Morgunblaðið - 01.09.2011, Síða 28

Morgunblaðið - 01.09.2011, Síða 28
Það er meira en hálf öld síð- an ég fyrst kynntist Dóru og Herði. Þau voru aðkomufólk „á mölinni“ eins og við syskinin frá Hallormsstað. Um langt skeið voru þau nágrannar í Hlíðunum í Reykjavík og samskipti tíð milli heimilanna. Kynni Dóru og Margrétar systur minnar hófust að marki í Söngsveit verkalýðsfélaganna í Reykjavík (SVÍR) en sjálf staldraði ég stutt við þar. Dóra og Margrét voru jafnöldrur og báðar afar músíkalskar. Dóra söng millirödd en Margrét sópr- an. Sigursveinn D. Kristinsson stjórnaði söngsveitinni fyrst en árið 1959 mun Hallgrímur Helgason hafa tekið við kórnum og nefndist hann síðan Alþýðu- kórinn. Undir stjórn Hallgríms flutti kórinn Þjóðhátíðarkantötu eftir Jón Leifs í Þjóðleikhúsinu á 60 ára afmæli tónskáldsins 1959. Þótti þessi flutningur tak- ast afar vel og voru þær vinkon- urnar báðar stoltar af. Auk þess að syngja t.d. í ofangreindum kórum gekk Dóra síðar til liðs við Söngsveitina Fílharmóníu og var formaður þar á vissum tímamótum í sögu kórsins. Þá fór hún er á leið að syngja í Dómkórnum. „Ég er að syngja í kórum mér til ánægju og sáluhjálpar,“ skrifar hún Margréti til Bergen, „og í dóm- kirkjunni er alltaf jafn hátíð- legt.“ Síðustu árin söng Dóra í kór Félags eldri borgara og í kór Guðríðarkirkju. Það urðu henni sár vonbrigði þegar í ljós Dórothea Sveina Einarsdóttir ✝ Dórotheafæddist í Holta- kotum í Bisk- upstungum 21. febrúar 1932 og ólst þar upp. Hún lést á hjúkr- unarheimilinu Skjóli 16. ágúst 2011. Útför Dórotheu fór fram frá Guð- ríðarkirkju í Graf- arholti 29. ágúst 2011. kom að hún gat ekki lengur verið með þar sem sjúk- dómurinn var far- inn að herja á. Svo vildi til að við hjónin vorum nágrannar Dóru og Harðar síðustu ár þeirra í Grafarholt- inu. Áttum við Dóra það til að taka lagið tvær saman og voru þá einungis þau „gömlu góðu“ á dagskránni. Dóra var örugg í milliröddinni. Hún hélt þessum sönghæfileika fyrst eftir að hún fluttist í Skjól en því miður ekki lengi eftir það. En það var ekki aðeins á söngsviðinu sem listrænir hæfi- leikar Dóru birtust, þeir birtust líka í handavinnu hennar meðan hún hafði krafta til. Af öllum vinnustöðum sagðist hún hafa notið sín best í starfinu á Drop- laugarstöðum enda náði hún einstöku sambandi við eldri kynslóðina. Áður hafði hún t.d. unnið á sambýli fyrir fatlaða og af tengslum við stúlku þar varð til ljóðabréf sem birtist, ásamt fleiri ljóðum Dóru, í bókinnni „Vængjatök – hugverk sunn- lenskra kvenna“. Dóra kveður fallega: Að lokum. Sittu heil og sértu gleði vafin, Hrundin kæra – hér og fyrst hug þinn næri orðsins list. Auk alls þessa ræktaði Dóra garðinn sinn með einstökum hætti. Hún byggði sér sumarbú- stað á æskuslóðum sinum í landi Holtakota í Biskupstungum og þar áttu börnin og barnabörnin kærkomið athvarf frá erli borg- arlífsins. Sá er vinur er í raun reynist. Dóra veitti ómetanlega aðstoð og styrk í alvarlegum veikindum Margrétar systur minnar. Hér skal það allt þakkað svo og samfylgdin öll. Elísabet Guttormsdóttir. Elsku afi, nú er víst komið að kveðjustund. Í aug- um okkar systkinanna varst þú al- gjör hetja og stundirnar sem við áttum með þér ómetanlegar. Þú varst alltaf til í að spila við okkur og þau voru ófá skiptin sem þú dróst fram gamla kúluspilið úr skápnum. Það kemur ekki á óvart Kjartan Guðjónsson ✝ Kjartan Guð-jónsson fæddist á Stöðvarfirði 22. maí 1931. Hann lést á Hjúkrunarheim- ilinu Eir í Reykja- vík 19. ágúst 2011. Kjartan var jarð- sunginn frá Stöðv- arfjarðarkirkju 27. ágúst 2011. að það hafi lifað þig því þú hugsaðir allt- af vel um allt sem þú eignaðist. Þú þekktir þetta gamla leikfang út og inn en hvernig sem við reyndum tókst okkur aldrei að vinna þig. Eins varstu ótrúlega lunkinn í pílukasti og skipti þá engu máli hvort þú varst slas- aður eða ekki. Þér þótti sko ekki leiðinlegt að stríða okkur systkin- unum og munum við vel eftir því þegar þú lést okkur borða skál eft- ir skál af eftirrétt á jólunum í þeirri von að finna möndluna. Þeg- ar eftirrétturinn var búinn og við farin að undrast það að mandlan væri ekki enn komin í leitirnar þá var hana iðulega að finna hjá þér. Á tímamótum í fjölskyldunni var oft glatt á hjalla og stutt í sönginn. Þú hafðir yndi af því að syngja en raulaðir oft einungis lágt með þar til lagið krafðist þess að þú reyndir á raddböndin. Þá hófstu upp þessa líka hljómfögru tenórrödd. Þetta finnst okkur mjög lýsandi fyrir persónu þína en þú varst hlédrægur á stundum en gast líka látið heyra í þér. Þegar við hugsum til ferðanna austur þá rifjast upp margar uppáhaldsminningar okkar úr æsku. Því er ekki að undra að fjörðurinn fagri hafi á unga aldri orðið í miklum metum hjá okkur og höfum við nýtt hvert tækifæri til þess að koma þangað. Þegar við renndum í hlað í Heiðmörkinni tókuð þið amma á móti okkur opn- um örmum og drifuð okkur inn- fyrir í mjólk og randalín – alveg burtséð frá því hvort við komum til ykkar með fjölskyldunni eða með stóðið af vinum með okkur. Það var því mjög sérstakt fyrir okkur systkinin að koma á Stödd- ann nú fyrr í sumar, þar sem lítið hafði breyst og auðvelt að ímynda sér að allt væri sem áður. Golf- settin stóðu snyrtilega uppröðuð á sínum stað, grasflötin var nýslegin eins og alltaf og bundið var um all- ar snúrur í húsinu. Þó vissum við innst inni að þetta var aðeins skugginn af því sem var, því veik- indi þín höfðu sett strik í reikning- inn. Við erum þó alveg viss um að hvar sem þú ert núna þá hlýtur að vera þar ákaflega snyrtilegur, ný- sleginn golfvöllur. Oft þegar við héldum heimleiðis á ný eftir að hafa dvalið fyrir aust- an hjá ykkur ömmu, mátti sjá glitta í tár á hvarmi þínum enda langt á milli heimsókna og óvíst hvenær við myndum hittast næst. Nú erum það við sem kveðjum þig með tárum. Þú munt alltaf eiga stað í hjörtum okkar og við mun- um minnast þín um alla eilífð. Takk fyrir allt. Jóna Svandís og Hreinn. 28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. SEPTEMBER 2011 Það var alltaf til- hlökkun hjá mér sem ungum dreng að heimsækja ömmu Fjólu og afa Gunnar í Keflavík. Eftir það sem virtist vera óralangt ferðalag með rút- unni frá BSÍ beið amma Fjóla eft- ir mér á Brekkubrautinni tilbúin með mjólk og kökur. Oft leið ein- hver stund þar til afi Gunnar kom heim úr vinnunni í kaupfélaginu og á meðan dunduðum við amma okkur við að spila á spil. Hins vegar vorum við iðulega trufluð af gestum því amma Fjóla var með opnar dyr fyrir alla sem vildu fá sér molakaffi og með sínu hæglætisfasi, oft raulandi lítinn lagstúf, skenkti hún gestunum í bolla á meðan ég beið óþreyjufull- ur eftir að spilið kláraðast. Það var meðal annars þessi virðing og umhyggja fyrir fólki, sama hvað- an það kom, sem gerði Fjólu að einstakri konu. Þetta leiddi að sjálfsögðu til þess að fólk leitaði oft í hennar félagskap sem um leið spillti fyrir mér okkar dýr- mætu spilastundum! En Fjóla amma var ekki bara góð og um- burðarlynd, heldur gat hún líka sýnt styrk og ákveðni þegar eitt- hvað kallaði á slíkt enda hafði hún stýrt heimili þeirra hjóna með fimm börnum af miklum mynd- arskap. Síðar meir varð Fjóla að langömmu barnanna minna og eyddum við mörgum ánægjuleg- um stundum með henni hvort sem það var í Keflavík, í sum- arbústaðnum eða á Góustöðum á Ísafirði. Fjóla var mikil fjölskyldu- manneskja og var hún iðin við að skipuleggja boð og veislur fyrir fjölskylduna og eftir stendur samrýnd og sterk fjölskylda sem mun vafalaust halda kefli hennar á lofti í framtíðinni. Það er með miklu þakklæti sem ég kveð ömmu Fjólu og jafn- framt með ótal minningar um hennar kærleika, dyggð og myndarskap í brjósti mér. Gunnar Sveinn Magnússon. Mig langar að minnast Fjólu móðursystur minnar sem lést á heimili sínu þann 14. ágúst. Fyrstu æviminningar mínar um Fjólu frænku tengjast æsku- heimili mínu að Urðarstíg 16. Gaman var að alast upp í þessu Guðrún Fjóla Sigurbjörnsdóttir ✝ Guðrún FjólaSigurbjörns- dóttir fæddist í Reykjavík 6. febr- úar 1930. Hún lést 14. ágúst 2011. Útför Fjólu fór fram frá Keflavík- urkirkju 19. ágúst 2011. umhverfi í návist afa og ömmu, lang- ömmu og móður- bræðra. Þótt Fjóla dveldi oft á heimili foreldra sinna á þessum ár- um, þá ólst hún að hluta til upp hjá Ragnheiði föður- systur sinni og Gísla manni hennar að Hlíð í Garðahverfi rétt fyrir utan Hafnarfjörð. Ég minnist heimsókna í Hlíð, sem var á þessum árum talsvert ferðalag, en það var yfirleitt tek- inn Hafnarfjarðarstrætó frá Reykjavík í Engidalinn og gengið þaðan að Hlíð. Oft var Fjóla með í þessum ferðum og vakti áhuga okkar eldri systkinanna á sveita- lífinu. Mikill kærleikur ríkti með Kristínu móður minni og Fjólu, bar aldrei skugga á þeirra sam- band enda reyndist hún móður minni og okkur systkinum alla tíð vel. Faðir Fjólu, Sigurbjörn, dvaldi síðustu æviárin á heimili Fjólu í Keflavík og einnig tengda- móðir hennar. Síðasti eftirlifandi bróðir Fjólu, Axel, átti alltaf at- hvarf og skjól á heimili systur sinnar meðan hann lifði. Heimili Fjólu og Gunnars stóð öllum opið hvenær sem var. Þetta reyndi ég sjálfur, sama hvert erindið var, allt var sjálfsagt. Fjóla hélt upp á 80 ára afmæli sitt á síðasta ári og bauð til sín öll- um sínum nánustu, þar með talið systkinabörnum sínum. Hún af- þakkaði allar gjafir en benti fólki á að það mætti styrkja bágstadda á hamfarasvæðum í útlöndum. Þarna var Fjólu rétt lýst, hugsaði fyrst og fremst um hag annarra. Hafðu þökk fyrir allt og allt, megi guð blessa minningu þína. Viggó Þorsteinsson. Það er erfitt að hugsa til þess að þú sért farin frá okkur og munir aldrei koma aftur, elsku amma. Þú varst alltaf svo góð við okkur systur, gerðir allt til þess að okkur myndi líða sem best og gladdir okkur öllum stundum. Þú varst frábær amma í einu orði sagt. Það er okkur ofarlega í huga þegar við komum í sunnudags- kaffi til þín. Þú varst alltaf annað hvort búin að baka eitthvað æð- islegt eða fara út í bakarí. Þú varst ávallt glöð og brostir öllum stundum og hlóst að sjálfri þér þegar þú gerðir mistök. Okkur þykir vænt um hvað þú hefur gert mikið fyrir okkur. Við munum sakna þín mikið. Hvíldu í friði, elsku amma. Berglind María og Silja Rún. ✝ Frænka okkar og vinkona, ÁSLAUG HAFLIÐADÓTTIR lyfjafræðingur, Bjarkargötu 12, Reykjavík, lést á Landspítalanum í Fossvogi sunnu- daginn 21. ágúst. Útför hennar fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík mánudaginn 5. september kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á líknarstofnanir. Hjördís, Jóhanna, Anna Jóna, Óskar Óskarsbörn og fjölskyldur, Svanhildur Magnúsdóttir og fjölskylda. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, FINNUR JÓNSSON verkfræðingur, Heiðarlundi 8, Garðabæ, sem lést á líknardeild Landspítalans fimmtu- daginn 25. ágúst, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 5. september kl. 15.00. Þórunn Sigurðardóttir, Sigurður Finnsson, Lísa Finnsson, Ólöf Finnsdóttir, Helgi Sigurðsson, Guðrún Finnsdóttir, Orri Þór Ormarsson, Hulda Björk Finnsdóttir, Kristbjörn Búason og barnabörn. ✝ Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og systir, SIGRÍÐUR INGUNN ÓLAFSDÓTTIR, hjúkrunarheimilinu Eir, áður Hæðargarði 33, Reykjavík, lést á heimili sínu þriðjudaginn 23. ágúst. Jarðsungið verður frá Bústaðakirkju föstudaginn 2. september kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast Sigríðar er bent á Styrktarsjóð Flateyjarkirkju, s. 848 5315. Signý Þ. Óskarsdóttir, Ólafur H. Óskarsson, Ingibjörg Björnsdóttir, Anna H. Óskarsdóttir, Þorgrímur Ólafsson, Þráinn Sigurbjörnsson, Skarphéðinn P. Óskarsson,Valgerður G. Björnsdóttir, Vigdís S. Ólafsdóttir, Jónas M. Ólafsson, Guðrún B. Guðlaugsdóttir, Sigurrós Ólafsdóttir, Aðalheiður Sigurjónsdóttir, Skapti S. Ólafsson, Kolbrún G. Gunnarsdóttir, Ólöf J. Ólafsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar og bróðir, DAVÍÐ TRAUSTI ARNLJÓTSSON, sem lést á heimili sínu aðfaranótt sunnu- dagsins 21. ágúst, verður jarðsunginn frá Háteigskirkju mánudaginn 5. september kl. 15.00. Hulda Erlingsdóttir, Arnljótur Davíðsson, Ágústa María Davíðsdóttir, Erlingur Sigurður Davíðsson, Jens Arnljótsson. ✝ Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, BJARGHILDUR GUNNARSDÓTTIR, Sólvöllum 3, Selfossi, sem lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi sunnudaginn 28. ágúst, verður jarðsungin frá Selfosskirkju þriðjudaginn 6. september kl. 13.30. Mjallfríð Sigríður Jakobsdóttir, Páll Jónsson, Bjarghildur Pálsdóttir, Eyjólfur Jarl Einarsson, Jóna Magnea Pálsdóttir, Jakob Pálsson, Guðrún Alda Jónasdóttir og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir mín, félagi og vinur, SUSANN MARIETTE SCHUMACHER fyrrverandi flugfreyja, andaðist í faðmi fjölskyldunnar mánudaginn 29. ágúst. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni, Reykjavík, fimmtudaginn 8. september kl. 15.00. Þökkum fyrir sýndan kærleik, ást og vinarhug. Þorvaldur Skúlason Schumacher.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.