Morgunblaðið - 01.09.2011, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 01.09.2011, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. SEPTEMBER 2011 María Ólafsdóttir maria@mbl.is Vandana Shiva er hugsuðurog baráttukona á sviðisjálfbærrar þróunar, um-hverfis- og mannréttinda- mála. Vandana er með doktorspróf í skammtaeðlisfræði frá Western Ont- ario-háskólanum í Kanada og hóf snemma á ferlinum að boða sjálf- bærni. Í dag veitir Shiva forstöðu Navdanya-samtökunum á Indlandi sem stuðla að sjálfbærni í landbún- aði og stuðla að líffræðilegum fjöl- breytileika. En hún er einn at- kvæðamesti gagnrýnandi erfðabreytinga á nytjaplöntum í heiminum í dag. Sviva rekur einnig alþjóðlegan háskóla í sjálfbærni í samstarfi við Schumacher College í Bretlandi. Hún hélt nýverið fyr- irlestur í Háskólabíói fyrir troðfullu húsi og komust mun færri að en vildu. Róstusamt ár í Indlandi „Ástríða mín fyrir vistfræði hófst með þátttöku minni í hreyfingu kvenna á heimaslóðum mínum ná- lægt Himalaya-fjöllunum. Konurnar börðust fyrir verndun skóganna þar og þó að þær hefðu aldrei gengið í háskóla þekktu þær náttúruna vel og gerðu sér grein fyrir því sem við er- um fyrst að gera okkur grein fyrir í vistfræðinni í dag. Það er að segja að timbrið er ekki mikilvægast í skóg- inum heldur jarðvegurinn, vatnið og hreina loftið. Eftir um áratuga bar- áttu gáfust stjórnvöld loksins upp og bönnuðu skógarhögg þarna. Ástríða mín fyrir vistfræði í dag snýst hins vegar um vistfræði í landbúnaði. Hana má rekja aftur til ársins 1984 sem var mjög róstusamt ár í Ind- landi. Þá brutust út mikil átök tengd Grænu hreyfingunni þar í landi og þegar ég kynnti mér hreyfinguna fór ég að sjá að bændurnir voru í stríði gegn yfirvöldum og brostnum lof- orðum um aukna framleiðslu sem síðar brást,“ segir Vandana. Fræið skapar sig sjálft Í dag berst Græna hreyfingin helst gegn erfðabreyttum mat- vælum. Vandana segir að alþjóðleg fyrirtæki hafi viljað fá einkaleyfi á fræ til ræktunar og upp úr því hafi World Trade Organization-stofnunin orðið til. Þar ríki sú skoðun að frelsi fyrirtækja skipti meiru máli en einstaklinga og gegn þessu hefur Vandana barist ötullega síð- astliðin ár. „Ég einsetti mér því að vernda fræið sem skapar sig sjálft en ekki fyrirtækin og byggja upp líf- ræna hreyfingu í Indlandi. Í dag felst ástríða mín í að sjá ávöxt erf- iðisins í því hversu margir eru farnir að framleiða sinn eigin mat. Þannig fær fólk betri mat, kemst betur af og verndar umhverfið. Ég tel að iðn- væddur matur og landbúnaður sé ein stærsta lygi sem mannkyninu hefur verið sögð. En það er ekki hægt að ljúga að bragðlaukunum okkar og líkamanum. Fyrir um tíu árum byrj- aði ég að safna öllum þeim fræjum sem ég gat fundið. Í dag styðjum við bændur í að skapa sína eigin fræbanka og þjálfa þá. Alltaf þegar ég hitti áhugasama manneskju hvet ég hana til að safna fræjum og nú eru til einir 62 slíkir bankar. Það fallega við þetta er að þegar þú kaupir fræ er það bara verslunarvara en þegar þú safnar fræjum á þennan hátt þá er það tákngervingur menningar þinnar og þróunar og þú berð meiri virðingu Fræinu er ætlað að skapa allsnægtir Indverska baráttukonan Vandana Shiva berst gegn erfðabreytingum í nytja- plöntum. Hún einsetur sér að vernda fræið og hvetur bændur í Indlandi til að safna fræjum. Fræið segir hún að eigi sig sjálft en ekki alþjóðleg fyrirtæki og sjálf- stæðir fræbankar séu grunnurinn að sjálfbærum landbúnaði. Reuters Ræktun Lífræna hreyfingin í Indlandi vex og dafnar með hverju ári. Morgunblaðið/Kristinn Fyrirlestur Shiva hélt fyrirlestur á Íslandi nýlega fyrir fullu húsi. Þegar kalda haustloftið fer að leika um kroppinn okkar er ekki laust við að við þráum að vefja okkur inn í eitt- hvað hlýtt og mjúkt. Sumir skríða undir teppi, aðrir breiða yfir sig sæng og einhverjir kasta yfir sig gömlu góðu lopapeysunni. En svo eru þeir sem vilja vera í heilgalla sem hlýjar frá hvirfli til ilja og heftir ekki hreyf- ingar á nokkurn hátt og gott er að klæðast við hverskonar störf. Fyrir þá sem hafa áhuga á að koma sér upp einum slíkum galla, nú eða gefa ein- hverjum öðrum sem vitað er að kann að meta þessháttar flík, þá er nú gott að skella sér á netið og panta sér heilgalla á vefsíðunni weezo.is. Þar er hægt að sjá myndir og stærðir og tekur ekki nema tvo daga að fá einn slíkan heim til sín frá því að pöntun er lögð inn. Gallarnir eru með hettu og einstaklega mjúkir og fást í öllum regnbogans litum. Minnsta stærðin er 140 cm en von er á barnastærðum síðar. Ungt fólk hefur tekið þessum göllum fagnandi enda fátt notalegra, hvort sem er heima í kósífíling, í sumarbústaðnum, í ferðalögum, eða bara úti að rölta, að vera í hlýjum mjúkum galla sem hvergi þrengir að. Auk íslensku síðunnar hefur verið opnuð síða í bretlandi og Danmörku og einnig eru gallarnir á Facebook. Vefsíðan www.weezo.is Dásamlegir Þau taka sig heldur betur vel út í göllunum þessi þrjú. Kósí heilgallar fyrir haustið Sumir mikla fyrir sér að búa til sitt eigið nesti, eða fyrir aðra, til dæmis börnin sín. Mörgum finnst það allt of mikið vesen. En svo er alls ekki og þar sem nesti er mjög sniðug lausn, hvort sem er í skóla eða vinnu, þá er um að gera að nýta sér öll þau hjálpartæki sem til eru, til dæmis góðar bækur um nesti. Þann- ig er hægt að koma í veg fyrir að hugmyndaflug um fjölbreytt nesti þrjóti. Kosturinn við nestið er að þá velur fólk sér sinn eigin mat í stað- inn fyrir að stóla á sjoppur eða mötuneyti. Nesti sparar líka pening, er oft hollara og hægt er að nýta af- gangana frá deginum áður. Ef þér dettur ekkert annað í hug en að smyrja samloku með osti þá skaltu skoða bókina Hollt nesti heiman að, sem var að koma út hjá Sölku. Bók- in er eftir Margréti Gylfadóttur, Sig- urrós Pálsdóttur og Sigurveigu Káradóttur. Í henni er að finna um 70 hollar og einfaldar uppskriftir að nesti sem má taka með sér í skól- ann, vinnuna eða lautarferðina. Endilega … … takið með ykkur nesti Bók Góðar nestishugmyndir. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is vi lb or ga @ ce n tr u m .is Berjaís með Magimix Verð kr.: 44.990 Farðu alla leið með Magimix Berja- og safapressa af fullkomnustu gerð frá Magimix. Með safapressunni má útbúa girnilega og heilsusamlega drykki með lágmarks fyrirhöfn. Ísvél að andvirði kr. 14.ooo fylgir með hverri safapressu meðan birgðir endast. Nú er upplagt að búa til heimalagaðan bláberja- eða krækiberjaís.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.