Morgunblaðið - 15.04.2011, Síða 4

Morgunblaðið - 15.04.2011, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. APRÍL 2011 Kristján Jónsson kjon@mbl.is Sigríður Friðjónsdóttir, vararíkis- saksóknari og saksóknari Alþingis í málinu gegn Geir H. Haarde, fyrr- verandi forsætisráðherra, segir að vonast sé til þess að hægt verði að senda landsdómi málið öðrum hvor- um megin við páskana. Hún og hinir tveir starfsmenn embættisins séu búin að afgreiða tölvupóstana en séu nú að vinna í skýrslum rannsóknar- nefndar Alþingis sem fara þurfi yfir. „Það er kannski orðið hæpið að þetta náist fyrir páska,“ segir Sigríð- ur. „Þær eru alls um 3.700 blaðsíð- urnar í skýrslunum, við ætlum að vinsa úr það sem máli skiptir og það tekur sinn tíma. Stundum er fyrir hendi skýrsla um mann og hún er yfir 100 síður en það sem okkur varðar er bara tvær til þrjár síður. Við erum að vinna í þessu núna.“ Hún segir að vel hafi verið haldið utan um öll gögnin, verið sé að skanna þau og skýra og þetta sé heil- mikil handavinna. Öll undirbúnings- vinna fyrir málið þurfi að vera mjög vönduð áður en gögnin séu fjölfölduð handa 15-menningunum sem skipa landsdóm auk sækjanda og verj- anda. Ef villur fyndust yrði dýrt að fjölfalda gögnin á ný. Þegar Sigríður telur málið vera fullrannsakað sendir hún ákæruna til forseta landsdóms. Forsetinn þarf síðan að gefa út stefnu og birta með fyrirvara, minnst þrjár vikur þurfa að líða eftir birtinguna áður en málið er þingfest. Skipunartími núverandi dómara í landsdómi rennur út í maí. Til þess að komast hjá því að Alþingi kjósi aftur í dóminn, sem væri afar hæpið, varla eðlilegt að kærandi geti sjálfur valið dómendur, þarf að setja lög um að skipunartíminn framlengist, þ.e. núverandi landsdómur klári málið. Tillagan hefur ekki enn verið af- greidd á þingi. Ákæra varla fyrir páska  Sigríður Friðjónsdóttir segir að nú sé farið yfir skýrslur rannsóknarnefndar  Alþingi hefur ekki enn afgreitt lög um nauðsynlegar breytingar á landsdómi Morgunblaðið/Kristinn Allir mættir Landsdómur kemur saman á fyrsta fundi í sögu landsins. Sólfellið var á miðvikudag flutt á framtíðar- stað sinn við Suðurbugtina í gömlu höfninni í Reykjavík. Húsið, sem áður stóð á athafnasvæði Strætó á Kirkjusandi, var endurbyggt á slippsvæðinu og því ekki langt að fara með það. Nokkur vinna er þó eftir við að ganga frá húsinu að utan, reisa viðbyggingu og innrétta. Minja- vernd ehf. á húsið og hefur unnið að fram- kvæmdum við það. Nú styttist í að framkvæmdir hefjist við nýj- ar flotbryggjur í Suður- og Norðurbugt en einnig verður komið fyrir nýrri flotbryggju á Akranesi. Að auki verður aðstaða skútueig- enda í Austurbugt bætt, en miklar fram- kvæmdir hafa staðið yfir á lóð Hörpu og næsta nágrenni. sisi@mbl.is Sólfellið komið á sinn stað Morgunblaðið/Kristinn Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra segist ekki hafa fengið neina ósk frá sjávarútvegsráðuneytinu eða öðrum um að leiðrétta fréttilkynningu sem Evrópuþingið sendi frá sér. Hann hafi ekki einu sinni séð þetta plagg. Þar sagði m.a. að Íslendingar áskildu sér í aðildarvið- ræðum að stjórn sjávarútvegsmála yrði „að hluta til“ hér á landi ef þjóðin gengi í Evrópusambandið. Jón Bjarna- son sjávarútvegsráðherra mótmælti í liðinni viku fullyrð- ingunni í tilkynningu Evrópuþingsins og sagði ljóst að Ís- lendingar krefðust þess að hafa áfram full yfirráð sjálfir í þessum efnum. „Sjálfur hef ég nú ekki lagt það í vana minn að elta ólar við fréttatilkynningar, þarna geta einhverjum blaðafull- trúa hafa verið mislagðar hendur,“ segir Össur. „Þegar ég hef rætt við Evrópusambandið, m.a. á fyrstu ríkjaráð- stefnunni þar sem ég flutti ræðu sem birt var opinber- lega, er mjög fast haldið á sjónarmiðum Íslendinga. Hvergi er hvikað frá meirihlutaáliti utanríkismálanefnd- ar Alþingis.“ kjon@mbl.is Haldið fast á sjónarmiðum Íslands í ESB-viðræðum Morgunblaðið/RAX Afli Lögð er áhersla á að Íslendingar stýri sjálfir fisk- veiðum sínum ef þeir ganga í Evrópusambandið.  Össur telur villu hafa slæðst í tilkynningu um sjávarútveg Fallegar gjafaumbúðir Hentar öllum Gildir hvar sem er Ármúla 13a | Borgartúni 26 | 540 3200 | www.mp.is Gjafakortið sem gildir alls staðar Þú velur upphæðina en viðtakandinn velur gjöfina. Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Opinbera hlutafélagið Isavia ætlar að áfrýja dómi sem fyrirtækið hlaut vegna framkomu fyrirtækisins í garð konu sem kvart- aði undan kynferðis- legri áreitni yfirmanns síns. Í gær gáfu vitni í málinu skýrslu fyrir Héraðsdómi Reykja- ness og ætlar Isavia að leggja þá vitnisburði fram með öðrum máls- gögnum til Hæstaréttar. Dómsmálið beinist ekki að yfir- manninum sem áreitti konuna kyn- ferðislega í vinnuferð í sumarbú- stað, skv. niðurstöðu dómsins, heldur að Isavia. Var fyrirtækið m.a. dæmt fyrir að starf konunnar hefði ítrekað verið rýrt að henni for- spurðri, eftir að hún lagði fram kvörtunina. Þá hefði Isavia brotið gegn skyldum sínum sem vinnuveit- andi. Konan sem fyrir áreitinu varð gaf skýrslu fyrir héraðdómi þegar málið var þar til meðferðar í byrjun árs en Isavia kallaði hvorki yfirmann kon- unnar né annan mann sem var í bú- staðnum fyrir dóminn. Isavia byggði þó málsvörn sína m.a. á því að yfirmaðurinn hefði ekki sýnt af sér kynferðislegt áreiti í garð konunnar. Maðurinn hefði kannast við háttsemina sem hún lýsti en neitað að í henni hefði falist kynferðislegt áreiti. Neitaði að ákvörðun lægi fyrir Dómurinn var kveðinn upp 9. febrúar. Af og til frá því dómurinn féll hefur Morgunblaðið spurt upp- lýsingafulltrúa Isavia, Hjördísi Guð- mundsdóttur, hvort ákvörðun hafi verið tekin um áfrýjun en þar til í gær var því neitað. Síðast var Hjör- dís spurð að þessu í tölvupósti í fyrradag, miðvikudaginn 13. apríl. Í tölvupósti frá Hjördísi sama dag segir hún að fyrirtækið hafi ekki tekið ákvörðun um áfrýjunina og vísaði hún til þess að fyrirtækið hefði þrjá mánuði frá dómsupp- kvaðningu til þess. Vitnamálið var á dagskrá degi eft- ir að Hjördís gaf þessi svör eða í gær, 14. apríl. Í samtali við Morg- unblaðið í gær sagði Hjördís að Isavia hefði tekið ákvörðun um að áfrýja málinu. Hún var spurð um hvenær sú ákvörðun hefði verið tek- in en hún svaraði því ekki. Isavia ætlar að áfrýja  Yfirmaður ekki kallaður fyrir dóm

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.