Morgunblaðið - 15.04.2011, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 15.04.2011, Qupperneq 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. APRÍL 2011 Maria Elvira Mendez Pinedo, pró- fessor við lagadeild Háskóla Íslands og forstöðumaður Lagastofnunar HÍ, segir það ráðgátu hvers vegna íslensk stjórnvöld hafi ekki sjálf óskað eftir málsmeðferð í samræmi við 111. grein EES-samnings- ins, strax eftir að málið kom upp. Elvira segist alltaf hafa spurt sig hvers vegna Ísland hafi ekki farið þessa leið. „Þau hafa farið samningaleiðina sem hefur ekkert lagalegt gildi í Evrópusambandinu. Mig grunar að Bretar og Hollendingar vilji ekki að dómur falli í málinu sem yrði bind- andi fyrir öll 30 ríkin á Evrópska efnahagssvæðinu. Ef eitthvað svona kæmi fyrir þá sjálfa þá gætu þeir nefnilega bent á að þeir væru ekki bundnir af lagaskyldu,“ segir hún. Málið gæti orðið úr sögunni Þá minnir hún á að ef greiðslur úr þrotabúi Landsbankans dugi til að greiða Bretum og Hollendingum lágmarkstryggingu sé málarekstri fyrir EFTA-dómstólnum sjálfhætt, eins og hafi komið skýrt fram í við- tali við Per Sanderud, forseta Eft- irlitsstofnunar EFTA, ESA, í frétt í Fréttablaðinu sl. mánudag. Hollenski fjármálaráðherrann hefur sagt að aðild Íslands að ESB komi ekki til greina nema lausn hafi fundist á Icesave-málinu. Hvert og eitt aðildarríki ESB hefur neit- unarvald í stækkunarmálum sam- bandsins og er það einn af fáum málaflokkum sem það á við. Elvira segir að fleiri ríki en Hol- land eða Bretland gætu beitt neit- unarvaldi, opinberlega eða á bak við tjöldin, vegna mála sem hefðu alls ekkert með Ísland að gera. „Kýpur gæti til dæmis verið óánægt með framlög á fjárlögum ESB og notað neitunarvaldið í því skyni að bæta stöðu sína, Spánverjar gætu beitt neitunarvaldi vegna fiskveiði- mála og svo framvegis,“ segir hún. Ráðgáta að Ísland skyldi ekki vísa í 111. grein Maria Elvira Mendez Pinedo, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands Dómsdagur Úr aðaldómsal dómstóls Evrópusambandsins.María Elvira Méndez Pinedo BAKSVIÐ Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Í bréfi hollenska fjármálaráðherr- ans, Jan Kees de Jager, til hol- lenska þingsins á mánudag eftir að úrslitin í Icesave-atkvæðagreiðsl- unni lágu fyrir, sagði hann m.a. að Bretland og Holland væru að íhuga máls- meðferð í sam- ræmi við 111. grein EES- samningsins. Í þessari grein er meðal annars vísað til örygg- isráðstafana sem aðilar að samningnum geta gripið til ef ekki nást sættir í deilumálum. Stefán Már Stefánsson, prófess- or við lagadeild Háskóla Íslands, segir að 111. grein snúist um póli- tíska sáttaleið. Slíkt ferli geti ekki leitt til niðurstöðu nema með sam- komulagi allra viðkomandi aðila. Það sé ólíklegt að framkvæmda- stjórn ESB geti eða muni grípa til öryggisráðstafana og honum sýnist að þær geti í mesta lagi náð til sambærilegrar starfsemi og Ice- save-deilan varðar, þ.e. banka- starfsemi. Stefán Már segir að ýmislegt sé óljóst um hvernig málsmeðferð samkvæmt 111. grein geti gagnast í málinu. Að hans mati koma slíkar lausnir síður til álita nema aðrar lausnir í deilumálum séu ekki til- tækar, einkum dómsúrlausnir. Nú þegar sé önnur lausn tiltæk með því að Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, hafi málið til meðferðar og málið verði síðan væntanlega rekið fyrir EFTA-dómstólnum. „Ég sé ekki hverju málsmeðferð í sam- ræmi við 111. grein getur bætt við, ef sú verður niðurstaðan,“ segir hann. Ferlið, ef það færi í gang á annað borð, væri þar að auki mjög tímafrekt. Á hinn bóginn sé ekki óhugsandi að málið komi fyrir EES-ráðið sem sé æðsta pólitíska stjórnvald innan EES og unnið yrði að lausn á þeim vettvangi. Þarf samhljóða samþykki Hafi ekki náðst samkomulag um deilumál í EES-nefndinni innan þriggja mánaða, geta málsaðilar samþykkt að skjóta málinu til dóm- stóls Evrópusambandsins. Slík ákvörðun yrði að vera tekin sam- hljóða. Stefán Már segir engar forsendur fyrir Íslendinga að samþykkja að skjóta málinu til dómstóls ESB og þar með samþykkja dómsvald hans í Icesave-deilunni. Ísland falli ekki undir dómsvald dómstólsins að öllu jöfnu og engin ástæða sé til að gera á því undantekningu nú. Sé ekki samstaða um að skjóta málinu til dómstóls ESB eru tvær leiðir færar samkvæmt 111. grein. Annars vegar geta málsaðilar gripið til öryggisráðstafana í sam- ræmi við tiltekin ákvæði EES- samningsins en hins vegar sett mál- ið í ferli sem getur lokið með því að tilteknum köflum EES-samnings- ins verður frestað, þ.e. felldir ótímabundið úr gildi. Stefán Már segist telja að síðari kosturinn yrði líklegri en hann tel- ur ólíklegt að niðurstaðan yrði sú að einhverjum köflum yrði í raun frestað. Verða að svara í sömu mynt Stefán Már telur sömuleiðis ólík- legt að ESB muni grípa til örygg- isráðstafana. Ákvæði um örygg- isráðstafanir í EES-samningnum sé m.a. ætlað að verjast ólöglegum viðskiptahindrunum, t.d. ef eitt- hvert EES-ríki setji á óeðlilegar viðskiptahindranir, geti önnur ríki svarað í sömu mynt. „Þeir geta ekki gert hvað sem er,“ segir hann. Í framhaldi af þessu mætti t.d. hugsa sér að ESB gæti litið svo á að Ísland hefði ekki farið eftir reglum um bankaútibú í öðrum EES-ríkjum. Því yrði íslenskum bönkum bannað að starfrækja útibú annars staðar á svæðinu. „Þetta verður alltaf að vera í tengslum við þá vanrækslu sem tal- in er hafa átt sér stað,“ segir Stef- án. Öryggisráðstafanir sem eru ekki í tengslum við deiluefnið eru óheimilar að hans mati. Reglur Það mætti t.d. hugsa sér að sú öryggisráðstöfun sem ESB gæti gripið til væri að banna íslenskum bönkum að starfrækja útibú annars staðar á EES. Öryggisráðstafanir af hálfu ESB yrðu að tengjast deiluefninu  Telur óljóst hverju Hollendingar gætu náð fram með því að vísa í 111. grein EES-samningsins Stefán Már Stefánsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.