Morgunblaðið - 09.04.2011, Page 30
30
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. APRÍL 2011
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Eva Jolyskrifaðigrein í
Morgunblaðið í
gær þar sem hún
benti á að erlendis
væri fylgst vel með
niðurstöðu þjóðaratkvæða-
greiðslunnar hér á landi um
Icesave. Þar svíður skattgreið-
endum að vera látnir taka á sig
skuldir einkabanka en hér á
landi á almenningur þess kost
að hafna því að taka á sig slíkar
skuldir.
Ef meirihluti kjósenda hafn-
ar hinni ólögmætu skuldsetn-
ingu og vísar kröfunni til föð-
urhúsanna verða það mikilvæg
skilaboð sem eftir verður tekið
langt út fyrir landsteinana. Írar
horfa til að mynda hingað eins
og Lilja Mósesdóttir benti á í
Morgunblaðinu í gær. Þar hefur
verið tekin sú ákvörðun án þess
að spyrja almenning, að hann
skuli bera tapið af einkabönk-
unum, sem áður skiluðu eig-
endum sínum góðum hagnaði.
Þetta þykir mörgum mikið
ranglæti og skyldi engan undra.
Sömu sögu hefur Einar Már
Guðmundsson rithöfundur að
segja í framhaldi af sam-
skiptum sínum við fólk erlendis,
eins og fram kemur í athygl-
isverðri grein í Sunnudags-
mogganum, sem fylgir Morg-
unblaðinu í dag. Þar er spurt:
„Hversu langt er hægt að ganga
og fara fram á að venjulegt fólk
– bændur, sjómenn, læknar og
hjúkrunarfræðingar – axli
ábyrgð á föllnu bönkunum? Sú
spurning, sem er kjarninn í Ice-
save-málinu, mun brenna á
mörgum í ríkjum Evrópu.“
En Eva Joly lætur ekki þar
við sitja að skrifa grein í ís-
lenskt dagblað og hvetja til
þess að Icesave-samningum
verði hafnað. Hún skrifaði sama
dag í breska dagblaðið Guardi-
an þar sem hún í senn hvatti Ís-
lendinga til að hafna ranglæti
samninganna og útskýrði mál-
stað Íslendinga fyrir Bretum,
sem er nokkuð sem íslensk
stjórnvöld hafa al-
gerlega látið undir
höfuð leggjast að
gera.
Um málið hefur
verið fjallað í fleiri
erlendum blöðum.
Tvö helstu stórblöð heims á
sviði viðskipta, The Wall Street
Journal og Financial Times,
hafa tekið stöðu með Íslandi og
gegn löglausum og ranglátum
kröfum breskra og hollenskra
stjórnvalda. The Wall Street
Journal segir að Ísland ætti
ekki að þurfa að bera kostn-
aðinn af aðgerðum Breta og
Hollendinga og Financial Times
segir að varla sé hægt að færa
lagaleg rök fyrir ríkisábyrgð og
hún sé að auki ósanngjörn og að
Bretar og Hollendingar myndu
aldrei endurgreiða kröfur á
borð við þær sem þeir gera nú á
hendur Íslandi. Allur heim-
urinn ætti að fylgjast með Ís-
landi, sagði Financial Times, og
bætti við: „Himnarnir hrundu
ekki þegar Íslendingar neituðu
að borga fyrir mistök íslenskra
bankamanna. Ef þeir hafna því
aftur gæti það kveikt hug-
myndir annars staðar.“
Og það eru ekki aðeins helstu
viðskiptablöð heimsins sem
taka sér stöðu með hagsmunum
Íslands í Icesave-málinu.
Helstu viðskiptablöð Íslands
hafa gert hið sama. Frjáls
verslun bendir á að ábyrgðin á
Icesave hvíli ekki á skattgreið-
endum og Viðskiptablaðið
bendir á að Nei við Icesave gæti
orðið fyrsta skrefið í vitund-
arvakningu almennings í bar-
áttu gegn ríkisvæðingu fjár-
málakerfisins.
Með því að segja Nei í dag
senda Íslendingar tvíþætt
skilaboð til heimsbyggðarinnar
sem ekki verða misskilin. Nei
er hvatning Íslendinga til þess
að almenningi verði framvegis
hlíft við skuldum einkabanka og
Nei er líka skýr skilaboð um að
Íslendingar séu sjálfstæð full-
valda þjóð sem láti ekki beygja
sig undir löglausar kröfugerðir.
Með því að segja Nei
senda Íslendingar
jákvæð skilaboð til
umheimsins}
Nei sendir skýr skilaboð
Víst er það skrýtið, virðist mér,
sem vilja jámenn ná fram:
Að hafa Icesave yfir sér
áfram!
Þetta viðhorf vel ég ei,
viti og rökum fáklætt.
Við skulum segja nei nei nei.
Nei er jákvætt.
Þórarinn Eldjárn
Nei er jákvætt
Í
slendingar kvarta töluvert og auðvitað
ekki að ósekju. Oft er bent á að hér
séu áhyggjuefnin samt ekki veruleg,
að minnsta kosti miðað við aðstæður
sem fólk þarf að gera sér að góðu víða
annars staðar.
Sarajevo, höfuðborg Bosníu-Hersegovínu,
var afar illa farin eftir tæplega fjögurra ára
umsátur í borgarastríðinu á Balkanskag-
anum, þegar ég kom þangað vorið 1998,
tveimur árum eftir að látum linnti.
Staðurinn er mjög fallegur, borgin umlukin
skógivöxnum hlíðum en sú fegurð hefur því
miður þá ókosti að hægðarleikur er að sitja
um borgina; kjörlendi fyrir vonda menn sem
vilja kvelja íbúana. Auðvelt fyrir leyniskyttu
að athafna sig.
Það var einkennilegt að heyra við komuna
að gífurleg uppbygging hefði átt sér stað í borginni síð-
an stríðinu lauk. Ánægjulegt var að þar virtist ekkert
skorta, en sorglegra að uppgötva að aðeins lítill hluti
íbúanna hafði efni á því að njóta lífsins og margir sögð-
ust hreinlega lepja dauðann úr skel. Ekki síst eldra fólk.
Fólk sem hafði það fínt fyrir stríð. Undi glatt við sitt, að
eigin sögn. Það hafði engan áhuga á að vera í þeim aða-
hlutverkum harmleiksins í Sarajevo sem heimsbyggðin
fylgdist með í beinni útsendingu.
Það var undarlegt að stíga á sviðið þar sem hryllings-
óperan hafði verið sett upp. „Fyrir stríð höfðu allir nóg
og voru ánægðir,“ sagði skrifstofustúlka um þrítugt sem
ég ræddi við. Hún starfaði hjá erlendu fyrirtæki í borg-
inni þegar þarna var komið sögu. „Flestir
áttu húsnæði, bíl, nóg að borða, höfðu vinnu
og áttu nóga peninga. Fóru í frí, bæði sumar
og vetur og margir áttu sumarhús. Líf fólks-
ins hér í Sarajevo, eins og annars staðar í
Bosníu, var sem sagt mjög gott. Nú er hins
vegar allt breytt.“
Önnur stúlka sem ég ræddi við sagði
fyrstu mánuði stríðsins hafa verið skelfilega.
Allir hefðu verið hræddir, en ýmislegt væri
þó hægt að telja upp jákvætt þegar hugsað
væri til baka. „Allar máltíðir voru sameig-
inlegar; fólk var meira og minna saman og
tengslin urðu gríðarlega sterk. Þetta var hið
jákvæða og það reyni ég ætíð að tala um þeg-
ar stríðið ber á góma. Það er sérstakt að vera
svona saman öllum stundum og fólk hafði í
sjálfu sér gaman af því að fá tækifæri til
þess, þó kringumstæðurnar væru auðvitað skelfilegar.“
Hljómar dálítið eins og kreppan, nema hvað skipta
þarf út byssukúlum og lífshættu fyrir eitthvað annað.
Veit þó ekki alveg hvað.
Það var sérstök upplifun að skoða sig um í Sarajevo
þar sem heilum knattspyrnuvelli hafði verið breytt í
kirkjugarð. Hinsta hvíldarstað vantaði fyrir marga
borgarbúa og enginn gat hvort sem er verið í fótbolta.
Hér getur enn hver sem vill stundað þá íþrótt sem hann
lystir og flestir fá nóg að borða. Þó ekki allir, sem er
reyndar smánarblettur á þjóðfélaginu. Úr því verður að
bæta. En við erum bærilega sett þrátt fyrir allt.
skapti@mbl.is
Skapti
Hallgrímsson
Pistill
Úr óskrifaðri dagbók - IX
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
SVIÐSLJÓS
Sunna Ósk Logadóttir
sunna@mbl.is
Þ
ótt götuvændi hafi verið
bannað fyrir þremur ár-
um á Ítalíu er ekki erfitt
að koma auga á ein-
hverjar þeirra 20 þúsund
nígerísku kvenna sem taldar eru
stunda vændi í landinu. Þrátt fyrir að
frost sé úti standa þær í röðum með-
fram götunum þegar myrkt er orðið
og enginn skortur er á vændiskaup-
endum.
Talið er að um 100 þúsund
Nígeríumenn hafi undanfarin ár verið
fluttir til Evrópu með valdi eða blekk-
ingum til þrælkunar, s.s. vændis.
Langflestir koma frá Edo, sem er
stundum kölluð mansalshöfuðborg
Afríku. Á þessu landsvæði á töfratrú-
in „juju“ líka sterkar rætur.
Og það eru einmitt þessi fornu
trúarbrögð heimamanna sem hór-
mangarar beita fyrir sig er þeir
hneppa konur í þrældóm og senda
þær úr landi til að svala fýsnum Evr-
ópubúa.
Þetta er umfjöllunarefni
heimildarmyndar kvikmyndagerð-
arkonunnar Jenny Kleeman sem
frumsýnd var á Channel 4 í Bretlandi
í gærkvöldi og fjallað um í breska
blaðinu Independent.
Leggja sál sína að veði
Áður en haldið er til Evrópu láta
hórmangararnir ungu konurnar
sverja eið við sérstaka helgiathöfn um
að halda tryggð við þá. Við athöfnina,
sem „galdralæknir“ stýrir, eru þær
látnar heita því að leggja sál sína að
veði fyrir að borga lánardrottnum
ferðakostnaðinn til baka. Þegar til
Evrópu er komið kemur svo reikning-
urinn: 44 þúsund pund eða yfir átta
milljónir íslenskra króna. „Ég kemst
ekki hjá því að borga,“ segir ein
kvennanna í myndinni. Galdrarnir
sem fylgi trúarbrögðunum séu það
öflugir að þeir geti „drepið fólk á
augabragði“.
Þannig nota hórmangararnir
svartagaldur markvisst til að hneppa
konur í kynlífsþrælkun í Evrópu.
Þannig er óþarfi að beita ofbeldi,
hræðslan við bölvun nægir ein og sér.
Í Edo, þar sem aðeins um 3%
nígersku þjóðarinnar búa, er gríð-
arleg fátækt. Þar lifir góðu lífi goð-
sögnin um konurnar sem farið hafa til
Ítalíu og orðið vellauðugar. Það er svo
ekkert leyndarmál að þær hagnist
sumar á því að selja líkama sinn og
fæstum finnst fylgja því nokkur
skömm. Hins vegar þykir það skömm
að snúa aftur til Nígeríu tómhentur.
En því miður eru það örlög margra
kvennanna sem koma til heimabæj-
arins fátækari en þær fóru, með
áverka vegna barsmíða og smitaðar af
HIV. Þeim konum er hafnað af fjöl-
skyldum sínum.
Það er erfitt að finna nokkurn í
Edo sem ekki hræðist áhrif „juju“.
Trúarbrögðin, sem hafa verið við lýði í
Vestur-Afríku öldum saman, eiga að
tryggja fólki vernd og góða heilsu en
geta líka kallað yfir það bölvun.
Helteknir af fátækt
Og hver er ástæðan fyrir mansal-
inu, af hverju senda bræður og kær-
astar konurnar sínar í vændi? „Fá-
tæktin hefur heltekið mig og er
siðferðislegri ábyrgð yfirsterkari,“
segir einn þeirra. „Mér þarf ekki að
líða illa út af þessu. Ég þarf á pening-
unum að halda.“
Konurnar vita margar að þær
eru að fara að stunda vændi. Þær falla
því ekki beinlínis að staðalímynd hins
varnarlausa fórnarlambs mansals.
Fátæktin sem bíður þeirra í heima-
landinu er hins vegar sterkur hvati til
að leita allra leiða til aukinna lífsgæða.
Með bölvun „juju“ hangandi yfir sér
er þeim svo þröngvað til að ganga
lengra en þær sjálfar ætluðu sér.
Kynlíf, lygar og
svartigaldur
Reuters
Fátækt Konur í Norður-Nígeríu búa við mikla fátækt og freista gæfunnar í
Evrópu. Þar bíður þeirra oft vændi og gróft ofbeldi sem fylgifiskur þess.
Forn afrískur siður
» Fátt er vitað um uppruna
„juju“ annað en að hér er á
ferðinni vesturafrískur siður
eða trúarbrögð þar sem flétt-
ast saman ýmsir helgisiðir og
trú á yfirnáttúrleg öfl, á borð
við drauga, árur og galdra.
» Algengt er að Nígeríu-
menn beri á sér verndargripi
til að hrinda af sér illum önd-
um og óheppni. Aðrir trúa því
að eingöngu „galdralæknar“
geti notað krafta „juju“-
siðarins.
» „Juju“ tengist ekki vúdú-
töfratrúnni, ólíkt því sem
margir halda.
» Áhangendur trúa því að
„juju“ hafi tvær hliðar. Hægt
sé að beita siðnum til góðs,
t.d. lækninga, en einnig telja
margir að hægt sé að beita
„juju“ gegn óvildarmönnum,
kalla yfir þá bölvun, s.s. geð-
veiki, sjúkdóma og jafnvel
dauða.
» Þurrkuð kameljón og
kjúklingar eru oft notuð í
helgiathöfnum tengdum
„juju“.
20
þúsund konur frá Nígeríu eru
taldar vera í vændi á Ítalíu.
100
þúsund Nígeríumenn eru taldir
hafa verið seldir mansali til
Evrópu undanfarin ár.
‹ VÆNDI Í EVRÓPU ›
»