Reykjavíkur í gærkvöldi.
25 daga skíðaganga yfir landið
Grunnkort: LMÍ
Þingvellir
(byrja)
Sænautasel
(enda)
Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunar-
manna, LV, ákvað í gær að lækka
vexti á nýjum sjóðfélagalánum, sem
bera fasta vexti, um hálft prósentu-
stig, úr 5,4% í 4,9%. Lækkunin tekur
gildi mánudaginn 11. apríl en vaxta-
kjör eldri lána, sem og lána sem bera
breytilega vexti, haldast óbreytt, að
því er segir í tilkynningu.
Segir þar að vaxtakjör á lánum til
sjóðfélaga séu tvennskonar. Þar
ræði annars vegar um lán með
breytilegum vöxtum sem taki mið af
markaðsvöxtum íbúðabréfa hverju
sinni auk 0,75% álags og hins vegar
lán með föstum vöxtum, nú 4,90%.
Lánað er til sjóðfélaga gegn fast-
eignaveði til allt að 40 ára en í fjár-
festingarstefnu lífeyrissjóðsins er
kveðið á um að lánveitingar til sjóð-
félaga séu miðaðar við að annað sé
eftirspurn eftir lánum skv. lána-
reglum eins og þær eru hverju sinni.
Stjórn LV lækkar
vexti á nýjum lánum
Úr Hallgrímskirkjuturni LV lánar
til allt að 40 ára í senn.
Marta María Jónasdóttir, sem gegnt
hefur starfi aðstoðarritstjóra á
Pressan.is, hefur verið ráðin til
starfa á mbl.is. Marta María hefur
mikla reynslu af fjölmiðlum, bæði af
vefmiðlum og blöðum og hefur starf-
að sem blaðamaður í áratug. Hún
hefur ritstýrt Sirkus, Föstudegi og
Veggfóðri auk þess að stjórna inn-
blaði Fréttablaðsins um nokkurra
ára skeið.
„Ég er mjög spennt fyrir nýja
starfinu og hlakka til að takast á við
nýjar áskoranir. Á mbl.is eru mikil
sóknarfæri,“ segir Marta María.
Mbl.is er öflugasti frétta- og af-
þreyingarvefur
landsins og er í
stöðugri sókn og
sífelldri þróun.
Marta María mun
gegna stjórnun-
arstöðu við vefinn
og taka þátt í
þeirri miklu upp-
byggingu sem
framundan er.
Morgunblaðið
og mbl.is fagna því að hafa fengið svo
góðan liðsmann og bjóða Mörtu
Maríu Jónasdóttur velkomna til
starfa.
Öflugur liðsauki
bætist við á mbl.is
Marta María
Jónasdóttir