Morgunblaðið - 15.04.2011, Síða 21
250 km
Heimildir: CIAWorld Factbook, Reuters
Árið 2010 nema annað sé tekið fram
Íbúafjöldi: 5,3 milljónir
Flatarmál: 338.145 ferkm
Verðbólga: 1,2%
Landsframleiðsla á mann: 4 millj. kr.
Hagvöxtur: 3,2%
Atvinnuleysi: 8,4%
Fjárfestingar:18,7%af landsframleiðslu
Opinberar skuldir: 45,4% af landsframl.
FINNLAND Í TÖLUM
SKIPTING ÞINGSÆTA
ÞINGKOSNINGAR Í FINNLANDI
Sannir Finnar 6
Kristilegi
flokkurinn 7
Vinstrabandalagið 17
Sameiningarflokkurinn 50
SAMSTEYPUSTJÓRNIN STJÓRNARANDSTAÐAN
Græni flokkurinn 14
Sænski
þjóðarflokkurinn
10
Jafnaðarmannaflokkurinn 45
Miðflokkurinn 51
200
sæti
Leiðtogi:
Mari Kiviniemi
forsætisráðherra
Stofnaður: 1906
Leggur áherslu á
að viðhalda
jöfnuði úti um
allt land
Vill lækka skatta
á fyrirtæki
Nýtur mests
stuðnings í
dreifbýlinu
Leiðtogi:
Jyrki Katainen
fjármálaráðherra
Stofnaður: 1918
Vill að lífeyris-
aldurinn verði
óbreyttur, 63 ár
Vill lækka
tekjuskatta, hækka
fjármagns-
tekjuskatt, minnka
ríkisútgjöld
Leiðtogi:
Jutta Urpilainen
Stofnaður: 1899
Hafnar lækkun
lífeyrisgreiðslna
og vill óbreyttan
lífeyrisaldur
Vill hækka skatta
og auka
fjárfestingar
ríkisins
Landið taki meiri
þátt í stefnu-
mótun ESB
LeIðtogi:
Timo Soini
Stofnaður:
1995
Andvígur
aðgerðum til
bjargar
evrunni
Stefnir að því
að minnka
útgjöld ríkisins
Miðflokkurinn Sameiningarfl.
(Hægriflokkur)
Jafnaðarmanna-
flokkurinn
Sannir
Finnar
HELSTU FLOKKAR
Eystrasalt
Helsinki
F I N N L A N D
EISTLAND
NOREGUR
N-skautsbaugur
RÚSSLANDSVÍÞJÓÐ
He
lsi
ng
jab
ot
n
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Lítill munur er á fylgi fjögurra
stærstu flokka Finnlands samkvæmt
síðustu skoðanakönnunum og útlit er
því fyrir að þingkosningarnar þar í
landi á sunnudaginn kemur verði
mjög tvísýnar.
Hægriflokkurinn Kokoomus, eða
Sambandsflokkurinn, hefur verið
fylgismestur í öllum könnunum sem
gerðar hafa verið í Finnlandi síðustu
mánuði. Munurinn á fylgi tveggja
efstu flokkanna hefur þó oft verið
mjög lítill, eða 1-2 prósentustig.
Samkvæmt könnun, sem dagblaðið
Helsingin Sanomat birti á þriðjudag,
ætla 20,2% að kjósa hægriflokkinn
Kokoomus, eða Sameiningarflokkinn.
Fylgi Jafnaðarmannaflokksins var
18% og Miðflokksins 17,9%. Munur-
inn á fylgi þriggja stærstu flokkanna
er innan skekkjumarka, að sögn
Helsingin Sanomat.
Miðflokkurinn var stærsti flokkur-
inn í síðustu kosningum, með 23,1%.
Sameiningarflokkurinn fékk þá
22,3% og Jafnaðarmannaflokkurinn
21,4%.
Mikil fylgisaukning Sannra Finna
hefur vakið mesta athygli í kosninga-
baráttunni. Fylgi flokksins mældist
16,9% í könnun Helsingin Sanomat,
en hann fékk aðeins 4,1% í síðustu
kosningum árið 2007.
Finnski stjórnmálaskýrandinn
Ilkka Ruostetsaari telur líklegast að
Sameiningarflokkurinn og
Miðflokkurinn myndi nýja ríkisstjórn
eftir kosningarnar. Hann telur ólík-
legt að Jafnaðarmannaflokkurinn
verði í næstu ríkisstjórn nema Mið-
flokkurinn gjaldi mikið afhroð.
Gangi þetta eftir er líklegt að leið-
togi Sambandsflokksins, Jyrki Katai-
nen fjármálaráðherra, taki við for-
sætisráðherraembættinu af Mari
Kiviniemi, leiðtoga Miðflokksins.
Stefnir í hnífjöfn úrslit í
þingkosningum í Finnlandi
Líklegt að hægriflokkur fari fyrir
næstu ríkisstjórn í stað Miðflokksins
Reuters
Fjórflokkurinn Leiðtogar fjögurra
stærstu flokka Finnlands.
FRÉTTIR 21Erlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. APRÍL 2011
Tvíburar Friðriks krónprins og Maríu prinsessu voru skírðir í Kaup-
mannahöfn í gær. Tvíburarnir fengu nöfnin Vincent Frederik Minik
Alexander og Josefina Sofia Ivalo Mathilda. Nöfnin Minik og Ivalo
eru grænlensk. Tvíburarnir fæddust 8. janúar og eru fjórðu og
fimmtu í erfðaröðinni á eftir föður sínum og tveimur systkinum,
Kristjáni, sem er fimm ára, og Isabellu, sem verður fjögurra ára í
næstu viku. Nær 300 manns voru viðstödd skírnarathöfnina. Foreldr-
arnir ganga hér með börnin í Holmens-kirkjuna í Kaupmannahöfn.
Reuters
Konunglegir tvíburar skírðir
Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, hefur stað-
fest að hann hyggist ekki bjóða sig fram til endurkjörs
þegar núverandi kjörtímabili lýkur
árið 2013. Berlusconi segir að áður
en hann láti af embætti ætli hann að
ljúka við breytingar á dómskerfinu
og stjórnarskrá landsins.
Neðri deild ítalska þingsins sam-
þykkti í fyrradag lagafrumvarp sem
ætlað er að hraða dómsmálum á
Ítalíu. Samkvæmt frumvarpinu geta
réttarhöld aðeins staðið í þrjú ár
þegar um er að ræða ákærur sem
varða tíu ára fangelsi eða minna.
Hægt verður að rétta í tvö ár til við-
bótar í málum sem áfrýjað er einu sinni og þrjú og hálft
ár í málum sem áfrýjað er tvisvar. Réttarhöld vegna al-
varlegri lögbrota geta staðið í allt að tíu ár.
Frumvarpið var samþykkt með 314 atkvæðum gegn
296 í neðri deildinni og búist er við að efri deildin sam-
þykki það einnig. Evrópusambandið hefur oft gagnrýnt
ítalska dómskerfið fyrir að vera of seinvirkt. Ítalskir
stjórnarandstæðingar hafa hins vegar lagst gegn
breytingunum og segja að markmiðið með þeim sé
fyrst og fremst að bjarga forsætisráðherranum.
Berlusconi hefur m.a. verið sakaður um að hafa mútað
breskum lögfræðingi, David Mills, til að bera ljúgvitni
og réttarhöld í því máli hófust árið 2006. Verði frum-
varpið að lögum er búist við að réttarhöldin verði
stöðvuð.
Berlusconi ætlar
ekki að sækjast
eftir endurkjöri
Umdeilt frumvarp gæti orðið
honum til bjargar í dómsmáli
Silvio Berlusconi
Lögreglan í Óðinsvéum í Danmörku
rannsakar nú morð á hjónum sem
fundust látin í skógi í gærmorgun.
Hjónin höfðu verið skotin til bana og
að sögn danskra fjölmiðla eru mörg
skotsár á líkunum.
Hjónin voru 53 og 49 ára. Börn
hjónanna höfðu samband við lögreglu
um morguninn þar sem foreldrar
þeirra höfðu ekki komið heim eftir að
hafa farið í gönguferð kvöldið áður.
Leit var skipulögð að hjónunum og
fundu leitarhundar þau við reiðstíg í
skógi nálægt borginni.
Politiken sagði að talið væri að
hjónin hefðu verið skotin með
skammbyssu. Haft var eftir lögregl-
unni að hjónin hefðu aldrei komist í
kast við lögin og ekki væri talið að
annað þeirra hefði skotið hitt og síðan
fyrirfarið sér. Skotvopnið hefur ekki
fundist. Þá er ekki vitað hvort verð-
mætum hafi verið stolið.
Politiken sagði að kylfingar á golf-
velli í grennd við skóginn hefðu heyrt
skothvelli í gærkvöldi.
Hjón myrt á
kvöldgöngu
í Óðinsvéum
Stjórnarflokkur-
inn í Rússlandi,
Sameinað Rúss-
land, hefur lýst
yfir stuðningi við
framboð Vladím-
írs Pútíns for-
sætisráðherra í
forsetakosn-
ingum sem eiga
að fara fram á
næsta ári.
Dmítrí Medvedev forseti sagði á
þriðjudag að hann myndi tilkynna
fljótlega hvort hann hygðist bjóða
sig fram aftur. Pútín sagði daginn
eftir að hvorki hann né Medvedev
hefðu útilokað forsetaframboð. Báð-
ir höfðu þeir sagt að þeir myndu
komast að samkomulagi um hvor
þeirra byði sig fram til forseta en að
undanförnu hafa komið fram vís-
bendingar um að kastast hafi í kekki
með þeim.
Flokkurinn
styður Pútín
Vladímír Pútín
forsætisráðherra
Sannir Finnar eru álitnir til vinstri í
efnahagsmálum en aðhyllast
íhaldssama stefnu í samfélags-
málum. Flokkurinn vill takmarka
möguleika útlendinga á að flytja
búferlum til Finnlands og hefur
höfðað til þjóðernissinna.
Sannir Finnar eru m.a. taldir
njóta mikils stuðnings meðal fólks
sem myndi annars ekki kjósa og
verkafólks sem hefur orðið fyrir
vonbrigðum með Jafnaðarmanna-
flokkinn.
Mið- og hægriflokkarnir í
finnsku ríkisstjórninni hafa varið
þátttöku Finnlands í aðstoðinni við
Portúgal til að bjarga evrunni en
Sannir Finnar og vinstrisinnuðu
stjórnarandstöðuflokkarnir hafa
lagst gegn aðstoðinni.
Til vinstri í efnahagsmálum
SANNIR FINNAR HÖFÐA TIL ÞJÓÐERNISSINNA