Morgunblaðið - 15.04.2011, Page 24
24 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. APRÍL 2011
Yfir þrjár milljónir
spila rugby reglulega
í heiminum, karlar,
konur og börn á
aldrinum 6-60 ára.
Leikurinn gerir
margskonar kröfur
til leikmanna og
hentar hann því vel
fyrir fólk af öllum
stærðum og gerðum.
Baráttan um að
halda boltanum er
eitt af lykileinkennum leiksins.
Þessi barátta er gegnumgangandi
allan leikinn með það meg-
inmarkmið að koma boltanum
nær endalínu mótherjans og á
endanum ná stigum með því að
koma boltanum niður á jörð fyrir
aftan endalínu. Það er þó hægt
að fá stig með því að sparka bolt-
anum milli stanga sem standa
upp frá marki auk þess að tvö
stig fást við sams-
konar spark eftir
snertimark. Ekki er
þó ætlunin að fara ít-
arlega yfir reglur
leiksins á þessum
vettvangi.
Eitt er það sem er
rauður þráður í
gegnum allar reglur
og lög er varða þenn-
an leik, en það er
ákveðið heið-
ursmannasam-
komulag sem ein-
kennir ekki einungis
spilamennskuna, heldur alla um-
gjörð í kringum leikinn. Þessu er
lýst ágætlega og kannski á örlítið
spaugilegan hátt með orðum
Henry Blaha „Rugby is a beastly
game played by gentlemen; soc-
cer is a gentleman’s game played
by beasts; football is a beastly
game played by beasts.“ Það var
árið 1823, að William Webb Ellis
gerðist svo djarfur að grípa
bolta, í þess tíma afbrigði af fót-
boltaleik og hlaupa með hann í
mark. Þetta gerðist í bænum
Rugby á Englandi og er talið
vera upphafið að fjórðu stærstu
hópíþrótt í heimi. Leikurinn hef-
ur þróast í áranna rás en hefur
þó haldið upphaflega anda sínum
og hefðum að mestu. Hér á Ís-
landi hefur þessi leikur aldrei
náð fótfestu, sem sætir furðu þar
sem allar nágrannaþjóðir okkar
eru virkir þátttakendur í þessari
íþrótt og eru virt Norðurlanda-
mót haldin reglulega. Fyrir um
ári í skugga yfirþyrmandi Ice-
save-umræðu hófu nokkrir Ís-
lendingar og Bretar að hittast
einu sinni í viku að æfa rugby.
Fljótlega varð ljóst að áhuginn
var þess eðlis að æfingar urðu
tvær á viku, auk þess að nokkuð
fjölgaði félagsmönnum. Markið
var sett hátt og var rugby-lið
sent á mót í Kaupmannahöfn í
ágúst sl. með ágætum árangri.
Unnum við þrjá leiki af sex spil-
uðum. Þá varð það ljóst að við
ætluðum okkur að koma rugby
inn í íslenska íþróttamenningu.
Mikill áfangi náðist þegar
íþróttin var samþykkt af Íþrótta-
sambandi Íslands og er nú
Rugby-félag Reykjavíkur innan
Íþróttabandalags Reykjavíkur og
er því orðið til fyrsta formlega
rugby-lið á Íslandi. Árið fram-
undan verður enn viðburðaríkara
en í fyrra. Rugby-lið frá Phoenix
í Bandaríkjunum kemur hingað
til lands og verður leikur milli
þessara tveggja liða haldinn á
þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna.
Einnig verður farið á mót sam-
bærilegt því sem farið var á í
fyrra auk annarra viðburða hér á
landi. Framtíð rugby á Íslandi er
björt og hvet ég alla til að kynna
sér íþróttina og fylgjast með
framþróun hennar.
Uppbygging rugby á Íslandi
Eftir Kristin Þór
Sigurjónsson »Framtíð rugby á
Íslandi er björt og
hvet ég alla til að kynna
sér íþróttina og fylgjast
með framþróun hennar.
Kristinn Þór
Sigurjónsson
Höfundur starfar sem sérfræðingur í
viðskiptagreind og er varaformaður í
Rugby-félagi Reykjavíkur.
Samfylkingin hefur
nú tekið þátt í tveim-
ur ríkisstjórnum,
fyrst með Sjálfstæð-
isflokknum og nú með
Vinstri grænum. Það
voru mistök að mynda
ríkisstjórn með
Sjálfstæðisflokknum.
Ég var andvígur aðild
Samfylkingar að
þeirri ríkisstjórn og
skrifaði gegn henni áður en hún
var mynduð. Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir hefur lýst því yfir, að
þátttaka Samfylkingar í ríkisstjórn
með Sjálfstæðisflokknum 2007 hafi
verið mistök. En hvað með þá rík-
isstjórn sem nú situr, ríkisstjórn
Samfylkingar og VG? Er sú rík-
isstjórn að öllu leyti eins og stjórn,
sem við jafnaðarmenn viljum? Nei,
það vantar mikið á, að svo sé. Að
vísu verður að viðurkenna, að rík-
isstjórnin er mynduð við erfiðari
aðstæður en áður hafa þekkst í
sögu íslenska lýðveldisins. Fall
bankanna haustið 2008 og hrun ís-
lensks efnahagslífs í kjölfarið eru
aðstæður, sem ekki hafa þekkst
áður frá lýðveldisstofnun.
En hefur núverandi ríkisstjórn
gætt hagsmuna láglaunafólks og
lífeyrisþega betur en ríkisstjórn
undir forystu Sjálfstæðisflokksins
hefði gert? Ég minnist þess, að
þegar hrunið varð töldu for-
ustumenn Samfylkingarinnar mjög
mikilvægt, að Samfylkingin yrði í
ríkisstjórn við endurreisn efna-
hagslífsins til þess að gæta hags-
muna launafólks og þeirra, sem
minna mega sín. En mér er til efs,
að önnur ríkisstjórn hefði farið
verr með lífeyrisþega en núverandi
ríkisstjórn hefur gert. Allar kröfur
og óskir Landssambands eldri
borgara hafa verið hunsaðar af
stjórnvöldum. Í
félagsmálaráðherratíð Árna Páls
Árnasonar var ráðist gegn kjörum
eldri borgara og öryrkja með mjög
litlum fyrirvara 1. júlí 2009. Tekju-
tengingar voru auknar (skerðing
tryggingabóta aukin), tekjutrygg-
ing skert og greiðslur úr lífeyr-
issjóði látnar skerða grunnlífeyri
almannatrygginga þannig, að
margir lífeyrisþegar misstu sínar
bætur frá almannatryggingum
(5750 lífeyrislegar urðu fyrir
kjaraskerðingu af þessum sökum).
Lífeyrir 27780 aldraðra og öryrkja
lækkaði vegna skerðingar tekju-
tryggingar.
Einmitt um sama leyti og ráðist
var gegn kjörum aldraðra kom til
framkvæmda kauphækkun lág-
launafólks en hún hafði engin áhrif
á kjör lífeyrisþega. Þeir fengu
enga hækkun þrátt fyrir kaup-
hækkun launþega. Frá ársbyrjun
2009 til ársloka 2010 hækkuðu laun
láglaunafólks um 16% en lífeyrir
aldraðra og öryrkja hækkaði ekki
um eina krónu á
þessu tímabili. Er það
eðlilegt, að ríkisstjórn
jafnaðarmanna standi
þannig að málum? Ég
segi nei. Ég efast um,
að íhaldsstjórn hefði
komið verr fram við
lífeyrisþega. M.ö.o.:
Ríkisstjórnin hefur
ekki gætt hagsmuna
lífeyrisþega nægilega
vel. Hagsmuna þeirra,
sem njóta lágmarks-
framfærsluuppbótar,
hefur verið gætt sæmilega. En
aðrir lífeyrisþegar hafa verið látnir
sitja á hakanum. Þeir hafa mátt
sæta kaupmáttarskerðingu. Hópur
þeirra lífeyrisþega, sem njóta lág-
marksframfærslutryggingar er
mjög lítill.
Stefnan í skattamálum hefur
hins vegar verið mér að skapi.
Skattar hafa verið hækkaðir á há-
tekjufólki og hjá þeim, sem hafa
góðar tekjur en verið lækkaðir eða
látnir standa í stað hjá þeim, sem
hafa lágar tekjur. Hér fer rík-
isstjórn Samfylkingar og VG öðru-
vísi að en íhaldsstjórnir fyrri ára.
Stjórnir Sjálfstæðisflokks og
Framsóknar lækkuðu skatta á há-
tekjufólki en hækkuðu þá á lág-
tekjufólki. Það má því segja, að
núverandi stefna í skattamálum
hafi verið í anda jafnaðarstefnu. Í
stórum dráttum má segja, að rík-
isstjórnin hafi staðið vörð um
menntakerfið og heilbrigðiskerfið.
Niðurskurður í heilbrigðiskerfinu
hefur að vísu verið tilfinnanlegur
og m.a. leitt til þess að hjúkr-
unarrýmum hefur fækkað um 44 á
sl. ári. Það gengur í berhögg við
stefnu Samfylkingarinnar um
fjölgun hjúkrunarrýma.
Endurreisn efnahagslífsins hefur
gengið nokkuð vel hjá ríkisstjórn-
inni. En sennilega hefðu allar rík-
isstjórnir staðið svipað að endur-
reisninni. Það er einkum í
velferðarmálum, sem mismunandi
stefna stjórnmálaflokkanna skiptir
máli. Vextir hafa stórlækkað og
eru stýrivextir Seðlabankans nú
komnir niður í 4%.Verðbólgan hef-
ur snarlækkað og er nú komin nið-
ur fyrir 2%.
Mikill árangur hefur náðst í
ríkisfjármálum. Halli hefur minnk-
að mikið. En það sem verst hefur
gengið í viðreisn efnahagslífsins er
að vinna gegn atvinnuleysinu. At-
vinnuleysið er nú 8,6%. 14000
manns ganga atvinnulaus. Það
gengur sorglega hægt að byggja
upp nýja atvinnustarfsemi. Á því
verður að ráða bót. Samfylkingin
hefur villst af leið. Kjörtímabil al-
þingis og ríkisstjórnarinnar er
hálfnað. Enn getur Samfylkingin
bætt úr því sem aflaga hefur farið.
Hún getur bætt velferðarkerfið,
hækkað lífeyri aldraðra og öryrkja
og sýnt, að hún sé sannur jafn-
aðarmannaflokkur. Fjármál rík-
isins eru nú betri en áætlað hafði
verið og við höfum efni á því að
bæta velferðarkerfið. Ég er ekki
alveg ánægður með Samfylkinguna
það sem af er kjörtímabilinu. Mér
finnst hún hafa villst af leið.
Enn hefi ég þó ekki minnst á
stærsta kosningamál Samfylking-
arinnar fyrir síðustu þingkosn-
ingar, þ.e. kvótamálið, fyrning-
arleiðina, sem Samfylkingin lofaði
að fara. Ef Samfylkingin stendur
ekki við það kosningaloforð getur
hún pakkað saman og farið úr
stjórn.
Er Samfylkingin
á réttri leið?
Eftir Björgvin
Guðmundsson
»Enn getur Samfylk-
ingin bætt úr því
sem aflaga hefur farið.
Hún getur bætt velferð-
arkerfið, hækkað lífeyri
aldraðra og öryrkja.
Björgvin Guðmundsson
Höfundur er viðskiptafræðingur.
Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500
www.flis.is • netfang: flis@flis.is
Allt fyrir baðherbergið
Eyrnalokkagöt
sími 551 2725
- nýr auglýsingamiðill
569-1100
finnur@mbl.is–– Meira fyrir lesendur
PANTAÐU AUGLÝSINGAPLÁSS
MEÐAL EFNIS:
Bændaskógrækt
Þjóðhagar sem smíða
úr skógunum
Nytjar úr skógum
Sjálfbærni
Græn geðrækt
– skógar og lýðheilsa
Skógaruppeldi í skólastarfi
Iðnhönnun og arkitektúr
Erfðaefni í skógrækt
Landshlutaverkefnin
í skógrækt
Milljón plöntur
Skógræktarfélögin
Gróðarstöðvarnar
NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR:
PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA:
Fyrir kl. 14 miðvikudaginn 20. apríl.
SKÓGRÆKT
Alþjóðlegt ár skóga 2011SÉ
RB
LA
Ð
Morgunblaðið gefur út sérblað um
Skógrækt tileinkað Alþjóðlegu ári
skóga 2011 föstudaginn 29. apríl.
Verkefnið ALÞJÓÐLEGT ÁR SKÓGA
leggur okkur Íslendingum til mikilvæga
hugmyndafræði og hvatningu þar sem
áhersla er lögð sjálfbærni, nýsköpun
og vistvæna þróun allra skóglenda.
Agnes Erlingsdóttir
agnese@mbl.is
Sími 569 1146