Morgunblaðið - 14.05.2011, Page 1

Morgunblaðið - 14.05.2011, Page 1
L A U G A R D A G U R 1 4. M A Í 2 0 1 1  Stofnað 1913  112. tölublað  99. árgangur  HAFA ALLT AÐ VINNA OG ENGU AÐ TAPA VILL HELST MÆLA TUNGU- MÁL TÓNLISTAR SÍMASKRÁIN NÝTIST EINNIG SEM 2 KG LÓÐ SUNNUDAGSMOGGINN ÚTGÁFUHÁTÍÐ Í DAG 10GÓÐ STEMNING Í HÓPNUM 54 Kristján Jóhannsson óperusöngvari uppskar mikið lófaklapp að loknum flutningi á einsöngsatriði úr óperunni Otello eftir Verdi. Landsmönnum öllum var í gærkvöldi boðið upp á mikla og fjölbreytta tónlistarveislu þeg- ar sjónvarpað var beint frá fyrstu tónleikum opnunarhátíðar Hörpu. Um 400 listamenn komu fram, m.a. Páll Óskar, Gus Gus og Dikta auk þess sem píanóleikarinn Víkingur Heiðar vígði nýjan konsertflygil Hörpu. »24 Morgunblaðið/Eggert Vegleg tónlistarveisla í Hörpu  Lítið sem ekk- ert hefur sést af kríunni ennþá suðvestan- og vestanlands en fyrst sást til krí- unnar hér á landi á Höfn 22. apríl sl. Þó sást til kríu við Seltjarnarnes í gær en annars hefur verið óvenju- lítið af henni í þessum landshlutum, að sögn fuglaáhugamanna. Meira hefur sést af henni norðan- og aust- anlands. „Elstu menn muna ekki annað eins og engar haldbærar skýringar hafa komið fram, nema helst að ætisskortur síðustu ára og léleg afkoma í þessum landshlutum valdi þessu kríuleysi,“ segir Jóhann Óli Hilmarsson. »14 Krían lætur bíða eft- ir sér vestanlands Íbúar á Sauðárkróki eru harmi slegnir eftir fregnir af láti ungrar konu á 21. aldursári. Unnusti kon- unnar var í gær úrskurðaður í gæsluvarðhald til 27. maí nk. en hann hefur játað að hafa ráðið henni bana. Unga konan er fædd og uppalin á Sauðárkróki og segir Sigríður Gunn- arsdóttir, sóknarprestur á Sauðár- króki, að bæjarbúum sé brugðið, mikil sorg ríki og bærinn í raun hálf- lamaður. Auk þess hafi hún merkt mikla reiði meðal íbúa í garð fjöl- miðla vegna þess hvernig þeir hafi fjallað um málið. Málsatvik að mestu ljós Rannsókn málsins gengur vel, samkvæmt upplýsingum frá lög- reglu, og málsatvik að mestu ljós. Enn á maðurinn þó eftir að gangast undir geðrannsókn og beðið er nið- urstöðu úr krufningu. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins hugðist konan slíta sam- bandi þeirra og voru sambandsslitin til umræðu þegar maðurinn réðst á hana í Heiðmörk og veitti áverka sem drógu hana til dauða en ekki er vitað hvort hún dó á staðnum eða eft- ir að hann færði hana í farangurs- geymslu bifreiðar sinnar. »2 Morgunblaðið/Júlíus Bíllinn Maðurinn ók með lík ungu konunnar í skotti bifreiðar sinnar. Samfélag í sorg eftir að ungri konu var banað  Tuttugu og fimm ára karlmaður játaði manndráp í gær Röskun varð á áætlunarflugi Icelandair þegar loka varð Kefla- víkurflugvelli í nótt vegna yf- irvinnubanns flugumferð- arstjóra. Flugi frá Kaupmanna- höfn var flýtt í gær og vél frá Lund- únum lenti á Reykjavíkurflugvelli. Samtök ferðaþjónustunnar lýstu yf- ir áhyggjum af áhrifum aðgerð- anna á ferðaþjónustuna en formað- ur FÍF segir viðræður ganga hægt og útilokar ekki fullt yfirvinnu- bann. »2 Yfirvinnubann rask- ar áætlunarflugi  Leo White, bandarískur júdókappi sem Bjarni Frið- riksson lagði óvænt að velli á Ólympíu- leikunum árið 1984, segir að Bjarni hefði átt að glíma um gull- verðlaun á leikunum. Bjarni missti naumlega af því og fékk síðan Ól- ympíubrons. Morgunblaðið hitti Bjarna og White og fékk þá til að rifja upp þessa sögulegu keppni fyrir 27 árum þegar Bjarni komst á verðlaunapall á leikunum, annar Ís- lendinga frá upphafi. » Íþróttir Bjarni átti að glíma um gullið 1984 Leo White  Þorri þeirra útlendinga sem flutt- ust hingað til lands í fyrra kom frá ríkjum þar sem meðaltekjur á mann eru lægri en hér á landi. Þótt tekjur hérlendis hafi lækkað eftir hrunið eru þær enn verulega hærri en gerist og gengur í fyrrver- andi austantjaldsríkjum eins og Póllandi og Litháen. »34 Ísland auðugra en heimalandið Ágúst I. Jónsson, Bjarni Ólafsson, Kristján Jónsson Verði frumvarp ríkisstjórnarinnar um ný fisk- veiðistjórnunarlög að veruleika á næsta ári mun það hafa umtalsverð áhrif á fjárhagslega stöðu út- gerða og banka sem þjónusta þær, að sögn Frið- riks J. Arngrímssonar, framkvæmdastjóra Landssambands íslenskra útvegsmanna. Heildar- lán stóru bankanna þriggja til útgerðarfyrirtækja eru allt að 268 milljarðar króna. Friðrik segir að LÍÚ sé nú að láta endurskoð- endur fara yfir frumvarpið til að hægt sé að meta áhrifin nákvæmlega, bæði á fyrirtækin og þjóð- arhag almennt. „Af lestri frumvarpsins blasir hins vegar við að áhrifin verða mikil,“ segir Friðrik. Samkvæmt frumvarpi stjórnarflokkanna verð- ur frá haustinu 2012 bannað að veðsetja kvóta. Að vísu verður gefinn aðlögunartími í 15 ár og veð sem stofnað var til fyrir gildistöku laganna verða áfram gild á því tímabili. Bankarnir flokka lán til sjávarútvegsfyrirtækja með mismunandi hætti í ársreikningum sínum. En stór hluti þessara lána er beint eða óbeint með veði í aflaheimildum, öðru nafni kvóta. Verðfall á honum, sem gert er ráð fyr- ir að verði ein af afleiðingum nýju laganna vegna þess að ekki verður lengur neitt markaðsverð að miða við, hefði því mikil áhrif á bankana. Þingflokkar Samfylkingarinnar og VG eru enn með frumvarpið til umfjöllunar en heimildarmenn úr röðum stjórnarliða segja að búist sé við að þeir afgreiði það á mánudag. Minna frumvarpið, sem er um breytingu á gildandi lögum, á að taka gildi strax í haust en hitt haustið 2012. Talsmenn sjávarútvegsfyrirtækja fara hörðum orðum um frumvarpið sem var kynnt hagsmuna- aðilum á lokuðum fundi í gær en Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra mun síðan kynna það op- inberlega klukkan 11 í dag. M Verða á pólitískum veiðum »4, 33 Grefur undan bönkum  Sjávarútvegsfyrirtækin skulda stóru bönkunum allt að 268 milljarða króna  Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra kynnir kvótafrumvörpin opinberlega í dag

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.