Morgunblaðið - 14.05.2011, Síða 16

Morgunblaðið - 14.05.2011, Síða 16
BAKSVIÐ Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Hótel Varmahlíð í Skagafirði áform- ar að stækka við sig í ár með bygg- ingu herbergisálmu með 24 her- bergjum niðri við þjóðveginn, norðan við útibú Arionbanka. Eftir stækkun mun hótelið geta boðið upp á 43 fullbúin herbergi. „Við erum komin með lóðina, núna er verið að vinna að hönnuninni, fjár- mögnun og fleiri málum,“ segir Svanhildur Pálsdóttir, hótelstjóri og einn eigenda, við Morgunblaðið. Stefnt er að því að hefja fram- kvæmdir í sumar og taka bygg- inguna í notkun vorið 2012 en Svan- hildur segir mikla þörf hafa myndast fyrir stækkun hótelsins, auk þess sem rekstrareiningin hafi verið óhagstæð. Gistihúsarekstur í 70 ár Hótel Varmahlíð er þriggja stjörnu hótel með 19 herbergjum. Ekki reyndist nægt landrými til að stækka sjálfa hótelbygginguna en gistihúsarekstur hefur verið á þeim stað allt frá árinu 1941, eða í 70 ár, og greiðasala áður stunduð á nýbýl- inu Varmahlíð frá 1935. Um tíma var einnig póst- og símaafgreiðsla í hús- inu, og viðkomustaður Norðurleið- arrútunnar. Stuttur gangur verður frá nýju herbergisálmunni í sjálft hótelið þar sem veitingaaðstaða, eldhús og gestamóttaka verður samnýtt. Reisa á nýju álmuna með forsteyptum ein- ingum en hvert herbergi verður með snyrtingu og sturtu, auk annarra þæginda. Gistiframboðið eykst Vaxandi ferðaþjónusta í Skaga- firði allt árið um kring, ekki síst með tilkomu skíðasvæðisins í Tindastóli og annarri afþreyingu, hefur kallað á þörf fyrir aukið gistirými á svæðinu. Nýverið var í Morgunblaðinu greint frá áformum um byggingu 60 her- bergja heilsárshótels á Sauðárkróki, í samstarfi Fosshótelanna og heima- manna. Fyrir er aðeins eitt slíkt hót- el, reyndar eitt hið elsta á landinu; Hótel Tindastóll, sem er með tíu her- bergjum. Einnig hefur gistiheimilið Mikligarður verið starfandi á Króknum um nokkurt skeið en sömu aðilar starfrækja nú sumarhótel í heimavist Fjölbrautaskólans undir nafninu Hótel Mikligarður. Gangi áformin á Sauðárkróki eftir munu því 84 hótelherbergi bætast við gistihúsaflóruna í Skagafirði á næstu árum og eru þá ótalin ýmis önnur ferðaþjónustufyrirtæki eins og á Bakkaflöt, Steinsstöðum, Hól- um, Hofsósi, Hofsstöðum, Egilsá og í Lónkoti. Hótel Varmahlíð eykur við sig  Áformar nýja byggingu í Varmahlíð með 24 herbergjum  Hótelið stækkar í 43 fullbúin herbergi  Bætist við áform um 60 herbergja heilsárshótel á Sauðárkróki  Aukin þörf fyrir gistirými Hótelstýra Svanhildur Pálsdóttir hefur ásamt fleirum átt og rekið hótelið í Varmahlíð frá árinu 2006. Eigendur hyggja nú á stækkun hótelsins. Hótel Aðalhótelbyggingin í Varmahlíð en á þessum stað hefur verið hótel og greiðasala allt frá árinu 1935. Regnboginn tekur sig vel út. 16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. MAÍ 2011 Landsmót hestamanna 2011 fer fram á Vindheimamelum í Skaga- firði dagana 26. júní til 3. júlí nk. Það verður án nokkurs vafa há- punktur sumarsins í ferðaþjónust- unni í Skagafirði og undir það tek- ur Svanhildur hótelstjóri. Hestamenn hafi þó verið seinir að taka við sér en nú sé hótelið orðið fullbókað landsmótsdagana og þannig sé orðið um velflesta gisti- staði á svæðinu. Forsölu á miðum á Landsmót hestamanna lýkur á morgun, sunnudag, en á vef mótsins kemur fram að miðarnir hafi rokið út. Haft er eftir Önnu Lilju Péturs- dóttur að salan hafi tekið mikinn kipp eftir páska og miðasölukerfið verið rauðglóandi síðustu daga. Hápunktur sumarsins LANDSMÓT HESTAMANNA Á VINDHEIMAMELUM Borgartúni 21 | 105 Reykjavík | Sími : 569 6900, 800 6969 www.ils.is 110% leiðin – átt þú rétt? · Ef skuldir eru umfram 110% af verðmæti fasteignar er hægt að sækja um að skuldirnar verði færðar niður að 110% af verðmæti eignarinnar. · Á við um lán til kaupa á íbúð til eigin nota sem áttu sér stað fyrir árið 2009. · Ef veðrými er á öðrum eignum umsækjanda lækkar niðurfærsla skulda sem því nemur. Kannaðu málið fyrir 1. júlí nk., en þá rennur út frestur til að sækja um þessa niðurfærslu. Sækja skal um rafrænt á www.ils.is. Tveir karlmenn hafa verið dæmdir í gæsluvarðhald til 20. maí næst- komandi að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu en þeir voru handteknir á miðvikudag, grunaðir um að hafa haldið manni nauð- ugum í meira en hálfan sólahring og pyntað hann. Allir tengjast mennirnir sama vélhjólaklúbbnum og telur lögregla að um innanbúð- aruppgjör hafi verið að ræða. Mennirnir tveir voru handteknir í Hafnarfirði eftir að lögreglu barst tilkynning um líkamsárás. Sá sem fyrir henni varð er karl- maður á þrítugsaldri og hlaut hann alvarlega áverka. Bar hann þess merki að hafa verið barinn með áhöldum, hugsanlega röri eða slíðri af sverði, auk þess að vera nefbrotinn og þjást af sjóntrufl- unum eftir barsmíðarnar. Manninum tókst að flýja árás- armenn sína síðdegis á miðvikudag en honum hafði þá verið haldið nauðugum í um 15 klukkustundir, eða frá því á þriðjudagskvöld. Lögregla, í samvinnu við sérsveit ríkislögreglustjóra, handtók menn- ina um kvöldmatarleytið á mið- vikudeginum. Mennirnir, sem bjuggu á gistiheimili í Hafnarfirði, veittu mótþróa við handtöku og kom til átaka en engan sakaði. Gripið til allra tiltækra ráða Á dvalarstað árásarmannanna, sem eru á þrítugs- og fertugsaldri, var lagt hald á neysluskammta af fíkniefnum og ýmis barefli en að sögn lögreglu báru híbýlin merki um langvarandi neyslu. Allir hafa mennirnir þrír komið við sögu lög- reglu vegna ýmissa brota og er hluti þeirra vegna ofbeldis- og fíkniefnamála. Þeir eru allir taldir tengjast vélhjólaklúbbnum Black Pistons en hann er undirhópur vél- hjólaklúbbsins Outlaws, sem á í Bandaríkjunum í miklum erjum við Hells Angels. Maðurinn sem ráðist var á er ekki fullgildur liðs- maður í klúbbnum. „Þetta er vísbending um það sem við höfum varað við, þ.e. að gæti gerst í tengslum við þessa hópa. Í þessu tilviki er um inn- byrðis deilu að ræða, sem við eig- um eftir að finna út hver grund- völlurinn er að baki,“ sagði Karl Steinar Valsson, yfirmaður fíkni- efnadeildar lögreglunnar á höfuð- borgarsvæðinu, í gær. „Birtingar- myndin er sú að ef menn gera ekki nákvæmlega það sem þeim er sagt, þá skal ná því fram með öll- um tiltækum ráðum,“ bætti hann við. Yfirheyrslur stóðu yfir á fimmtudag og vann lögregla að því í gær að rannsaka fyrirliggjandi gögn og skýra atburðarásina. Far- ið var fram á gæsluvarðhaldið á grundvelli rannsóknarhagsmuna en mennirnir hafa báðir kært úr- skurðinn til Hæstaréttar. holmfridur@mbl.is Héldu manni í 15 tíma og pyntuðu  Talið tengjast innanbúðaruppgjöri vélhjólaklúbbsins Black Pistons Morgunblaðið/Júlíus

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.