Morgunblaðið - 14.05.2011, Page 22
22 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. MAÍ 2011
VELKOMIN Á BIFRÖST
Upplifðu Bifröst
Komdu í heimsókn og kynntu þér námið í
1 dag til að fullvissa þig um að það henti þér.
Á sama tíma geturðu skoðað líkamsræktina,
kaffihúsið, leikskólann, golfvöllinn og fleira
sem háskólasvæðið hefur upp á að bjóða.
Nánari upplýsingar á bifröst.is.
Opinn
dagur
21. maí
Opið fyrir umsóknir á bifrost.is
HHS - heimspeki,
hagfræði og
stjórnmálafræði
HHS undirbýr nemendur fyrir atvinnumarkað þar
sem gerðar eru miklar kröfur og þróun er hröð.
Námið er einnig góður undirbúningur fyrir fjölbreytilegt framhaldsnám á sviði
hug- og félagsvísinda. Í því fléttast saman þrjár grunngreinar hug- og félagsvísinda
sem oftast eru kenndar hver í sínu lagi. Með því að blanda saman aðferðum
heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði verður til óvenjulegt og innihaldsríkt
grunnnám sem býr til óvænt og gagnleg sjónarhorn.
Á Bifröst gefst nemendum kostur á að ljúka námi á skemmri tíma þar sem sumar-
nám er hluti reglulegs náms. Náminu má því ljúka á tveimur og hálfu ári.
Sala á farmiðum
og tímabils-
kortum Strætó í
gegnum vefinn
Strætó.is jókst
um 128% á
fyrstu fjórum
mánuðum ársins
samanborið við
sama tímabil í
fyrra. Sé verslun á Strætó.is það
sem af er ári borin saman við
sama tímabil árið 2009 hefur salan
nær sexfaldast. Þetta kemur fram
í tilkynningu frá Strætó.
Þetta má ekki síst þakka átak-
inu „33% meira á netinu“ sem
Strætó réðst í síðasta sumar með
það að markmiði að fleiri myndu
kaupa strætókort í gegnum
Strætó.is. Salan tók þá mikið stökk
og hefur aukningin verið stöðug
síðan.
Þess vegna hefur Strætó ákveð-
ið að endurtaka átakið í ár. Frá og
með gærdeginum munu farþegar
sem kaupa mánaðar-, þriggja mán-
aða og níu mánaða strætókort í
gegnum Strætó.is fá kort með 33%
lengri gildistíma en hefðbundið er.
Þannig gildir mánaðarkortið í
fimm vikur, þriggja mánaða kort í
fjóra mánuði og níu mánaða kortið
í eitt ár. Tilboðið gildir bæði fyrir
persónuleg kort og handhafakort
og stendur til 2. september.
„Sala í gegnum vefinn er hag-
kvæmur kostur fyrir Strætó, þar
sem kostnaður við netverslun er
að jafnaði lægri. Einnig er þetta
hentugt fyrir farþega sem geta
fengið farmiðana eða kortin send
heim í stað þess að sækja þau sjálf-
ir,“ segir í tilkynningu.
Farþegar fá 33%
lengri gildistíma á
strætókortum
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu
óskar eftir vitnum að umferðarslysi
sem varð á gatnamótum Hring-
brautar og Njarðargötu í Reykjavík
laust fyrir klukkan sjö fimmtudags-
kvöldið 5. maí. Þar rákust saman
svartur Volkswagen Polo og ljós-
brúnn Toyota RAV4. Sá á Volkswa-
gen-bílnum var á leið vestur Hring-
braut en ökumaður Toyotunnar ók
Njarðargötu í norðurátt. Þeir sem
urðu vitni að slysinu eru vinsamleg-
ast beðnir að hafa samband við lög-
regluna í síma 4441000.
Lögreglan leitar að
vitnum að bílslysi
Í dag, laugardag kl. 14:00-16:00,
verður haldin kynning í Mennta-
skólanum á Tröllaskaga þar sem
nemendur skólans kynna verk sín.
Nemendur verða með ferðakynn-
ingu þar sem þau kynna ferða-
hugmyndir á Tröllaskaga og hægt
verður að ræða við þau um við-
fangsefnið. Einnig verður sýning
nemenda í fagurlistum og list-
ljósmyndun á portrettmyndum og
verk sem hafa verið unnin úr úr-
gangslist.
Opið hús
Á morgun, sunnudag klukk-
an 12:00, bjóða ábúendur á
Ytri-Tjörnum í Eyjafirði
gestum og gangandi að
fylgjast með þegar kúnum á
bænum verður hleypt út
eftir vetrarinnistöður.
Kýrnar fagna því vel og
innilega þegar þeim er
hleypt úr fjósi og má búast
við að hraustlega verði slett
úr klaufunum. Þá verða
léttar veitingar í boði MS
Akureyri. Allir eru velkomnir. Ytri-Tjarnir eru við Eyjafjarðarbraut
eystri, 13 km sunnan Akureyrar. Þar er rekið kúabú með 50 mjólkurkúm.
Ábúendur eru Benjamín Baldursson og Hulda M. Jónsdóttir.
Gestum og gangandi boðið að fylgjast
með þegar kúnum verður hleypt úr fjósi
STUTT
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
Mannanafnanefnd hefur með nýlegum úrskurð-
um sínum samþykkt eiginnöfnin Annarr, Jane
og Dennis, sem verða færð í mannanafnaskrá.
Áður hafði nefndin hafnað nafninu Annarr en
ákvað að taka málið upp að nýju í ljósi nýrra
upplýsinga.
Í umsókn um nafnið Jane er tekið fram að
það sé borið fram á íslensku eins og það er ritað,
ekki með enska framburðinum „Djein“ heldur
bara „Jane“. Sextán konur eru skráðar í Þjóð-
skrá með þessu nafni og nefndin telur því hefð
hafa skapast fyrir nafninu, samkvæmt vinnu-
reglum nefndarinnar. Í úrskurði bendir nefndin
á að það sé sjaldgæft að stofn orða í íslensku
endi á hljóðinu e. Þess séu þó dæmi, eins og orðið
te og nafnið Salóme. Því lítur mannanafnanefnd
svo á að nafnið Jane, borið fram eins og það er
ritað, brjóti ekki í bága við íslenskt málkerfi.
Um nafnið Annarr segir í úrskurði nefnd-
arinnar að reynt hafi á eitt af þeim þremur skil-
yrðum um mannanöfn, sem þarf að uppfylla til
að fá nafn samþykkt og skráð í mannanafnaskrá,
þ.e. að nafnið skuli ritað í samræmi við almennar
ritreglur íslensks máls nema hefð sé fyrir öðrum
rithætti þess. Litið hafi verið svo á að endingin
-arr sé ekki í samræmi við almennar ritreglur ís-
lensks máls. Á 14. öld hafi langt r aftast í orði
styst í áherslulitlum endingum, eins og Ragnarr
yfir í Ragnar. Því velti niðurstaðan um nafnið á
því hvort hefð sé fyrir því samkvæmt skilningi
mannanafnalaga. Tökunafn geti unnið sér svo-
nefnda menningarhelgi, komi það fyrir í alkunn-
um ritum, og hér til hliðar er vitnað í slíkt rit
sem kann að hafa ráðið úrslitum hjá nefndinni.
Annarr, Jane og Dennis fóru í gegn
Nafnið Jane ekki með enskum framburði heldur íslenskum með e í endann Sextán konur í
Þjóðskrá skráðar sem Jane Annarr áður hafnað í mannanafnanefnd en málið tekið upp að nýju
Morgunblaðið/Þorkell
Ungbörn Foreldrar geta nú látið skíra börnin sín nöfnum eins og Annarr, Jane og Dennis.
Annarr í
Snorra-Eddu
» Í úrskurði mannanafna-
nefndar er bent á að eigin-
nafnið Annarr kemur t.d. fyr-
ir í útgáfu Jóns Helgasonar
og Anne Holtsmark að
Snorra-Eddu frá árinu 1968.
» Með hliðsjón af því er
hægt að líta svo á að rithátt-
urinn sé hefðaður í skilningi
vinnulagsreglna mannanafna-
nefndar.
» Nafnið beygist svo: Hér
er Annarr, um Annar, frá
Annari, til Annars. Fram-
burður er sá sami í nefnifalli
og þolfalli, líkt og Héðinn og
Héðin.