Morgunblaðið - 15.04.2011, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 15.04.2011, Qupperneq 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. APRÍL 2011 FRÉTTASKÝRING Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Úrsögn Ásmundar Einars Daðason- ar úr þingflokki VG í gær kemur til með að breyta hinu pólitíska lands- lagi á Alþingi verulega. Ekki bara að ríkisstjórn Samfylkingar og VG hafi nú einungis eins þingmanns meiri- hluta á Alþingi, sem er jú eins tæpt og það getur orðið, heldur líka, að nú verður myndaður nýr þingflokkur þeirra Ásmundar Einars, Atla Gísla- sonar og Lilju Mósesdóttur, sem gefur þeim þremur mun meiri póli- tískan slagkraft, en þau hefðu sem óháðir þingmenn utan þingflokka. Það þarf þrjá þingmenn til þess að geta myndað þingflokk, því geta þremenningarnir nú myndað eigin þingflokk og fá við það aukin áhrif inni á Alþingi, áheyrnarrétt í nefnd- um, fjármuni til sérfræðikaupa, að- gang að vikulegum fundum þing- flokksformanna og áheyrnaraðild að forsætisnefnd, sem þau ætla að nýta sér. Þegar í gær voru farnar að berast fregnir úr kjördæmi Ásmundar Ein- ars í þá veru að kröfur væru uppi um það meðal VG-félaga í kjördæminu að Ásmundur Einar segði af sér þingmennsku. En það bárust einnig fregnir úr kjördæminu um að Ás- mundur Einar ætti marga dygga stuðningsmenn þar. Þeir bentu á að samskonar herferð hefði farið í gang í Suðurkjördæmi þegar Atli Gísla- son sagði sig úr þingflokknum. Sú herferð hefði verið að undirlagi flokksforystunnar sem hefði einfald- lega haft samband við foringjahollar félagsstjórnir og pantað slíkar álykt- anir úr héraði. Fullyrt er að á næstu vikum muni það koma skýrt fram að staða Ásmundar Einars sé sterk í kjördæminu, þrátt fyrir að einhverj- ar pantaðar ályktanir verði gerðar, að ósk forystunnar. Það sé vitanlega Ásmundar Einars og einskis annars að taka ákvörðun um það hvort hann heldur þingstörfum áfram eða ekki. Hann hafi gert það sem samviskan bauð honum og sannfæring og það beri að virða við þingmanninn. Nýr þingflokkur verður til Á allra næstu dögum munu þau Ásmundur Einar, Atli og Lilja ráða ráðum sínum og taka ákvörðun um formlega stofnun þingflokks og nafngift slíks flokks. Er talið að und- irbúningi verði lokið á páskum og strax eftir páska liggi fyrir með hvaða hætti þau ætla að starfa. Þá fengust í gær upplýsingar um það að þremenningarnir teldu alls ekki útilokað að þeim ætti eftir að bætast frekari liðsauki og er þá einkum horft til Guðfríðar Lilju Grétarsdóttur sem er síður en svo sátt við sinn flokk eftir að henni var bolað úr þingflokksformannsstarf- inu á sunnudag. En einnig eru þeir Ögmundur Jónasson og Jón Bjarna- son nefndir, þótt það þyki mun lang- sóttara, a.m.k. um þessar mundir. Fullyrt er að forysta VG hafi lesið stöðu Guðfríðar Lilju og styrk kol- rangt og hana hafi ekki órað fyrir því hversu gífurlega sterkt bakland hennar er. Guðfríður Lilja hafi í raun og veru líf þessarar ríkisstjórn- ar í hendi sér, ef henni sýnist svo og því þykir það vera mjög skiljanlegt að Jóhanna Sigurðardóttir hafi hafið dauðaleit að nýjum liðsmönnum og renni hýru auga til framsóknarþing- mannanna Sivjar Friðleifsdóttur og Guðmundar Steingrímssonar. Sem dæmi um styrk Guðfríðar Lilju er nefnd andstaða hennar við virkjun í neðanverðri Þjórsá, sem hún gæti hreinlega stöðvað, jafnvel þótt þær virkjanaframkvæmdir séu sagðar meðal þess sem aðilar vinnumark- aðarins og ríkisstjórnin hafi rætt til þess að greiða fyrir kjarasamning- um. Að vísu er á það bent að sam- kvæmt samstarfsyfirlýsingu ríkis- stjórnarinnar er þar tilgreint að ekki verði farið af stað með virkjanafram- kvæmdir í neðanverðri Þjórsá, fyrr en rammaáætlun liggur fyrir, en hún mun verða gerð opinber á allra næstu vikum. Urðu að bakka með Árna Þór Forysta VG hafi í raun ekki átt neinn annan kost en bakka með Árna Þór Sigurðsson út úr þing- flokksformannsembættinu. Þá hafa þær Lilja Rafney Magnúsdóttir og Þuríður Backman fengið á sig mikla gagnrýni frá almennum VG félögum, fyrir að láta Steingrím J. Sigfússon nota sig í tillöguflutningi í þing- flokknum: Þuríður fyrir að gera til- lögu um Árna Þór sem þingflokks- formann á sunnudaginn og Lilja Rafney fyrir að stinga upp á að Guð- fríður Lilja yrði aftur þingflokksfor- maður, sem hún hafnaði með þykkju. Þau Atli Gíslason og Lilja Mós- esdóttir gerðu harðar kröfur um breytt og bætt vinnubrögð foryst- unnar, áður en þau gáfust upp og yf- irgáfu þingflokk VG. Það sama henti Ásmund Einar því það virðist sem aðförin að Guðfríði Lilju hafi verið kornið sem fyllti mælinn. En Ás- mundur Einar hefur vitaskuld verið afar óánægður með ESB-þátt VG og fullyrt er að hann hafi tollað þetta lengur í þingflokknum til þess að reyna að styðja við bakið á Jóni Bjarnasyni sjávarútvegsráðherra. Það mun því ekki skýrast frekar fyrr en á næstu vikum hvernig mál munu skipast, bæði innan ríkis- stjórnarinnar og ekki síður innan þingflokks VG. Ljóst sé að ríkis- stjórnin muni þurfa að vanda sig mjög til þess að halda öllum liðs- mönnum sínum áfram um borð. Breytt pólitískt landslag á þingi Morgunblaðið/Kristinn Áhrif Það þarf þrjá þingmenn til þess að geta myndað þingflokk. Því geta þremenningarnir nú myndað eigin þing- flokk og fá við það aukin áhrif inni á Alþingi, áheyrnarrétt í nefndum, fjármuni til sérfræðikaupa o.fl.  Nýr þriggja manna þingflokkur verður til á næstunni  Sá þingflokkur gæti stækkað innan tíðar  Forysta VG gerði sér ekki grein fyrir sterku baklandi Guðfríðar Lilju Grétarsdóttur Morgundagur ehf., útgáfufélag Fréttatímans, hefur kært Frétta- blaðið til Neytendastofu fyrir aug- lýsingar sem brjóta gegn lögum um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu, þá fullyrðingu í blaðhaus Fréttablaðsins að það sé mest lesna dagblað landsins og aðr- ar auglýsingar Fréttablaðsins þar sem tiltekin prósenta er sögð lesa Fréttablaðið. Í kærunni kemur fram að til- teknar auglýsingar séu ósannar og brjóti því í bága við 2., 3., 6., 9., 14. og a) og b) lið 15. greinar laga nr. 57/2005 um eftirlit með við- skiptaháttum og markaðssetningu. Meðvitaðar blekkingar Fram kemur að það sé ósann- gjarnt og villandi gagnvart les- endum og auglýsendum „að velja meðvitað að láta þess ekki getið í auglýsingum sínum að í raun er spurt um lestur eða flettingu, en ekki aðeins lestur, eins og er látið að liggja“. Fullyrðingin um að Fréttablaðið sé mest lesna dagblað á Íslandi sé röng því engar mæl- ingar liggi fyrir um hve mikill lest- urinn er. Óskað er eftir að blekk- ingar blaðsins verði stöðvaðar þegar í stað. Að lesa annað en að fletta Teitur Jónasson, framkvæmda- stjóri Morgundags, bendir á að í fjölmiðlakönnunum Capacent sé spurt hvort fólk lesi eða fletti við- komandi blaði. Fréttablaðið blekki neytendur með auglýsingum sínum og fari á skjön við lög með þeim. Teitur áréttar að það að fletta sé ekki það sama og að lesa en Frétta- blaðið geri ekki greinarmun á þessu. Óréttmætir viðskiptahættir Í bréfi til 365 miðla bendir Neyt- endastofa á að skv. 5. gr. tilvitn- aðra laga í kærunni séu óréttmætir viðskiptahættir bannaðir. Eins segi í 8. gr. að viðskiptahættir séu órétt- mætir brjóti þeir í bága við góða viðskiptahætti og þeir við- skiptahættir sem brjóti í bága við ákvæði III. kafla laganna séu alltaf óréttmætir. Neytendastofa óskaði eftir skýr- ingum eða athugasemdum 365 miðla, fyrir hönd Fréttablaðsins, vegna kærunnar, en 365 miðlar virtu ekki gefinn frest til að svara. Fréttatíminn kærir Frétta- blaðið fyrir blekkingar  Ósannar auglýsingar brjóta í bága við lög um eftirlit Við það að stofna sjálfstæðan þingflokk fá þremenningarnir aðra og sterkari stöðu á Alþingi. Þannig fá þau aðgang að viku- legum fundum formanna þing- flokka. Jafnframt munu þau geta fengið áheyrnaraðild að þeim þingnefndum sem þau óska eftir og líklega einnig hjá forsætisnefnd. Auk þess fá þau ákveðna fjármuni til ráðstöf- unar, sem veitt er af sérfræðifé. Slíkt fé er um 55 milljónir króna í heild á ári og skiptist í 80 hluti, hvern upp á um 800 þús- und krónur. Í þeirra hlut kæmu fjórir hlutir, þ.e. 3,2 milljónir króna. Munu hafa aukin áhrif NÝR ÞINGFLOKKUR Atli Gíslason Lilja Mósesdóttir Guðfríður Lilja Grétarsdóttir Jón Bjarnason Ögmundur Jónasson Ásmundur Einar Daðason 5 ára ábyrgð Margar stærðir Dæmi: 90x200 cm Verð aðeins 79.900,- Frábært fermingartilboð Holtagörðum 2. hæð • Sími 512 6800 • www.dorma.is Gerið ver ð- og gæðasama nburð!

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.