Morgunblaðið - 14.05.2011, Page 38
38 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. MAÍ 2011
Danir eru yndisleg,
þróuð menningarþjóð
sem Íslendingar geta
lært margt af. Danir
eru til dæmis upp til
hópa glaðlyndir og víð-
sýnir, kurteisir, jarð-
bundnir og umburðar-
lyndir – og lýðræðis-
hefð Dana er mjög
þroskuð og stofnanir
þjóðfélagsins heil-
brigðar og sterkar. En
alveg eins og margir
Íslendingar skilja Dani
og danskt þjóðfélag því
miður ekki nægilega
vel, þá eru líka margir
Danir sem skilja alls
ekki Ísland og íslenska
menningu.
Uffe og Lars
Einn þeirra er Uffe
Ellemann Jensen
bloggari, sem í fyrndinni var utanrík-
isráðherra Danmerkur. Uffe fellur í
þá gryfju í bloggi fyrir Berlingske 17.
apríl um Icesave-þjóðaratkvæðis-
greiðsluna að skauta ekki aðeins
framhjá lykilstaðreyndum eins og
árásum Breta og misnotkun á hryðju-
verkalögum gagnvart Íslandi – og full-
yrða að Íslendingar muni tapa dóms-
máli vegna neisins (hvernig veit hann
það?) heldur er bloggið fullt af hroð-
virkni og hreinum staðreyndavillum í
anda nýgræðinga. Skyldi sama hroð-
virkni hafa valdið því að Venstre undir
stjórn Uffe galt afhroð í kosningunum
1998 og hann hrökklaðist úr stjórn-
málunum í bloggið?
Viðhorf Uffe gagnvart Íslandi vekja
spurningar um það í hve miklum mæli
hann var með í ráðum þegar herstöð-
inni á Miðnesheiði var lokað og starf-
semi hennar flutt til Grænlands í tíð
flokksbróður hans, fyrrverandi for-
sætisráðherra Danmerkur og núver-
andi framkvæmdastjóra NATO, And-
ers Fogh Rasmussen. Uffe uppnefndi
forseta Íslands í blogginu og gaf al-
ranga mynd af Icesave og aðdraganda
þess. Hann minntist ekki á vonda fyrri
samninga og opinberaði vanþekkingu
sína og fordóma á íslensku samfélagi
sem hann endurtók í magasínþætti á
TV2 18. apríl og voru á skjön við leið-
arahöfunda helstu stórblaða heims
eins og FT og NYT.
Annar slíkur aðili er Lars Christen-
sen, aðalgreiningarskáld
Den Danske Bank, sem
tókst að skaða orðspor
Íslands fyrir nokkrum
árum. Lars minntist ekki
orði á núverandi útrás
Den Danske Bank í anda
gömlu íslensku bankanna
í heimsókn til Íslands ný-
lega. En viðhorf Lars
virðast lituð af sömu for-
dómum og Uffe. Því sem
kalla má yfirlætiskennd
(dulin minnimátt-
arkennd) og brýst fram
gegn þeim sem maður
heldur að séu minni en
maður sjálfur.
Danmörk og Ísland
Uffe og Lars virðast
setja Ísland í sama flokk
og Bornholm (dönsk
eyja) eða Gotland (sænsk
eyja) eða Færeyjar, þ.e.
þeir taka Ísland ekki al-
varlega sem sjálfstætt
þjóðríki, horfa framhjá
hæfileikum Íslendinga og tala niður til
þeirra vegna smæðar landsins. Hvor-
ugur þeirra virðist skilja þróttinn í Ís-
lendingum. Að íslenska efnahags-
undrið var ekkert kraftaverk heldur
afleiðing af kraftinum í Íslendingum.
Þetta er athyglisvert því Íslendingar
hafa einmitt upp til hópa þann eft-
irsóknarverða dugnað einstaklings-
framtaksins sem nú er reynt að laða
fram í Dönum. Og hvorugur þeirra
virðist átta sig á því hve sjálfsmynd Ís-
lendinga er sterk. Og að þjóðin finnur
hvorki til minnimáttarkenndar gagn-
vart Dönum, né ber hún neinn kala til
Dana heldur ber hún þvert á móti
mikla og jákvæða virðingu fyrir þeim
og er hissa á sleggjudómum og kjána-
legu yfirlæti.
Danir telja sjálfa sig mjög litla þjóð.
Og þeir eru það í samanburði við flest-
öll lönd heimsins. Alveg eins og Ís-
lendingar. Munur á íbúatölu Íslands
og Danmerkur er t.d. sambærilegur
og milli Danmerkur og Þýskalands.
Það er þess vegna furðulegt að menn
eins og Uffe og Lars haldi, að þar sem
Ísland er minna land, þá geti þeir
hæglega kastað fram sleggjudómum.
Íslendingar þurfa að vara sig á að
gleypa hrátt allt sem hrýtur af vörum
manna eins og Uffe og Lars og átta
sig á að ekki eru allir viðhlæjendur
vinir.
Uffe og Lars –
Danmörk og Ísland
Eftir Ragnar
Halldórsson
» Íslendingar
þurfa að
vara sig á að
gleypa hrátt allt
sem hrýtur af
vörum manna
eins og Uffe og
Lars
Ragnar
Halldórsson
Höfundur er ráðgjafi.
Undanfarna mánuði
hefur Ólafur Steph-
ensen, ritstjóri Frétta-
blaðsins, verið iðinn við
kolann að skrifa pistla
um innlendan land-
búnað. Þar er inn-
lendur landbúnaður
reglulega talaður niður
og lagt til að leysa öll
vandamál með inn-
flutningi á landbún-
aðarvörum.
Nýjasta útspilið birtist í leiðara
Fréttablaðsins hinn 29. apríl sl. Þar,
líkt og í fyrri greinaskrifum sínum,
snýr hann öllum þeim atriðum sem
þykja ámælisverð við landbúnaðinn
upp í skilyrðislaus rök fyrir innflutn-
ingi á landbúnaðarvörum. Í því tilfelli
var það skortur á innlendum líf-
rænum landbúnaðarvörum, sem rit-
stjórinn velur í sitt lið. Ég ætla hins
vegar að freista þess að hrifsa af hon-
um keflið í þessari umræðu áður en
hann stekkur með það í næsta drullu-
pytt.
Frá því að ég man eftir mér hefur
umræða um matvælaframleiðslu að
mestu snúist um hversu mikill kostn-
aður það er fyrir svona litla þjóð að
framleiða eigin mat.
Þrýst verið á mat-
vælaframleiðendur að
lækka kostnað og sumir
jafnvel haldið því fram
að það væri „kollektív“
geggjun að stunda land-
búnað hér á landi. Mér
þótti því ánægjulegt að
heyra að umræðan væri
farin að færast yfir í að
matur sé einfaldlega
verðmæt vara á heims-
markaði, og eðlilegt að
hver þjóð reyni að
tryggja fæðuöryggi þegna sinna með
því að efla innlenda matvælafram-
leiðslu. Út frá þessari umræðu hefur
síðan heyrst að úrval lífrænt rækt-
aðrar matvöru þykir heldur rýrt á Ís-
landi.
Formaður Samtaka lífrænna neyt-
enda hitti reyndar naglann á höfuðið,
þegar hún sagði að það yrði fljótt
skortur á lífrænum vörum ef neyt-
endur tækju við sér og keyptu meira
lífrænt. Boltinn er hjá neytendum, og
hingað til hefur þorri neytenda ekki
talið þörf á því að hafa íslenskar land-
búnaðarvörur lífrænt vottaðar. Sé
það að breytast hlýtur að vera vilji
hjá framleiðendum að framleiða vöru
sem ber hærra verð.
Það verður samt að viðurkennast
að eitt er í orði, og annað á borði. Sem
dæmi þá er mjög auðvelt fyrir mig
sem einstæðing og mikinn aðdáanda
íslensks landbúnaðar að segjast vilja
borga meira fyrir lífrænt ræktaðan
mat eða innlenda framleiðslu. Í fram-
haldi af þessu fór ég að velta fyrir
mér hver verðhækkunin yrði við að
skipta úr hefðbundnu yfir í lífrænt.
Ég stunda nám í Danmörku og fór
þar í matvörubúð sem ber nafnið
Irma. Þetta er verslun í dýrari kant-
inum, en með gott úrval af lífrænt
vottuðum vörum. Þar kannaði ég
óvísindalega verðmuninn á fjórum
vörum; mjólk, eggjum, svínakótel-
ettum og haframjöli. Hækkunin á
mjólkurlítra við að verða lífrænn var
42% (þó var þetta langódýrasta líf-
ræna mjólkin í boði), á eggjabakk-
anum var hækkunin 36%, kótelett-
urnar hækkuðu um 32% pr. kg. og
haframjölið 25% pr. kg.
Árið 2009 gerði OECD athugun á
meðal þegna tíu ríkja innan sinna vé-
banda, þar sem rannsakað var
hversu mikið aukalega fólk var tilbú-
ið að borga fyrir lífrænar vörur.
Helstu tölur voru þær að 33% svar-
enda voru ekki tilbúin að borga neitt
aukalega fyrir lífrænar vörur og 55%
vildu borga í mesta lagi 15% umfram
grunnverð. Þeir sem á annað borð
keyptu mikið af lífrænu hugsuðu
mest um úrval og útlit vöru við vöru-
val, en þeir sem voru sagðir versla lít-
ið hugsuðu mest um verð.
Þótt þetta sé ekki hávísindaleg
samantekt hjá mér get ég stuðst við
þetta þegar ég segi að við skulum
stíga varlega til jarðar í þessari um-
ræðu, og fyrir alla muni gera okkur
grein fyrir hvað sé verið að tala um,
áður en digurbarkalegum yfirlýs-
ingum er slegið fram.
Fyrr í vetur fann ritstjóri Frétta-
blaðsins sér ástæðu til að tala niður
íslenskan landbúnað með því að gera
sér mat úr því að mörg salmon-
ellutilfelli hefðu komið upp á íslensk-
um kjúklingabúum, og nefndi þann
pistil sinn „Sjúklingabændur“. Hægt
er að benda á að samkvæmt tveimur
erlendum rannsóknum frá árunum
2001 og 2009 greindust fleiri tilfelli af
camphylobacter-sýkingu í lífrænt
ræktuðum kjúklingum en þeim sem
voru ræktaðir á hefðbundinn hátt.
Þetta er því komið í hálfgerða mót-
sögn hjá ritstjóranum. En við því var
kannski að búast, miðað við að sá
háttur virðist yfirleitt vera hafður á
pistlum hans, að nálgast málin ekki
með gagnrýnni hugsun heldur koma
fram einungis með aðra hlið málsins.
En takið eftir, nú ætla ég að reyna
að sýna af mér vönduð vinnubrögð. Í
tveimur öðrum bandarískum rann-
sóknum sem ég komst yfir kom í ljós
að minna var af bakteríusýkingum af
völdum salmonellu í lífrænt rækt-
uðum kjúklingum en ræktuðum á
hefðbundinn hátt, og er rætt um að
frekari rannsókna sé þörf á þessu
sviði áður en hægt er að slá nokkru
föstu.
Mér þykir það einkennilegt að svo
miklu plássi sé eytt í að tala niður at-
vinnugrein sem nýtur mikils trausts
almennings á Íslandi og liggur nærri
hjarta þjóðarinnar í umræðum um
utanríkismál landsins nú á síðast-
liðnum misserum. Eru þessir leið-
arar líkari áróðurspistlum frá for-
svarsmönnum hagsmunasamtaka en
ritstjóra dagblaðs, það skyldi þó aldr-
ei vera?
Að gera sér (innfluttan) mat úr öllu
Eftir Axel Kárason
Axel Kárason
»Mér þykir það ein-
kennilegt að svo
miklu plássi sé eytt í að
tala niður atvinnugrein
sem nýtur mikils
trausts almennings á Ís-
landi og liggur nærri
hjarta þjóðarinnar …
Höfundur er BS í búvísindum
og dýralæknanemi.
Árshátíð bridskvenna
Laugardaginn 21. maí hittast bridskonur á árlegri
árshátíð sem haldin verður í Skútunni að Hólshrauni 3,
Hafnarfirði.
Dagskráin verður með hefðbundnum hætti. Mæting er
klukkan 11 og munið að koma með góða skapið með ykkur.
Matur verður kl. 12 og hefst svo spilamennska kl. 13.
Verð á konu er 5.500 kr. Ekki er hægt að taka við greiðslu-
kortum.
Vinsamlegast skrá sig sem allra fyrst, ekki seinna en 15.
maí hjá Erlu Sigurjóns, sími: 6593013/5653050 eða Huldu
Hjálmars, sími 5552248/8952248.
Bridsdeild Félags eldri borgara í Reykjavík
Tvímenningskeppni spiluð í Ásgarði, Stangarhyl 4,
fimmtudaginn 12. maí. Spilað var á 11 borðum. Meðalskor:
216 stig. Árangur N-S:
Jón Lárusson - Ragnar Björnsson 251
Björn Svavarss. - Jóhannes Guðmanns. 249
Rafn Kristjánss. - Júlíus Guðmundss. 230
Ingibj. Stefánsd. - Ingveldur Viggósd. 219
Árangur A - V:
Albert Þorsteinss. - Bragi Björnsson 258
Friðrik Jónsson - Tómas Sigurjónss. 258
Oddur Halldórss. - Jakob Marteinsson 256
Sigurjón Helgason - Helgi Samúelss. 246
Gullsmárinn
Spilað var á 14 borðum í Gullsmára fimmtud. 12. maí.
Úrslit í N/S:
Örn Einarsson-Sæmundur Björnsson 181
Þorsteinn Laufdal - Páll Ólason 175
Sigurður Gunnlss. - Gunnar Sigurbjss. 169
Leifur Kr. Jóhanness. - Guðm. Magnúss. 162
A/V:
Samúel Guðmundsson - Jón Hannesson 184
Guðrún Hinriksd. - Haukur Hannesson 179
Magnús Hjartars. - Jóhannes Eiríksson 170
Elís Helgason - Gunnar Alexanderss. 165
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson| norir@mbl.is
–– Meira fyrir lesendur
Katrín Theódórsdóttir
Sími: 569 1105
kata@mbl.is
Þann 27. maí gefur Morgunblaðið
út stórglæsilegt Garðablað.
Garðablaðið verður með góðum
upplýsingum um garðinn, pallinn,
heita potta, sumarblómin, sumar-
húsgögn og grill.
Stílað verður inn á allt sem
viðkemur því að hafa garðinn og
nánasta umhverfið okkar sem
fallegast í allt sumar.
MEÐAL EFNIS:
Skipulag garða.
Garðblóm og plöntur.
Sólpallar og verandir.
Hellur og steina.
Styttur og fleira í garðinn.
Garðhúsgögn.
Heitir pottar.
Útiarnar
Hitalampar.
Útigrill.
Ræktun.
Góð ráð við garðvinnu.
Ásamt fullt af spennandi
efni.
Gar
ðab
laði
ð
NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR:
PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA:
Fyrir kl. 16, mánudaginn 23. maí.
Garðablaðið