Morgunblaðið - 09.04.2011, Page 44

Morgunblaðið - 09.04.2011, Page 44
Margt er það og margt er það sem minningarnar vekur, og þær eru það eina sem enginn frá mér tekur. (Davíð Stefánsson) Haustið 1950 komu tvö stelpu- skott í Laugaskóla. Önnur var úr Eyjafirði, hin austan af Langa- nesi. Þær urðu herbergissystur á Laugum í tvo vetur. Á þessum tíma varð til vinátta sem varað hefur í 60 ár. Okkur leist ekki neitt sérlega vel hvorri á aðra til að byrja með, en þegar ég veikt- ist mjög alvarlega kom innri maður Sigríðar í ljós. Hún vakti yfir mér nótt eftir nótt, og lagði sig alla fram til hjálpar. Þessi reynsla varð til þess að við bund- umst traustum vináttuböndum, sem entust til hennar hinstu stundar. Veturinn 1953-1954 fórum við á Húsmæðraskólann á Löngu- mýri, þar kynntist Sigríður eft- irlifandi eiginmanni sínum Gunn- Sigríður Óladóttir ✝ Sigríður Óla-dóttir fæddist á Þórshöfn 12. apríl 1935. Hún lést á líknardeild Land- spítalans, Landa- koti, 30. mars 2011. Sigríður var jarðsungin frá Kópavogskirkju 7. apríl 2011. ari Eysteini Sigur- björnssyni frá Gróf- argili í Skagafirði. Þau fluttu fljótlega til Kópavogs, þar var ég og mín fjöl- skylda oft gestkom- andi og nutum sam- vista og hjálpsemi frá þeim hjónum báðum. Oft ef leita þurfti til lækninga suður var annast um okkur líkt og við værum í þeirra fjölskyldu. Ég þakka af heilum huga liðna tíð, ég hef alltaf haldið mig við Norðurlandið, en síminn var oft notaður og málin rædd og álits leitað í báðar áttir. Ég hef mikið hugsað um vin- áttuna undanfarna daga og fann ljóð eftir Hákon Aðalsteinsson sem mig langar að kveðja með og vona að sé í lagi að fá lánað. Stundin líður, tíminn tekur, toll af öllu hér, sviplegt brotthvarf söknuð vekur sorg í hjarta mér. Þó veitir yl í veröld kaldri vermir ætíð mig, að hafa þó á unga aldri eignast vin sem þig. (Hákon Aðalsteinsson) Ég sendi Gunnari, börnum, tengdabörnum, barnabörnum og systkinum Sigríðar innilegar samúðarkveðjur. Þóra Björnsdóttir. 44 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. APRÍL 2011                                             HÓTEL SAGA, REYKJAVÍK P IP A R \T B W A • S ÍA Elsku amma okkar, þú varst svo góð kona með stórt hjarta og hjá þér fund- um við fyrir mikilli hlýju, glæsi- legri konu var ekki hægt að finna, þú varst alltaf svo vel til höfð með fínt lakkaðar neglur og brostir þínu fegursta. Þér var mjög annt um fólkið í kringum þig og þú vildir öll mál leysa. Þú varst stolt af barnabörn- unum þínum öllum og varst allt- af til staðar og til þess að hjálpa ef eitthvað var að. Þú komst í all- ar fermingar, afmæli og aðra við- burði innan fjölskyldunnar á meðan þú varst uppá þitt besta. Það var alltaf gott að koma í heimsókn til ykkar afa, þið kunn- uð sko að taka á móti gestum, stundum bakaðir þú vöfflur og gerðir það eins og fagmaður enda bestu vöfflurnar í bænum. Við erum rosalega þakklát fyrir að hafa átt þig að ömmu og Sigríður Kristín Davíðsdóttir ✝ Sigríður Krist-ín Davíðsdóttir fæddist í Ólafsdal í Gilsfirði 25. októ- ber 1930. Hún lést á Landakoti 31. mars 2011. Sigríður Kristín var jarðsungin frá Grafarvogskirkju 7. apríl 2011. eigum eftir að sakna þín sárt, þú munt alltaf eiga stað í hjörtum okk- ar. Við kveðjum þig með söknuði og sjáumst eflaust síð- ar. Elsku afi, þinn missir er mikill og við vottum þér okk- ar dýpstu samúð og styðjum hvort ann- að í sorginni. Guð, láttu ljósið sem hér logar glæða ljósið innra með okkur. Þegar myrkur sorgarinnar fyllir hugann, láttu þá ljós minninganna rýma því burt. Guð, lát það góða og kæra sem við höfum misst dvelja með okkur og lýsa okkur og vekja vilja, þrótt og þrek til að halda áfram. Guð, við þökkum þér allt sem var okkur ljós á vegi og lýst hefur upp í erfiðleikum, angist og ógn. Guð íþínu ljósi sjáum við ljós. Við þökkumþér fyrir þau öll, lífs og liðin sem lifa í ljósi kærleika þíns, í Jesú nafni. Amen (Karl Sigurbjörnsson) Þín barnabörn, Sigríður Kristín Davíðsdóttir, Þorbjörg Katrín Davíðsdóttir, Sandra Ósk Magnúsdóttir og Gunnar Sigurður Magnússon. Elsku Ásthildur, margar af mínum minningum úr barnæsku tengi ég Miðtúninu og uppeldinu þar. Blokkin okkar var eins og höll sem við strákarnir lékum okkur í og allt um kring. Heitt „pottakakó“ og sögustund að kvöldi var jafnan hápunkturinn á vel heppnuðum degi. Þú tókst mig að þér líkt og eigið barna- barn, allt til unglingsáranna á iðnskólaárunum. Þau voru ófá skiptin sem ég hjólaði til þín og Lúðvígs og fékk pönnukökur hjá þér og sögur af mömmu og pabba frá verbúðarárunum. Þú vaktir eftir okkur strákunum þegar við fórum í bíó og lánaðir mér pening þegar ég var blankur. Þegar ég lít til baka og hugsa um allt fólkið sem ég hef kynnst um ævina, kemur þú og fjölskylda þín svo sterk fyrir í minningunni. Minn- Ingibjörg Ásthildur Michelsen ✝ Ingibjörg Ást-hildur Michel- sen fæddist 27. nóv- ember 1938. Hún lést á hjúkr- unarheimilinu Seljahlíð 25. mars 2011. Útför Ingibjarg- ar Ásthildar fór fram frá Guðríð- arkirkju 1. apríl 2011. ingin ber mig til Tálknafjarðar, minn heimabær og mín uppeldissveit, með áræði og dug hafðir þú mikil áhrif á þetta litla þorp. Samfélagið var rík- ara með manneskju eins og þér. Takk fyrir allar sögustundirnar í blokkinni, takk fyr- ir að kenna mér að hjóla, takk fyrir videóspólurnar, takk fyrir pönnukökurnar, takk fyrir um- hyggjuna, takk fyrir samfylgd- ina. Ég votta fjölskyldu þinni alla mína samúð, megir þú lifa áfram í minningunni. Við kveðjustund vor hugur snýr að vinskap, hverju sinni. Frá barnæsku brýst minning skýr af næstum, ömmu minni. Ástkær mjög og hláturmild, þó hörð í horn að taka. Um vorsins þrautir, var hún sigld, mun ávallt hjá mér vaka Minning ein mun lifa nú með sögum, milli manna. Í hjarta mér er kærust sú hún Ásthildur, eina sanna Ólafur Sveinn Jóhannesson. ✝ GuðmundurSveinsson fæddist á Hofs- stöðum í Þorska- firði í Reykhóla- sveit 11. ágúst 1920. Hann lést á Reyk- hólum 24. mars 2011. Faðir hans var Sveinn Sæ- mundsson, ættaður úr Dölum, og móðir hans Sesselja Odd- mundsdóttir úr Bolungarvík. Árið 1942 kynnist Guðmundur eftirlifandi konu sinni Halldóru Guðjónsdóttur frá Litlu-Brekku í Geiradal. Guð- mundur og Hall- dóra hefja búskap á Miðjanesi 1944 í tví- býli við Játvarð Jök- ul og Rósu Hjör- leifsdóttur og eru þar til vors 1948. Frá Miðjanesi fara þau að Borg og búa þar í tvíbýli við Guð- rúnu systur Guðmundar og Brynjólf Jónsson. Frá Borg flytj- ast þau árið 1952 að Gröf í Gufu- dalssveit og bjuggu þar allan sinn búskap. Þegar Guðmundur og Halldóra kynntust átti hún tvö börn fyrir, Guðrúnu Kol- brúnu Pálsdóttur, f. 1939, og Gísla Sævar Guðmundsson, f. 1941. Saman eignuðust Guð- mundur og Halldóra tvær dætur, þær Ósk Jóhönnu, f. 1946, og Arndísi Ögn, f. 1954. Barnabörn- in eru níu og langafabörnin eru tíu. Útför Guðmundar Sveins- sonar fór fram á Reykhólum 2. apríl 2011. Guðmundur Sveinsson Afi, þú varst ljósið okkar, stuðningurinn okkar, ástin okkar. Þú verður ávallt í huga okkar og hjarta. Við munum sakna þín á hverjum einasta degi. Það var okkur heiður að eiga ást þína og við vonum að við höfum gert þig stoltan. Við óskum þess að við gætum verið á Íslandi til að kveðja þig, en við óskum þér velfarnaðar og góðrar ferðar. Við elskum þig að eilífu. Kveðja frá áströlsku fjölskyld- unni þinni, Gísli, Sarah, Daníel og Matthilda. Elsku afi minn, nú ertu farinn frá mér og vonandi á betri stað. Veit varla hvað ég á að gera án þín. Ég tel mig vera svakalega heppna með að hafa átt þig ekki bara sem afa heldur góðan vin. Þú ert mesta ljúfmenni sem ég hef kynnst. Við áttum svo marg- ar góðar stundir saman horfandi með mikilli innlifun og öskruðum á enska boltann fram á kvöld. Og allar næturnar sem við horfðum á box saman. Þetta er bara brota- brot af stundunum sem við áttum saman því þær eru óteljandi og það er ég svo þakklát fyrir. Við vorum svo ótrúlega sam- rýnd og lík enda í sama stjörnu- merki. Það veit það enginn nema ég og þú hvað við vorum góðir vinir. Þú gerðir allt fyrir mig og svo miklu meira en það. Ég elska þig óendanlega mikið. Með brostnu hjarta og söknuði læt ég fylgja hér ljóð sem ég gerði fyrir þig á meðan þú varst á spítalan- um. Takk fyrir allt, yndislegi afi minn. Ég mun aldrei gleyma þér. Elsku afi þú sem ert mér svo kær ekki fara mér fjær komdu frekar nær Þetta tekur á ekki láta á þig neitt fá það ekki má Þú sterkur ert og átt margt eftir ógert svo ekki gefa upp alla von. Ég elska þig. Þitt barnabarn, Björk. Vinur okkar Bragi Guðráðsson er sigldur lengri leiðina. Lagður Bragi Guðráðsson ✝ Bragi Guð-ráðsson fædd- ist á Skáney í Reyk- holtsdal, Borgarfirði, 29. mars 1932. Hann lést á heimili sínu í Hafnarfirði 26. mars 2011. Útför Braga fór fram frá Víðistaða- kirkju í Hafnarfirði 5. apríl 2011. úr höfn í hinsta sinn. Við hittumst fyrst 16. janúar 2001 og það var eins og við hefðum alltaf þekkst og hefðum alltaf verið bræður þrátt fyrir aldurs- mun. Við höfðum svipuð áhugamál og gátum endalaust velt fyrir okkur öllu frá fiskgengd til ei- lífðarspurningar. Bragi var skemmtileg blanda af bóndasyni, kaupmanni, trillukarli og heim- spekingi, sem ræddi um tilveru Guðs, ódauðleika sálarinnar og frjálsræði viljans. Glæsimenni sem geislaði af vinarþeli og hlýju. Sjóarinn síkáti sem breiddi út meðal okkar jákvæðni og lífsgleði með sínu brosandi og geislandi augnaráði, þar sem ljós lífsins logaði undursterkt. Vinur sem strax er saknað, en glaðvær hlátur og brosið bjarta tilheyrir nú minningunum. Mörgum eft- irminnilegum og einstaklega ljúfum minningum sem munu lifa með okkur. Ómetanleg er vinátta manns eins og Braga sem var hugleikið að miskunnsemin væri dóttir kærleikans og einlægni og hreint hjarta væru undirstaða allra dyggða. Við fengum að ferðast með Braga innanlands og utan, þar sem hann gæddi hvern dag ævintýrum og hlátri. Þar sem lífsgleðin stóð við stjórnvölinn og réði för. Bragi var mannblendinn og átti ekki í neinum vandræðum með að tala við fólk af öllu þjóð- erni og brá sér í hlutverk „pap- arazzi“ og myndaði í bak og fyrir. Bragi átti sér GPS-leiðar- punkt fyrir utan höfnina í Grindavík. Það var sama hvaðan hann kom úr róðri, hann gat allt- af sett stefnuna á þennan punkt. Þaðan flútta innsiglingarmerkin og hann sigldi öruggur í höfn. Bragi átti sér annan fastan punkt í tilverunni sem hann trúði á, og hefur nú sett kompásinn á lokastefnuna 90° til hins eilífa austurs. Í sinni hinstu ferð er Sandvíkin drekkhlaðin af dyggð- ugu líferni og hann siglir him- infleyi sínu rétta og örugga leið í nýja höfn. Guð blessi minningu Braga Guðráðssonar og styrki og varðveiti allt hans fólk og verndi blæ minninganna í anda lífs þessa góða bróður. Katrín og Ólafur Magnússon. Þá hefur vinur minn Bragi Guðráðsson verið til moldar bor- inn. Kynni okkar urðu ekki löng, aðeins um áratugur. Stundum tekur langan tíma að kynnast fólki, stundum gerist það á ein- um degi. Þannig var það um Braga. Við fyrsta þéttingsfasta handtakið streymdi frá honum vinátta og hlýja. Og þannig hélt það áfram í hvert skipti sem við heilsuðumst. Bragi var ekki margmáll en hann lét verkin tala og verkin báru honum fagurt vitni. Kynni okkar hófust að Ljósa- tröð, í húsi frímúrara í Hafnar- firði, sem hann hafði hjálpað til við að reisa og innrétta. Á laug- ardagsmorgnum stóð Bragi fyrir því að bræður hittust til skrafs og ráðagerða í svokölluðu „Bragakaffi“ og það var einmitt þar sem við hittumst síðast. Nú er Bragi farinn í síðustu ferðina sína. Ég er sannfærður um að vel verður tekið á móti honum og ekki þykir mér ólík- legt að hann verði farinn að skipta sér af innréttingum þar fljótlega. Megi hinn hæsti fylgja honum á leið hans og blessa fjölskyldu hans. Pétur Björn Pétursson. Mig langar til að minnast móð- ursystur minnar með örfáum orðum. Maddý frænka, þú varst einn engillinn í lífi mínu og minn- ingar mínar um þig eru fjölmarg- ar. Allar lýsa þær af gleði og kærleika. Þú passaðir mig þegar ég var smábarn og þú meira að segja tókst mig að þér þegar ég var ráðvilltur og vegalaus ung- lingur. Alltaf var Maddý frænka með opinn faðminn og til staðar í ölduróti tilverunnar. Nú eruð þið systurnar saman og getið fylgst með okkur hérna megin og haldið áfram að vaka yfir okkur. Bless- uð sé minning þín. Öllum að- standendum óska ég blessunar og bið Guð að styrkja ykkur á leið María Björk Skagfjörð ✝ María BjörkSkagfjörð fæddist í Reykjavík 4. febrúar 1944. Hún lést á krabba- meinsdeild Land- spítalans 28. mars 2011. María var jarð- sungin frá Foss- vogskirkju 7. apríl 2011. ykkar um lífsins veg. Maddý er farin í sælunnar stað. Ég kveð með þessu ljóði: Þú tími eins og lækur áfram líður um lífsins kröppu bugður alltof fljótt. Markar okkur mjög svo undan svíður, minnir á þig, gengur títt og ótt. Ekkert kvikt sem andar fær þig flúið, það fölnar allt og máist burt um síð. Galdur enginn getur á þig snúið, þú glottir bara og hæðist alla tíð Samt linar þú og læknar hjartasárin og leggur við þau smyrsl þín sérhvern dag. Svo tínast eitt og eitt í burtu árin eins og dægrin björt um sólarlag. Þú tími sem að töf vilt enga gera við töltum þetta líf á eftir þér, öllum stundum viljum hjá þér vera og vita meir um tilvist okkar hér. (Valgeir Skagfjörð) Valgeir Skagfjörð. Meira: mbl.is/minningar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.