Morgunblaðið - 14.05.2011, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 14.05.2011, Blaðsíða 35
35 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. MAÍ 2011 Skjaldborg um Hörpu Mótmælendur tóku á móti forsetahjónunum með slagorðaskjöldum og trommuslætti þegar þau mættu á opnunarhátíð tónlistarhússins Hörpu seinnipartinn í gær. Eggert Umsókn um aðild Ís- lands að Evrópusamband- inu var lögð inn fyrir tæp- um tveimur árum. Umsóknin markaði engin þáttaskil í endurreisn þjóð- arbúsins eins og forsætis- ráðherra fór mikinn í að halda fram á þeim tíma. Margt hefur hins vegar drifið á daga íslensku þjóð- arinnar síðan. Icesave- samningum hefur verið hafnað án þess að ragnarök yrðu, krónan hefur styrkst þó í skjóli gjaldeyrishafta sé og verð- bólga er með lægsta móti um árabil. Niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðsl- unnar um Icesave-samninginn nú í apríl er varla hægt að túlka öðruvísi en að meðal þjóðarinnar sé mikil andstaða við ESB-aðild. Þrátt fyrir það hefur enginn stjórnmálaflokkur tekið afdráttarlaust af skarið um að stöðva beri yfirstandandi „aðlögunarferli“. Þetta eru mikil von- brigði fyrir alla einlæga andstæðinga ESB-aðildar Íslands, ekki síst í ljósi þess að hluti þeirra þingmanna sem atkvæði greiddu með aðildarumsókn var og er í raun á móti ESB-aðild. Mikill tími og kraftar, bæði vinna og fjármunir, fara í þetta viðfangsefni á meðan nóg önnur verkefni er við að fást í þjóðfélaginu. Í ályktun alþingis er að finna ýmis skilyrði og kröfur sem halda skal fram í viðræðunum. Á næstu vikum munu birt- ast skýrslur ESB um afrakstur rýni- vinnu einstakra samningskafla. Í október mun síðan koma út ítarleg skýrsla um stöðu ferlisins í heild sem lögð verður fyrir Evrópuþingið. Hér mun gefast kjörið tækifæri til að setja upp próf- jöfnuð um stöðu málsins. Bera saman kröfur og afstöðu okkar þings og þjóðar við greiningu ESB. Afstaða ESB til banns við innflutningi á lifandi dýrum hefur þegar komið fram og fleira mun ef- laust skýrast í ferlinu. Frá sjónarhóli ESB er augljóst að mörg ljón eru á veginum áður en Ísland getur orðið aðili að sambandinu. Eitt af skilyrðum þess að ESB taki upp við- ræður við ný lönd um aðild er að almennt standi vilji til þess meðal þjóðarinnar. Þetta verður tæpast sagt að standist hér á landi. Fyrir alla sem vilja sjá það er ljóst að ESB hefur sjálft áhuga á aðild Íslands – þrátt fyrir að við þversköllumst eins og kotkarlar við að borga meintar skuldir okkar, það er ekki laust við að snær- isþjófurinn frá Rein komi hér upp í hugann. Svarið liggur á sama hátt í augum uppi. Eru það fiskimiðin? Tæplega, fiskveiðar skipta litlu máli í hagkerfi ESB. Skemmst er að minnast orða forseta Slóveníu um sérstöðu Íslands sem fisk- veiðiþjóðar, sem féllu í opinberri heim- sókn hans hér á landi nýverið. Er það rafmagnið sem virkja má úr fossum okk- ar? Tæplega, öll raforka framleidd á Ís- landi er aðeins örfá prósent af heildar- orkunotkun í Bretlandi, sem væri nærtækasti kaupandinn. Nei, ESB vant- ar eitt upp á til að verða alvöru stórveldi, aðgang og áhrif á norðurslóðum og sigl- ingaleiðinni sem opnast þar á næstu ár- um til Asíu. Þar liggja gríðarlegir hags- munir, bæði efnahagslegir og pólitískir fyrir ESB. Íslenska hagkerfið er eins og krækiber í hagkerfi ESB og í enda dags mun ESB taka upp tékkheftið og reynast reiðubúið til að kaupa þennan aðgang nokkru verði. Fyrir Íslendinga er því spurningin um að vera sjálfstæð þjóð sem talar eigin röddu á alþjóðavettvangi eða framselja umboð sitt til áhrifa þar til ESB. Eftir Ernu Bjarnadóttur »Nei, ESB vantar eitt upp á til að verða alvöru stórveldi, aðgang og áhrif á norðurslóðum og sigl- ingaleiðinni sem opnast þar á næstu árum til Asíu. Erna Bjarnadóttir Höfundur er hagfræðingur Bændasamtaka Íslands. „Í draumi sér- hvers manns er fall hans falið“Laugardaginn 7.maí sl. kvöddu söngvarar, tónlist- arfólk, fyrrverandi og núverandi starfsmenn Ís- lensku óperunnar og velunnarar hennar Gamla bíó við Ingólfsstræti. Við það tækifæri var rifjuð upp 30 ára saga Íslensku óperunnar sem hafði aðsetur sitt í Gamla bíói frá árinu 1982 og hefur sett upp rúmlega 70 óperusýningar á þessum árum. Þrátt fyrir bágar aðstæður hafa mörg afrek verið unnin í Gamla bíói og af eftir- minnilegum óperuuppfærslum síðari ára má til dæmis nefna Macbeth 2003 og La traviata 2008. Að lokinni kveðjustund var gengið fylktu liði niður í Hörpu, hið nýja heimili Íslensku óp- erunnar. Óperan og tónlistarhúsið Vinafélag Íslensku óperunnar hafði beitt sér fyrir því und- anfarinn áratug að Óperan fengi inni í hinu nýja tónlistarhúsi sem yrði sniðið að hennar þörfum. Einsýnt var að Gamla bíó væri ófullnægjandi starfsvettvangur fyrir Óperuna þegar horft væri til framtíðar. Sviðið væri svo lítið og aðstæður allar svo takmark- aðar að ógjörningur væri að setja þar upp stóran hluta af helstu perlum óperubók- menntanna. Þar með væru möguleikar Íslensku óperunnar til eðlilegrar, metnaðarfullrar þróunar takmarkaðir og Íslend- ingar sviptir ánægjunni af að njóta þessara stórvirkja óp- erunnar. Í grein okkar Soffíu Karlsdóttur, „Óperan og Tónlist- arhúsið“, sem birtist í Mbl. árið 2002, létum við m.a. svo um mælt: „Þegar fámenn íslensk þjóð ræðst loksins í það stórvirki að reisa tónlistarhús er mikil- vægt að gera húsið þannig úr garði að það nýtist hvers konar tónlistarstarfsemi. Tryggja verð- ur að þar verði ekki aðeins unnt að halda sinfón- íutónleika, heldur einnig sýna óperur, ballett, söngleiki og önnur sviðsverk. Tónlistarhúsið verður að vera lif- andi hús og for- senda þess er að stöðug og fjölbreytt tónlistarstarfsemi verði þar í gangi. […] Mikill akkur verður í óperuflutn- ingi í hinu nýja tónlistarhúsi enda mun hann auðga verulega starfsemi hússins og bæta nýt- ingu þess. Óperan og tónlistar- húsið þurfa hvort á öðru að halda.“ Lán í óláni Þótt þessi sjónarmið hafi feng- ið mikinn hljómgrunn í sam- félaginu og meðal annars notið fulls stuðnings guðföður tónlist- arhússins, Vladimírs Ashkenazy, ríkti lengi vel fullkomin óvissa um afdrif Íslensku óperunnar. Til allrar hamingju tóku stjórn- völd snemma þá ákvörðun að hljómsveitargryfja yrði í hinu nýja húsi sem er grundvall- arforsenda þess að unnt sé að flytja óperur. Hins vegar lá ekki fyrir hvort og að hvaða leyti hús- ið yrði að öðru leyti lagað að þörfum óperuflutnings eða sviðs- lista almennt og ekki var gert ráð fyrir að það yrði heimili Ís- lensku óperunnar. Um tíma var stefnt að byggingu óperuhúss í Kópavogi en eftir að efnahags- legar forsendur brugðust lá ekki annað fyrir en að Óperan yrði enn um sinn í Gamla bíói. Það var ekki fyrr en efnahags- kreppan skall á og alger óvissa skapaðist um hvort byggingu tónlistarhússins yrði fram haldið að leitað var til Óperunnar, falast eftir aðkomu hennar og henni boðið heimili í húsinu. Óhætt er að segja að hér hafi verið um lán í óláni að ræða. Þrátt fyrir skelfi- legar afleiðingar kreppunnar hér á landi kenndi hún mönnum heil- brigða skynsemi á þessu sviði sem svo mörgum öðrum. Mikil lyftistöng Forsvarsmenn Íslensku óper- unnar tóku málaleitan aðstand- enda tónlistarhússins vel en settu ákveðin skilyrði fyrir flutn- ingi í húsið sem lutu einkum að því að tryggja að unnt yrði að setja upp óperur þar. Komið hef- ur verið til móts við óskir Óp- erunnar á margan hátt, m.a. hvað varðar æfingaaðstöðu, bún- ingsherbergi, ljósabúnað og hringsvið. Þessi aðstaða mun ekki aðeins nýtast Óperunni heldur allri sviðslist og eykur mjög notagildi hússins. Þótt Harpa hafi ekki verið hönnuð fyrir óperuflutning eða sviðslist yfirleitt er ljóst að aðstaðan mun batna að flestu leyti, bæði fyrir flytjendur og áhorfendur. Flutn- ingur Íslensku óperunnar úr Gamla bíói í Hörpu er því fagn- aðarefni og verður án efa mikil lyftistöng fyrir óperulist í land- inu. Töfraflautan í haust Enginn vafi er á því að Ís- lenska óperan mun auðga mjög starfsemi Hörpunnar. Hún verð- ur að vera lifandi menningarhús allrar þjóðarinnar og forsenda þess er sú að boðið verði upp á fjölbreytta tónlistardagskrá við allra hæfi. Í þessum anda mun Óperan hefja starfsemi sína í Hörpu með uppsetningu á hinni ástsælu Töfraflautu Mozarts í október, en sennilega nær ekk- ert verk óperubókmenntanna betur til allrar fjölskyldunnar. Er þess að vænta að margir ung- ir áhorfendur muni stíga sín fyrstu óperuspor í hinni glæsi- legu Hörpu í haust. Eftir Tómas H. Heiðar » Flutningur Ís- lensku óperunnar úr Gamla bíói í Hörpu er því fagnaðarefni og verður án efa mikil lyftistöng fyrir óp- erulist í landinu. Tómas H. Heiðar Höfundur er lögfræðingur og er formaður Vinafélags Íslensku óperunnar. Úr Gamla bíói í Hörpu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.