Morgunblaðið - 15.04.2011, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. APRÍL 2011
Það hefur löngum verið talið hiðmesta hollráð að skipta ekki
um hross í miðri á.
Í umræðum umtillögu um van-
traust sagði Jó-
hanna Sigurð-
ardóttir orðrétt:
„Virðulegi forseti.
Ríkisstjórnin er
stödd í miðjum björgunar-
aðgerðum eftir bankahrunið og
uppbyggingarstarfið er handan við
hornið. Í öllum ráðuneytum er
unnið hörðum höndum að tillögum
til að vinna þjóðina út úr vand-
anum. Á sama tíma birtist okkur
stjórnarandstaða sem hefur engar
lausnir, engin úrræði og engan
styrk til að takast á við verkefnin.
Þessi vantrauststillaga er ein birt-
ingarmynd getuleysis hennar. Hún
er sýndarmennska.“
Nei, þetta sagði Jóhanna ekki ívantraustsumræðunni á mið-
vikudag eins og ætla mátti heldur
þegar vantraust var borið fram
gagnvart ríkisstjórn Geirs H.
Haarde fyrir rúmum tveimur ár-
um.
Jóhanna sagði reyndar efnisleganokkurn veginn það sama á
miðvikudaginn var.
Hún bætti auðvitað við óhróðrium Sjálfstæðisflokkinn.
Það gat hún ekki með góðu mótigert í fyrra sinnið.
Það er örugglega rétt að forðastað skipta um hest í miðri á.
En hafi hesturinn verið á ánni ítvö og hálft ár og ekki mjak-
ast úr sporunum, eiga menn þá
nokkurn annan kost?
Jóhanna
Sigurðardóttir
Ljósritaði gömlu
ræðuna
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 14.4., kl. 18.00
Reykjavík 2 skýjað
Bolungarvík 3 snjóél
Akureyri 6 skýjað
Egilsstaðir 8 léttskýjað
Kirkjubæjarkl. 3 skýjað
Nuuk -12 skýjað
Þórshöfn 9 þoka
Ósló 11 heiðskírt
Kaupmannahöfn 7 léttskýjað
Stokkhólmur 12 heiðskírt
Helsinki 3 heiðskírt
Lúxemborg 10 skýjað
Brussel 12 léttskýjað
Dublin 11 súld
Glasgow 12 skýjað
London 12 léttskýjað
París 15 heiðskírt
Amsterdam 12 léttskýjað
Hamborg 12 léttskýjað
Berlín 8 léttskýjað
Vín 7 skúrir
Moskva 2 skýjað
Algarve 22 heiðskírt
Madríd 25 léttskýjað
Barcelona 16 léttskýjað
Mallorca 20 léttskýjað
Róm 13 léttskýjað
Aþena 15 skýjað
Winnipeg 1 léttskýjað
Montreal 8 skýjað
New York 14 léttskýjað
Chicago 7 skýjað
Orlando 25 heiðskírt
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
15. apríl Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 5:57 21:00
ÍSAFJÖRÐUR 5:53 21:14
SIGLUFJÖRÐUR 5:35 20:57
DJÚPIVOGUR 5:24 20:32
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is.
Reykvískir unglingar í 9. bekk
grunnskóla kváðust langflestir
vera kristinnar trúar, 92% þeirra
svöruðu slíkri spurningu játandi, í
könnun Rannveigar Óskarsdóttur,
útskriftarnema í tómstunda- og fé-
lagsmálafræði við Háskóla Ís-
lands. Rannveig kynnti frumnið-
urstöður rannsóknar sinnar á
málþingi útskriftarnema á
menntasviði HÍ í fyrradag.
Rannveig sagði að ýmsar nið-
urstöður könnunarinnar hefðu
komið sér á óvart. „Það vakti at-
hygli mína að 35% svarenda sögðu
að skólinn hefði sinnt trúarlegu
uppeldi þeirra. Þetta er athygl-
isvert því það er bæði skýr af-
staða þjóðkirkjunnar og kemur
fram í námskrá grunnskóla að
skólinn er ekki trúboðsstofnun,“
sagði Rannveig. Hún kvaðst hafa
velt því fyrir sér hvort börnin
túlkuðu kennslu í kristnum fræð-
um sem trúboð og gerðu ekki
greinarmun á trúboði og kennslu.
Niðurstöður Rannveigar voru úr
könnun hjá um 50 grunn-
skólanemum. Öll börnin höfðu lát-
ið fermast í kirkju fyrir um ári.
Spurð um ástæður þess að þau
létu fermast sögðust 73% hafa
gert það af trúarlegum ástæðum,
tæplega 12% vegna fjölskyldu
sinnar, tæp 8% vegna vinanna og
um 8% vegna fermingargjafanna.
Könnunin sýndi að börnin
verða fyrir mestum trúarlegum
áhrifum frá foreldrum sínum,
öðru eða báðum, og frá ömm-
um og öfum. Þannig sögðu 96%
að pabbi eða mamma hefðu
kennt þeim bænir og 23% höfðu
lært bænir af afa eða ömmu. Þá
sögðust 8% hafa lært bænir í skól-
anum og 8% sögðu engan hafa
kennt sér bænir.
Mikill munur reyndist vera á af-
stöðu barnanna til kynningar á fé-
lagsstarfi í skólum. Þannig töldu
27% að trúfélög ættu að fá að
kynna starf sitt, en 77% fannst að
íþróttafélög mættu gera það og
65% að listgreinar ættu að fá að
kynna starf sitt í skólum. Rann-
veig sagði þetta athyglisverðan
mun á afstöðu til félaga sem
tengjast lífsstíl. Spyrja mætti
hvort þessi afstaða endurspeglaði
ákveðna fordóma í garð trúfélaga.
Rannveig sagði kannanir sýna
að unglingar sem tækju þátt í
tómstundastarfi trúfélaga væru
síður líklegir en aðrir til að til-
einka sér „ýkta“ áhættuhegðun á
borð við fíkniefnaneyslu eða óá-
byrgt kynlíf.
Reykvískir unglingar játa
langflestir kristna trú
Nemendur í 9. bekk gerðu greinarmun á kynningum lífsstílsfélaga í skólum
Morgunblaðið/hag
Unglingar Grunnskólanemarnir kváðust flestir hafa fermst af trúarlegum ástæðum. Myndin er úr Vatnaskógi.
Helmingur unglinga í 9. bekk, sem tóku þátt í rannsókn á trúarafstöðu
unglinga í Reykjavík, taldi að kenna ætti trúarbragðafræði í skólum, en
19% voru því mótfallin og 31% hafði ekki skoðun á því.
Þegar spurt var hvort börnunum þætti að kenna ætti kristin fræði
svaraði 31% því játandi en tæp 35% töldu að það ætti ekki að
gera. Tæp 35% höfðu ekki skoðun á því hvort kenna ætti kristin
fræði eða ekki.
Rannveig Óskarsdóttir segir í niðurstöðum sínum að hún telji
ástæðu til að hafa trúarbragðafræðslu í skólum. Einnig sé
ástæða til að stuðla að þátttöku barna og unglinga í trúarlegu
félagsstarfi um leið og kröfur þeirra til sjálfstæðis og sjálf-
ræðis séu virtar.
50% vilja trúarbragðafræði
KÖNNUN Á TRÚARAFSTÖÐU UNGLINGA Í REYKJAVÍK
Rannveig
Óskarsdóttir