Morgunblaðið - 15.04.2011, Side 38

Morgunblaðið - 15.04.2011, Side 38
38 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. APRÍL 2011 Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is Blúshátíð í Reykjavík 2011 verður haldin í áttunda sinn dagana 16.-21. apríl. Að vanda verður mikið um húllumhæ og heyrði Morgunblaðið í undrabarninu Marquise Knox, eða krónprinsinum frá Mississippi eins og hann hefur stundum verið kall- aður, en hann er einn þeirra er- lendu gesta sem heiðra hátíðina með nærveru sinni. Heldur hann stórtónleika á Reykjavík Hilton Nordica miðvikudaginn 20. apríl. Fæddur 1991 Knox fæddist árið 1991 inn í mikla tónlistarfjölskyldu. Það var amma hans sem kenndi honum á gítar en Knox pikkaði hljóðfærið þó upp tiltölulega seint, sé tekið mið af því umhverfi sem hann fæddist inn í, eða þrettán ára. Hann var hins vegar fljótur að ná tökum á hljóð- færinu og hefur nú getið sér gott orð sem eitt mesta náttúrubarn sem fram hefur komið í listinni. Fyrstu plötu sína, Manchild, gaf hann út sextán ára gamall og hann hefur komið fram með goðsögnum á borð við B.B. King og Pinetop heitnum Perkins, sem var sérlegur vinur blúshátíðar. „Af hverju er ég að koma til Ís- lands?“ segir Knox með hægð. „Tja … meginástæðan er sú að ég reyni að spila blúsinn á eins mörg- um stöðum og ég get. Mér bauðst þetta og ég stökk óðar á tækifærið.“ Hreimurinn er þykkur hjá þessu ungmenni frá suðurríkjunum; og piltur er stóískur. Svarar spurning- unum kurteislega og án alls oflætis. -Þú ert af mikilli blúsfjöl- skyldu … „Já, ég fæddist inn í blúsinn mætti segja. Bræður mínir, amma … það voru allir spilandi öll- um stundum. Þetta er í blóðinu.“ -Og hvernig þróaðist þetta svo hjá þér? „Ég var farinn að spila í St. Louis og nágrenni þetta 14, 15 ára gamall. Amma kenndi mér á gítarinn þegar ég var 13 en ég tók mér svo tíma í að læra almennilega á þetta sjálfur. Svo gaf ég út fyrstu plötuna 16 ára. Þær eru orðnar þrjár talsins og þetta er farið að ganga ágætlega. Ég fæ alltaf fleiri og fleiri boð um að spila.“ Metnaður -Þar sem þú ert fæddur inn í blúsinn, finnst þér eins og þú hafir jafnvel einhverjar skyldur á herð- um, ábyrgð? „Ég legg metnað minn í að halda lífi í þessum blúshefðum og sér- staklega í þeim blús sem er leikinn í kringum Mississippi-svæðið.“ -Og hvernig er að hafa leikið með goðsögnum eins og B.B. King? „Stórkostlegt. Það er ólýsanlegt að fá að leika með þeim á sama sviði og maður fyllist auðmýkt og þakk- læti.“ Með blúsinn í blóðinu  Krónprinsinn frá Mississippi, Marquise Knox, leikur á Blúshátíð í Reykjavík sem hefst á morgun  Amma hans kenndi honum á gítarinn er hann var 13 ára Blámi „Ég legg metnað minn í að halda lífi í þessum blúshefðum og sér- staklega í þeim blús sem er leikinn í kringum Mississippi-svæðið.“ AF FRAMTÍÐINNI Bergþóra Njála Guðmundsdóttir ben@mbl.is Undirrituð varð þeirrar ham-ingju aðnjótandi um síðustuhelgi að sjá frumburðinn fermast borgaralega í Háskólabíói ásamt fríðum hópi jafnaldra sinna. Og ef sá hópur endurspeglar það fólk sem mun byggja Ísland fram eftir öldinni hef ég ekki minnstu efa- semdir um að framtíð lands og þjóð- ar er skínandi björt. Þarna var sumsé samankominn helmingur þeirra 176 unglinga sem fermdust borgaralega þennan dag og athöfnin var meira og minna byggð upp af atriðum fermingar- barnanna sjálfra. Tónlistarmenn af ýmsum toga tróðu upp, dansarar, smásagnahöfundar, ljóðalesarar, uppistandarar með frumsamið efni og ræðumenn sem skiluðu sínum at- riðum með miklum glæsibrag og virtust ekki hika við að koma fram fyrir þúsund áhorfendur í stærsta sal Háskólabíós.    Atriðin voru frábær; tónlistinþannig að unun var á að hlýða, frumsamið uppistand kallaði fram hverja hlátursrokuna á fætur ann- arri í salnum og gæsahúð spratt við að horfa á dans og hlýða á ljóð og smásögu. Eina „aðkomuatriðið“ var ræða Páls Óskars Hjálmtýssonar sem náði vel eyrum gesta og ekki síst ferm- ingarbarnanna þar sem hann brýndi þau til sjálfstæðis í hugsun, ekki síst gagnvart staðalímyndum sem blasa við þeim úr fjölmiðlum, kvikmynd- um, af netinu og allt í kringum þau. Hreint frábært innlegg frá mikilli fyrirmynd.    Fermingarfræðslan sjálf var tilfyrirmyndar – börnin ræddu allt frá samskiptum unglinga og full- orðinna til mismunandi lífsviðhorfs, ábyrgðar, hamingju og mannrétt- inda svo fátt eitt sé nefnt og var ýtt undir gagnrýna hugsun og að þora að standa með samvisku sinni. Þetta var gert á þann hátt að fermingarbarnið á heimili undirrit- aðrar var hæstánægt með nám- skeiðið og vildi ekki fyrir nokkurn mun missa úr tíma, jafnvel þótt það kallaði á strætóferð niður í miðbæ eftir skóla einu sinni í viku um tólf vikna skeið. Þetta var flott veganesti fyrir flotta krakka sem auðvelt er að fyll- ast stolti yfir. Kynslóð sem hægt er að vera stolt af »… börnin rædduallt frá samskiptum unglinga og fullorðinna til mismunandi lífs- viðhorfs, ábyrgðar, hamingju og mannrétt- inda … Ljósmynd/Kristinn Theódórsson Borgaraleg ferming Börnin tóku við skírteinum til staðfestingar því að þau hafi sótt fermingarnámskeiðið. Haldnir verða þrennir stór- tónleikar á Hilton Reykjavík Nor- dica, þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöld. Björgvin Halldórsson, Páll Rósinkranz & Blúsmafían leika fyrsta kvöldið, Marquise Knox á miðvikudeg- inum og Vasti Jackson & The Blue Ice band á fimmtudeginum. Mun fleiri tónleikar verða á dag- skrá en heildardagskrá má nálg- ast á Blues.is. Dagskráin BLÚSHÁTÍÐ 2011  Það verður mikið stuð á skemmtistaðnum Faktorý um helgina. Í kvöld kl. 23 kemur Pétur Ben fram með hljómsveit sinni og verður nýtt efni leikið í bland við eldra. Tónlistarmaðurinn Eberg verður sérstakur gestur en Pétur og Eberg eru að leggja lokahönd á breiðskífu. Kippi kanínus kemur einnig fram og leikur efni af vænt- anlegri plötu og mun auk þess leika á reiknivél í hljómsveit Péturs. Sig- tryggur Baldursson, Óttar Sæ- mundsen og Þorbjörn Sigurðsson munu einnig koma fram. Á morgun verður svo boðið upp á „Suð- urríkjatrylling“ með hljómsveit- unum Brother Grass og Illgresi. „Ofurhress blúgrasslög, hugljúfir suðurríkjasálmar, banjósóló, þvottabalasóló og allt þar á milli“, eins og því er lýst. Morgunblaðið/Golli Pétur Ben, Brother Grass o.fl. á Faktorý  102 þekktir Íslendingar taka þátt í smokkaherferð í ár og hafa verið teknar ljósmyndir af þeim að bregða á leik með smokka. Svipar myndunum til mynda sem birtar voru á veggspjöldum í herferð árið 1986 sem fjöldi þekktra Íslendinga tók þátt í. Meðal þeirra sem taka þátt í herferðinni í ár er leikkonan Nína Dögg Filippusdóttir. 102 Íslendingar minna á mikilvægi smokksins til að upplifa blúsinn í allri sinni dýrð! Skannaðu kóðann

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.