Morgunblaðið - 15.04.2011, Síða 9

Morgunblaðið - 15.04.2011, Síða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. APRÍL 2011 Hæstiréttur hefur dæmt íslenska rík- ið og Árna M. Mathiesen, fyrrverandi ráðherra, til að greiða umsækjanda um héraðsdómaraembætti hálfa milljón króna í miskabætur. Staðfesti Hæstiréttur niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur um að Árni og ríkið skyldu greiða Guðmundi Kristjáns- syni miskabætur vegna þess að Þor- steinn Davíðsson var skipaður hér- aðsdómari á Norðurlandi eystra undir lok ársins 2007. Héraðsdómur hafði dæmt að greiða ætti Guðmundi 3,5 milljónir króna en Hæstiréttur lækkaði þá upphæð í 500 þúsund. Bæði héraðsdómur og Hæstiréttur höfnuðu kröfu um skaðabætur á þeirri forsendu að ekki lægi fyrir að Guðmundur hefði fengið embættið ef Þorsteinn hefði ekki fengið það. Hæstiréttur segir hins vegar að þótt Árni hafi ekki látið orð falla til að vega að persónu eða æru Guðmundar hefði Árna mátt vera ljóst að þessar gerðir hans gætu að ófyrirsynju bitn- að á orðspori hans. 5 dómarar dæmdu í málinu en tveir þeirra, Árni Kol- beinsson og Markús Sigurbjörnsson, skiluðu séráliti og töldu að sýkna ætti Árna og ríkið. Dæmdar bætur vegna embættisveitingar Guðni Einarsson gudni@mbl.is Öryggismiðstöðin hefur kynnt Fangelsismálastofnun ökklabönd sem notuð eru við rafrænt eftirlit með föngum. Búnaðurinn er banda- rískur af BluTag-gerð og er not- aður víða um heim við eftirlit m.a. með föngum, fólki í farbanni og nálgunarbanni. Ómar Örn Jónsson markaðsstjóri sagði að Öryggismiðstöðin hefði boðið Fangelsismálastofnun slíkan búnað til leigu og jafnframt að ann- ast eftirlitið. Það væri því enginn stofnkostnaður við að taka slíkt eft- irlit upp. Hann áætlaði að leiga á búnaði, vöktun og eftirfylgni kost- aði 5-7 þúsund krónur á dag fyrir hvert ökklaband í notkun. Með því fyrirkomulagi þyrfti Fangelsismála- stofnun einungis að bregðast við yrðu frávik frá skilgreindri notkun. Eins geti yfirvöld sjálf annast vökt- unina á eigin kostnað. Ökklabandið er með innbyggðan GPS-staðsetningarbúnað og GPRS- sendi sem sendir staðsetninguna um GSM-kerfið. Hægt er að skil- greina hvar sá merkti má að halda sig á hinum ýmsu tímum eða má ekki vera. Bregði hann út af því sendir tækið boð um það. Ef reynt er að fjarlægja tækið í heimild- arleysi sendir það einnig boð. Ómar sagði að GSM-eftirlit, svip- að því sem rætt væri um að taka upp hér á landi, hafi verið prófað víða í nágrannalöndunum m.a. í Finnlandi, Noregi og Danmörku. Hann sagði að víðast hvar væru menn að hverfa frá því og taka upp eftirlit með notkun ökklabanda. „Ökklaböndin tryggja mun hærra öryggisstig en það að hringja í menn öðru hverju og kanna hvar þeir eru staddir,“ sagði Ómar. Í umsögn fjármálaráðuneytisins með frumvarpi um breytta fulln- ustu refsinga kemur fram að kostn- aður við fanga í hefðbundinni af- plánun sé um 24.000 kr. á sólarhring. Áætlað er að kostnaður við rafrænt eftirlit geti orðið 18 milljónir á ári og stofnkostnaður fyrsta árið þrjár milljónir vegna forritunar og tölvubúnaðar. Áætlað er að 5-7 fangelsisrými losni við upptöku rafræns eftirlits, en þau kosta 44-61 milljón á ári. Ómar segir að öryggið sem ökklaböndin veiti við rafrænt eft- irlit sé miklu meira en GSM-síma- eftirlitið geti veitt. „Í mínum huga er erfitt að flokka þessa GSM-lausn sem rafrænt eftirlit. Þetta er frekar heimaafplánun undir eftirliti,“ sagði Ómar. Ökklaböndin eru alltaf á vaktinni  Öryggismiðstöðin hefur kynnt Fangelsismálastofnun búnað til rafræns eftirlits Ökklaband Bandið sendir sífellt upplýsingar um hvar það er statt. Mikil vorstemning var í þorpinu við gömlu höfnina í Reykjavík síðla dags í gær þegar aðstandendur gömlu verbúðanna buðu til vor- fagnaðar. Þar fer nú fram fjöl- breytt og lifandi starfsemi og því óhætt að segja að verbúðirnar hafi öðlast nýtt líf. Gestir létu stöku éljagang lítið á sig fá og hópuðust í móttökutjald á hafnarbakkanum þar sem þeim var boðið upp á gómsætan mat frá veit- ingastaðnum Höfninni. Gestirnir fengu forsmekkinn af Blúshátíð Reykjavíkur en hljómsveitin Afro Cuba Band töfraði fram létta og leikandi tónlist, gestum til mikillar ánægju. Morgunblaðið/Kristinn Fagrir tónar Gestir hlýddu á tónlist Afro Cuba Band. Morgunblaðið/Kristinn Veitingar Brynjar Eyvindsson, frá veitingastaðnum Höfninni, bauð gestum upp á skelfisk og franskar kartöflur. Morgunblaðið/Kristinn Gaman saman Garðar Berg Guðjónsson, Þórunn Þórarinsdóttir leið- sögumaður og Brynja Birgisdóttir í Sjóhattinum. Hafa gætt gömlu verbúðirnar lífi - nýr auglýsingamiðill 569-1100 finnur@mbl.is Ný sending - alls konar bolir - Verð 5.900 kr. Bæjarlind 6, sími 554 7030 Eddufelli 2, sími 557 1730 www.rita.is Sendum í póstkröfu Nordiska folkhögskolan - hele Nordens højskole Sverige Journalistik • Foto • Film Teater • Sang • Litteratur Miljø • Politik Søg halv friplads Ansøgningsfrist senest 15. maj www.nordiska.fhsk.se Skráning í sumarbúðirnar í fullum gangi, www.kfum.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.