Morgunblaðið - 01.09.2011, Side 2

Morgunblaðið - 01.09.2011, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. SEPTEMBER 2011 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Marta María Jónasdóttir fréttastjóri dægurmála martamaria@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Framlegð (ebitda) af rekstri Árvak- urs hf. á árinu 2010 batnaði um 389 milljónir króna frá árinu á undan. Framlegð ársins 2010 var neikvæð um 97 milljónir en var árið 2009 neikvæð um 486 milljónir Á þessu ári hafa orðið jákvæð umskipti og framlegð á fyrri hluta ársins er já- kvæð um 30 milljónir. Rekstrartap ársins 2010, að teknu tilliti til afskrifta, nemur 277 milljónum en var til samanburðar 667 milljónir árið 2009. Tap eftir skatta og fjármagnsliði árið 2010 nam 329 milljónum en vegna nið- urfellingar skulda frá fyrri eig- endum árið 2009 myndast hagn- aður það ár að fjárhæð 2,5 milljarðar. Rekstrargjöld lækka á milli áranna 2009 og 2010 um 350 milljónir. Hlutafé var aukið um 240 millj- ónir á árinu 2010 til mótvægis við taprekstur ársins 2009 og er eigið fé nú 686 milljónir. „Okkur var í upphafi ljóst að rekstrinum yrði ekki snúið til betri vegar í einu vet- fangi en eins og tölurnar sýna þá gerist það nú hægt og bítandi og af- koma af reglulegri starfsemi er orðin jákvæð á fyrri helmingi þessa árs,“ segir Óskar Magnússon, út- gefandi Árvakurs. „Áfram verður leitað allra leiða til að styrkja reksturinn, bæði með tekjuaukn- ingu og kostnaðaraðhaldi.“ Rekstur Árvakurs á réttri leið Innanríkis- ráðherra Ög- mundur Jón- asson sat fund norrænna sam- gönguráðherra í gær og sat því ekki ríkisstjórn- arfund. Heim- ildir Morg- unblaðsins herma að þar hafi hann sætt harðri gagnrýni vegna afstöðu sinnar til kaupa Hu- ang Nubo á Grímsstöðum á Fjöll- um. Ögmundur segir mjög var- hugavert ef verið sé að reyna að leggja málið þannig upp að þeir sem hafi efasemdir um að selja ís- lenskt land séu á móti útlendingum og öllu sem útlent er. „Þetta er til- raun til að þagga eðlilega umræðu niður. Mitt hlutverk er að standa vörð um hagsmuni okkar samfélags og okkar lands.“ sigrunrosa@mbl.is Segist standa vörð um hag Íslands Ögmundur Jónasson Sigrún Rósa Björnsdóttir sigrunrosa@mbl.is Innanríkisráðherra, Ögmundur Jón- asson, staðfestir að innanríkisráðu- neytinu hafi í gær borist umsókn frá Zhongkun Group, félagi kínverska fjárfestisins Huang Nubo um undan- þágu til kaupa á jörðinni Grímsstöð- um á Fjöllum. Alvara í viðræður um mitt ár Viðræður Huang og landeigenda um söluna á jörðinni hafa staðið megnið af þessu ári samkvæmt heim- ildum Morgunblaðsins. Þeir voru fyrst í sambandi við tengilið Huang í kringum áramótin. Um mitt ár hafi svo farið að færast alvara í viðræð- urnar sem lauk með því að komist var að samkomulagi um að fjárfestirinn keypti jörðina á einn milljarð króna. Í umræðunni um verð Grímsstaða hafa landgæði komið upp en á gríð- arstórri jörðinni sem nær yfir 30.000 hektara eru aðeins um 7-8 hektarar af ræktuðu landi. Verð á landi er afstætt en þarna virðist fjárfestirinn tilbúinn að borga nær sama verð fyrir eyði- land og gott ræktarland. Var bent á að jörðin væri föl Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins hafði jörðin hafði verið til sölu í um tíu ár áður en Huang fékk augastað á henni í gegnum síðuna grimsstadir.com sem landeigendur settu upp fyrir nokkrum árum. Á þeim tíma hefur landeigendum einu sinni áður borist formlegt tilboð sem þeir höfnuðu. Tilboðið sem barst árið 2007 var frá innlendum aðila og þótti ekki trúverðugt en ekki hefur fengist uppgefið hve hátt tilboðið var. Um kaupin sagði Huang að honum sem ferðamanni hefði þótt Ísland mjög áhugaverður staður. Hann hefði því beðið íslenska vini sína að koma með tillögur að stöðum þar sem gæti komið til greina að byggja upp ferða- þjónustu. Hann hefði fengið sendan tengil á vefsíðu Grímsstaða, sem sýndi áhugaverða staðsetningu í óspilltri náttúru. Framsetningin hefði verið lykilatriði þar sem enginn annar hefði sett fram þannig tilbúinn pakka til skoðunar. Undanþágubeiðnin komin  Jörðin Grímsstaðir á Fjöllum var til sölu í tíu ár  Eigendur fengu eitt formlegt tilboð á þeim tíma  Samningaviðræður Huang og eigenda hófust á þessu ári Uppgræðsla á Fjöllum » Elsta tilraun til landgræðslu hér á landi var gerð í landi Grímsstaða árið 1946. » Allt fé var tekið af Gríms- stöðum árið 1991 með samn- ingi við ríkið og landið þá tekið úr landbúnaðarnotum til upp- græðslu. » Ríkið keypti þá greiðslu- markið af ábúendum og þann fjórðung sem það á nú í land- inu. Kristján Jónsson kjon@mbl.is Um 400 manns fengu aðstoð af ýmsu tagi hjá Fjölskylduhjálp Ís- lands á úthlutunardegi í gær, að sögn Ásgerðar Jónu Flosadóttur, formanns samtakanna. Að þessu sinni var m.a. úthlutað skólavörum handa börnum foreldra sem eiga erfitt með að láta enda ná saman. Blaðamaður ræddi við 43 ára, einstæða móður á Suðurnesjum sem hefur síðustu árin fengið að- stoð hjá Fjölskylduhjálpinni. Hún er öryrki og á tvö börn í grunn- skóla, sex ára og átta ára, auk tví- tugrar dóttur sem býr hjá henni og er í skóla. Konan kýs nafnleynd. „Ég er búin að missa húsið mitt, var með erlent lán á því en leitaði til umboðsmanns skuldara og bý ennþá í gamla húsinu, borga um 80 þúsund í húsaleigu, þetta er með hita og rafmagni,“ segir hún. „Þau hafa aðstoðað mig mjög vel hjá Fjölskylduhjálp- inni síðustu árin, ég fékk þarna mat og skólavörur í dag og fína skó á krakkana. Ég reyni að halda þessu öllu frá yngri krökkunum og hafa allt eins eðlilegt og mögulegt er, fer aldrei með þá í Fjöl- skylduhjálpina. Þau eru oft að biðja um eitthvað en þá segist ég bara ekki eiga pening fyrir þessu núna. Þau eru alltaf númer eitt, ég pæli lítið í sjálfri mér. Þeim gengur vel í skólanum og allt í fínu lagi þar.“ Lenti í slysi og missti vinnuna Hún vann á sama stað í 24 ár en lenti í slysi 2009, þurfti að fara í nokkrar aðgerðir, hefur barist við ýmsar aukaverkanir og fékk tauga- áfall á sínum tíma. Konan var síðan með aðeins um 90 þúsund á mánuði í hálft annað ár en þurfti eftir sem áður að sjá um heimilið og þrjú börn. „Þetta er ekki hægt en ég varð samt að gera þetta, ég fékk mjög mikla hjálp hjá foreldrum mínum. Ég er nú nýkomin á örorkubætur eftir þriggja ára baráttu og fæ auð- vitað barnabætur. En stundum finnst manni eins og maður sé bara einhver löggiltur aumingi! Ég á ekki bíl, fæ bara bíl að láni og mað- ur getur ekki leyft sér neitt, aldrei. En maður verður að hugsa um framtíðina, ég reyni bara að loka á fortíðina og brosa framan í lífið!“ „Reyni bara að loka á fortíðina og brosa“  Margir fengu skólavörur hjá Fjölskylduhjálpinni í gær Konan segir föður sinn, sem er á áttræðisaldri, hafa þurft að fara í hættu- lega hjartaaðgerð 2009. Þegar hann var nýkominn heim rétt fyrir jól hringdi útibússtjórinn í Byr. „Það væri að falla á hann ábyrgð vegna yfirdráttarins míns og hvort hann ætlaði ekki að borga. Það voru komnir miklir vextir á þetta hjá mér. Pabbi segir að þeir geti bara tekið þetta af sparnaðarreikningi sem hann átti. Þeir gerðu það og bjuggu svo til skuldabréf fyrir restinni, sendu það heim til hans og létu hann skrifa undir. En hann man ekkert eftir þessu enda enn fárveikur og áttaði sig ekkert á því hvað hann var að samþykkja. Ári síðar hringja þeir og spyrja hvort hann ætli ekki að borga lánið. Hann mundi auðvitað ekki eftir neinu láni. Nú er ég með lögfræðing í því að reyna að stoppa uppboð á húsinu hans! Þetta er allt svo ljótt og rosaleg grimmd í þeim.“ Látinn greiða lán fyrir dóttur HARKA BANKANS GAGNVART ÖLDRUÐUM OG SJÚKUM MANNI Morgunblaðið/Ernir Skólavörur og skór Tvö fyrirtæki, Ástund og Prentvörur, gáfu Fjölskylduhjálpinni skólavörur og skó fyrir börn. Anna Rósa Róbertsdóttir grasalæknir hefur opnað stofu á Heilsuborg Tímapantanir: annarosa@annarosa.is eða s: 662 8328 www.annarosa.is Faxafeni 14, 108 Reykjavík www.heilsuborg.is Skólastjóri Grunnskóla Seltjarnar- ness og skólastjóri Melaskóla í Vest- urbæ Reykjavíkur sendu í gær for- eldrum barna í skólunum bréf þar sem þeir voru upplýstir um að full- orðinn maður hefði á þriðjudags- kvöld reynt að tæla unga stúlku upp í bíl til sín á gatnamótum Neshaga og Hofsvallagötu. Samkvæmt lýsingu stúlkunnar telur lögregla að um sama mann geti verið að ræða og reynt hefur slíkt hið sama í Hafnarfirði og á Suðurnesj- um. Maðurinn sem var á grænum bíl bauð stúlkunni sælgæti. Stúlkan brást rétt við aðstæðum, svaraði manninum ekki og hjólaði beint heim og lét foreldra sína vita, sem höfðu samband við lögreglu. Foreldrar voru beðnir um að ræða við börnin um hvernig bregðast ætti við ef þau lentu í sömu aðstæðum. Enn reynt að tæla ung börn upp í bíla

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.