Morgunblaðið - 15.04.2011, Page 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. APRÍL 2011
FRÉTTASKÝRING
Einar Örn Gíslason
einarorn@mbl.is
Eitt markmiðanna með setningu
nýrra fjölmiðlalaga er „að koma á
samræmdri löggjöf á vettvangi fjöl-
miðlunar óháð því miðlunarformi sem
er notað“. Lögin eru því eðlilega um-
fangsmikil og víða komið við. Þrátt
fyrir hávært ákall hagsmunaaðila,
sem menntamálanefnd Alþingis leit-
aði til eftir umsögnum, er hins vegar
ekki tekið sérstaklega á stöðu Rík-
isútvarpsins í lögunum. Minnihluti
nefndarinnar gagnrýndi þetta einnig
í umfjöllun nefndarinnar.
Í harðorðri umsögn Blaðamanna-
félagsins frá því í nóvember segir: „Í
frumvarpinu er fest í sessi óbreytt
staða [RÚV] gagnvart öðrum fjöl-
miðlum í landinu, þrátt fyrir að það sé
nú fjármagnað með skatttekjum en
ekki afnotagjöldum. Engar takmark-
anir eru á umfangi þess á auglýsinga-
markaði aðrar en þær sem greinir í 5.
tl. 64. gr., sem eru litlar sem engar frá
því sem nú er. Þetta er óþekkt í ná-
grannalöndum okkar og spurning
hvort þetta stangist ekki á við jafn-
ræðisákvæði. Það er ótækt að
tryggja RÚV skatttekjur, en ætla því
jafnframt nánast óbreytt hlutverk á
auglýsingamarkaði. Það þrengir að
öðrum fjölmiðlum í landinu sem þurfa
að reka sig á grundvelli afnotagjalda
og auglýsingatekna.“ Takmarkanirn-
ar sem Blaðamannafélagið vísar til
snúa að „vöruinnsetningu“ í dag-
skrárliðum sem RÚV framleiðir
sjálft, eða efnis sem framleitt er í um-
boði þess eða tengdra aðila. Þá er
kveðið á um að RÚV skuli lúta lögum
um fjölmiðla. Að þessu undanskildu
er ekki fjallað sérstaklega um RÚV í
lögunum.
ESA virt að vettugi
Einhverjum kynni að þykja það
skjóta skökku við að ekki væri tekið
tillit til jafn fyrirferðarmikils miðils
og RÚV er við undirbúning þess sem
á að vera alltumlykjandi löggjöf um
fjölmiðla á Íslandi. Eftirlitsstofnun
EFTA (ESA) komst þannig að þeirri
niðurstöðu í febrúar að RÚV nyti
óeðlilegrar ríkisaðstoðar og fór fram
á það við íslensk stjórnvöld að úr yrði
bætt ekki síðar en 1. júlí næstkom-
andi. Mennta- og menningarmálaráð-
herra skipaði fljótlega í kjölfarið
nefnd, sem fjalla á um tillögur starfs-
hóps um stöðu almannaútvarps og at-
hugasemdir ESA.
Nefndinni er ætlað að skila tillög-
um sínum á formi frumvarps, sem
ætlunin er að verði flutt á haustþingi,
alllöngu eftir upphaflegan tímafrest
ESA.
Í athugasemd sem lögfræðingur
365 miðla sendi menntamálanefnd í
byrjun apríl er það gagnrýnt harð-
lega að í engu skuli brugðist við
ákvörðun ESA í lögunum nú.
„Það er með
ólíkindum að
í nefndaráliti
meirihlutans
nú sé ekkert vikið að ákvörðun Eft-
irlitsstofnunar EFTA […] frá því 9.
febrúar síðastliðinn. Í ákvörðuninni
kemur skýrt fram að það verði í fjöl-
miðlalögunum sjálfum að gefa sam-
keppni á markaðinum fótfestu, ef
koma á í veg fyrir óheilbrigða sam-
keppni,“ segir orðrétt í athugasemd-
inni. Það að tekið verði á málefnum
RÚV í sérlögum sé með öllu óásætt-
anlegt sem skýring, „þar sem það
[fari] þvert gegn ákvörðun ESA um
nauðsyn þess að huga að samkeppn-
ismálum í heildarlöggjöf um fjöl-
miðlamarkaðinn.“
Harma seinagang vegna RÚV
Viðskiptaráð Íslands kveðst í um-
sögn sinni lengi hafa verið áhugasamt
um rekstrarumhverfi fjölmiðla hér-
lendis og þá „sérstaklega skaðleg
áhrif Ríkisútvarpsins ohf. þar á.“
Ráðið fagnar tilkomu áðurnefnds
ákvæðis um bann við vöruinnsetning-
um, en „það er álit ráðsins að augljós
rök standi fyrir því að taka alfarið
fyrir möguleika RÚV að afla sér
tekna með viðskiptaorðsendingum
(auglýsingar, kostanir og vöruinn-
setningar – hvort heldur til sjónvarps
eða útvarps,“ segir í umsögninni.
Viðskiptaráð harmar einnig seina-
ganginn sem verið hefur á vinnu á
vegum mennta- og menningarmála-
ráðherra, en starfshópur á vegum
hans skilaði af sér tillögum snemma í
fyrra. Nú rúmu ári síðar er ástandið
enn óbreytt, nefskatturinn jafnhár,
en fer hækkandi, og auglýsinga-
tekjur einkarekinna fjölmiðla hafa á
sama tíma hrapað.
Endurskoðuð heildar-
lög taka ekki til RÚV
Ný fjölmiðlalög taka ekki tillit til athugasemda hagsmunaaðila eða ESA
Eftirlitsstofnun EFTA komst að þeirri
niðurstöðu að fjármögnun Ríkis-
útvarpsins í formi sérstakrar greiðslu
teldist til ríkisaðstoðar sem væri ekki í
samræmi við samninginn um Evrópska
efnahagssvæðið og að staða sam-
keppnisaðila RÚV væri veikt.
Þá er fundið að því hvernig framlög til
RÚV eru reiknuð út, með tilliti til þess
að um almannaþjónustu sé að ræða.
Stjórnvöldum hér á landi var tilkynnt
ákvörðunin í bréfi dagsettu 9. febrúar.
’
Íslensk stjórnvöld þurfa að grípa til
allra lagalegra, stjórnsýslulegra
eða annarra aðgerða sem nauðsynlegar
eru til þess að hætta hinni ósamrým-
anlegu aðstoð sem fjármögnun Rík-
isútvarpsins felur í sér […]. Slíkri að-
stoð skal hafa verið hætt hinn 1. apríl
2011.
’
Íslensk stjórnvöld skulu upplýsa
stofnunina um þau skref sem tekin
verða til þess að afnema aðstoðina eins
fljótt og auðið er og ekki síðar en sex
vikum frá því ákvörðun þessi er tekin.
’
Stofnunin fer fram á það að íslensk
stjórnvöld tryggi það að viðskipti
RÚV fylgi almennum markaðslögmálum
[…]. Þetta felur í sér að RÚV […] hagi
fjárfestingu sinni í samræmi við það
sem tíðkast í markaðshagkerfi og raski
ekki samkeppni gagnvart keppinautum
sínum í skjóli opinberrar fjármögnunar.
’
Með þessu er til dæmis átt við að
auglýsingasala, sala eða leiga á
vörum, styrktarsamningar og aðrir við-
skiptagjörningar RÚV miðist við mark-
aðsverð.
’
Stofnunin fer fram á það að íslensk
stjórnvöld geri viðeigandi ráðstaf-
anir í þessa veru í fjölmiðlalögum og
tryggi að til staðar séu verkferlar sem
tryggi að hægt sé að leggja mat á hugs-
anlegar umkvartanir á skilvirkan hátt.
Úr ákvörðun Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA)
um fjármögnun Ríkisútvarpsins.
Óréttmætri að-
stoð verði hætt
Einar Örn Gíslason
einarorn@mbl.is
Að lokinni meðferð menntamálanefndar á milli
fyrstu og annarrar umræðu um fjölmiðla-
frumvarpið, sagði Skúli Helgason, formaður
nefndarinnar, að mikil umræða hefði farið
fram um Ríkisútvarpið í umfjölluninni, „ekki
síst í máli umsagnaraðilanna“. Fulltrúar Sjálf-
stæðisflokksins í nefndinni gagnrýndu það að
löggjöfin skuli ekki taka til Ríkisútvarpsins,
sem sé afar fyrirferðarmikið á fjölmiðlamark-
aði, sama hvernig á það sé litið.
Undirbúningsvinnan farin af stað
Skúli sagði, við sama tækifæri, vinnu
farna af stað við endurskoðun laganna um Rík-
isútvarpið, og að hann ætti frekar von á því að
frumvarp þar að lútandi liti dagsins ljós á
þessu þingi. Það er ekki ofsögum sagt að
undirbúningur sé hafinn, því þegar árið 2009
skipaði mennta- og menningarmálaráðherra
starfshóp um almannaútvarp á Íslandi. Verk-
efni hópsins var að leggja mat á áhrif breyting-
anna sem gerðar voru á Ríkisútvarpinu árið
2007, þegar það var lagt niður og opinbert
hlutafélag stofnað um rekstur þess. Þá átti
hópurinn að gera tillögur að úrbótum.
Frumvarp lagt fram á haustþingi
Starfshópurinn skilaði tillögum sínum í
byrjun síðasta árs og þær voru kynntar stjórn
og stjórnendum RÚV í kjölfarið. Fyrir rétt um
mánuði skipaði ráðherra síðan nefnd sem fara
á yfir tillögur starfshópsins, og taka jafnframt
tillit til athugasemda ESA, sem greint er frá
hér á síðunni. Í tilkynningu um stofnun nefnd-
arinnar, hverrar formennsku Sigtryggur
Magnason, leikskáld, gegnir, sem kom um
mánuði eftir að ESA gaf út ákvörðun sína, seg-
ir að henni sé ætlað að skila tillögum í formi
frumvarps fyrir lok maí. Það verður hins vegar
ekki lagt fram fyrr en á haustþingi, að undan-
gengnum athugasemdafresti.
Rekstrarfyrirkomulagið endurskoðað
Á meðal þess sem starfshópurinn lagði til
í skýrslu sinni er að rekstrarform Ríkis-
útvarpsins verði tekið til skoðunar. Þá sé rétt
að festa í lög faglega ábyrgð mennta- og menn-
ingarmálaráðherra á Ríkisútvarpinu, en árið
2009 var hlutabréf ríkisins (hið eina í félaginu)
flutt þaðan og til fjármálaráðuneytisins.
Aukinheldur er það lagt til að dregið verði úr
völdum útvarpsstjóra, sem hafi „nánast alræð-
isvald varðandi dagskrá, mannaráðningar og
stefnumótun“.
Nefnd um tillögur starfshóps um RÚV
Fyrirhugað er að frumvarp til endurskoðaðra laga um Ríkisútvarpið verði lagt fram á haustþingi
Morgunblaðið/Eggert
Skipaði starfshóp Katrín Jakobsdóttir,
mennta- og menningarmálaráðherra.
Í athugasemd 365 miðla er
vikið að þeirri ætlan mennta-
og menningarmálaráðherra að
notfæra sér heimild í útvarps-
lögum til þess að setja reglu-
gerð sem skyldi fjölmiðla til
þess að sýna „mikilsverða við-
burði“ í opinni dagskrá. Með
þessu sé enn aukið við ósann-
gjarnt samkeppnisforskot RÚV
á markaði. Ennfremur séu
þetta viðbrögð ráðherra við því
að RÚV tókst ekki að tryggja
sér sýningarrétt frá leikjum á
EM í handbolta.
Í ákvörðun ESA er komið inn
á þetta atriði, og sagt að fjár-
styrkur RÚV veiti félaginu for-
skot í samkeppni um kaup á
hljóð- eða sjónvarpsefni sem
hægt sé að selja áfram. Þetta
bitni ekki einungis á sam-
keppnisaðilum RÚV hér á landi,
sem verði að treysta á auglýs-
inga- og áskriftartekjur, heldur
komi þetta í veg fyrir að aðrir
aðilar innan Evrópska efna-
hagssvæðisins
geti náð fótfestu
á íslenskum fjöl-
miðlamarkaði.
Óeðlilegt
SAMKEPPNISFORSKOT
Morgunblaðið/Árni SæbergMorgunblaðið/ Jim Smart Morgunblaðið/Heiddi