Morgunblaðið - 09.04.2011, Side 60

Morgunblaðið - 09.04.2011, Side 60
LAUGARDAGUR 9. APRÍL 99. DAGUR ÁRSINS 2011 Ísland mætir Króatíu í Zagreb í fyrsta leiknum í 2. deild heimsmeist- aramótsins í íshokkíi karla annað kvöld. Morgunblaðið er með í för og flytur fréttir af framgangi íslenska liðsins. Ísland fékk brons á síðasta móti og mætir nú til leiks með nýjan þjálfara, Olaf Eller frá Danmörku. Spurningin er hvort liðið bæti við sig í ár eða haldi í horfinu. »3 Íshokkílandsliðið byrjar gegn sterkum Króötum „Ég átti kannski ekki von á að bæta Íslandsmetið alveg strax og það kom mér dálít- ið á óvart. En ég ákvað að keyra á fullu, bæði í und- anrásunum og úrslitasund- inu, og það var gott að ná metinu og HM-lágmarkinu strax í morgun,“ sagði sund- konan unga Eygló Ósk Gúst- afsdóttir eftir frábæra frammistöðu á Íslandsmeist- aramótinu í gær. »1 Kom mér dálítið á óvart að ná metinu Ragnar Jóhannsson frá Selfossi varð markakóngur úrvalsdeildarinnar í handbolta, enda þótt lið hans yrði að bíta í það súra epli að falla. „Ég átti alls ekki von á því að skora jafnmörg mörk og raun ber vitni,“ segir Ragnar m.a. í viðtali við Morgunblaðið og við- urkennir að vera svolítið marka- gráðugur. »4 Átti ekki von á að skora svona mörg mörk Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Eiríkur Jónsson hætti í gær sem formaður Kennarasambands Ís- lands, en hann hefur verið í stjórn gamla og nýja Kennarasambandsins síðan 1984 og formaður síðan 1994. Umræða um málefni sambandsins hættir þó ekki á heimilinu því Björg Bjarnadóttir, eiginkona Eiríks, er nýr varaformaður Kennarasam- bandsins. Félagi leikskólakennara var skipt í tvö félög í fyrra og við það tæki- færi steig Björg til hliðar eftir að hafa verið formaður félagsins í 14 ár. Hún hefur verið þjónustufulltrúi hjá Kennarasambandinu í vetur, en segir að hart hafi verið lagt að sér að bjóða sig fram til varaformanns Kennarasambandsins og hún hafi tekið áskoruninni. Hún áréttar að Eiríkur hafi ekki skipt sér af málinu en sagst styðja þá ákvörðun sem hún tæki. „En þetta þýðir að um- ræðan verður áfram virk á heim- ilinu,“ segir hún. Leikur á eftirlaunum Þegar Eiríkur sleit þingi Kenn- arasambandsins fyrir þremur árum tilkynnti hann að hann myndi ekki sækjast eftir endurkjöri 2011. Hann segir að tími sé kominn til að breyta til og hleypa nýjum manni að. 17 ár sem formaður sé alveg nóg. Björg bætir við að hann sé líka að fara á eftirlaun. „Hann ætlar bara að fara að spila golf og leika sér,“ segir hún og bætir við að auk þess komi hann til með að sjá um heimilið. Eiríkur segist ekki kvíða verkefnaleysi. „Ég hef til dæm- is mjög gaman af því að rækta garðinn,“ segir hann. Hins veg- ar þýði þetta ekki að hann sé lagstur í helgan stein. „Ég ætla að slaka á til að byrja með,“ heldur hann áfram og útilokar ekki að taka að sér hlutastarf, bjóðist það. Samhent hjón Eiríkur hefur verið í eldlínu sam- bandsins í tæplega þrjá áratugi og segist vera stoltastur af sigrinum sem hafi unnist í baráttunni um líf- eyrismálin á árunum 1996 og 1997. Björg segir að mikið starf sé fram- undan. Hún segist ekki eiga von á að Eiríkur eigi eftir að hafa áhrif á sig í nýja starfinu en hún ætlist samt til þess að hann hlusti á sig. Eiríkur leggur áherslu á að hann hafi ekki beitt sér vegna ákvarð- anatöku á þinginu vegna þess að hann sé hættur. „En auðvitað leita ég ráða hjá mínum karli,“ segir Björg. Leita ráða hjá mínum karli  Fyrrverandi formaður í golf og heimilisverkin Morgunblaðið/Sigurgeir S Hlutverkaskipti Hjónin Björg Bjarnadóttir og Eiríkur Jónsson skipta um hlutverk – hann sinnir nú heimilisstörfum sem fyrrverandi formaður Kennarasambands Íslands og hún beitir sér í stjórn sambandsins sem varaformaður. Þórður Á. Hjaltested, fyrrverandi varaformaður Félags grunnskóla- kennara, er nýr formaður Kenn- arasambands Íslands. Hann hefur verið í stjórn undanfarin sex ár og boðar ekki miklar breytingar enda segir hann að stjórnin hafi verið traust frá stofnun. Yfirskrift 5. þings KÍ, sem lauk á Grand hóteli Reykjavík í gær, var „Í skólanum, í skólanum er framtíð þjóðar falin“. Um 270 manns sóttu þingið, sem var sett sl. miðvikudag, en þar var m.a. kynnt skýrsla þar sem fram koma ýmsar ábendingar um hvaða lær- dóm Íslendingar geta dregið af reynslu Finna af kreppunni 1991. Á þinginu var fjallað um stefnumót- andi tillögur og segir Þórður að stjórnin eigi síðan eftir að vinna úr þeim samkvæmt ákvörðunum þingsins. Traust stjórn frá byrjun ÞÓRÐUR Á. HJALTESTED NÝR FORMAÐUR KÍ Þórður Á. Hjaltested  Kvikmyndin Backyard hefur verið valin til sýn- ingar á hina virtu kvikmyndahátíð í Karlovy Vary í Tékklandi og einn- ig á alþjóðlegu kvikmyndavikuna í Seattle sem haldin verður í 37. sinn 19. maí til 12. júní. Backyard verður í kjölfarið sýnd á minni hátíðum víða um heim og verður gefin út á mynddiski á al- þjóðavísu í september næstkomandi. Backyard til Karlovy Vary og Seattle  Daníel Bjarnason, Ben Frost og Sinfóníetta Krakárborgar fluttu 6. apríl sl. verk Frosts og Daníels, Music for Solaris, í Lincoln Center í New York. Hluti verksins er kvikmynda- verk eftir Brian Eno og Nick Robert- son, byggt á kvikmynd Tarkovskíj, Solaris, frá árinu 1972. Verkið verður flutt á Listahá- tíð í Reykjavík í vor í tónlist- arhúsinu Hörpu. Music for Solaris flutt í Lincoln Center  Megas & Senuþjófarnir gáfu út nýja hljóðversplötu, (Hugboð um) Vandræði, í vikunni. Um er að ræða fimmtu plötu þessa gjöfula sam- starfs sem hófst árið 2007. Karl Blöndal rýnir í gripinn. »52 Morgunblaðið/Einar Falur Ný plata Megasar gagnrýnd 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í LAUSASÖLU 649 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550 VEÐUR » 8 www.mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. Augu umheimsins á Íslandi 2. Ísland stefnir í greiðsluþrot 3. Gleymdist að fjarlægja hnéð 4. „Klæðnaðarbilun“ hjá Evu FÓLK Í FRÉTTUM VEÐURÍÞRÓTTIR SPÁ KL. 12.00 Í DAG Sunnan- og suðaustanátt, yfirleitt 8-15 m/s og rigning sunnan- og vestantil, en skýjað með köflum nyrðra og eystra. Suðvestlægari í kvöld. Hiti 7 til 16 stig. Á sunnudag Vaxandi suðaustanátt og væta með köflum fyrripartinn, en síðan sunnan og síðar suðvestan 13-20 og rigning. Hægari og úrkomulítið norðaustanlands. Hiti 3-10 stig. Á mánudag og þriðjudag Suðvestanátt, yfirleitt 8-15 m/s og skúrir eða él, en þurrt og bjart veður austanlands. Hiti 0 til 5 stig.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.